Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 8

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 8
MANNUF Fjörngt Landsþing Æskulýðsfylkingar Alþýðubandalagsins var haldið í Ölfusborgum helgina 27.-29. september og sóttu þingið um 60 fulltrúar víðs vegar að af landinu. Þar á meðal voru margir nýir landsþing Æskulýðsfyikingarinnar félagar og að sögn þeirra sem þingið sóttu var það eitt hið best undirbúna fram til þessa. Megin- viðfangsefnið í Ölfusborgum þessa helgi var að sjálfsögðu stjórnmálaumræða, þótt fólk hafi einnig gefið sér tíma til að slá á léttari strengi, einkum eftir að skyggja tók og hugurinn búinn að fá nóg af utanríkismálum, Al- þýðubandalaginu og vanda þess, húsnæðismálum, kosningarétti og áherslupunktum ungs fólks. Alyktað var um utanríkismál og birtist hluti þess hér á síðunni. En þingið einkenndist öðru fremur af geysilega fjörugum umræðum um hin ýmsu málefni og m.a. þau sem upp eru talin hér að ofan. Þingstörfum lauk á sunnudags- kvöldið og að sjálfsögðu var þing- inu slitið með því að Nallinn var sunginn af eldmóði. -gg- Elnar og Gerður: Ágreiningsmálum erlillt of oft stungið undir stól. Ljósm. E.ÓI. ÆFAB Gerður Gestsdóttir og Einar Bragason: Það er bjart framundan hjá okkur „Það kom berlega í Ijós á þessu þingi okkar að Æskulýðs- fylkingin er á uppleið, það er gífurlegur áhugi meðal ungs fólks á því sem er að gerast innan hennar. Enda hefur starfið verið blómlegt að undanförnu og það er margt á döfinni", sögðu þau Gerður Gestsdóttir og Einar Bragason félagar í ÆFAB í sam- tali við Þjóðviljann nýlega, en þau voru bæði kosin í nýtt Fram- kvæmdaráð á landsþingi Æsku- lýðsfylkingarinnar í Ölfusborg- um. Gerður er 16 ára nemi í Menntaskólanum í Hamrahlíð, en Einar er í eldri deildinni ef svo má segja og starfar sem trésmið- ur. Utanríkismál settu mjög svip sinn á þingið. Eigið þið einhverja skýringu á því hvers vegna ungt vinstri sinnað fóik hefur svona mikinn áhuga á utanríkismálum? „Það er mikið rétt og má segja að utanríkismál séu númer eitt á listanum hjá mörgum félaga okk- ar. Það er nú margt sem veldur því, t.d. þessi sífelldi ótti við kjarnorkustríð stórveldanna, bombuna. Utanríkismálin eru líka endalaust ágreiningsefni og taka því drjúgan tíma í umræðu. Menn greinir á um svo margt, af- stöðu til stórveldanna og gerða þeirra, byltingar í öðrum heims- hlutum o.s.frv.. Það er alltaf hægt að deila um það sem er að gerast úti í heimi.“ Húsnæðismál fengu sinn skerf, hver er afstaða ungs fólks til á- standsins í dag og hvað á að taka við í þeim efnum? „Húsnæðismálin brenna mjög á ungu fólki sem eðlilegt er. Það kom skýrt fram á þinginu að fólki óar við þeim kjörum sem boðið er upp á til húsnæðiskaupa. Það þarf að lækka útborgun; það komu fram hugmyndir um náms- mannaíbúðir; stuðningur við Búseta. Það fékkst engin niður- staða úr þessum umræðum sem slíkum, en þær voru vissulega gagnlegar og það kom m.a. fram krafa um það á hendur flokknum að hann fari ekki inn í ríkisstjórn aftur nema það verði skýr ákvæði um það í stjórnarsáttmála að þessir hlutir verði stokkaðir upp. Það upphófst á þinginu heil- mikil umræða um stöðu Alþýðu- bandalagsins og vanda hans svo- kallaðan. Við erum þeirrar skoð- unar að þetta verði að ræða innan flokksins, en sem minnst utan hans, og þessi umræða var mjög jákvæð. Það hefur verið allt of mikið gert af því að stinga á- greiningsmálum undir stól í stað þess að ræða þau og finna leiðir til úrbóta. En það verður líka að koma í veg fyrir að þessi umræða um flokkinn snúist upp í and- stæðu sína, að hreyfingin skiptist upp í andstæðar blokkir.“ Skólamál hlýtur að bera hátt í stjórnmálahreyfíngu ungs fólks. „Já, já. Þau voru eitt af því sem bar á góma á þinginu og skóla- málastarfið er umfangsmikið innan Æskulýðsfylkingarinnar. Þetta er eitt af stærri málunum og kemur líklegast næst á eftir utan- ríkismálum hvað áhuga snertir. Það er unnið ötult starf að stefnu- mörkun í þeim geira innan skóla- málaráðs. Við vonum að það starf muni skila sér á landsráð- stefnunni á næsta ári.“ Hvað með verkalýðsmál? „Æskulýðsfylkingin er sósía- lísk hreyfing og auðvitað er reynt að halda uppi fræðslu- og upplýs- ingastarfi meðal félaganna. Við höfum enga galdralausn á þeim málum, en það er almennt álitið að okkur sé nauðsyn að geta mótað meginstefnu í verkalýðs- málum. Það er alls staðar vegið að launafólki, í húsnæðismálum, í gegnum ákæruvaldið og með beinum kjaraskerðingum. Það er engin spurning um okkar afstöðu þegar út í það er spurt.“ Það er á ykkur að heyra að þið séuð bjartsýn. „Við erum það. Það eru sífellt að bætast við nýir félagar og áhuginn er mikill. Fólkið sem starfar í Æskulýðsfylkingunni er kraftmikið, skilar góðu starfi og það er bjart framundan. Þetta sést alls staðar, nú er til dæmis á döfinni að stofna vinstri manna félag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Þetta er allt á upp- leið“, sögðu þau Gerður og Einar að Iokum. -gg- Alþýðubandalagið 13 frá ÆFR á landsfund 13 fulltrúar Æskulýðsfylkingar AB í Reykjavík á landsfund voru kjörnir á félagsfundi fyrir skömmu og jafnmargir til vara. Þessir voru kjörnir: Anna Hildur Hildibrandsdótt- ir, nemi (22), Ásdís Þórhallsdótt- ir, nemi (22), Einar Daníel Bragason, trésmiður (18), Gerð- ur Gestsdóttir, nemi (16), Gísli Þór Guðmundsson, nemi (18), Guðbjörg Sigurðardóttir, verka- kona (24), Guðný Tulinius, nemi (25), Guðrún Ómarsdóttir, af- greiðslumaður (16), Hrannar Arnarsson, nemi (12), Kormákur Högnason, verkamaður (13), Orri Vésteinsson, nemi (13), Ólafur Ástgeirsson, nemi (17), Þóroddur Bjarnason, nemi (18). Fimm fyrstu varamenn voru kjörnir: Óttó Másson, nemi, Helgi Hjörvar, nemi, Helgi Kristjánsson, nemi, Sigríður Arnardóttir, pemi, og Bergþóra Aradóttir, verkakona. Suður-Afríka Askilnaðarstefnan fordæmd Ríkjandi þjóðskipulag í Suður-Afríku eitt samfellt mannréttindabrot. ÆFAB hefur unnið mikið starf til að minna Islendinga á hvað er að gerast í Suður-Afríku og hvatt til refsiaðgerða gegn stjórn hvíta minnihlutans þar í landi og að- skilnaðarstefnu hennar. Á lands- þinginu var svohljóðandi ályktun samþykkt: „í Suður-Afríku ríkir hvítur minnihluti í krafti auðs og her- valds. Hann flokkar fólk í æðri og óæðri verur eftir litarhætti, og er ríkjandi þjóðskipulag eitt sam- fellt mannréttindabrot. Fólk sem er ekki af evrópskum uppruna hefur engan sjálfstæðan ákvörðunarrétt um eigin málefni. Það ræður ekki hvar það býr, hvar það vinnur, né hvaða skóla það sækir. Fjölskyldum er sundr- að, fyrirvinnur eru skikkaðar sem ódýrt vinnuafl í verksmiðjur, námur og á heimili hvítra. Fjöl- skyldur þeirra eru skildar eftir á hrjóstrugustu svæðum landsins, þar sem þær hafa enga möguleika á viðunandi lífsviðurværi. Landsþing ÆFAB ítrekar fyrri fordæmingar samtakanna á að- skilnaðarstefnunni og hvetur til viðskiptabanns á Suður-Afríku. Þar með er fótunum kippt undan minnihlutastjórninni í landinu.“ -gg- 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. október 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.