Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 14
MINNING islenska járnblendifélagið hf. auglýsir starf verkfræðings eða eðlis/efnafræðings í ofndeild laust til umsóknar. Starfiö er einkum fólgiö í umsjá meö daglegum rekstri járnblendiofna. Ennfremur verður unniö aö ýmiss konar sérverknum. Nauösynlegt er að viðkomandi hafi reynslu í stjórnun. Ennfremur er menntun á rafeinda- og tölvusviðí æskileg en alls ekki skilyrði Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Sigtryggur Bragason, framleiðslustjóri, í síma 93-3344. Umsóknir skulu sendar járnblendifélaginu eigi síðar en 16. októbern.k. Umsóknfylgiýtarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt prófskírteinum. Grundartanga, 1. október 1985. íbúðir aldraðra félaga V.R. Útboð á heimilistækjum og brunaslöng- um. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur óskar eftir tilboð- um í heimilistæki fyrir 60 íbúðir aldraðra félagsmanna að Hvassaleiti 56-58 í Reykjavík. Um er að ræða heimilistæki úr postulíni og ryðfríu stáli, blöndunartæki og brunaslöngur og er heimilt að bjóða í einn verkþátt eða fleiri. Útboðsgögn eru afhent hjá Hönnun h/f, Síðumúla 1, Reykjavík. Tilboð verða opnuð á skrifstofu V.R. þriðjudaginn 22. október næstkomandi kl. 16.00. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Lárus Björnsson í dag verður til grafar borinn, norður á Akureyri, Lárus Björnsson. Þó kynni okkar yrðu ekki mikil né langvinn vil ég með örfáum og fátæklegum orðum votta virðingu mína og þakklæti þeim manni sem við Alþýðu- bandalagsfélagar á Norðurlandi eystra eigum dags daglega öðrum meira að þakka. f aðfalli kosninga 1979 fyrir tæpum 6 árum síðan var hlýlegur og virðulegur öldungur kynntur fyrir mér sem Lárus, hann Lárus sem gaf húsið. Þá eins og ætíð síðan voru höfuðstöðvar flokks- starfs og kosningamiðstöð Al- þýðubandalagsins á Norðurlandi eystra til húsa í Eiðsvallagötu 18, Lárusarhúsi eins og það er nefnt í daglegu tali. Höfðingsskapur Lárusar, þegar hann færði Al- þýðubandalaginu á Akureyri húsið að Eiðsvallagötu 18 að gjöf, hefur æ síðan verið félags- starfi þar og flokksstarfi í kjör- dæminu öllu ómetanlegt. Fyrir það verður ■ seint fullþakkað. Mestu er þó um verður sá hugur er slíkri gjörð fylgir og gerir tilvist Lárusarhúss og allt starf þar innan veggja sérstakt í augum þeirra sem til þekkja. Leið okkar Lárusar lá, eins og áður sagði, aðeins saman skamma hríð, örskotsstund á mótum tvennra tíma. Hann af aldamótakynslóð sem skilað hafði þegar ótrúlegu dagsverki á þeim sex áratugum rúmum sem á milli okkar voru. Gjarnan hefðu samverustundir okkar mátt verða fleiri en þar verður hvoru tveggja sökin og missirinn að færast mín megin. Með Lárusi er góður maður genginn sem varpaði mildri og hlýrri birtu á umhverfi sitt og sýndi með verkum sínum að hann átti stórt og óeigingjarnt hjarta. Ég votta aðstandendum hans samúð mína og kveð hann með virðingu og þakklæti. Steingrímur J. Sigfússon. Andlátsfregn Lárusar Björns- sonar kom ekki óvænt, þar sem hann var orðinn háaldraður mað- ur og sestur í helgan stein að loknu löngu ævistarfi. Þó finnst mér svo skammt síð- an að ég mætti honum á götu, en það hefur að líkindum verið snemma í vor. Hann þekkti mig samstundis og var málhress og viðræðugóður og lét vel af líðan sinni og kringumstæðum. Þrír eða fjórir síðustu mánuð- irnir munu þó hafa reynst honum örðugir, á meðan hann stóð í þeirri lífsbaráttu, sem enginn vinnur. Lárus var fæddur á Höskulds- stöðum í Vindhælishreppi í Hún- avatnssýslu árið 1893,11. janúar. Foreldrar hans voru María Guð- rún Ögmundsdóttir og Björn Magnússon. Þau bjuggu þarna í þrjú ár, en fluttust síðan að Syðra-Hóli. Börn þeirra voru sjö talsins en nú eru aðeins tvær syst- urnar á lífi, Jóhanna, sem dvelur á Dvalarheimilinu Hlíð og Mar- grét, sem er búsett á Skagast- rönd. Lárus fór ungur úr föður- húsum, en Magnús bróðir hans tók við búi á Syðra-Hóli og varð þjóðkunnur sem fræðimaður og starfandi félagshyggjufrömuður. Lárus fór þá leið sem lá fyrir flest- um ungum mönnum á þeim árum, er fóru út í lífið með tvær hendur tómar. Hann var tvö ár í vinnu- mennsku og tvær vertíðir stund- aði hann sjómennsku í Höfnum. Þá byrjaði hann trésmíðanám og var skammt á veg kominn þegar hann kenndi alvarlegrar van- heilsu, en það var magasjúkdóm- ur, sem hann fékk raunar aldrei fullkomlega bót á. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar aö ráöa VERKAMENN viö lagningu jarösíma á stór-Reykjavíkursvæöið. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 26000. Hann hélt áfram við trésmíð- anámið og komst í kynni við Sveinbjörn Jónsson bygginga- meistara og árið 1930 réðist hann hingað til starfa við Trésmiðjuna Ráóherrastólar? Hljóðlátur, lipur og félagslyndur stóll. Þessl stóll er góður fyrlr byrjendur og er vinsæl- astur með gráu áklæði. Ekki lánshæfur hjá Húsnæðisstofnun þvf verðið er aðeins kr. 8.650.- Þaö er nú einu sinni svo meö góöa stóla aö menn vilja sitja í þeim bæöi fast og lengi. Góðir starfsmenn eiga líka sannarlega skiliö aö sitja í bestu stólum. Þess vegna bend- um viö öllum þeim, sem eru aö velja sér stóla um þessar mundir, óhikaö á Drabert stólana, sem þúsundir ánægöra íslendinga hafa kosiö sér á undanförnum árum. Jútakk.. ISKRIFSVOFU HUSGÖGN Hallarmúla 2, sími 83509 fe Ffnlegur og vel hannaður stóll. Hefur reynst vel i skólakerfinu þrátt fyrir að hafa ekki sigrað í vin- sældakosningum meðal kennara. Verð kr. 11.125,- Sterkbyggður vinnustóll, sem þolir mikið álag og styður vel við breitt bak- ið. Líklegur til þess að endast lengi í lífsins ólgu sjó. Verð kr. 14.165,- Einstefnustóll með grænu áklæði. Óþarflega þægi- legur fyrir sjálfs- afneitunarsinna, en má hækka og lækka og jafn- vel breyta í barstól að fenginni umsögn áfengis- varnarnefndar. Verðkr. 16.710.- í* Vandaður leðurstóll, sem hægt er að stilla á ótai vegu og láta sér líða vel i. Snýst jafnt til hægri og vinstri. Upp úr þessum stól stendur enginn ótil- neyddur. Verð kr. 38.700,-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.