Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 7
VHDTAUÐ
Robert Wyatt er ekki og hefur aldrei verið dæmigerð poppstjarna. Hann hefur verið
talinn einn af frumkvöðlum djassrokkbræðingsins og hann var ítrekað kosinn besti
trommuleikari Breta á hippaárunum. Hann var leiðtogi „framúrstefnuhljómsveitarinnar"
Soft Machine en hefur verið bundinn við hjólastól í röskan áratug. Hann hefur komið
mörgum lögum hátt á vinsældalista, t.d. „I’m a Believer" (74), „Yesterday Man“ (75) og
„Shipbuilding" (’82). Þessi lög voru öll útnefnd bestu lög ársins af bresku poppblöðun-
um. Robert Wyatterjafnframttalinn ábyrgurfyrirbresku djasspoppbylgjunni og hann er
eftirsóttur gestasöngvari. Hann hefur m.a. sungið með Elvis Costello, Henry Cow, Brian
Eno, Scritti Politti, Cörlu Bley o.fl. Robert Wyatt er poppstjarna með skoðanir.
„Gott
hjá Bubba
að stela
frá J.J. Cale“
segir breski söngvarinn Robert Wyatt
í samtali við Þjóðviljann
Robert Wyatt: ( hjólastól í heilan áratug.
„Litla útvarpstækið mitt bjarg-
aði mér út úr þeirri speglahöll
sem hin svokallaða vestræna
menning er,“ segir Róbert
Wyatt þegar rætt er um þá
fjölbreytni sem ræður ríkjum á
síðustu plötum hans. Þarer
m.a. að finna söngva frá Afr-
íku, Chile, Kúbu, Spáni og
suðurríkjum Bandaríkjanna,
aukfrumsmíða.
„Það 'þarf ekki meira til en
ofurlítið fikt við útvarpstækið og
út úr því streymir gnsk þjóðlag-
amúsík eða stalínískar áróðurs-
ræður frá Útvarpi Tirana í Alban-
íu,“ heldur Robert áram og hlær
lágum rómi. „Og hugsið ykkur
bara: Óvinur númer eitt, Útvarp
Moskva, er, þegar á reynir,
skemmtilegra og víðsýnna en
okkar blálitaða BBC útvarp.
Hvað vita margir að allar útsend-
ingar í Útvarpi Moskvu hefjast
með stuttum brandara? Síðan
kemur kannski lag úr James
Bond kvikmynd leikið á
ballalæka-gítara við undirleik
big-bands. Smá trompetsóló, ef
vel stendur á. Rússar eru á kafi í
djassi og allrahanda þjóðlagam-
úsík“.
Ætli áhugi Róberts á músík
annarra landa hafi fengið hann til
að sperra eyrun við okkar
heimsfrægu Kuklurum eða
Mezzoforte?
„Aðeins Bubba. Hans ferill er
hreint sagt frábær! Ég sá á síðustu
plötunni hans að hann skrifar sig
fyrir lagi eftir JJ Cale. Mér finnst
gott hjá Bubba að stela lagi frá JJ
Cale. Músíkin hans JJ Cales er
nefnilega stolin frá svertingjun-
um í Suðurríkjunum, öll eins og
hún leggur sig. Það er hræðilegt
hvernig engilsaxnesku plötu-
risarnir undiroka litlu
menningarsvæðin allsstaðar."
Henti sér
út um glugga
og lamaðist
Róbert Wyatt er síðasti maður
til að troða á menningararfleifð
hinna minni máttar sér til fram-
dráttar Músík Roberts hefur alla
tíð einkennst af sköpun og leitun
nýrra leiða. Á miðjum sjöunda
áratugnum gerði Robert tilraun
með að blanda djassi og rokki
saman. Þá var þess háttar bræð-
ingur óþekkt fyrirbæri.
„CBS útgáfufyrirtækið vissi
aldrei hvort það átti að flokka
plöturnar með okkur í Soft Mac-
hine sem djassplötur eða rokk-
plötur“.
Soft Machine vakti feikna-
mikla athygli fyrir djassrokkið
sitt, sem þótti svo framandi að
það var kallað framúrstefnurokk.
Hver veit nema djassrokkbræð-
ingur Mezzoforte myndi hljóma
öðruvísi í dag ef Robert Wyatt
hefði ekki spilað og þróað
djassrokkið á þennan hátt með
Soft Machine á hippaárunum
svokölluðu. Svo mikið er þó víst
að Robert Wyatt var leiðandi á
þessu sviði fram til ársins 1973.
Pá henti Robert sér, í eiturlyfja-
vímu, út um glugga á fjórðu hæð.
Hann hryggbrotnaði og hefur
verið bundinn við hjólastól síðan.
Vissi ekki að
Peter Gabriel var
höfundur Biko
lagsins!
Með Soft Machine spilaði Ro-
bert á trommur og söng. Hann
var árum saman valinn besti
trommuleikari Bretlands í vin-
sældakosningum bresku músík-
blaðanna. Eftir slysið snéri Ro-
bert sér að sólósöng. Trommurn-
ar voru að mestu lagðar til hliðar
en hlutur hljómborða stækkaður.
Robert er eftirsóttur gesta-
söngvari. Sem slíkur hefur hann
m.a. sungið inn á plötur með
Lindsay Cooper og Fred Frith í
Henry Cow, Nick Mason úr Pink
Floyd, Scritti Politti, Cörlu Bley,
Raincoats, Michael Mantler
o.m.fl.
1982 fékk Elvis Costello Ro-
bert til að syngja lagið „Shipbu-
ilding" inn á plötu. Lagið sat
mánuðum saman í efsta sæti
breska vinsældalistans, þess
óháða. Bresku poppblöðin út-
nefndu „Shipbuilding" lag ársins
í áramótauppgjöri sínu og það
hratt af stað öflugri djasspopp-
bylgju í Bretlandi og víðar. Hver
veit nema síðustu plötur Bubba
og Með nöktum hefðu hljómað
öðruvísi en þær gera ef Robert
Wyatt hefði ekki tekist svona vel
upp með djasspoppballöðuna
hans Elvisar um stríðshörmungar
og atvinnuleysi?
„Ég varð bæði glaður og undr-
andi þegar Elvis bað mig um að
syngja „Shipbuilding". Ég var og
er einlægur aðdáandi Elvisar og
þótti vænt um að hann skyldi vita
nægilega mikið um mig og mína
pólitík til að biðja mig um að
syngja „Shipbuilding“.“
í fyrra náði Robert Wyatt aftur
hátt á vinsældalista. í það skipti
með sönglag um Steve Biko eftir
Peter Gabriel, fyrrum söngvara
Genesis.
„Forsaga þess er sú að hljóm-
sveitin Special Aka átti smell sem
hét „Free Nelson Mandela". Það
lag náði að vekja upp víðtæka
andúð á aðskilnaðarstefnunni í S-
Afríku á sama tíma og Botha
heimsótti Tatcher. Heimsóknin
varð því tvíeggjuð fyrir þau
skötuhjú. Ég vildi leggja mitt af
mörkum. Ég þekkti sönglagið um
Biko í flutningi þjóðlagasöngva-
rans Martins Simpson. Ég vissi
ekki að Peter Gabriel væri höfu-
ndurinn. Pó var mér kunnugt um
að Peter hefði gert sönglag um
Biko. Ég ætlaði meira að segja að
hafa það lag á bakhlið smáskí-
funnar um Biko. Þegar ég svo
kynnti mér málið betur kom í ljós
að þetta var eitt og sama lagið“.
Robert hlær lágværum rómi.
Eurovision
keppnin er þrœl-
pólitísk
Hláturinn er reyndar aldrei
langt undan hjá Robert Wyatt.
Þótt hann syngi um alvarlega
hluti eins og innrás Bandaríkj-
anna í Grenada, fasisma, kyn-
þáttahatur o.þ.h. þá fær kímni-
gáfan að njóta sín í útsendingum
laganna ef ekki sjálfum textun-
um.
„Skemmtun án alvöru er ekki
til“, fullyrðir Robert. „Ópólitísk-
ir skemmtikraftar fyrirfinnast
hvergi. Síst af öllu í okkar hægri
sinnaða fjölmiðlafári þar sem
íhaldsáróðrinum er duglega
troðið ofan í kok á okkur. Annað
hvort dansar þú með eða, ef þú
hefur sjálfsvirðingu, þá veitir þú
viðnám. Sá skemmtikraftur sem
telur sig vera ópólitískastan allra
er í raun að biðja um að fá að vera
allra gagn. f því felst náttúrulega
heilmikil afstaða. Tökum Euro-
visionsöngvakeppnina sem
dæmi. Hún á að vera ópólitískust
frá öllum hliðum séð. Nafnið
sjálft, Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva, segir heilmikið.
Hvað myndi gerast éf íslendingar
kæmu með þjóðlegar íslenskar
rímur eða íslensk einsöngslög í
þessa keppni? Hvers vegna held-
ur þú að það finnist engin þjóðleg
sérkenni í lögunum sem Skandin-
avar, Spánverjar, Portúgalir,
Austurríkisbúar eða austlægari
þjóðir senda í keppnina? Jú, eitt
sinn reyndu Spánverjar að standa
á eigin fótum. Þeir sendu Reme-
dios Ameya í keppnina. Hún
söng með sínum fagra tatarastíl
rafmagnað ska-lag. Lagið kolféll
náttúrulega. En í stað þess að
gagnrýna engilsaxnesku glimm-
erfroðuna sem keppnin gengur út
á þá skelltu Spánverjar allri
skuldinni á Remedios Ameya.
Spænsku blöðin sögðu: „Við átt-
um ekki að senda tatara í keppn-
ina. Hún var ekki einu sinni í
skóm. Hún var berfætt.“ Eintóm
sárindi og sjálfsásakanir. Engu
að síður heitir það skemmtun.
Saklaus skemmtun. Þegar stig-
ataflan í Eurovisionkeppninni er
skoðuð kemur líka margt annað í
ljós. T.d. það að V.-Þjóðverjar
gefa aldrei Tyrkjum, Spánverj-
um eða öðrum tataralöndum stig.
Líklega vegna andúðar Þjóðverja
á útlendu vinnuafli. Og það er
gaman að velta því fyrir sér hvers
vegna ísraelar sigra tvisvar í
keppni sem er bundin við evr-
ópskar sjónvarpsstöðvar. Það
minnir mann jafnframt á þá
staðreynd að Þjóðverjar o.fl.
hefðu ekki undir neinum kring-
umstæðum gefið gyðingum stig
fyrir þremur áratugum eða svo.
Óg þetta er víst sú ópólitískasta
skemmtun sem til er!
Enn hlær Robert sínum lág-
róma hlátri.
Sungið fyrir
Hannes Hólmstein
um
miðjumoðarana
Það verður gaman að vita
hvernig íslendingum reiðir af í
næstu söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva. Það er þess
virði að athuga hvort spá Roberts
um stöðu íslenskra rímna og ein-
söngslaga eigi við rök að styðjast.
Væri ekki gaman að heyra í og sjá
Sveinbjörn Beinteinsson alls-
herjargoða hrista svolítið upp í
engilsaxnesku glimmerfroðunni?
Robert má ekki missa af því.
Hvað verður Robert annars að
fást við í nánustu framtíð?
„Ég er að vinna að tveggja laga
12“ skífu með lögunum „The
Wind of Change" og „When I
Think About My Country". Fyrr-
nefnda lagið er um væntanlegan
sigur meirihlutans í Afríku og um
þessar mundir í Namibíu. Síðar-
nefnda lagið er um samvisku-
fanga. Mér til aðstoðar eru gaml-
ir kappar úr Specials og Fun Boy
3, auk nokkurra unglinga frá
Swapo. Ég er einnig að leggja síð-
ust hönd á stóra plötu, sem á að
heita „Old Rotten Hat“. Þar deili
ég lítillega á miðjumoðarana,“
segir Robert glottandi að lokum.
Við glottum líka. Okkur dettur
harðasti andstæðingur miðju-
moðsins, Hannes Hólmsteinn, í
hug. Þið munið eftir fína hattin-
um sem hann fékk þegar hann var
við nám í Bretlandi. Væri ekki
tilvalið að Hannes fengi sér „Qld
Rotten Hat“ svo hann eigi til
skiptanna? -jg
Sunnudagur 6. október 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7