Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 06.10.1985, Blaðsíða 17
LEHDARAOPNA og lesbíur Þorvaldur Kristinssori: Vernd sem enginn vill þiggja Þorvaldur Kristins- son Samtökunum 78. - mynd sig. „Útvarpsstjóra verður tíðrætt um að hann vilji verndaokkur. En hann skilur ekki það hlægilega við að vera sífellt að bjóða upp á vernd sem enginn vill þiggja," sagði Þorvaldur Kristinsson úr Samtökunum 78 þegar Þjóðvilj- inn ræddi við hann. Við báðum hann að segja okkur frá baksviði þeirrar baráttu sem hommar og lesbíur heyja hér gegn útvarps- ráði. „Það hefur verið liður í frelsis- baráttu nýju hommahreyfingar- innar að hætta að nota orð eins og „homosexúel“ sem er í raun læknisfræðilegt hugtak og nota í þess stað þau orð úr alþýðumáli sem okkur eru tömust t.d. b0sse á dönsku, bög á sænsku eða Schi- vule á þýsku. Þessi orð hafa verið hlaðin neiðkvæðu gildismati en það er okkar trú að mennirnir gefi orðunum merkingu og með því að nota þessi orð í dagsbirtu og án minnstu blygðunar breyti þau um merkingu. Þetta beinist bæði út á við, gagnvart almenningi, og inn á við, einskonar sjálfsuppeldi, að- ferð til að horfast í augu við sjálf- an sig. Meðan menn skammast sín fyrir að taka sér orð eins og hommi og lesbía í munn er eitthvað að viðhorfunum, bæði manns eigin og annarra." - Hvernig hefur gengið að breyta merkingu orðanna er- lendis? „í Danmörku og Þýskalandi er hin niðrandi merking orðanna að mestu horfin og borgaraleg blöð á borð við Politiken nota orð eins og bpsse og lesbisk í fyrirsögnum, eins og Þjóðvilinn og NT gera hér heima.“ „Þú og þínir líkar“ - En hvað með það sem snýr inn á við að hommum sjálfum? „Það hefur náðst mikill árang- ur. Sjálfur var ég erlendis þegar ég kom úr felum þannig að ég get ekki alveg sagt til um hvernig á- standið var áður. En sjálfum hef- ur mér alltaf fundist að ég gæti ekki kallað mig annað en hom- ma, ég þekkist á því meðal vina minna. Ég get nefnt sem dæmi hvernig foreldrar mínir brugðust við þeg- ar ég skýrði þeim frá því að ég væri hommi. í fyrstu áttu þau mjög erfitt með að taka sér þetta orð í munn. Þau sögðu alltaf „Þú og þínir líkar“ eða „þessir menn“. Það er býsna einkenn- andi fyrir íslendinga að þegar þeir tala um tilfinningamál eða önnur viðkvæm málefni hætta þeir að segja „ég“ og nota orðið „maður" í staðinn. En eftir nokkurn tíma fóru foreldrar mínir að nota orðið hommi og við það urðu samskipti okkar mun auðveldari. Þetta skref táknaði að þau voru hætt að skynja þá niðrandi merkingu orðsins sem samfélagið rétti að þeim, og lítu á ástarlíf mitt sem sjálfsagðan hluta af lífi mínu og persónu. Auðvitað væri best ef ekki þyrfti að setja ástir manna niður á einhverja bása. En meðan ákveð- in tegund ástar er þöguð í hel er nauðsynlegt að gefa henni nafn. Orðið homosexuel sem hommi er dregið af er frá árinu 1869, það var austurrískur læknir sem fann það upp og framan af var það einkum notað innan afbrotafræði og geðsjúkdómafræði. Þetta tengdist framþróun kapítalism- ans þegar ekkert skúmaskot mannlegs lífs var lengur óhult fyrir kortlagningar- og eftirlits- mönnum sem vildu ná betri stjórn á tilfinningalífi fólks. Hommar hafa hins vegar fundið fyrir nauðsyn þess að halda í sjálfsvitund sína með því að nefna hana á nafn, sú tilfinning er náskyld þjóðerniskennd, þe. sem hluti af sjálfsvitund sérhvers manns.“ ,Að vera á línunni“ - Þú talar um nýju homma- hreyfinguna, en hvernig hafa eldri hommar takið þessari baráttu ykkar? „Mér skilst að þeir sem stóðu að stofnun Samtakanna78 hafi fundið talsvert fyrir óánægju þeirra eldri í fyrstu. í gamla daga notuðu menn allskyns slangur og dulmál um sjálfan sig, t.d. „að vera á línunni", sem er nánast horfið núna. Þetta kann að hljóma sniðuglega en lýsir í raun mikilli sjálfskúgun. Það gleðilega er hins vegar að yngri hommar, þeir sem eru um tvítugt, skilja ekki um hvað þessi deila snýst, finnst hún bjánaleg. Þeim finnst eldri kynslóðin hlægileg að vera að standa í þessu þrefi um sjálf- sagt mál. Óupplýst gerrœði - Hvaða lœrdóma finnst þér mega draga af þeim deilum sem nú eru uppi? „Þær snúast ekki um orð held- ur viðhorf. Hér kemur skýrt fram að við búum í lýðræðisþjóðfélagi sem hefur á að skipa embættis- mönnum sem eru miklu blygðun- arlausari og gerræðislegri í störf- um sínum en tíðkast annars stað- ar. Erlendis þyrftu þeir að segja af sér fyrir ýmislegt sem þeir gera hér daglega. Þegar krafa um lýðréttindi mætir þessu óupplýsta gerræði verða menn að finna einhverja lausn á vandanum. Og íslending- ar eru snillingar í að leiða talið inn á aðrar brautir til að leyna eigin fordómum. En það er umhugsunarefni hvert á að leita þegar þjóðfélags- hópi er meinað að miðla upplýs- ingum. Kannski eru Neytenda- samtökin einn vettvangur okkar. En það er ekki alltaf auðvelt að nýta sér lögin. Norðmenn hafa verið fljótari að skilja þennan vanda en aðrar þjóðir og árið 1981 settu þeir viðbótarákvæði í hegningarlög sem banna að hommum og lesbíum sé mismun- að. Það er því refsivert að mis- muna þeim á atvinnumarkaði, húsnæðismarkaði eða í auglý- singum í opinberum fjölmiðlum, svo dæmi séu tekin. Svíar og dan- ir hafa líka látið gera ítarlega könnun á réttarstöðu homma og lesbía og þar er laga setning í undirbúningi. En hér á landi er ekkert að gerast svo mér sé kunn- ugt,“ sagði Þorvaldur. _þh Elísabet Þorgeirsdóttir: Þögnin er okkar versti óvinur „Ég er mjög ánægð með frammistöðu Ingibjargar Hafstað í útvarpsráði, hún hefur staðið sig eins og hetja. En það er með ólík- indum hvernig aörir ráðsmenn hafa opinberað fordóma sína“, sagði Élísabet Þorgeirsdóttir um afstöðu til auglýsinga Samtak- anna 78. „Við höfum ekki viljað gefast upp á að nota þessi orð, hommi og lesbía, í augiýsingum okkar. í auglýsingum er alltaf höfðað til einhverra og að sjálfsögðu gerum við það eins og aðrir. Þetta er bara þáttur í því að reka okkar félagsskap, við erum ekki að ögra neinum. Við viljum ekki fara inn á þá braut að nota óljósa orða- leiki, enda óvíst hvort það mæltist nokkuð betur fyrir. Hvernig fyndist mönnum t.d. ávarpsorð eins og „konur sem elska konur“? Málið hefur svo smátt og smátt farið að snúast um einhver hug- renningartengsl útvarpsmanna, það gerist greinilega eitthvað ó- geðslegt í kollinum á þeim þegar þeir heyra þessi orð. Reyndar er þetta mál okkar aðeins einn angi af þeirri afturhaldsstefnu sem rík- ir hjá meirihluta útvarpsráðs. Hann virðist telja það sitt helsta hlutverk að hafa vit fyrir öðrum". - Hver er þá kjarni málsins að þínu dómi? „Hann er sá að við fáum að vera það sem við erum. Við vilj- um venja fólk við okkur eins og við erum og ekki standa í neinum feluleik. Málið snýst ekki bara um kynlíf eins og margir virðast halda. Við erum manneskjur eins og aðrir og viljum að ást okkar sé virt eins og önnur ást. í þessari jafnréttisbaráttu gæti maður í mikilvægri stöðu eins og útvarpsstjóri veitt okkur stuðn- ing en það gerir hann ekki. Hann treystir fólki greinilega ekki til að heyra þessi orð og gerir þess vegna ráð fyrir að aðrir séu haldnir sömu fordómum og hann sjálfur. Hann vill að um okkur ríki þögn en þögnin er okkar versti óvinur“. - Þið hafið líka auglýst í DV. „Já, við höfum auglýst í einka- máladálki DV en þaðan er búið að úthýsa okkur. Við höfum eng- ar skýringar fengið á því en þar á bæ ríkir greinilega mikill tví- skinnungur. Við erum bara að auglýsa símatíma Samtakanna en í þessum einkamáladálki getur giftur maður auglýst eftir nánum kynnum við konu. Og DV kemst upp með það hjá útvarpinu, þ.e. Rás 2, að láta íconu með tælandi rödd auglýsa eftir karlmanni. Við erum þó ekki að lýsa eftir fólki til að sofa hjá. Staðan er því sú að við höfum engan almennan auglýsingavett- vang, og það er að sjálfsögðu bagalegt fyrir starfsemi samtak- anna“, sagði Elísabet. -ÞH Nýlega bannaði útvarps- ráð notkun orðanna hommi og lesbía í aug- lýsingum. Þjóðviljinn spurði fjóra vegfarendur hvort þeir teldu það rétta ákvörðun og þá hvaða orð ætti að nota í staðinn og hvort orðin hommi og lesbía hefðu neikvæða merkingu. Guðrún Guðmundsdóttir: Ég hef ekkert á móti þessum orðum og það væri kannski til- breyting að fá þau í útvarpsaug- lýsingar. En það er ábyggilega í fleiri auglýsingum sem má ekki nota hvaða orð sem er en auðvit- að ætti fólk að fá að ráða hvaða orð það notar. Friðrik Friðriksson: Mér finnst alltflagi með orðin hommi og lesbía og það ætti ekki að vera bannað að nota þau í út- varpinu. Ég veit ekkert betra orð og orðin hafa ekki neikvæða merkingu fyrir mig. Gunnar Jóhannesson: Það er allt í lagi með þessi orð og alveg útí hött að banna þessi orð frekar en einhver önnur í út- varpinu og ég þekki engin orð sem eru betri. Sveinn Guðmundsson: Þetta er dálítið snúið mál. En sem útvarpshlustandi vil ég helst vera laus við að hlusta á þetta. Það eru ekki orðin sem slík, ég hef ekkert við þau að athuga en þetta er það mikið leiðindamál að það á að vera einkamál og á ekki erindi til almennings. Sunnudagur 6. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.