Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 11
UM HELGINA
Matur
Að
borða
úti
íhádeginu
Eru Reykvíkingar farnir að
borða meira, eru einhverjar
þeirra ríkari en þeir voru áður,
eða er orðið ódýrara að borða
úti? Hvort sem eitthvað af þessu
er rétt eður ei er það a.m.k. Ijóst
að veitingastöðum hefur fjölgað
að miklum mun á síðustu árum
og það er staðreynd að Reykvík-
ingar í það minnsta sækja meira
en áður að fá matinn til sín „il-
volgan á disk“ með sem minnstri
fyrirhöfn.
Hádegisösin var að hefjast á
Lauga-As í Laugarásnum þegar
Þjóðviljinn leit þar inn fyrir viku.
Starfsfólk á staðnum sagði að það
væri nú nokkuð misjafnt hversu
mikið væri að gera hjá þeim, það
færi aðallega eftir útborgunar-
dögum hjá fólki.
Þeir Haukur Magnússon og
Gunnlaugur Kristjánsson höfðu
nýlokið snæðingi þar á staðnum
og maturinn hefði jú orðið þeim
að góðu, takk fyrir. Þeir félagar
sögðust ekki vera fastagestir
þarna á staðnum. „Við vinnum
uppi á Ártúnshöfða og því er það
nú ekki oft sem við látum það
eftir okkur að fara á veitingastað í
hádeginu til að borða“ sagði
Árni. „Við förum svona einu
sinni tii tvisvar í mánuði á svona
staði, aðallega til að fá einhverja
tilbreytingu" sagði hann. Gunn-
laugur sagði að yfirleitt væri nú
lítið borðað í hádeginu. „Það er
frekar að maður drekki fimm
lítra af kaffi í vinnunni en að
borða eitthvað, þannig að þetta
er kærkomin tilbreyting“. Og þar
með var þeirra matartími búinn.
Þjóðviljamenn héldu hins veg-
ar niður í bæ og litu inn á Svörtu
Pönnuna í Tryggvagötu. Þar var
fyrir Kjartan nokkur Erlingsson.
Hann sagði að kreditkortin væru
greinilega ráðandi hjá fólki svona
rétt undir mánaðamót. „Sumir
eru jafnvel að borga fyrir fisk og
franskar á 75 kr. með kreditkorti.
En þetta er auðvitað misjafnt
Hinn klassíski hádegismatstaður, Bæjarins bestu í Tryggvagötunni. Mynd Sig
eins og gengur og gerist. En það
má sjá það greinilega á aðsókn-
inni hvenær mánaðamót eru í
nánd og þegar fólk hefur fengið
útborgað. Rétt eftir mánaða-
mótin er t.d. mikið um að fjöl-
skyldur komi á matsölustaði,
hingað kemur fólk t.d. mikið
ÞAÐ ER HVO.RKI ÞJOÐERNI KOKKSINS,
MATSEÐILL Á FRAMANDI TUNGU NÉ INNFLUTTUR OSTUR,
SEM GERIR ELDHÚSIÐ OKKAR FRANSKT!
með börnin um sex leytið og
borðar kvöldmatinn “, sagði
Kjartan.
Við settumst snöggvast niður
hjá þremur strákum sem höfðu
nýlokið snæðingi, þeim Ófeigi
Grétarssyni, Einari Matthíassyni
og Sigurði Erlendssyni. Þeir eru í
Iðnskólanum. Þeir vildu nú ekki
telja sig til fastagesta. „Við erum
búnir í skólanum í dag“ sagði Óf-
eigur „og skruppum því niður í
bæ. Það er ósköp þægilegt að
kíkja inn á matsölustað og fá sér
kannski hamborgara og franskar.
En við erum engir fastagestir,
pyngjan leyfir það ekki“. _iH
Franskt etdhús er stefna i matargerðarlisl,
sem leggur alla áherslu á að nýta besla fáanlegt hráefni hverju sinni.
matbúa það sérslaklcga fyrir hvern gest og láta alla rétti
njóta sín,
Þ?ss vegna eru allir réttir búnir til eftir að gesturinn hefur pantað.
þess vegna eru niðursuðudósir og örbylgjuofnar ekki til í okkar eldhúsi.
þess vegna er maturinn okkar hóflega kryddaður.
þess vegna notum við smjör, hafsalt og jurtakrydd en hvorki
hveiti né smjörliki og
þess vegna er ekkert slaðlað meðlæti.
Franskt eldhús er okkar aðferð til þess að gera úrvals íslenskt hráefni
að frábœrum mat.
Víö Sjáucmsíöuna
HAMARSHUSINU TRYCGVACOTU 4-6. S I3S20
Ófeigur, Einar og Sigurður melta hitt og þetta á Svörtu pönnunni. Mynd Sig.
Haukur og Gunnlaugur að loknum snæðingi á Lauga-Ási. Mynd Sig.
Föstudagur 4. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11