Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 15
Iðju. Sveinbjörn bauð síðan Lár- usi hálft fyrirtækið og síðar tók Lárus við rekstrinum og þarna var vinnustaður hans til ársins 1961. Þá var Lárus farinn að gerast þreyttur og slitinn og Iðja var ekki lengur starfrækt. Þegar ég flutti hingað til Akur- eyrar árið 1946 komst ég mjög fljótlega í kynni við Lárus. Helsta forystufólk Sósíalistaflokksins voru þá systkinin í Þingvallastræti 14, Elísabet, Ingibjörg, Ólafur, Ingunn og Margrét, og Lárus var náinn vinur þeirra og heimilis- maður um nokkurt skeið. Þegar haldnir voru félagsfund- ir f Sósíalistafélaginu brást naumast að Lárus væri þar mætt- ur. Hann var einstaklega ein- lægur og trúr félagshyggjumaður, og maður sem mátti treysta í starfi og raun. Hann var hæglátur og prúð- menni í framkomu og lét ekki mikið til sín taka í umræðum á fundum, enda ekki mættur þar til að koma sjálfum sér á framfæri heldur til að styrkja málstað sem hann var viss um að væri já- kvæður og heillavænlegur. Síð- asta veturinn sem hann bjó í húsi sínu Eiðsvallagötu 18 kom ég til hans og við áttum tal saman. Hann var ævinlega viðmóts- hlýr og glaðvær, orðvar og mildur í dómum. Ég fór að minnast á árvekni hans og dugnað í félagsstarfi verkalýðsbaráttunnar, en þó hefði hann í rauninni verið at- vinnurekandi. „Gat þetta alltaf með góðu móti farið saman,“ spurði ég. Þá svaraði Lárus orðrétt á þessa leið: „Já. Ég taldi það skyldu mína að starfa í flokknum og styðja starfsemi hans eins og ég best gat, og það var mér miklu meir ánægja en kvöð. Og ég var ekki að koma fram með atvinnurekendasjónarmið og hef alltaf álitið að það styddi hagsmuni atvinnurekenda og alls þjóðfélagsins, að vinnandi fólk búi við góð og réttlát kjör.“ Og þegar ég spurði hann hvort hann væri sáttur við tilveruna í fortíð, nútíð og framtíð, svaraði hann: „Já. Fortíðin átti marga góða kosti, nútíðin er vitanlega miklu betri og færi framtíðin ekki landi og þjóð aukna farsæld og lífshamingju, er það fólksins eigin sök.“ Svo einföld, sönn og trúverðug var lífsskoðun þessa greinda al- þýðumanns, sem gæddur var drengskap, sem hann lét sér ekki nægja að sýna í orði, heldur í verki, fyrst og fremst. Það þakk- læti, sem hann verðskuldaði verður langlíft og mun vara á ó- komnum árum. Systrum Lárusar og öðrum ætt- ingjum sendi ég hlýjar samúðar- kveðjur. Einar Kristjánsson. Kveðja frá á Akureyri Alþýðubandalaginu Félagi okkar Lárus Björnsson trésmiður er látinn nokkuð á tí- ræðisaldri. Um langa hríð var hann meðal dyggustu og fórnfús- ustu félaga Alþýðubandalagsins og fyrirrennara þess, svo sem lengi mun verða minnst. Hann lætur ekki eftir sig af- komendur, en sósíalistar á Akur- eyri eiga um hann óbrotgjarnan minnisvarða, sem hann lét þeim eftir. Fyrir rúmum áratug afhenti hann Alþýðubandalaginu hús- eign sína að Eiðsvallagötu 18, sem síðan er við hann kennd og heitir Lárusarhús. Flokkurinn hafði þá skömmu áður gengið í gegnum erfiða tíma sundurlyndis og klofnings ekki síst hér á Akur- eyri. Þessi stórgjöf Lárusar hefur öðru fremur eflt flokksstarfið sem æ síðan hefur farið þar fram. En húsið hefur ekki aðeins komið Alþýðubandalaginu á Akureyri til góða heldurí kjördæminu öllu, þar sem það er miðstöð þess og félagsheimili og hefur veitt bæði Þjóðviljanum og útgáfu Norður- lands aðstöðu. Þetta hús byggði Lárus á eftir- stríðsárunum. Þá var skömmtun á flestu og hann varð að leggja mjög hart að sér við að koma því upp. í húsinu er fólginn afrakst- urinn af erfiði hans og lífsstarfi, og nú njótum við félagar hans á Akureyri og Norðurlandi eystra góðs af. Enginn einn maður hefur lagt þvílíkt af mörkum til baráttu okkar fyrir betra mannlífi og gjöf hans hefur orðið okkur hvatning, sem vonandi megnar að færa okkur skrefi nær því þjóðfélagi lýðfrelsis og jafnréttis sem Lárus Björnsson óskaði að sjá rísa á fs- landi. Við minnumst hans með djúpri virðingu og þökk. Kélagar í Alþýðu- bandalaginu á Akureyri. ALPÝÐUBANDAIAGIÐ AB Suðurlandi Aðalfundur kjördæmisráðs verður haldinn að Reykholti 12. og 13. október nk. Aðalefni fundarins verður væntanlegar sveitarstjórnakosningar á komandi vori en einnig verða ræddar forvalsreglur, starfsreglur, niðurstöður atvinnumálaráð- stefnu sl| vor o.fl.. Dagskra laugardag: kl. 13.30 Fundarsetning, kosning starfsmannao.fi.. Kl. 13.40 Skýrsla stjórnar og nefnda og skýrsla blaðstjórnar. Kl. 14.00 Garðar Sigurðsson ræðir um stjórnmálaástandið. Kl. 14.20 Kosning upp- stillingarnefndar. Kl. 14.30 Kristinn V. Jóhannsson hefur framsögu um undirbúning sveitarstjórnakosninga. Umræður. Kl. 15.30 Kaffihlé. Kl. 16.00 Till. uppstillingarnefndar um starfsnefndir og nefndarstörf. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 22.30 Kvöldvaka. Dagskrá sunnudag: Kl. 9.00 Nefndarálit og umræður. Kl. 11.00 Kosning- ar og að þeim loknum matarhlé. Kl. 13.00 Fundi slitið. Gist verður í svefnpokaplássum. Hægt að kaupa mat á staðnum. Félagar tilkynni þátttöku sem allra fyrst í síma 2189 (Anna Kristín). Allir velkomnir. Stjórnin. Aðalfundur - Kópavogur Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 9. október n.k. kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á landsfund 3. Kosning fulltrúa í kjördæmisráð 4. Svavar Gestsson, formaður AB, ræðir stjórnmálaviðhorfið 5. Önnur mál. Félagar eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega. Kosningar eru að vori og því er brýnt að hefja vetrarstarfið af miklum krafti. _______________ Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfirði Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldinn þriðju- daginn 8. október kl. 20.30 í Skálanum, Strandgötu 41. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, þ.á.m. kjörstjórnarfélags- ins, fulltrúar og varafulltrúar í kjördæmisráð og á lands- fundi Alþýðubandalagsins. Lagabreytingar, önnur mál. Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins og Geir Gunnars- son alþm. mætaáfundinn. Félagarfjölmennum. Stjórnin Sunnudagur 7. október Stjórnarfundur ÆFR Fundurinn hefst kl. 17.00 að H-105. Dagskrá: 1) Landsfundur AB, 2) Kosning í trúnaðarstöður, 3) Starfið framundan, 4) Önnur mál. Mikilvægt að allir landsfundarfulltrúar ÆFR mæti en annars er fundurinn vitanlega opinn öllum félagslega þenkjandi. Formaður Klassískur stóll úr við- skiptalífinu, sem einnig er notaður í biðstofum bankastjóra. Það er sér- staklega auðvelt að standa upp úr þessum stól. Verö kr. 26.800.- Léttur og fyrirferðarlftill stóll, sem þó er ekki auð- velt að ýta til hliðar. Hefur reynst mörgum vel og nýtur vinsælda í fámennu kjördæmi. Verðkr. 18.700.- Þykkur og ábúðarmikill stóll, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal fjármála- og pennastrikamanna og er tilvalinn fyrir þá, sem hafa forystuhæfileika og þor til þess að takast á við vandann. Verð Áberandi stóll með undir- stöðu úr alúminíum og óvenju mikilli setu. Vin- sæll samningastóll hér- lendis sem erlendis. Verð kr. 16.020 .- Traustur og áferðarfalleg- ur stóll, sem mikil reynsla er komin á. Nýtur sín best með bláu áklæði. Þægilegur fyrir þá, sem vilja sitja lengi. Verð kr. 23.350.- kr. 39.555,- Viö treystum kandídötunum til þess aö velja rétta stólinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.