Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 1
MANNLÍF GLÆTAN UM HELGINA HEIMURINN 2500 miljónir árið 1995? Skuldir Landsvirkjunar vegna rannsókna tœpur miljarður ídag. Mögulega2500 miljónir árið 1995. Skuldir vegna rannsókna við Fljótsdalsvirkjun verða 1500 miljónir árið 1995. Skuldir Landsvirkjunar vegna rannsókna og undirbúnings- vinnu við fimm virkjunarkosti víðs vegar um landið nema nú tæpum milljarði króna. Þessir fímm möguleikar eru nú nánast tilbúnir til útboðs eða ættu að verða það á þessu ári, sagði Hall- dór Jónatansson forstjóri Lands- virkjunar í samtali við Þjóðvilj- ann nýlega. „Langmestur hluti þessa kostnaðar kemur til vegna undir- búningsvinnu við Fljótsdalsvirkj- un, eða 610 milljónir frá upphafi, aðrar hafa kostað minna,“ sagði Halldór. Eins og segir í Þjóðviljanum í gær ætlar Landsvirkjun að taka 880 milljónir í erlend lán á næsta ári til að kosta framkvæmdir og rannsóknir vegna virkjanafram- kvæmda á vegum fyrirtækisins. Af þessum milljónum hvefa 95 milljónir í vaxtakostnað vegna áðurnefndrar rannsóknaskuldar, og þar af reiknast 61 milljón á kostnað Fljótsdalsvirkjunar. Ef gert er ráð fyrir að Lands- virkjun haldi áfram að taka er- lend lán til að greiða vexti af þess- um rannsóknaskuldum í nokkur ár til viðbótar, eins og gert verður á næsta ári, en verji ekki frekari fjármunum til rannsókna við þessar virkjanir, verður skuldin vegna Fljótsdalsvirkjunar einnar orðin meira en einn og hálfur milljarður í árslok 1955. Með sama útreikningi verður heildarskuldin vegna rannsókna vegna Vatnsfellsvirkjunar, stækkunar Búrfells, Villinganes- virkjunar, Sultartanga og Fljóts- Landsfundarkjör Svavar fékk flest atkvæði Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, fékk flest at- kvæði á fjölmennum fundi ABR í fyrrakvöld þar sem kjörnir voru fulltrúar félagsins á landsfundi AB, 7.-10. október n.k. Svavar fékk 73 atkvæði en 80 gildir seðl- ar bárust. Vilborg Harðardóttir, varafor- maður flokksins og Adda Bára Sigfúsdóttir borgarfulltrúi fengu 70 atkvæði, Ásmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, Guðrún Helga- dóttir, alþingismaður, og Steinar Harðarson, formaður AB fengu 68 atkvæði, Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi 68 og Grétar Þor- steinsson formaður Trésmiðafé- lags Reykjavíkur 66 atkvæði. ABR kýs 85 aðalmenn og jafnmarga til vara á landsfund- inn. Samkvæmt lögum flokksins skal báðum kynjum tryggð a.m.k. 40% fulltrúatölunnar og þurfti að flytja eina konu úr vara- mannasæti í hóp aðalmanna til að fullnægja því ákvæði. Listi yfir aðalfulltrúa ABR á landsfundi og 25 fyrstu varamennina er birtur inni í blaðinu. -ÁI Sjá bls 2. dalsvirkjunar orðin um 2500 milljónir, tveir og hálfur milljarður árið 1995. Þá eru þess- ar virkjanir tilbúnar til útboðs, en samkvæmt orkuspám verða þær ekki byggðar fyrr en einhvern tíma á 21. öld og jafnvel þá veit enginn til hvers á að nota þær. Til samanburðar má geta þess að gert er ráð fyrir að heildarkost- anður við Blönduvirkjun verði rúmlega 5 milljarðar. gg Tónlistarhús Staðið í stórræðum Bein útsending á Rás 2 á sunnudagskvöld kl. 20.30 tilstyrktar byggingu tónlistarhúss Tónleikarnir eru framlag tónlistar- manna úr öllum greinum tónlistar til að styrkja það þjóðþrifamál sem tón- listarhús er. Tónleikunum verður út- varpað beint í gegnum dreifikerfi rás- ar 2 á sunnudagkvöld og byrja þeir kl. hálfníu, og standa yfir í einn og hálfan tíma, sagði Helga Hauksdóttir t Sam- tökum um byggingu tónlistarhúss. Það er geysimikil þörf á tónlistar- húsi og það má segja að eiginlega sé skrýtið hvað fólk hefur sótt vel tón- leika sem eru haldnir í alls kyns húsn- æði sem ekki er byggt með tónlist í huga,“ sagði Helga ennfremur. Tónleikarnir á sunnudagskvöldið eru líka til að vekja athygli á happ- drættinu nú þegar lokaátakið er fra- mundan en það verður dregið 12. okt- óber. Á tónleikunum koma fram nokkrir af okkar fremstu tónlistarmönnum úr klassískri tónlist, djassi, poppi og rokki. Kynnir verður Svavar Gests en Magnús Einarsson og Sigurður Ein- arsson munu ræða við tónlistarmenn- ina milli atriða. -aró Nokkrir þeirra tónlistarmanna sem koma fram á tónleikum á sunnudags- kvöld og félagar úr Samtökum um byggingu tónlistarhúss: í tónstiganum sitja Olafur Uagnús Guövinarson, Ásta Hannesdóttir, Sólrún Pálsdóttir og Guðrún Bragadóttir úr Skólakór Kópa- vogs. F.v.: Ingimar Eydal, Tómas Ein- arsson, Uauricio Barbacini, Valgeir Guöjónsson, Helga Hauksdóttir, Krist- ján Jóhannsson, Einar Jóhannesson, Egill Ólafsson, Jakob Magnússon, Árni Scheving og Ármann Örn Ármannsson. Ljósm. Sig. Leiktœkjasalirnir Þarf að bjóða aðra valkosti Athyglisverðar niðurstöður könnunar Útideildarfélagsmálastofnunnar Rvk etta er mjög breiður hópur á öllum aldri og langt frá því að vera þröngur hópur „vandræða- unglinga“ eins og fullyrt hefur verið. En það eru vissar vísbend- ingar um að þarna séu þrír smærri hópar sem eiga í ákveðn- um vandræðum,“ sagði Hjör- leifur Sveinbjörnsson, starfsmað- ur Útideildar í gær um gesti leiktækjasalanna. I vor gerði Úti- deild könnun meðal tæplega 600 gesta leiktækjsalanna og er skýrt frá niðurstöðum hennar á bls. 5-6 í Þjóðviljanum í dag. I könnuninni kemur fram að stór hluti krakkanna notar leiktækjasalina eins og félags- miðstöðvar og koma þangað til að kjafta og hitta vini og kunning- ja fremur en að spila. Hjörleifur taldi mega draga þær ályktanir af skýrslunni að félagsaðstöðu van- taði úti í hverfunum. „Það er mjög brýnt að veita krökkunum aðra valkosti. Ég er ekki að segja að banna eigi leiktækjasalina heldur gera meira af því að skapa krökkunum aðstöðu til að gera eitthvað sjálfir. “ -Á1 Sjá bls 5-6 Stórstjömur syngja New York - Tugir þekktustu popptónlistarmanna heims - menn á borð við Bruce Springsteen, Bob Dylan, Steve Wonder og Ringo Starr - hafa tekið upp á plötu nýtt lag þar sem ráðist er að aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku og af- stöðu Ronalds Reagan til hennar. Lagið heitir „Sun City“ eftir smá bæ í einu af „heimalöndum" blökkumanna í Suður-Afríku en þangað sækja hvítir íbúar lands- ins mjög til orlofsdvalar. Á bakhlið plötunnar verður sama lag flutt en í stað söngsins eru ræður Nelson Mandela og Desmond Tutu fléttaðar inn í hljóðfæraleikinn. Allur ágóði af plötusölunni, svo og fjórum myndböndum sem gerð verða, rennur til stryrktar pólitískra fanga og útlaga frá Suður-Afríku, svo og samtaka sem berjast gegn aðskilnaðarstefnunni. Reuter/ÞH

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.