Þjóðviljinn - 21.09.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Side 5
Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum haft á orði að vinstri menn ástunduðu óábyrga fjár- málapólitík og þess vegna mætti ekki treysta þeim fyrir ríkisfjár- málum. Og þegar flokkurinn myndaði núverandi ríkisstjórn sá hann þann kost vænstan að velja sjálfan holdgerving hinnar ábyrgu fjármálastjórnar íslenskra kapitalista, hans hátign, konung hinna nýríku, Albert Guðmunds- son fjármálaráðherra. Þó hrópin í leiðurum Morgun- blaðsins um ábyrga fjármála- stjórn Sjálfstæðisflokksins hafi hljóðnað nokkuð um stund, er engin ástæða til að hætta að fylgj- ast með því hvemig uppskriftin lítur út. Svo virðist sem Albert sé undanþeginn aðhaldi almenn- ings, fjölmiðla og flokka einsog aðrir stjórnmálamenn amk. í flestum lýðræðisríkjum verða að þola. Að hluta til er skýringin sú að fleiri líta á hann sem eins kon- ar jóiasvein en ekki venjulegan stjórnmálamann, en það breytir fjármálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Það er athyglisvert, að ráðherrann hefur ekki fremur en flokkur hans staðið við neinar yf- irlýsingar um framkvæmd stefnu Sjálfstæðisflokksins í embætti fjármálaráðherra. Stundum fagna Sjálfstæðismenn því á há- tíðastundum að þeim hafi tekist að skera niður útgjöld ríkisins, en meira að segja það er rangt. Geir Gunnarsson sýndi fram á það með samanburði við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1985, að út- gjöld ríkisins hefðu á föstu verð- lagi aldrei verið hærri. Því hefur ekki verið mótmælt, en samt halda þeir áfram að gorta sig af því að útgjöld báknsins hafi verið skorin niður. Pólitísk kúnst ráðherrans hefur í því embætti verið sú sama og skilaði honum inná þing á sínum tíma. Hann varpar vandamálun- um yfir á aðra. Fjárveitinganefnd og flokksbræðrum hans er gert að starfa innan ákveðins ramma, út- gjöld mega ekki fara fram úr til- teknum upphæðum. Þessir aðilj- Jólasveinninn f ráðherrastólnum víst ekki því að Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa gert manninn að ráð- herra og það að valdamesta ráð- herranum. Oft hefur verið ýjað að því að vinsældir Alberts nái langt yfir flokkamörk og hann sé „maður litla mannsins“. Það segir hann sjálfur líka og honum er tamt að minna á snilld sína í fótknattleik þannig að bæði hann og almenn- ingur geti séð hliðstæðuna í leiknum og alvöru stjórnmál- anna. Albert er klár, segja menn og fréttamenn þora ekki að spyrja ráðherrann almennilega útí samræmi milli orða og at- hafna. Það er heldur ekkert og enginn ætlast til þess. Eða hvað? Einsog skoðana- könnun? Þegar Albert svarar ekki spurningum einsog í sjónvarps- þættinum á dögunum, þá er sagt að almenningi finnist það bara sniðugt. Það var afþví að í stað þess að svara t.d. spurningu Stef- áns Benediktssonar alþingis- manns, þá sagði hann málfunda- brandara um að þingmaðurinn hefði verið efnilegt barn og væri enn. Efnislega var engu svarað og allir hlógu. Eftir þennan þátt þá spurði ég marga hvernig þeim hefði þótt Albert standa sig, einsog maður gerir gjarnan eftir svona sjónleiki og svarið var nær því á eina lund: „Hann stóð sig svaka vel, var fyndinn og skemmtilegur, ég held að hanrí hafi skorað mörg prik hjá kjósendum." En enginn taldi hann hafa haft neitt pólitískt bita- stætt fram að færa, það ætlaðist heldur enginn til þess. Okkur þykir nefnilega vænt um jóla- sveina og við viljum ekki þrefa um pólitík við þá. Þó skar sig einn dálítið útúr þessum viðmælendum mínum. Sá sagði eftir dálitla umhugsun: „Ég nenni ekki lengur að tala einsog skoðanakönnun, - mér fannst hann lélegur.“ Aðrir gjalda En víkjum nú ögn frá jóla- sveininum og snúum okkur að ar taka á sig óþægindin af því að synja beiðnum um hækkanir og ný framlög. Ráðherrum í fag- ráðuneytum er sömuleiðis gert að halda sig innan rammans. Sjálf- sagt og eðlilegt. Þegar líður svo fram á fjárlaga- árið, fara fregnir að berast að því að aukafjárveitingar streymi frá fjármálaráðherra sjálfum. Hon- um rennur til rifja hvað fjárveit-' inganefnd hefur verð hörð við skólanefndina (samkvæmt fyrir- skipun fjármálaráðherrans) og bregður sér í gervi jólasveinsins vinsæla og sjá: það er til peningur í skólabygginguna. Aðstoðarmenn fjármálaráð- herra geta ekki samið við opin- bera starfsmenn um kauphækk- anir, af því „ramminn" leyfir það ekki og við svo búið situr. En Jón Jónsson fulltrúi guðhræddur maður og hversdagsprúður á ekki fyrir tryggingum á bílinn sinn og fer til ráðherrans og biður um að- stoð við litla manninn, Jón Jóns- son. Og sjá hjarta hans er stórt og eyrir ekkjunnar syngur í ríkis- kassanum. Jón er snarlega hækk- aður um 2 launaflokka, fær bíl- astyrk og snúð hjá ráðherranum. Og: Jón og fjölskylda hans er bundin ráðherranum ævarandi tryggðarböndum og ætlar að sýna hug sinn í verki í næsta próf- kjörsslag hjá Sjálfstæðisflokkn- um. Jón á von á strípu í Huldu- hernum. Aðrir gjalda ráðslags- ins. í stríðinu Jólasveinn almenningsins á hins vegar í stöðugu olnboga- stríði í gervi fjármálaráðherrans við flokkssystkini sín. Herkostn- aðinn borgar almenningur sam- kvæmt siðvenju. Hvað sem segja má um stjórnvaldsákvarðanir ráðuneyta einsog iðnaðarráðu- neytisins, þá verður að takast á ‘við þær samkvæmt einhverjum leikreglum. Þegar Sverrir Her- mannsson fær það útúr rannsókn- um sinna manna, að ekki megi setja tugmiljónir í Saltvinnslu og Stálbræðslu, þá væri eðlilegt að skiptast á skoðunum um það mál, kalla á ýtarlegri rannsóknir og þvíumlíkt. Albert gerði það ekki, hann setti bara fjármagnið í fa- brikkurnar einsog ekkert hefði í skorist. Höfðu ekki flestir gaman af? Var Albert ekki bara að stríða flokksforystunni sinni? Eða var þetta enn eitt dæmið um að ég og þú borguðum herkostnað Al- berts Guðmundssonarí forystu- mannastríði Sjálfstæðisflokks- ins? Afsögn annarsstaðar Samkvæmt fjárlögunum fyrir 1985 var gert ráð fyrir 700 milj- óna króna halla á ríkissjóði. Þessi halli verður trúlega yfir 2 milj- arða króna; fjármagn í skuld sem safnar á sig vöxtum sem við borg- um. Aukafjárveitingar eru ekki lít- ill hluti af hallanum. Auðvitað eru margar slíkar aukafjár- veitingar óhjákvæmilegar, en samkvæmt þingsköpum og lögum eru línur lagðar af lýðræðislega kjörnu alþingi í fjárveitingum á fjárlögum. Um það er deilt á al- þingi og við afgreiðslu og ákvarð- anatöku þess ræður afl atkvæð- anna. Aukafjárveitingar Alberts fram í miðjan júlí námu rúmlega 880 miljónum króna samkvæmt á- reiðanlegum upplýsingum Þjóð- viljans. Meðal þeirra eru t.d. Bygg- ingasjóður Þjóðarbókhlöðu 10 miljónir, Kvikmyndasjóður 10 miljónir, Afreksmannasjóður ÍSÍ 2 miljónir, Grænfóðurverk- smiðja Ölafsdal 2 miljónir, Fram- kvæmdasjóður aldraðra 7 miljón- ir, Hafnarbótasjóður 2 miljónir, Breiðafjarðarferja 1.5 miljónir, stofnkostnaðarframlög 73 milj- ónir. Annar rekstur 129 miljónir. Fjölmörg þessara atriða höfðu komið fram í tillöguformi m.a. í Alþýðubandalaginu við af- greiðslu fjárlaganna. Svo er til dæmis um Kvikmyndasjóð, Þjóð- arbókhlöðu, framkvæmdasjóði aldraðra og fatlaðra, byggingu grunnskóla (aukafjárveitingin 50 miljónir). Albert lét stjórnarlið- ana, Framsóknarþingmenn og þingmenn eigin flokks fella allar þessar tillögur sem hann síðan gengst inná í raun. Hvað þýðir svona stjórnarathöfn í venjulegu lýðræðisríki? Hún myndi þýða það, að stjórnarþingmennirnir, bæði í Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki, sem gerðir hafa verið að fíflum með athöfnum ráðherrans krefðust afsagnar hans. En það gera þeir ekki, ekki heldur Ingvar Gíslason sem er búinn að gleyma stuðningi sínum við Albert eftir blaðagreinum að dærna, því þeir óttast vinsældir jólasveinsins, þeir líta heldur ekki á hann sem stjórnmálamann. En stjórnarandstaðan? Ekki getur hún kvartað undan því að tillögur um fjárveitingar sem hún lagði til, hafi verið samþykktar í raun? Eða vilja menn kannski halda í eðlilega starfshætti? Vilja kannski allir að fjármálaráðherra sé fjármálaráðherra en ekki jóla- sveinn? Þá verður að skipta um ráðherra. Þögnin keypt? Albert hafði fyrirskipað emb- ættismönnum sínum að þegja um aukafjárveitingarnar, og blaða- menn hafa ekkert fengið opin- berlega útúr þeim um þetta hneyksli. Það er nefnilega búið að gleyma loforðunum um samráð við stjórnaraðstöðuna hvað þá þegar hann sagði við al- menning þegar „gatið“ var til um- ræðu: komiði, sjáiði, kassinn er tómur. Jólasveinninn hefur ekki bara stórt hjarta, hann hefur líka stórt nef, sem er næmt á það sem gjöra skal. Allir vita að Albert lætur ekki flokksskírteini í Sjálfstæðis- flokknum ráða því hvort Jón full- trúi fær kauphækkun eður ei, hann lætur ekki róttækni skálds- ins aftra sig frá því að veita styrk, hann lætur ekki karlrembu sína koma í veg fyrir að kvennahreyf- ingin fái smáaura. Alls staðar hefur jólasveinninn með stóra hjartað velvild. Hann lætur ekk- ert koma í veg fyrir smá rausn við verklýðsfélagið þó hann sé á móti verklýðsfélögum, - og verður hylltur fyrir vikið á næsta fundi, félagsins, sem hann vill feigt. Morgunblaðið skrifar ekki leiðara þarsem það krefst afsagn- ar ráðherrans. Ekki af því að Mogginn sé ekki jafn hneykslað- ur og aðrir á athöfnum ráðherr- ans, heldur vegna hins að það ótt- ast vinsældir jólasveinsins. Og af því skoðanakannanir hafa tekið völdin af heilbrigðri skynsemi, þingbundinni ríkisstjórn og venjulegri réttlætiskennd, þá verður að beygja sig undir það. Eða hvað? Stefnufestan í fyrradag sagði Albert á ríkis- stjórnarfundi að hann myndi leggja til að stjórnarsamstarfið yrði rofið ef Framsóknarmenn héldu stóreignaskatti til streitu. Framsóknarmenn beygðu sig fyrir skoðanakönnunum. Albert hefur verið harður á einu grundvallaratriði. Skattarn- ir mættu ekki hækka um krónu í hans ráðherratíð. Þæreru orðnar margar ræðurnar sem hann hefur haldið gegn sköttum og þau eru orðin mörg loforðin um skatta- lækkanir. En við fjárlagagerðina eru lagðir á nýir neysluskattar uppá nær 2 miljarða króna. Litli maðurinn er látinn borga. Var einhver að biðja um prinsipp? Á jólunum Nú er það svo, að einsog marg- ir aðrir hef ég gaman af jóla- sveinum. Þykir dálítið vænt um þá líka. Og ég hef meiraðsegja heldur ekkert á móti því að þeir séu líka á alþingi. í öllum flokk- um. Nauðsynlegir með. En æðstu embætti þjóðarinnar, og ábyrgð- ina á rekstri ríkisbúskaparins er ekki hægt að setja á jólasveina. Þeir eru til gamans fyrir börnin á jólunum og fyrir blaðamenn í gúrkutíð. Þeir sem gerðu Albert að fjár- málaráðherra eru þingflokkar Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins. Þeir eru ábyrg- ir, og þeir sem sagt hafa frá því hneyksli eru á engan hátt ábyrgir. Albert Guðmundsson er vafa- laust vænsti maður og hann er gamansamur. Hins vegar er mað- urinn vanhæfur að gegna embætti fjármálaráðherra hvað sem skoð- anakannanir segja. Og af því ég nenni ekki heldur að tala einsog skoðanakönnun - Albert verður að fá orlof frá ráðherradómi. Óskar Guðmundsson. Laugardagur 21. september 1985 ÞJÓÐVILjlNN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.