Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Alþýðubandalagið Endurskoðuð vinnubrögð Kristín Ólafsdóttir: Markmiðin ekki nœgjanlega skýrt mörkuð. Parf að vísa verkefnum tilfélaganna og taka mark áþeirra vinnu. Eg tel að við þurfum að líta nokkuð í eigin barm og endur- skoða hvernig við vinnum í póli- tíkinni og hvernig við komum okkar málflutningi á framfæri. Okkur þykir mörgum skorta á, að markmið og leiðir okkar sósíalista séu nægilega skýrt mörkuð, segir Kristín Olafsdóttir en hún flutti ásamt formanni Al- þýðubandalagsins erindi á fundi miðstjórnar um helgina um starfshætti og starfsstfl flokksins. „Það skortir einnig mikið á að í flokknum fari fram rækileg um- ræða um hugmyndafræðina, markmið og leiðir. Starfshættir í flokknum eru ekki þannig að hinn almenni félagi geti unnið þessa stefnumörkun. Bæði flokksfélögin og flokksfélagar al- mennt eru allt of lítið virk í mótun flokksstefnunnar. Það þarf að vísa verkefnum til félaganna og taka mark á þeirra vinnu. Við þurfum fleiri en atvinnupólitíkus- ana til að koma okkar skoðunum á framfæri. í dag er nær öll pólitík flokksins mótuð og borin fram af atvinnupólitíkusum og allt of lítið af hinum pólitísku verkefnum skilin eftir handa öðrum flokks- mönnum.” Menn greindi nokkuð á um þessi mál, ekki satt? „Jú, skoðanir voru mjög skiptar á fundinum. Annars veg- ar voru þeir sem finnst þessi um- Jólabókaflóðið Um 300 titlar í ár Ég hef ekki nákvæma tölu yfir fjölda bókatitla sem gefnir verða út fyrir komandi jól, en eftir því sem ég kemst næst eru þeir álíka margir og í fyrra eða um 300, sagði Eyjólfur Sigurðsson í Bók- hlöðunni, formaður samtaka bókaútgefenda í samtali við Þjóð- viljann í gær. Eyjólfur sagði að bóksala í fyrra hefði gengið mjög vei eftir nokkur döpur ár. Það hafi eink- um verið verkfall bókagerðar- manna sem takmarkaði fjölda bókatitla í fyrra og hefðu menn svo séð að markaðurinn þyldi ekki fleiri titla en um 300. Arið 1983 voru bókatitlar um 500 og hefðu allir tapað á svo mikilli út- gáfu. Ekki sagðist Eyjólfur búast við að flóðið sjálft kæmi yfir fyrr en um næstu mánaðamót. Sjálfsagt myndi ein og ein bók koma á markaðinn í þessum mánuði en flóðið ekki fyrr en um mánaða- mótin. S.dór ræða um innra skipulag algert aukaatriði. Pólitíkin sé aðalat- riðið. Stóru málin kalli. Sumir telja jafnvel að þessi sjálfs- gagnrýni sé neikvæð fyrir flokk- inn. Síðan er hitt sjónarmiðið uppi sem ég talaði fyrir og má kannski til að einfalda hlutina kenna við hugmyndir ’68 kyn- slóðarinnar, að bæði pólitík og starfshættir séu það nátengd að þar verði ekki skilið í milli. Annars fannst mér þessi fund- ur frekar góður að því leyti að menn voru opnari og hreinskiln- ari í umræðunni en oftast áður, þó kannski séu ekki allir hrifnir af opnum umræðum. Ég ætla að leyfa mér að vona áfram, að það sé hægt að breyta þessum hlutum til betri vegar. Það er mikill misskilningur ef menn halda að það gerist á ein- hvern einfaldan hátt. Þetta verð- ur að gerast hægt og hægt, með því að breyta viðhorfum manna til þess, hvað fólk sé almennt að gera, með því að starfa í pólitísk- um flokki”, sagði Kristín Ólafs- dóttir. -Ig Nú er að mestu búið að loka skurðum neðan við Klapparstíginn og fleirum orðið fært í verslanirnar en fuglinum fljúgandi. Ljósm. E.Ól. Laugavegs apótek Lyfin send ókeypis heim Oddur Thorarensen lyfsali: Sjálfsögðþjónusta sem gamlafólkið hefur ekki efni á að borga. að er gífurleg þörf fyrir þetta, ekki síst eftir að læknarnir hættu að símsenda lyfseðla. Ga- malt og lasburða fólk þarf þá að sækja þá á stofu og bíða eftir þeim í apótekinu. Ef það kemst ekki sjálft verður það að nota leigubíla sem kosta 5-600 krónur, sagði Oddur Thorarensen lyfsali í Laugavegs apóteki. Þar hefur nú verið tekin upp sendingarþjón- usta með lyfseðla og lyf og er hún viðskiptavinunum að kostnaðar- lausu. „Kollegarnir voru ekkert hrifnir af því fyrst að þetta væri gert ókeypis, en þetta er engin þjónusta nema hún sé ókeypis. Gamla fólkið sem bara hefur elli- lífeyrinn getur ekki borgað þetta. Þeir eru núna farnir að sjá að þetta er sjálfsögð þjónusta og ég býst við að fleiri fari að bjóða hana. Þetta gera apótekin í Dan- mörku og þetta hefði átt að vera komið miklu fyrr“. Oddur sagði að þessi nýja þjónusta væri ekki tilkomin vegna samdráttar í verslun. „Ég hef alltaf haft sendibíl og gert þetta í nokkrum mæli fyrir fasta viðskiptavini“, sagði hann. „Eftir að læknarnir breyttu þessu með símlyfseðlana þá varð þörfin bara meiri“. -ÁI Grípum Geir-inn í hönd! Kaupmennska Kemur niður ásölu MagniR. Magnússon kaupmaður: Gatna- deildin kölluð rólega deildin hér. „Okkur hafa fundist þessar framkvæmdir ganga hryllilega hægt og það hefur komið veru- lega niður á verslun hjá okkur”, sagði Magni R. Magnússon, kaupmaður á Laugavegi 15. „Það eru helst unglingarnir sem leggja í að klifra yfir skurðina en eldra fólk og aðrir forðast það enda eru vinnuvélar í gangi allan daginn og iðulega hættuástand þess vegna”. Magni sagðist reyndar hafa lítið vit á svona framkvæmdum en hægt gengju þær. Gatna- deildin gengi undir nafninu ró- lega deildin meðal kaupmanna en auðvitað vonuðu menn að þetta yrði til hins betra þegar upp væri staðið. Hann nefndi sem dæmi að fyrir skömmu auglýsti hann grimmt gott úrval af skemmtilegum spil- um. „Ég gerði ekki annað en svara í símann”, sagði hann. „Fólk lagði ekki í að koma og skoða spilin en ef ég gat lýst þeim nógu fjálglega gegnum símann var gerður út unglingur úr fjöl- skyldunni til að nálgast þau. Svona er þetta hér allt í kring um mig og eins gott að þessu fari að ljúka”. -ÁI Laugavegurinn Gatan opnuð í nóvember Ólafur Guðmundsson: Gangstéttirnar tilbúnar fyrir mánaðamót. Kaupmcnn við Laugaveg eru orðnir langeygir eftir verk- lokum við endurgerð götunnar neðan Klapparstígs en götunni var lokað 10. júlí í sumar. Hafa þeir haft á orði að krefjast endur- greiðslu á aðstöðugjöldum sín- um. Ólafur Guðmundsson yfir- verkfræðingur á gatnadeild borg- arinnar sagði í samtali við Þjóð- viljann að þeim hefði fundist verkið ganga heldur hægt síðustu 2-3 vikurnar en verklok yrðu uppúr 20. nóvember í stað 10.-15. eins og áætlað var í upphafl. „Kaupmenn hafa meiri áhuga á gangandi umferð en bílaum- ferðinni", sagði Ólafur, „og vilja að við leggjum megináhersluna á gangstéttirnar. Þær verða að mestu komnar fyrir mánaðamót. Þeir eiga sjálfir að sjá um hita- lagnir í gangstéttirnar en það hef- ur ekki reynt á það ennþá. Sam- bandið hefur ekki verið nógu gott, en þó eru flestallir búnir að svara“. Áætlaður kostnaður gatna- deildar við verkið er um 10 milj- ónir króna. Þar við bætist svo kostnaður hitaveitu og rafveitu auk hluta kaupmanna sem er hitalögnin. -Ái 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN * /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.