Þjóðviljinn - 21.09.1985, Síða 15

Þjóðviljinn - 21.09.1985, Síða 15
Bœkur Stjórn hinnar nýstofnuðu Islandsdeildar IBBY, Alþjóðlega barnabókaráðsins. Talið frá vinstri: Jónína Friðfinnsdóttir varaformaður; Guðríður Þórhallsdóttir gjaldkeri; Gunnlaugur Ástgeirsson ritari; Gunnvör Braga aðstoðargjaldkeri; Sigrún Klara Hannesdóttir formaður; og Margrét Gunnarsdóttir meðstjórnandi. Á myndina vantar Judith Gunnarsson meðstjórnanda. Nýstofnuð samtök um barnabœkur Stofnfundur íslandsdeildar innan IBBY samtakanna (Int- ernational Board on Booksfor Young People) var haldinn í Norræna húsinu I sumar. IBBY eru alþjóðleg samtök er starfa nú í um 40 löndum víðs vegar um heim og er markmið samtakanna að sameina alla þá aðila er vinna að framgangi góðra bóka fyrir börn og unglinga. Samtökin veita H.C. Andersen verðlaunin annað hvert ár til rit- höfundar eða myndskreytinga- manns fyrir framlag til barnabók- aritunar. Einnig sjá alþjóðlegu samtökin um Heiðurslista, sem kallast Hans Christian Andersen Honor List, sem er úrval bestu barnabóka frá hverju landi, gerð- ur eftir tilnefningum hverrar landsdeildar. Hin nýstofnaða íslandsdeild hyggst halda úti blaði, sem kallast Börn og bækur og fjalla mun um ýmsa þætti barnabókaútgáfu, s.s. fréttir af nýjum barnabókum, umsagnir um barna- og unglinga- bækur, upplýsingar um innlenda og erlenda höfunda og ýmsan annan fróðleik sem getur komið að gagni þeim sem fást við barna- bækur, hvort sem um er að ræða þá er skrifa bækur, gefa þær út, nota þær við kennslu eða lesa þær. Islandsdeildin er öllum opin sem áhuga hafa á málefnum er tengjast barnabókum. Stjórn hinnar nýstofnuðu ís- landsdeildar IBBY skipa: Sigrún Klara Hannesdóttir formaður, Jónína Friðfinnsdóttir varafor- maður, Gunnlaugur Ástgeirsson ritari, Guðríður Þórhallsdóttir gjaldkeri, Gunnvör Braga að- stoðargjaldkeri, og Margrét Gunnarsdóttir og Judith Gunn- arsson meðstjórnendur. PÓLITÍSKT KAFRHÚS sunnudaginn 22. sept. frá kl. 14.00 • Hvað er að gerast í Suður-Afríku? Mynd og saga um ástandið í Suður-Afríku. • Um kynþáttahatur á íslandi. Lesari: Helgi Hjörvar. • Aðgerðir ÆF-félaga, Þóroddur Bjarnason segir frá. • Afríkudansar og músik túlkuð af sjífum ABDOU DHOUR ÞJÓÐVILJA- RÁÐSTEFNA Ráðstefna um stöðu Þjóðviljans í dag verður haldin laugardaginn 21. sept. að Hverfisgötu 105, Reykjavík. Ráðstefnan hefst kl. 13.00 og stendur til kl. 18.00. Öllum félögum Utgáfufé- lags Þjóðviljans og Alþýðubandalags- ins er velkomið að sitja ráðstefnuna. Dagskrá: 1. Þjóðviljinn og ný viðhorf í fjölmiðlun. Gísli B. Björnsson 2. Fjárhagur Þjóðviljans og útbreiðsla. Guðrún Guðmundsdóttir 3. Blað og hreyfing. Össur Skarphéðins- son 4. Þjóðviljinn og landsbyggðin. María Kristjánsdóttir Ráðstefnustjóri: Mörður Árnason Útgáfufélag Þjóðviljans Alþýðubandalagið ©JÓSEFSSPÍTALI, LANDAKOTI LAUSAR STÖÐUR FÓSTRA óskast til afleysinga í vetur á dagheimili fyrir börn á aldrinum 3ja til 6 ára. Einnig vantar starfsmann á dagheimilið. Upplýsingar í síma 19600 - 250, kl. 9:00-16:00. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR óskast á lyflækninga- deildir l-A og ll-A, handlækningadeildir l-B og ll-B, barnadeild, svæfingardeild og gjörgæslu. Boðið er upp á aðlögunarkennslu fyrstu vikurnar. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á allar vaktir við eftir- taldar deildir: Lyflækningadeild ll-A, handlækninga- deildir l-B og ll-B. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 - 200 - 300, alla virka daga. Reykjavík 20/9 1985 Samtök aðstandenda vímuefnasjúkra SAVES Kjörorð okkar: „Eítur af eyju" Stofnað 9.5.1985. Gíró 63890-0 Áheita óskað Nánari upplýsingar SAVES Post restante R-9 Reykjavík Blaðberar óskast Hjarðarhagi, Kvisthagi, Melhagi, Flyðrugrandi, Boða- grandi, Skipasund, Efstasund. Það er alltaf líf í Rauða risinu á sunnudögum. Láttu sjá þig. DJODVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.