Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 20
Jarðskjálftar
íslendingar lœra af
reynslu Mexíkana
JarðskjálftarniríMexíkó breyta hugmyndum manna um
jarðskjálftavarnir húsa. íslenskir sérfrœðingar á leið til
Mexíkó
Örmagna í rústunum. Liösmaöur
björgunarsveita í skammri hvíld frá
björgunarstarfi.
Jaröskjálftafræðingurinn
Ragnar Stefánsson er nú
ásamt þremur öðrum íslensk-
um vísindamönnum á leið til
Mexíkó, einsog Þjóðviljinn
greindi frá í gær. Tilgangur
með för þeirra félaga er að
kanna hvernig byggingar í
Mexíkóborg stóðust jarð-
skjálftahrinuna sem gekk yfir
borgina 19. september, og
kostaði um 7 þúsund manns
lífið. Heilir borgarhlutar
hrundu einsog spilaborgir, en
hins vegar sluppu mörg hús
og hverfi ósködduð úr ham-
förunum.
ísland er á virku eldfjalla-
svæði, skjálftar eru hér tíðir, þó
stórir jarðskjálftar séu þó fá-
heyrðir, sem betur fer. En hér á
landi er lögð veruleg vinna í að
gera byggingar svo traustar úr
garði, að þær standist jarðskjálfta
sem ganga yfir. Auðvitað er það
vandasöm kúnst að byggja þann-
i umferÓinnií
GJEFÐU ÞÉR
TIMA!
■' minni streita
■ betrilíöan
■■ öruggari akstur
-■ minni áhætta
■■færrisiys
■■ lægri iogjöld
■■ þinn hagur!
SÉRTUAKANDL
..VERTU VAKANDI
Tryggingafélag bindindismanna
Lágmúla 5 -108 Reykjavik - Sími 83533
ig, og því er það lofsvert framtak
hjá íslenskum yfirvöldum að
senda kunnáttumenn til Mexíkó,
sem gætu lært af harmleiknum
þar.
Mexíkanski skjálftinn var
feikiharður. Hann mældist 8,1
stig á Richterkvarða, sem er fá-
heyrð stærðargráða. En jarðvís-
indamenn og byggingahönnuðir
höfðu ekki talið að skjálftar yfir 7
stig gætu orðið.
Francisco Javier Serna,
heimsþekktur verkfræðingur frá
Mexíkó, hefur sagt að skjálftinn í
Mexíkó hafi verið allt öðru vísi en
aðrir skjálftar, og komið
mönnum gersamlega í opna
skjöldu. Að sögn hans, og Emilí-
os Rosenblueth prófessors í jarð-
vísindum við Mexíkóháskóla, þá
sveiflast byggingar og jörðin sem
þær standa á með mismunandi
tíðni í jarðskjálftum. En í skjálft-
anum 19. september var tíðnin sú
sama, þannig að bæði húsin og
undirstaða þeirra sveifluðust í
takt. Við þetta mögnuðust bylgj-
urnar sem gengu gegnum húsin
og bókstaflega hristu þau í tætlur.
Bylgjulengd
Að sögn Serna var bylgjulengd
jarðskjálftabylgjanna í Mexíkó-
skjálftanum sömuleiðis um tvö-
falt meiri en áður hafði mælst þar
og það varð til að magna enn
eyðilegginguna í borginni.
Sérfræðingum ber saman um
að hvergi í veröldinni séu hús eins
jarðskjálftavarin og í miðborg
Mexíkó, en eigi að síður varð tjón
þar verulegt á mönnum og bygg-
ingum. Nú eru komnar á kreik
sögusagnir um spillingu, sem hafi
leitt til þess að verktakar hafi
stolið undan fé og lagt minna í
jarðskjálftavarnir í byggingunum
en áætlanir sögðu til um.
Að sögn sérfræðinga mexí-
kanskra munu þeir lærdómar sem
draga má af jarðskjálftanum
verða til þess að breyta verulega
hugmyndum manna um hvernig
beri að standa að jarðskjálfta-
vörnum í framtíðinni.
Forseti Mexíkó, de la Madrid,
hefur fyrirskipað gagngera
endurskoðun á fyrirkomulagi
jarðskjálftavarna í Mexíkó og
sömuleiðis gert að skyldu, að
stöðugt eftirlit verði sett upp til
að fyrirbyggja að kæruleysi leiði
til manntjóns í skjálftum framtíð-
ar. ÖS/Reuter
■ í Kína er nú heillastoðin Deng-
Hsiao-Peng búinn að sjá til þess
að gömlu skörfunum í flokksfor-
ystunni er sparkað á kurteisan
máta, og gætu margir lært af
annars staðar í heiminum. Sjálfur
situr hann auðvitað á valdatróni
áfram, enda enn á besta aldri,
rétt 80 ára. Með honum á toppn-
um eru ennþá tveir aðrir áttræðir
skörungar sem bak við tjöldin
ráða miklu, hagfræðitröllið Chen
Yun og ríkisforsetinn Lin Xinni-
an. í staðinn hafa komið yngri
menn. Einn þeirra, sem vakið
hefur mikla virðingu þeirra sem
átt hafa við hann skipti, einkum
Amríkana, er til dæmis varafor-
sætisráðherrann Li Peng. Nú er
komið á daginn, að Li Peng er að
líkindum ekki mjög óvanur valda-
mönnum. Hann er nefnilega ta-
linn vera uppeldissonur gamla •
Ijónsins Sjú-en-læ. Segiði svo
að Þjóðviljinn sé ekki sósíalískt
fréttablað...*