Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 17
Gorbatséf
50% niðurskurður
Nýjar tillögur sovétmanna kynntar í Frakklandsheimsókn leiðtogans
Gorbatséf og Mitterrand forseti Frakklands hafa hist áður, en þessi mynd var
tekin við jarðarför Tsérnenkós, forvera Gorbatséfs.
Líbanon
sendiráðið víggirt
Sovéska
Beirut - íslamskir
mannræningjar halda enn
þremur sovéskum sendi-
ráðsstarfsmönnum í gíslingu
og neita aö láta þá lausa fyrr en
umsátrinu um Tripoli er hætt.
Þrátt fyrir samningaviðræður í
Damaskus, höfuðborg Sýr-
lands, er enn ekkert lát á bar-
dögum.
Sendiráð Sovétríkjanna í
Beirut er nú umkringt vopnuðum
vörðum úr líbönsku lögreglunni
og hersveitum sem hliðhollar eru
sovétmönnum. Hefur svæði sem
er 500 metrar í radíus verið alger-
lega lokað fyrir umferð og er þess
gætt af varðmönnum sem hafa
ma. til umráða bfla með loftvarn-
arbyssum og byssum sem
grandað geta skriðdrekum.
Ástæðan fyrir þessum viðbún-
aði er sú að óþekktur maður hót-
aði að sprengja upp sovéska
sendiráðið í dag, föstudag, ef
ekki yrði búið að flytja alla so-
véska sendiráðsmenn úr húsinu.
Sovéski sendiherrann hefur lýst
þungum áhyggjum af undir-
mönnum sínum þremur en
París, Brussel - Mikhaíl Gor-
batséf leiðtogi Sovétríkjanna
sem nú er í opinberri heim-
sókn í Frakklandi staðfesti í
ræðu sem hann hélt í París í
gær að stjórn hans hefði lagt
fram tilboð í afvopnunarvið-
ræðunum í Genf þess efnis að
stórveldin helminguðu birgðir
sínar af langdrægum kjarnork-
ueldflaugum. Jafnframt hafi
stjórn hans lagt til algert bann
við árásarvopnum í geimnum.
í ræðu sinni beindi sovéski
kveðst ekkert geta gert sem
megni að bjarga þeim.
I Damaskus hafa staðið yfir
samningaviðræður í tvo daga
milli sýrlenskra embættismanna
og leiðtoga sunni-múslima sem
verjast í Tripoli. Múslimar neita
að leggja niður vopn og leyfa sýr-
lenskum hersveitum að taka við
löggæslu í borginni. Segjast þeir
ekki leyfa neinum að taka við
löggæslu í borginni nema líb-
önsku lögreglunni en hún hefur
reynst þess alls ómegnug að ráða
við þær hersveitir sem vaðið hafa
uppi í borginni að undanförnu.
leiðtoginn máli sínu til frakka og
breta og bauð þeim til sérstakra
viðræðna um niðurskurð á kjarn-
orkuvopnum þeirra. Fram til
þess hafa sovétmenn ávallt talið
vopnabirgðir breta og frakka
með heildarvígbúnaði Nató en
Nató svarað með því að þær væru
óviðkomandi umræðum um
gagnkvæma afvopnun Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna. Síð-
asta lota samningaviðræðna stór-
veldanna strandaði á því síðla árs
1983 hvort telja bæri bresku og
frönsku eldflaugarnar með þegar
rætt var um svar Nató við sovésku
SS-20 eldflaugunum.
í ræðu sinni sagði Gorbatséf
einnig að Sovétríkin hefðu nú í
skotstöðu 243 SS-20 eldflaugar
sem hafa Vestur-Evrópu að skot-
marki en það er sami fjöldi og var
í júní í fyrra þegar sovétmenn til-
kynntu að þeir þyrftu að fjölga
SS-20 eldflaugum sínum sem svar
við Pershing-2 og stýriflaugum
Nató. Þær flaugar sem settar hafa
verið í skotstöð síðan þá hafa nú
verið teknar niður og mannvirki
sem þeir tengjast verða fjarlægð á
næstu tveimur mánuðum, að
sögn leiðtogans.
Nató telur allar SS-20 eldflaug-
ar Sovétríkjanna og gerir ekki
greinarmun á því hvort þeim er
beint gegn Evrópu eða í aðrar átt-
ir. Að mati Nató eiga sovétmenn
nú 441 SS-20 eldflaug sem er
rúmlega 60 fleiri en í júní í fyrra.
Voru erlendir sendimenn í París á
því að með þessari yfirlýsingu
ætlaði Gorbatséf sér að hafa áhrif
á hollensku stjórnina sem tekur
um það ákvörðun í nóvember
hvort hún leyfir uppsetningu stýr-
iflauga í landi sínu.
Embættismenn í höfuðstöðv-
um Nató lýstu í gær vonbrigðum
sínum með að sovéski leiðtoginn
væri að auglýsa tillögur sínar op-
inberlega, þær ætti að ræða í
Genf þar sem menn væru bundnir
þagnareiði. Þeir vildu ekki taka
afstöðu til gagnanna en sögðu að
þær yrðu skoðaðar vandlega.
Heimsókn Gorbatséfs sem er
sú fyrsta á Vesturlöndum síðan
hann komst til valda hefur að
sjálfsögðu vakið mikla athygli í
Frakklandi og fréttamenn telja
framkomu hans stinga mjög í stúf
við framkomu forvera hans.
Fréttamaður Reuter segir að
frjálsleg framkoma og talsmáti
Gorbatséfs sé afar frábrugðin
stífni og stirðleika td. Brésnéfs.
Gorbatséf er að því er virðist al-
veg sama þótt ekki sé allt honum í
hag, td. hafi hann hlustað þolin-
móður á borgarstjóra Parísar,
Chirac, fara með ásakanir um
mannréttindabrot. Og í dag,
föstudag, mun nýi leiðtoginn
rjúfa tveggja áratuga hefð sové-
skra leiðtoga og halda opinn
blaðamannafund í París.
Njósnir
„Moldvaipa“ í toppi CIA?
Sovéskur flóttamaður veldur umróti í bandarísku leyniþjónustunni
Washington - Nú er uppi mikil
vargöld í leyniþjónustum ríkja,
jafnt austan hafs og vestan.
Bandaríska leyniþjónustan
CIA hefur nú til yfirheyrslu so-
véskan flóttamann sem starf-
aði á vegum KGB. Upplýsingar
sem hann hefur gefið benda til
þess að sovétmenn hafi komið
fyrir „moldvörpu“ á æðstu
stöðum innan CIA.
Vitalí Júrtsénkó var háttsettur
foringi í sovésku leyniþjónust-
unni og „hoppaði af“ eins og það
er gjarnan nefnt í Rómarborg í
sumar. Hann hafði meðferðis
ýmsar markverðar upplýsingar,
svo sem nöfn á gagnnjósnuruum
innan vestrænna leyniþjónusta.
Nú er td. búið að gefa út hand-
tökuskipun fyrrverandi CIA-
mann sem starfaði við strang-
leynilega rannsóknarstöð í Kalif-
orníu þar sem ma. eru stundaðar
rannsóknir á kjarnorkuvopnum.
Talið er að uppljóstranir
Júrtsénkós muni leiða til meiri-
háttar uppstokkunar innan CIA.
Margir eru þeirrar skoðunar að í
raun sé það vel hugsanlegt að so-
vétmenn hafi komið sér upp
njósnara eða njósnurum á æðstu
stöðum innan CIA, þetta hafi
bandaríkjamönnum tekist í So-
vétríkjunum og þess er skemmst
að minnast að Gordiefskí sé sem
flúði í Bretlandi á dögunum hafði
njósnað fyrir breta og dani
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
grunsemdir vakna um sovéska
njósnara á æðstu stöðum innan
CIA. Árið 1961 skýrði sovéskur
flóttamaður frá því að svo væri.
Þáverandi yfirmaður gagnnjósn-
adeildar CIA leitaði hans í heil
tólf ár án árangurs og var loks
rekinn fyrir að fara offari í starfi.
Var sagt að hann hefði verið
haldinn ofsóknarbrjálæði sem oli
því að sumar deildir stofnunar-
innar voru meira og minna óstarf-
hæfar langtímum saman.
Einn af fyrrverandi yfir-
mönnum CIA sagði fréttamanni
Reuter að sovéskir njósnarar
hefðu komið sér upp tækni sem
gerði þeim kleift að gangast undir
próf þar sem beitt er lygamæli án
þess að upp um þá kæmist. Hefðu
slíkir njósnarar fengið vinnu hjá
CIA undanfarin ár væru þeir enn
lágt settir en ættu væntanlega
eftir að hækka í tign.
Reagan og Gorbatséf heyja nú mikið áróðursstríð og ætla sér báðir að mæta til
leiðtogafundarins í nóvember með betri stöðu. Sá sovéski hefur þó heldur haft
vinninginn hingað til að flestra dómi.
Rannsókn
Af hverju villtist flugvélin?
REliTER
Umsjón:
ÞRÖSTUR HARALDSSON
Ein af undirnefndum banda-
ríska þingsins hefur fengið
það verkefni að rannsaka með
leynd hvað gerðist í raun og
veru þegar farþegaþota frá
Suður-Kóreu var skotin niður
af sovéskum herflugvélum
nærri eynni Sakhalin við
austurströnd Sovétríkjanna
fyrir tveimur árum að því er
segir í frétt í breska blaðinu
Observer.
Ástæða rannsóknarinnar er
sögð sú að nýjar upplýsingar
varpi öðru ljósi á rás atburða,
ma. leikur vafi á því hvort vélin
hafi í raun villst af leið inn í so-
véska lofthelgi. Bandarískur lög-
maður ættingja nokkurra farþega
og flugliða hefur það eftir ekkju
flugstjórans að hann og aðstoð-
arflugstjórinn hafi fengið auka-
þóknun fyrir að fljúga inn á so-
véskt yfirráðasvæði. Einnig hafi
komið fram að vitað hafi verið
fyrirfram hver stefna flugvélar-
innar yrði og að flugumferðar-
stjóri einn sem var á vakt þessa
nótt hafi heyrst segja við starfs-
bróður sinn: „Við ættum að vara
hann (flugstjórann) við.“ Annað
atriði sem nefndin á að rannsaka
er eyðilegging á segulbandsupp-
töku sem gerð var á vegum
bandaríska flughersins þessa ör-
lagaríku nótt.
Bretland
Enn eykst atvinnuleysiö
London - Atvinnuleysi í Bretlandi sló öll met í septembermánuði
þegar tugþúsundir ungmenna útskrif uðust úr skóla og streymdu
út á vinnumarkaðinn. Atvinnulausum fjölgaði frá því í ágúst um
liðlega 100 þúsund og teljast þeir nú vera 3.346.198 eða 13,8%
verkfærra breta.
Atvinnumálaráðherra landsins, Young lávarður, sagði að stjórn sín
myndi bregðast við með því að létta hömlum af atvinnufyrirtækjum og
þar með örva samkeppni fyrirtækja. Einnig myndi hún örva samkepp-
ni fyrirtækja. Einnig myndi hún örva starfsemi smærri fyrirtækja.
Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt stjórn Thatchers harðlega fyrir
atvinnuleysið og krafist þess að hún auki fjárveitingar til opinberra
framkvæmda sem myndu skapa hundruðum þúsunda atvinnu.
Geimferja
Hernaðarleynd á geimferð
Canaveralhöföa - Bandaríska
geimskutlan Atlantis lagði í
gær upp í jómfrúrferð sína út í
eiminn frá Canaveralhöfða.
líkt því sem oftast er raunin
við slik tækifæri hafa upplýs-
ingar stjórnanda geimskots-
ins verið í algeru lágmarki og.
veldur því að farmur ferjunnar
er að þessu sinni hernaðar-
iegs eðlis.
Þótt það eigi að fara leynt hafa
menn fýrir satt að hlutverk ferj-
unnar sé að koma á braut tveimur
gervihnöttum sem eiga að þjóna
öllum deildum bandaríska hers-
ins. Eru þetta fjarskiptahnettir
sem ma. geta flutt fyrirskipanir
frá forseta Bandaríkjanna um að
hefja kjarnorkustríð ef til þess
kemur.
Föstudagur 4. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Bandaríkjaher
Ósamkomulag
veldur óhöppum
Washington - Tveir bandarískir
öldungadeildarþingmenn
kvörtuðu undan því i þing-
ræðum í fyrrakvöld að skortur
á samstarfi og vont samkomu-
lag hinna fjögurra deilda hers-
ins, þe. fiota, flughers, land-
hers og landgönguliða, hefði
hvað eftir annað ieitt til hern-
aðarlega mistaka sem reynst
hefðu afdrifarík.
Sam Nunn sagði að misheppn-
uð tilraun til að frelsa bandaríska
gísla í íran árið 1980 hefði hugs-
anlega getað tekist ef ekki hefði
komið til ósamkomulags í hern-
um. „Ástæðan fyrir því að til-
raunin fór í vaskinn lá í slælegum
undirbúningi þar sem allar deildir
kröfðust þess að fá að vera með,
alveg burtséð frá því hvort þátt-
taka þeirra kæmi að einhverju
gagni,“ sagði Nunn. Annað dæmi
sem hann nefndi var af æfingu þar
sem foringi úr landhernum varð
að nota almenningssíma og
hringja til skrifstofu sinnar í öðru
fylki í því skyni að koma á sam-
bandi milli landhers og flota.