Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 13
MINNING aðferð sem menn vilja nota til að grisja skóginn og fækka félögum, en á því tapa allir, og það er ver- sta aðferðin fyrir þann tryggða. Sá sem er tryggður hjá fyrirtæki, sem verður gjaldþrota, hann tap- ar sínu. Trygginga- eftirlitið Verðstríð er hafíð og ef það breiðist út til allra greina trygg- inganna með fyrrgreindum af- leiðingum hugsanlega, hvert er þá hlutverk Tryggingaeftirlitsins í þessu máli, er það ekki til að vernda hlut neytandans? Það er rétt, Tryggingaeftirlitið er til þess að gæta hagsmuna hins tryggða, og það er beinlínis hlut- verk þess að sjá um að trygginga- iðgjöldin fari ekki svo langt nið- ur, að tryggingafélögin lendi á fjárhagslegum brauðfótum. Hitt er svo spurning, hvaða vald Tryggingaeftirlitið hefur til þess og hvernig það getur beitt því, til þess að koma í veg fyrir slíka þró- un. Mér sýnast vera áhöld um það, hve ríkar lögheimildir eftir- litið hefur til þessa. Að vísu er það svo að við þurfum að fá sam- þykktar iðgjaldaskrár okkar hjá Tryggingaeftirlitinu. Ég veit ekki, hvað yrði uppá teningnum, ef eftirlitið neitaði að samþykkja þessa iðgjaldalækkun nú. Gæti það gerst? Já, það gæti alveg eins gerst, ef eftirlitið teldi gjaldþoli trygginga- félaganna stefnt í hættu. Eg vil taka það fram, að ég tel Trygg- ingaeftirlitið standa vel fyrir sínu og það er tryggingafélögunum ráðholt, en það hikar kannski af því að það telur sig skorta lög- heimildir til ýmissa hluta, sem það vill gera. Nú er það svo að trygginga- greinum er haldið aðskildum hvað iðgjöld varðar, þannig að ef gróði er af einni tryggingagrein, en tap á annarri, þá er ekki milli- fært. Er það eðlilegt; ber ekki að líta á afkomu tryggingafélagsins í heild, þegar iðgjöld eru ákveðin? Nei, aldeilis ekki. Það má aldrei gera það, vegna þess að þá missa menn tökin á því að geta verið með rétt iðgjöld. Það er al- veg útilokað að láta' þá sem greiða iðgjöld af fasteignatrygg- ingum greiða iðgjaldið niður fyrir bifreiðaeigendur, svo dæmi sé nefnt. Menn verða að taka hverja grein fyrir sig og miða iðgjaldið við áhættuna þar og tjónareynsl- una. Þú tryggir ekki eftir á Það er býsna góð auglýsing hjá Almennum tryggingum h.f. „Þú tryggir ekki eftir á“. Ég öfunda þá af henni. En það minnir mig á, ef til vill vegna þess að ég er lög- fræðingur, hvernig þetta var á þjóðveldistímanum okkar. Þá tryggðu menn eftir á. í því skipu- lagi, sem þeir höfðu þá lögfest, var það svo.Menn borguðu ekki iðgjöld af tryggingum en í hrepp- unum voru tryggingar uppi fyrir það. Það var það þannig, að þeg- ar tjón hafði orðið, brunninn bær eða búpeningur fallinn, þá kall- aði tjónþoli til næstu nágranna sína og settur var kviðdómur til að meta tjónið og jafna því niður á alla hreppsbúa, vel að merkja eftir á. Þá var eigináhættan slík, að tjónþoli tók 50% á sig, en hin- um helmingnum var jafnað nið- ur. Ef það brann þrisvar í röð hjá sama manninum, þá fékk hann engar bætur. Menn voru þá með stóra eigin áhættu og viðkomandi bar ábyrgð á brunavörnum sín- um, og varð að gæta vel að, svo ekki brynni trekk í trekk, því þá var ekki bætt. Mér þykir þetta sýna eðli vá- tryggingastarfsins. Vátrygginga- starfsemi er fjárhættuspil með öf- ugum formerkjum. Nú vita Tryggingafélögin hvað þau fá inn í iðgjöldum, en ekki hvað þarf að greiða í tjón. Ingi, smáa letrið með skilmál- unum og hin sífellda tilraun tryggingafélaganna til að reyna að koma ökumönnum, sem verða fyrir tjóni, í sem allra mesta órétt, þannig að þeir taki sem mest á sig; vantar ekki umferðardómstól, sem afgreiðir málin strax, en ekki með seinagangi dómstólakerfísins í landinu? Það má vel vera, að þetta ætti að vera með öðrum hætti, en samkvæmt lögum eru ekki önnur úrræði í þessum málum en nú eru. Tryggingafélögin hafa mjög færa lögmenn í umferðarrétti og umferðarlögum og þau bjóða uppá, að þessir sérfræðingar setj- ist í hring og komi sér upp nefnd, sem fjalli um ágreiningsmál. Bæði getur félagið skotið málum til nefndarinnar sem og einstakur tjónþoli. Þetta er nefnd allra tryggingafélaganna og fulltrúi þess félags sem málið snertir gengur yfirleitt úr nefndinni, þeg- ar um hans mál er fjallað. Þá vil ég geta þess, að nefndin verður að rökstyðja niðurstöðu sína skriflega. Vilji menn ekki una niðurstöðu nefndarinnar, getur viðkomandi skotið málin til dóm- stóla, að sjálfsögðu. Þú hefur ekki svarað þessu með skilmálana og smáa letrið. Fólk er fjarri því að vera nógu vel upplýst um skilmála þeirra trygginga, sem það kaupir. Það versta er, að fólk fær skilmálana en les þá ekki. Sagan um smáa letrið er að sjálfsögðu grínsaga. Það skiptir nefnilega ekki máli, hvort letrið er stórt eða smátt. Við verðum að skýrgreina þá vernd, sem við veitum. Ég skal viðurkenna það, að málin geta verið nokkuð flókin, ef um und- antekningar er að ræða, en við reynum að hafa þetta eins skýrt og hægt er. En, til þess að það komi að gagni, verður fólk að lesa skilmálana, og, ef það skilur þá ekki, að leita til félaganna um skýringar. Tryggingar skipta fólk orðið svo miklu nú til dags, að það er í raun óafsakanlegt, að fólk kynni sér ekki að fullú rétt sinn í þessum efnum, því að oft er um svo stórar upphæðir að tefla. Hitt má vel vera, að það standi eitthvað uppá tryggingafélögin hvað það varðar að fá fólk til að kynna sér þessi mál, það má vel vera. Lœgstu iðgjöld á íslandi Svo við vendum okkar kvæði í kross, þá langar mig að spyrja um samanburð á tryggingaiðgjöldum hér á landi og í nágrannalöndun- um, tökum sem dæmi bruna- tryggingar húsnæðis. Eftir þá lækkun, sem nú hefur átt sér stað hér á iðgjöldum, erum við langt fyrir neðan allar ná- grannaþjóðirnar. Eins og flestir vita er skylda að brunatryggja húsnæði hér á landi en það er ekki svo í nágrannalöndunum, þar ráða menn því sjálfir hvort þeir tryggja eða ekki. En varð- andi iðgjöldin þá eru þau hér á landi eftir þessa lækkun 0,14 pró- mill af brunabótamati. í Fær- eyjum 1 prómill, í Noregi 1,3, í Svíþjóð 1,2 og í Englandi 0,75 prómill og er þá miðað við steinhús. Hér á landi eru iðgjöld af brunatryggingum timburhúsa einnig 0,14 prómill af brunabóta- mati, á öðrum Norðurlöndum eru þau örlítið hærri en af steinhúsum, það munar litlu, en á Englandi eru iðgjöld af trygging- um timburhúsa 1,8 prómill af matinu. Og ef við lítum þá á ið- gjöld Brunabótafélagsins, sem eru 0,14 prómill, þá kostar það 280 krónur á ári að tryggja íbúð sem er 2 miljónir króna að bruna- bóta mati, það nær ekki dag- blaðsáskrift á mánuði. Því nemur sú lækkun sem nú er orðin aðeins 180 krónum á 2ja milljón króna íbúð, meira er það nú ekki, þótt prósentutala iðgjaldalækkunar- innar sé há. -S.dór Sunnudagur 6. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Helga Sigurðardóttir Fœdd 30. júlí 1896. Dáin 29. sept. 1985. Sunnudagsmorgunn, haustið skartar sínu fegursta, logn og rigning. Laufin falla af trjánum eitt og eitt, hljóðlega, tignarlega. Vetur- inn nálgast. Hún Helga amma er dáin. Helga amma, sem staðið hefur af sér öll haust og öll hret í hart nær níutíu ár. Hún hefur nú fellt sitt síðasta lauf og er fallin til foldar - með fullri reisn. Helga amma er ógleymanleg öllum, sem henni kynntust. Hún var lág vexti, kvik í hreyfingum, dökk á brún og brá, fínleg, falleg kona. Fátt vflaði hún fyrir sér og gafst aldrei upp. Hún var hrein- skiptin og sjálfstæð kona í þess orðs bestu merkingu. Eins og flest samtímafólk hennar, kynntist Helga kornung hörku lífsbaráttunnar. Ekki hefir það verið tekið út með sældinni að vera í vist og þurfa að ganga að nánast hvaða verki sem var. Jafnt vetursem sumar,úti sem inni. Og mikið var ungri stúlkunni mis- boðið, er hún þurfti að aka kolum á hjólbörum gegnum bæinn. En þó að hún þyrfti að þvo þvott úti undir berum himni, í misjöfnum veðrum og bera hann meira og minna á sjálfri sér langar leiðir, þá þótti henni það ekkert tiltöku- mál! Hún var enn ung er hún stóð uppi ein, með fjögur börn innan við fermingu. Þá fluttu foreldrar hennar á heimilið til hennar ásamt Eiði, bróður Helgu, sem eftir það dvaldi hjá henni þar til bæði fóru á elliheimili. Helga amma stóð svo sannar- lega á meðan stætt var. Ekki eru mörg árin síðan hún eitt sinn á jólaföstu dreif sig á fætur á miðri óttu til að ljúka við smáköku- baksturinn. Hún óttaðist að hún væri að verða lasin og kökurnar óbakaðar! Þetta var Helga amma. Eitt sinn varð mér á í messunni. Ég kallaði Helgu ömmu langöm- mu. Að sjálfsögðu fyrtist hún við og ég hef aldrei getað fyrirgefið sjálfri mér fáviskuna. Helga amma er, var og verður aðeins Helga amma, hvort sem hún var amma manns eða ekki. Ég er stolt af því að börnin mín skuli vera afkomendur slíkrar stólpakonu sem Helgu Sigurðar- dóttur. Blessuð sé minning hennar. Áslaug Benediktsdóttir. c§3Húsnæðisstofnun ríkisins BREYTTUR EINDAGI UMSOKNA UM LÁN TIL BYGGINGAFRAMKN/ÆMDA Á ÁRINU 1986 VERÐUR EINDAGI FRAMVEGIS í STAÐ 1. FEBRÚAR Þess vegna purfa umsóknir vegna framkvæmda á árinu 1986 að berast fyrir 1. nóvember nk. Lán þau sem um ræðir eru þessi: - Til byggingar á íbúðum eða kaupa á íbúðum í smíðum. - Tii byggingar íbúða eða heimila fyrir aldraða, og dagvistarstofnana fyrir börn og aldraða. - Til nýbygginga í stað heilsuspillandi húsnæðis. - Til framkvæmdaaðila í byggingariðnaði. - Til tækninýjunga í byggingariðnaði. Ofangreindur eindagi gildir einnig fyrir framkvæmdaaðila í byggingariðnaði, sem vilja leggja inn bráðabirgðaumsóknir vegna væntanlegra kaupenda. Umsækjendur, sem eiga fullgildar lánsumsóknir hjá stofnuninni, er borist hafa fyrir 1. febrúar 1985, en gera ekki fokhelt fyrír 1. nóvember nk., skulu staðfesta þær sérstaklega, ella verða þær felldar úr gildi. Reykjavík, 4. september 1985 [>§□ Húsnæðisstofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.