Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 1

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 1
október 1985 þriðju- dagur 231. tölublað 50. örgangur DJOÐVIUINN MANNLÍF Ríkisstjórnin Geir fómað HEIMURINN Geir Hallgrímsson víkur úr ríkisstjórninni um áramót. Þorsteinn Pálsson kemur inní ríkisstjórnina strax. Matthías A. Mathiesenfer ífrí til áramóta en verður þá utanríkisráðherra. Engin önnur lausn fannst á málinu. Að loknum stuttum þingflokks- fundi hjá Sjálfstæðisflokkn- um í gær var fréttamönnum til- kynnt niðurstaða hans um ráð- herrastól handa Þorsteini Pálssyni. Geir Hallgrímssyni utanríkisráðherra var fórnað, hann víkur úr ríkisstjórninni um áramót. Fram að þeim tima mun einn af hinum ráðherrum flokks- ins taka sér frí og Þorsteinn taka við ráðherrastólnum strax. Á fréttamannafundinum var látið líta svo út sem allt hefði þetta gerst í sátt og samlyndi, en greinilega var þungt í Geir Hall- grímssyni. Hann sagðist hafa boðið Þorsteini að standa upp í ágústmánuði sl. EF ANNARRA KOSTA VÆRI EKKI VÖL, eins og Geir sagði orðrétt. Þá tók hann það fram að hann saknaði starfa sinna í utanríkisráðu- neytinu. Geir var spurður hvers vegna þetta hefði tekið svo langan tíma fyrst hann bauðst til að standa upp í ágúst. Hann svaraði því til að þennan tíma hafi menn verið að velta fyrir sér hvort annarra kosta væri völ, en svo hefði ekki verið. Geir lýsti því yfir að hann myndi halda áfram í pólitík og ætlaði sér í prófkjör fyrir næstu kosningar. Þorsteinn Pálsson sagði að sér hefði verið falið að gera tillögur um breytingar á embættum ráð- herra flokksins innan ríkisstjórn- arinnar. Sagðist hann myndi gera það alveg næstu daga en vildi ekki skýra frá hverjar þær breytingar yrðu. Þjóðviljinn hefur fyrir því ör- uggar heimildir að Þorsteinn muni strax fá þann stól sem hann mun verma meðan stjórnin situr, en að það verði Matthías Á. Mathiesen sem fær 3ja mánaða fríið, en taki við embætti utan- ríkisráðherra. Sjá bls. 20. / Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra og heiðursforseti NATO leysti kreppuna í ráðherraliði Sjálfstæðisflokksins. Hann mun láta af embætti utanríkisráð- herra 1. janúar nk., Þorsteinn fer strax inn í ríkisstjórnina en Matthías Mathiesen viðskiptaráðherra fær 3ja mánaða frí. Ljósm. E.ÓI. Alþýðubandalagið Róttækar umræður í róttækum flokki Svavar Gestsson: Hreinskilnar umræður umflokksstarfið. Samþykkt ímiðstjórn að leggjaflokksráðið niður og landsfundur kjósi héreftir framkvœmdastjórn. essi fundur einkenndist af því að menn voru að brjóta heil- ann um hvaða starfshættir eru heppilegastir til að skila flokkn- um árangri í þeirri baráttu úti í þjóðfélaginu sem hann þarf að heyja. Þegar slíkar umræður fara fram þá koma auðvitað fram mis- munandi áherslur eins og gengur, því það er allt á dagskrá. Þetta eru róttækar umræður, í róttæk- um flokki, þær eru frísklegar og opinskáar, segir Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins um þær umræður sem urðu á miðstjórnarfundi flokksins um helgina um starfshætti og starfs- stfl Aiþýðubandalagsins. „Þetta voru hreinskilnar um- ræður og menn töluðu af fullri alvöru um hlutina og svona skoðanaskipti geta verið jákvæð og skilað flokknum áleiðis. Það er 8 manna nefnd í gangi, sem ræðir um starfshætti flokksins, m.a. í framhaldi af ályktum síð- asta flokksráðsfundar. Þessi nefnd fer líka yfir umræður á miðstjómarfundinum og mun skila áliti til framkvæmdastjórnar flokksins", sagði Svavar Gests- son. ítarlegar umræður urðu einnig á miðstjórnarfundinum um utan- ríkismál sem þingmennirnir Guð- rún Helgadóttir og Hjörleifur Guttormsson höfðu framsögu um. í þeim málum varð einróma niðurstaða og verður henni vísað til landsfundarins til frekari um- ræðu. Þá var samþykkt á fundinum tillaga um að taka lög flokksins til umræðu á landsfundi. Samþykkti miðstjórnin tvær breytingartil- lögur fyrir sitt leyti. í fyrsta lagi að flokksráð verði lagt niður og miðstjórnin komi algerlega í stað þess og í öðru lagi var samþykkt tillaga um að framkvæmdastjórn verði kjörin beint á landsfundum framvegis. -Ig. Sjá bls. 2. Portúgalskt granrt í Laugaveginn Dýrara en íslenskt grjót en auðveldara í vinnslu segir gatnadeildin Ætla mætti að ekki væri nóg grjót til á landinu því Nes- port hf. er að flytja inn 140 tonn af portúgölsku graníti fyrir Reykja- víkurborg. Verður granítið notað í andlitslyftingu Laugavegarins: í kantstein, á bflastæðin og á bletti þvert yflr akreinina. Valur Guðmundsson hjá Áhaldahúsi borgarinnar hefur séð um efnisöflun fyrir gatna- deildina vegna þessa verkefnis. Hann sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að í sumar hefði granítblokk- in kostað um 1000 krónur hver fermetri en verð á steyptum blokkum hér heima væri um 600 krónur. „Það var Borgarskipulagið sem hannaði yfirborð götunnar", sagði Valur „og það var þrennt sem kom til greina. í fyrsta lagi gamli rennusteinninn og kant- steinninn sem voru fyrir, í öðru lagi steyptir steinar eins og í Þórsgötunni og loks granítið. Hönnuðirnir vildu hafa sem fæst- ar tegundir efnis í götunni og þó steinninn sem fyrir var kostaði ekki neitt, þá er miklu meiri vinna við að nota hann. Þarna verða hitalagnir undir stéttum og kantsteinninn sem er stór og þykkur þarf að standa djúpt. Það hefði kallað á aðrar tæknilegar lausnir og dýrari. Það er líka mjög erfitt að fá gott yfirborð með gamla rennusteininum - hann er mjög misjafn og mikil vinna við að velja steinana saman og hreinsa þá“. Áætlaður kostnaður við Laugaveginn neðan Klapparstígs var í sumar um 10 miljónir króna. Verklok eru áætluð fyrir lok nóv- ember. -ÁI Sjá bls. 2. BJað lognast útaf Sjá bls. 6.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.