Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1985, Blaðsíða 9
Einar Egilsson: í ferðum okkar er fólk á öllum aldri. Ljósm. Sig. Reykjanesskagi Paradís fyrir gönguferð - segir Einar Egilsson fararstjóri hjá Útivist „Þetta er ný gönguleið sem Úti- vist fer núna á sunnudaginn,” sagði Einar Egilsson sem þá verð- ur fararstjóri í annarri gönguferð Útivistar um Reykjancsskaga. „Við byrjum ferðina á því að fara suður að Stapafelli með rútu og göngum þaðan y.fir á Árnastíg en hann liggur utan með Þórðar- felli; Sigdalur, Haugsvörðugjá (Hauksvörðugjá) liggur þar í gegn, og við förum suður eftir sig- dældinni að Lágafelli. Þaðan verður sveigt í austurátt að Sand- fellshæð. Sandfellshæð er hrika- legur gígur þó ekki beri mikið á honum. Þá verður gengið suður- úr meðfram Haug sem Haugsvörðugjá heitir eftir og gengið yfir að Sýrfelli (Sílfelli). Þeir sem vilja geta gengið á Sýr- fell og sömu sögu er að segja um Þórðarfell. Frá Sýrfelli selflytjum við okk- ur með rútu niður á Reykjanes og stoppum skammt frá vitanum. Þaðan verður gengið í Valborg- argjá (Valbjargargjá) og skoðuð Valborgarvilpa (Valbjargar- vilpa). Valborgarvilpa er mjög merkilegt náttúrufyrirbrigði. Hún er sundlaug frá náttúrunnar hendi og hefir verið undir hraunhellu sem líklegast hefur verið brotin ofanaf. Vatnið, sem er sjór blandaður heitu vatni, er alltaf volgt, 18-20°, og skiptist um vatn í Valborgarvilpu á hverju flóði. í kringum 1932 notuðu Grindvíkingar Valborgarvilpu til sundkennslu og hef ég heyrt að Sigurjón Ólafsson fyrrverandi vitavörður hafi lært að synda eftir bók í henni og er hann eini mað- urinn sem ég hef heyrt um sem hefur lært að synda eftir bók. í Kirkjuvogsbás hittum við aðra félaga sem leggja af stað klukkan eitt. Þessi nýja leið er mjög skemmtileg og alls ekki erfið. Sennilega eru þetta um 12 kíló- metrar sem gengið er. Við leg- gjum af stað kl. hálfellefu og ráð- gerum að koma í bæinn um sjö- leytið. Við förum ekki hraðar en sá sem hægast gengur og því ekki ástæða fyrir fólk ,að óttast að gengið verði of hratt. í flestum formiðdagsferðum eru lengri göngur en hér, en allt frekar slétt og fólk getur valið um hvort það gengur á Þórðarfell og Sýrfell, sem eru bæði lág móbergsfell, eða hvort það fer beina leið. Reykjanesskaginn er paradís fyrir gönguferð. Þú getur farið sumar eftir sumar og séð eitthvað nýtt í hvert skipti. Hraunið er margbreytilegt og ansi mikil fjöl- breytni í gróðri líka, gróðurvinj- ar, gróðurleysi og allt þar á milli. Um Reykjanesskagann liggur mikið af gömlum þjóðleiðum, til dæmis eru að minnsta kosti sex slíkar leiðir sem liggja að Grinda- vík. Skipsstígur liggur milli Grindavfkur og Njarðvíkur og Fitja. Þetta er gömul verslunar- leið sem ekki hefur verið farin í mörg ár. Nú er búið að taka af henni í sitt hvorn endann en hér var áður aðalvegurinn til Grinda- víkur. Sömu sögu er að segja um Keflavík og Hafnir. Það er gam- an að hugsa til þess að fáar af þessum leiðum eru skemmdar og flestar ennþá vel varðaðar. Hver sem er getur tekið þátt í þessum ferðum Útivistar án þess að vera félaga. í ferðum okkar er fólk á öllum aldri, allt frá korna- börnum uppí aldraða. Útbúnað- urinn þarf ekki að vera svo mikill bara að fólk getur varið sig gegn rigningu og kulda og hefur með sér nesti. Allir eru velkomnir, við leggjum af stað frá Umferðar- miðstöðinni kl. 10.30 á sunnu- dag.” -aró ---------1 Út að borða -— Alvörukínamatur í Mandarín Mandarínar er rótgróiö orð á flestum Vesturlandamálum um hina lærðu embættismannastétt Kínaveldis gegnum aldirnar. „Fræðimenn” gæti maður kann- ski sagt ef það minnti ekki of mikið á liðið á Landsbókasafn- inu. I gamalli kínverskri bók er til mjög lýsandi skilgreining á þess- um mandarínum; kjötæturnar. íslendingur gæti átt það til að bölsótast yfir ríka pakkinu heima fyrir með þeim formerkjurn að það hafl peninga eins og skít og þar fram eftir götunum, þar sem kínverjar fyrri alda auðkenndu sína yfirstétt með tilliti til þess sem hún lét oní sig. Auk alls ann- ars segir þessi nafngift, kjötæt- urnar, heilmikið um kostinn fyrir austan gegnum tíðina; kjöt var flestum sjaldséður munaður, en hverskonar korn- og grænmetis- réttir þeim mun oftar á borðum. Og nú höfum við okkar Mand- arín hér á íslandi. Nánar til tekið við Nýbýlaveginn í Kópavogi. Á þessum veitingastað eldar kokkur nýkominn frá Peking, Sun Hui að nafni. Hann kom í ágúst og stoppar í ár eða svo. Kína má skipta í nokkur höfuð- svæði eftir eldamennsku - ekki verri mælikvarði en hver annar - Norður-Kína (Peking, Shand- ong); héruðin meðfram Austur- kínahafsströndinni (Shanghai, Zhejiang); Suður-Kína (Kanton, Hong Kong) og loks Sichuan og Húnan, en þar er matur krydd- aðri en annars staðar í veröldinni. Eins og vænta má eru norðurkín- verskir réttir uppistaðan á mat- seðli Suns Huis, þótt hann eldi einnig rétti sem eru einkennandi fyrir önnur landsvæði. Aðspurð- ur kvað hann ganga nokkuð vel að útvega hráefni til matargerð- arinnar, þótt allt sé kannski ekki nákvæmlega það sama og heima í Peking. Hinsvegar furðaði hann sig á því hversu mjög vikan skipt- ist í tvennt hér um slóðir; mánu- daga, þriðjudaga og miðviku- daga er yfirleitt frekar rólegt, en svo verður allt vitlaust að gera seinnipart vikunnar. Von að maðurinn sé hissa: heima hjá honum spila helgar og helgarfrí enga sérstaka rullu. Svipuð að- sókn að matsölustöðum alla daga jafnt. Það er skemmst frá því að segja að Sun Hui eldar alvörukínamat. Hann fellur ekki í þá gryfju að laga sig að ímynduðum mat- arsmekk landans (sleppa kryddi osfrv.), en heldur sínu Peking- striki. Það getur sá vottað sem hér heldur á prjónum eftir ára- langa vist með Kínverjum. Bragðlaukarnir hittu fyrir gamla kunningja á Mandarín. Við Einar ljósmyndari fengum okkur steiktan smokkfisk með kín- verskum sveppum (390 kr.), steikta önd með súrsætu káli (560 kr.) og kraumaðan kjúkling með hnetum (480 kr.). Skammtarnir voru vel úti látnir. Eitt stykki heilræði að lokum; ef maður fer út að borða á kín- versku veitingahúsi - og þau eru fleiri en þetta eina á höfuðborg- arsvæðinu - þá er tilvalið að fara svona fimm sex saman, panta ein- um rétti fleira en fólkið er margt og éta síðan alla réttina í samein- ingu. Með því móti er hægt að verða sér úti um fjölbreytilega máltíð sem ekki ofbýður budd- unni. Hjörleifur Sveinbjörnsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.