Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 19
ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin Hverja fær Fram? / Ymsir möguleikar - jafnvel á sœti í 8-liða úrslitum. Tvísýnt með heimaleik eru fólgnir í að dragast gegn bik- armeisturum Wales, Finnlands, Danmerkur eða Tyrklands, jafnvel Svíþjóðar. Gegn öðrum liðum er ekki raunhæft að gera sér miklar vonir um sigur. Leikir 2. umferðar fara fram 23. október og 7. nóvember. Það er því tvísýnt um hvort Framarar geti leikið heimaleik sinn hér á landi en ef tíðin helst svipuð ætti það að vera hægt. Ekki má leika á gervigrasinu þar sem slíkir vellir eru ekki samþykktir fyrir Evr- ópuleiki. Framarar verða að leika hér heima ef þess er nokkur kostur - það er krafa íslenskra knattspyrnuáhugamanna. -VS Úrvalsdeild Óvænt hjá Staðan í 1. deild karla i handknattleik ettir 4. umferðina í fyrrakvöld: Vikingur..........4 4 0 0 95- 68 8 Valur.............3 3 0 0 68- 59 6 FH................4 2 0 2 98- 96 4 KA................4 2 0 2 82- 85 4 Stjarnan..........4 1 1 2 80- 80 3 KR................3 1 1 1 63- 64 3 Fram..............4 1 0 3 83- 90 2 Þróttur.........4 0 0 4 86-113 0 Markahæstir: ValdimarGrímsson, Val...........28 ÞorgilsÓttarMathiesen, FH.......28 Konráö Jónsson, Þrótti..........24 Egill Jóhannesson, Fram.........23 SteinarBirgisson, Víkingi.......23 BirgirSigurösson, Þrótti........22 Dagur Jónasson, Fram............22 Guðm. B. Guðmunsson, KA.........22 Gyifi Birgisson, Stjörnunni.....22 Karl Þráinsson, Víkingi.........22 Þrír leikir fara fram um helg- ina. Víkingur-FH í Laugardals- höll kl. 14.45 á morgun og KR- Fram á sama stað kl. 16. Stjarnan og Þróttur mætast síðan í Digra- nesi kl. 14 á sunnudaginn. Jón Kr. Gislason (14) reynir að stöðva Pálmar Sigurðsson (4). Þeir voru bestu menn hða sinna í gærkvöldi - Jón Kr. lék sérstaklega vel oq tryqqði ÍBK óvæntan sigur í lokin. Mynd: E.ÓI. í dag verður dregið til 2. um- ferðar Evrópumótanna í knatt- spyrnu. Fram leikur í 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa og því er fróðlegt að líta á þá möguleika sem fyrir hendi eru. Eftirtalin félög leika í 2. um- ferð: Fram, íslandi Bayer Uerdingen, V.Þýskalandi Benfica, Portúgal Sampdoria, (talíu Atletico Madrid, Spáni HIK Helsinki, Finnlandi AIK, Svíþjóð Lyngby, Danmörku Bangor City, Wales Rapid Wien, Austurríki Universitatae Craiova, Rúmeníu Rauða Stjarnan, Júgóslavíu Dukla Prag, Tékkóslóvakíu Dynamo Dresden, A.Þýskalandi Dynamo Kiev, Sovétríkjunum Galataseray, Tyrklandi Líkurnar á því að Fram dragist gegn liði úr Vestur- eða Austur- Evrópu eru svipaðar. Mögu- leikar á að komast í 8-liða úrslitin 2. deild Blikar sigruðu Breiðablik sigraði Aftureld- ingu 31-24 í 2. deild karla í hand- knattleik í fyrrakvöld. Leikið var í Digranesi og er staðan í 2. deild nú þessi: (R....................3 3 0 0 69-60 6 Ármann................3 3 0 0 70-62 6 Breiðablik............3 2 0 1 76-62 4 HK....................2 2 0 0 50-40 4 ÞórVe.................2 1 0 1 39-37 2 Haukar................3 0 0 3 59-68 0 Afturelding...........3 0 0 3 73-84 0 Grótta................3 0 0 3 51-74 0 Heil umferð er leikin um helg- ina. Ármann og HK leika kl. 17.15 á morgun í Laugardalshöll, Afturelding og ÍR kl. 14 að Varmá og Þór Ve.,-Breiðablik kl. 13.30 í Eyjum. Haukar og Grótta mætast síðan í Hafnarfirði kl. 13.30 á sunnudaginn. Haukar-Táby Nýliðarnir skelltu bikarmeisturunum í Hafnarfirði. Stórleikur hjá Jóni Kr. og sigurstig í lokin. Spánn Hercules áfram Hercules, lið Péturs Péturs- sonar, er komið í 2. umferð spænsku bikarkeppninnar í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Elde- nse. Hercules vann fyrri leik lið- anna, á útvelli, 3-0. Engin óvænt úrslit urðu, 11 leikir þar sem 1. deildarlið voru heima gegn liðum úr neðri deildum, og þau fyrrnefndu voru hvergi í vandræðum. -VS/Reuter Evrópuleikir Þrjú enn í 2. umferð Athletico Bilbao frá Spáni, Di- namo Tirana frá Albaníu og Ne- uchatel Xamax frá Sviss tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 2. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu. Bilbao vann Besiktas 1-0 í Is- tanbúl, samanlagt 5-1. Albanirn- ir gerðu jafntefli við Hamrun Spartans á Möltu, 0-0, og unnu 1-0 samanlagt, og Neuchatel náði jafntefli, 4-4, við Sportul í Búka- rest. Snillingurinn ungi, Hagi, skoraði þar þrennu fyrir Sportul en hinn gamalkunni Vestur- Þjóðverji, Uli Stielike, jafnaði fyrir Neuchatel, 4-4, þegar 17 mínútur voru til leiksloka. -VS/Reuter Valsmenn Báðir í Noregi Valur og norska félagið Kol- botn leika fyrri leik sinn í IHF- keppninni í handknattleik í Nor- egi í kvöld. Síðari leikurinn fer einnig fram ytra og verður hann leikinn á morgun, laugardag. Valur er eina íslenska félagið sem þarf að leika í 1. umferð Evr- ópumótanna - bæði FH og Vík- ingur fara beint í 2. umferð vegna góðrar frammistöðu í fyrravetur. -VS Sá stóri á morgun Fyrsti Evrópuleikur íslensks fé- iagsliðs í körfuknattleik um ára- bil fer fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði á morgun kl. 14. Haukar taka þar á móti sænsku bikarmeisturunum Táby Basket og þar má búast við fjörugum leik. Bandaríkjamaðurinn Mike Schieb leikur með Haukunum í Evrópuleikjunum og þessi lág- vaxni en eldfljóti bakvörður ætti að styrkja Haukaliðið verulega. Það virtust margir vera á því í haust að Keflvíkingar væru bara komnir í úrvalsdeildina í körfu- knattleik til að fylla töluna - þeir myndu falla beina leið niður á ný. En ef marka má opnunarleik Is- landsmótsins í Hafnarfirði gætu þeir spádómar fallið um sjálfa sig - Kefivíkingar komu geysilega á óvart og sigruðu bikarmeistara Hauka 59-58 í æsispennandi leik. Eftir að ÍBK hafði náð 10 stiga forystu uppúr miðjum seinni hálfleik fóru Haukar að saxa á. Þeir náðu að jafna leikinn, 56-56, með tveimur körfum í upphafi lokamínútunnar og spennan var í hámarki. Þegar 14sekúndur voru eftir renndi Jón Kr. Gíslason sér glæsilega í gegnum vörn Hauka og skoraði - og fékk vítaskot að auki sem hann afgreiddi af stak- asta öryggi, 56-59. ívar Webster náði að koma boltanum í Kefla- víkurkörfuna rétt áður en leiktíminn rann út en það var ekki nóg - bikarmeistararnir voru sigraðir. Lið ÍBK lék agað og yfirvegað, sérstaklega þegar með þurfti í seinni hálfleik. Hreinn Þorkels- son þjálfari og Jón Kr. stjórnuðu leik liðsins vel og ungu strákarnir sem skipa liðið með þeim voru með á nótunum í sókn og vörn. Greinilega stemmningslið, Kefl- avíkurliðið, eins og oft áður og ef Jón Kr. verður áfram í þessum ham í vetur er það til alls líklegt. Ekki var þetta rétta veganestið fyrir Haukana í Evrópuleikinn á laugardag. Aðeins á upp- Hafnarfjörður 3. okt. Haukar-ÍBK 58-59 (32-31) 6-0, 10-12, 14-20, 28-25, 32-31, 40- 40,42-52, 50-56, 56-56, 56-59, 58-59. Stig Hauka: Ivar Webster 22, Pálmar Sigurðsson 19, Reynir Kristjánsson 9, Ivar Ásgrímsson 4, Bogi Hjálmtýsson 2 og Henning Henningsson 2. Stig ÍBK: Jón Kr. Gíslason 24, Guðjón Skúlason 12, Hreinn Þorkelsson 11, Hrannar Hólm 6, Matti Stefánsson 4 og Skarphéðinn Héðinsson 2. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Bergur Steingrímsson - þokkalegir. Maður leiksins: Jón Kr. Gíslason (BK. hafsmínútunum virkuðu þeir sannfærandi og ívar Webster og Pálmar báru liðið algerlega uppi. Haukarnir sakna sterkra leik- manna og virðast hreinlega ekki í nógu góðri æfingu. Þeir skoruðu ekki nema 26 stig í seinni hálfleik og það segir sína sögu um sóknar- leikinn og hittnina. Júdó Fyrsta mótið Fyrsta judómót vetrarins hér á landi verður haldið á morgun í íþrótt- ahúsi Kennaraháskólans. Það er Reykjavíkurmeistaramótið og hefst keppnin kl. 15 að vanda. -vs Fatlaðir Fundur á Isafirði Kynningarfundur um íþróttir fyrir fatlaða verður haldinn á ísafirði á morgun, laugardaginn 5. október. Hann er haldin fyrir tilstuðlan íþrótt- asambands Fatlaðra og svæðisstjórn- ar um málefni fatlaðra á Vestfjörð- um. Fulltriíar frá ÍF halda fyrirlestra milli kl. 10-12 í samkomusal Bræðra- tungu og frá kl. 13 verður kynning- unni fram haldið í íþróttahúsinu á ísa- firði og þar gefst fólki kostur á að reyna sig í hinum ýmsu íþróttagrein- um sem fatlaðir leggja stund á. - VS Evrópuleikur Valur-Tongeren Valsstúlkur með þrjú mörk í forskot Valur og Elkerlic Tongeren frá Belgíu leika á morgun síðari leik sinn í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik kvenna. Hann fer fram í Laugardalshöllinni og hefst kl. 13.30. Valur vann fyrri leik liðanna 18-15, en hann fór fram í Tonger- en sl. sunnudag. Það var mikill baráttuleikur, jafn og tvísýnn, en Valur hafði þó undirtökin lengst af og náði dýrmætu þriggja stiga forskoti í lokin. Lið Tongeren byggir mikið á hraðaupphlaupum og er nokki sterkt, að sögn Valsstúlknann Þjálfari þess er pólskur og hef greinilega sett sitt mark á liðií það notaði t.d. aðeins átta lei menn í leiknum í Tongeren. Valsstúlkurnar eiga mil möguleika á að komast í 2. ui ferð og það er ástæða til að hvel handknattleiksáhugamenn til mæta í Höllina á morgun 1 13.30. Þeirfásíðan tvo 1. deildí leiki karla í kaupbæti, en þeir fa fram á eftir Evrópuleiknum. Föstudagur 4. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.