Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 20
Aðalsími: 81333. Kvðldsími: 81348.,Helgarsími: 81663. Föstudagur 4. september 1985 228. tölublað 50. örgangur DJOÐVIUINN Jarðskjálftar 4 vísindamenn til Mexíkó Landsnefnd um jarðskjálftavarnir stendurfyrirferðinni. Ragnar Stef- ánsson jarðskjálftafrœðingur: Ætlum að reyna að lcera eitthvað af þessum jarðskjálftum Fjórir íslenskir vísindamenn halda í dag áleiðis til Mexíkó, þar sem þeir munu dvelja í viku og draga lærdóma af þeirri jarð- skjálftahrinu sem gengið hefur yfir Mexíkóborg undanfarnar vikur. Þeir sem fara utan eru Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur, Júlíus Sólnes og Ragnar Sigurbjörnsson frá verk- fræðideild Háskólans og Guðjón Petersen framkvæmdastjóri Al- mannavarna ríkisins. Það er Landsnefnd um jarðskjálftavarn- ir sem stendur fyrir för fjórmenn- inganna til Mexíkó. „Við ætlum að reyna að læra eitthvað af þessum jarðskjálfta, bæði um undirstöður bygginga og viðbrögð," sagði Ragnar Stefáns- son er Þjóðviljinn hafði tal af honum í gær. Landsnefnd um jarðskjálfta- varnir sendi stjórnvöldum nýlega beiðni um fjárveitingu til að geta sent íslenska vísindamenn á jarð- skjálftasvæði þar sem byggingar- lag er svipað og hérlendis. Eftir að jarðskjálftarnir urðu í Mexíkó var fljótlega ákveðið að senda menn til að kynna sér aðstæður þar. Ragnar Stefánsson sagði að reynt hefði verið að ná sambandi við vísindamenn og stjórnvöld í Mexíkó til að greiða götu íslend- inganna. Þrátt fyrir afar lélegt tel- exsamband væri búið að ná sam- bandi við fulltrúa stjórnvalda og menn teldu sig einnig vera búna að ná sambandi við vísindamenn. -lg- Uppstokkun „Verður að breyta“ Sverrir Hermannsson í Neskaupstað í gœrkvöld: Nú skulu skrefin stigin tilfulls. Nœstu dagar fréttnœmir Menn skulu búa sig undir það að næstu dagar verða frétt- næmir. Við ætlum okkur að breyta og það verður að breyta. Mætti ég segja að þessi ungi mað- ur við hliðina á mér hafi ekki náð að stjórna þcssum flokki sem for- maður en nú skal því breytt og skrefín stigin til fulls, sagði Sverr- ir Hermannsson iðnaðarráð- herra m.a. í hvassri ræðu á al- mennum fundi Sjálfstæðismanna í Neskaupstað í gærkvöld. Ungi maðurinn við hlið ráð- herrans, Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, tal- aði Iangt og varfærnislegt mál á fundinum, og forðaðist að nefna uppgjörið innan flokksins. Sverrir var öllu ákveðnari í sinni örstuttu framsöguræðu og bjó menn undir stórtíðindi næstu daga. Hann sagði að 6 ráðherrar hefðu verið að velkjast með fjár- lagagerðina í sumar en hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né forysta hans hefðu komið þar nálægt. Samþykkt framkvæmdastjórnar og þingflokks í Stykkishólmi á dögunum hefði verið vantraust á ráðherra flokksins og þessi sam- þykkt hefði bæði verið rétt og nauðsynleg því íjárlögin væru ónothæf. -Ig/EMS Neskaupstað. Suðureyri Allur kvóti að klárast Jón Víðir Njálsson verkalýðsfélaginu Súganda: Mjögsvart útlit framundan og ótti í mönnum. Búið að segja öllu starfsfólki Freyju upp störfum að er mjög svart útlit fram- undan með atvinnu hér eins og í flestum sjávarplássum þegar allir kvótar eru að klárast, og það Engin gengisfelling Stefnt er að því að ekki komi til gengisfellingar vegna lækkunar dollars amk fram að áramótum. Á hinn bóginn mun verða leitað til ríkisstjórnarinnar um rýmkað- ar heimildir til gengissigs á næst- unni, að því er heimildir Þjóðvilj- ans í fjármálaheiminum hermdu í gær. Þrátt fyrir lækkun dollars hefur þróunin að undanförnu verið fremur hagstæð fyrir gengi krón- unnar. Utflutningstekjur hafa farið vaxandi og nokkuð hefur dregið úr innflutningi. Heimildir Þjóðviljans í fjármálaheiminum kváðu í gær trúlegt að á næstunni sigi krónan um 1% til 2Vi% til viðbótar við þau 10% sem hún hefur rýrnað um á árinu. -óg er óneitanlega mikill ótti í mönnum, sagði Jón Víðir Njáls- son gjaldkeri verkalýðsfélagsins Súganda á Suðureyri í samtali við Þjóðviljann í gær. Fyrir skömmu var öllu starfs- fólki hraðfrystihússins Freyju, um 60 manns, sagt upp störfum vegna fyrirséðs hráefnisskorts. Úr rættist í bili og því hafa upp- sagnimar enn ekki tekið gildi. Hjá Freyju er mannahald nú með minnsta móti, engir að- komumenn starfa hjá fyrirtækinu en á sama tíma í fyrra voru þeir fjölmargir. Skuttogarinn Elín Þorbjarnar- dóttir sem leggur upp hjá Freyju á aðeins eftir tæp 200 tonn af karfakvóta en fékk nýlega keyptan 40 tonna þorskkvóta. Sigurvon ÍS-500 sem er á dragnót hefur fiskað mjög vel í haust, að meðaltali 35-40 tonn á viku, og hefur sá afli tryggt mjög atvinnu- ástandið en Sigurvon á aðeins um 100 tonn eftir af sínum kvóta. Þá eru tveir litlir línubátar gerðir út frá Suðureyri og eiga þeir rúm 70 tonn eftir af sínum kvóta. -*g- Nýliftarnir (úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Keflvíkingar, komu geysilega á óvart í gærkvöldi er þeir sigruðu bikarmeistara Hauka 59-58 í fyrsta leik Islandsmótsins í Hafnarfirði. Jón Kr. Gíslason tryggði ÍBK sigur á lokasek- úndunum. Á mynd E.ÓI. freistar Ólafur Gottskálksson þess að stöðva risann í Haukaliðinu, ívar Webster. Sjá bls. 19 ABR Forval í einni umferð Steinar Harðarson formaður ABR: Sýnir einhug flokksmanna Fjölmenni var á framhaldsað- alfundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík sem haldinn var í fyrr- akvöld. A fundinum var m.a. rætt um samstarf vinstri flokk- anna fyrir borgarstjórnarkosn- ingar næsta vor, samþykktar nýj- ar reglur varðandi forval og kosn- ir fulltrúar á Landsfund Alþýðu- bandalagsins í næsta mánuði. „Ég get ekki séð annað en þessi kosning um fulltrúa félagsins á landsfund sé ótvíræð traustsyfir- lýsing flokksmanna á forystu flokksins,“ sagði Steinar Harðar- son formaður ABR í samtali við Þjóðviljann. Steinar flutti framsögu á fund- inum um vinstra samstarf í Reykjavík. Hann sagði að ein- hugur hefði verið meðal fundar- manna um að Alþýðubandalagið gengi eitt og sér til komandi kosn- inga en slíkt hindraði að sjálf- sögðu ekki samvinnu í einhverju formi við aðra flokka í borgar- stj órnarminnihlutanum. Þá var samþykkt á fundinum að forval verði nú í einni umferð í stað tveggja áður og einnig að hver tillaga um þátttakanda í for- vali þurfi að hljóta meðmæli minnst 5 félagsmanna. Steinar sagði að ekki væri búið að dag- setja forval en að öllum líkindum færi það fram fyrir n.k. áramót. -lg* Sjá bls. 2. Síldveiðar Einn ámóti þremur Síldveiðikvötar ganga kaupum og sölum. Reknetabátar selja síldarkvóta sinn til hringnótabáta og fá þorskkvóta ístað- inn. Verðið erþrjú kíló afsíld á móti einu afþorski Mikið brask á sér nú stað með sfldar- og þorskkvóta þeirra fiski- skipa sem leyfi hafa fengið til sfld- veiða á þessu hausti. Margir rek- netabátar selja hringnótabátum sfldarkvóta sinn og fá í staðinn þroskkvóta þeirra. Verðið er þrjú kfló af sfld fyrir eitt kfló af þorski. Sjómannasamband íslands hefur sem kunnugt er alltaf verið andvígt kvótasölu í hvaða formi sem er, enda eru sjómenn aldrei spurðir álits á þessu braski. Hólmgeir Jónsson starfsmaður Sjómannasambands íslands sagði í gær í samtali við Þjóðvilj- ann að andstaða SÍ gegn kvóta- sölu hefði ekkert breyst og ef sjó- menn kvörtuðu yfir henni til sam- bandsins yrði málið að sjálfsögðu tekið upp á réttum vettvangi. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.