Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 13

Þjóðviljinn - 08.10.1985, Page 13
Bretland Kinnock bætti stöðu sína Vinstrimenn í Verkamannaflokknum í sárum - Sókn inn á miðjuna - Erfiðleikar verklýðshreyfingarinnar Neil Kinnock: „Bretar skulu vita að hugsjónastefna okkar er ekki vitfirring, raunsæi okkar ekki feimni, kapp okkar ekki öfgar og varfærni okkar ekki taugabilun..." Þing Verkamannaflokksins breska í fyrri viku einkenndist mjög af viðleitni formanns flokks- ins, Neils Kinnocks, til að kveða í kútinn vinstrimenn og þó sérstak- lega Arthur Scargill, formann Sambands námuverkamanna. Kinnock þykir hafa orðið allvel ágengt í þeim slag og flokkurinn er þegar farinn að bæta stöðu sína í skoðanakönnun. En vinstri- menn eru sárir og reiðir og segja Kinnock reiðubúinn til að láta sósíalismann lönd og leið nái Verkamannaflokkurinn stjórnar- taumunum í sínar hendur. Menn Kinnocks eru mjög sigri hrósandi, eins þótt tillaga frá Art- hur Scargill um að stjórn Verka- mannaflokksins rétti hlut náma- manna m.a. með því að fá þeim aftur fé sem af þeim var dæmt í verkfallinu mikla í fyrra, væri samþykkt. Tillagan hlaut sam- þykki vegna þess að ýmis stór verklýðssamtök, sem eiga félags- aðild að Verkamannaflokknum höfðu skuldbundið sig til að styðja Scargill. En tillagan hlaut ekki þá tvo þriðju hluta atkvæða sem þarf til að hún sé bindandi fyrir Kinnock ef hann kemst í stól forsætisráðherra. Heitt í hamsi Andrúmslofið á þinginu varð mjög heitt um tíma með framí- köllunum, blístri og stappi og brigslum um svik og pretti. En Kinnock þykir, sem fyrr segir, hafa farið með sigur af hólmi, honum hafi tekist að koma þeim skilaboðum áleiðis til breskra miðstéttarkjósenda að Verka- mannaflokkurinn sé ábyrgur og raunsær „hugsjónaflokkur án öfga“ eins og hann kómst m.a. að orði. Hann fór mjög hörðum orð- um um það, hvernig Scargill stjórnaði kolanámuverkfallinu og fór þá í spor margra þeirra sem telja það hafi verið höfuðmistök hjá forystu Námamannasam- bandsins að láta ekki fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um vinnustöðvun - þetta þýddi m.a. að frá upphafi var drjúgur hluti námamanna ekki með í verkfal- linu. Kinnock bar það og fyrir sig þegar hann vísaði á bug tilmælum um að Verkamannaflokksstjórn léti aftur ganga dóma um sektir á Námamannasambandið að það kæmi ekki til greina að setja afturvirk lög. Benn áhyggju- fullur Kinnock hefur með vaxandi sjálfstrausti gagnrýnt vinstri- menn og einn helsti foringi þeirra til skamms tíma, Tony Benn, hef- ur látið hafa það eftir sér, að Kin- nock vilji beinlínis eyðileggja vinstriarm flokksins, hann viíji espa hann upp til gagnsóknar og nota þá tækifærið til að rústa hann. Tony Benn segir, að það sé draumur Kinnocks að endur- heimta fylgi Sósíaldemókrata- flokksins, sem klofnaði út úr Verkamannaflokknum fyrir fáum árum og hefur náð allgóðum árangri í bandalagi við Frjálslynda flokkinn. Það hefur meira að segja komið fyrir í skoð- anakönnunum að undanförnu að þetta Miðjubandalag komi út með meira fylgi en Verkamann- aflokkurinn. Tony Benn og félagar hans telja, að sú viðleitni Kinnocks til að biðla til þessa miðjufylgis muni færa flokkinn æ lengra til hægri þau tvö ár sem eftir eru til næstu þingkosninga. Benn metur námumannaverk- fallið á þann veg, að með því hafi dösuð verklýðshreyfing sýnt meiriháttar lífsmark. Ekki fer það mat saman við almenningsá- litið í Bretlandi - en Tony Benn kennir þá um fjölmiðlum, sem hafi gengið hart fram í að níða námumenn og foringja þeirra. Hnignun verklýðsfélaga Flestum mun hinsvegar bera saman um það, að verklýðshreyf- ingin breska megi muna fífil sinn fegri. StjórnarárMargaretThatc- her hafa verið erfið fyrir hana og félagsmönnum hefur farið fækk- andi. Skylduaðild að verklýðsfé- lagi er ekki við lýði í Bretlandi og talið er að aðeins um 40% launa- manna séu meðlimir í verklýðsfé- lögunum. Og enda þótt 63 af þeim 103 verklýðssamböndum sem eru í TUC, Alþýðusamband- inu breska, eigi félagsaðild að Verkamannaflokknum, þá segir það fátt um hegðun meðlimanna á kjörstað. Til dæmis er gert ráð fyrir að um 40% af meðlimum verklýðsfélaga í TUC hafi greitt íhaldsflokkknum atkvæði í síð- ustu kosningum árið 1983. Ástæður til þessarar hnignunar eru margar. Bresk verklýðsfélög hafa mjög verið á þeim buxum að láta það ganga fyrir að vernda störf sinna meðlima, eins þótt að þar með væri hafnað ýmsum tæknilegum framförum (til dæm- is í prentiðnaði og víðar) og sú barátta hefur átt minnkandi stuðningi að fagna. Stjórn Thatc- her hefur gert verklýðshreyfing- unni nokkrar skráveifur með lögum sem takmarka verulega svigrúm verklýðsfélaga til at- hafna. Þá er hið mikla atvinnuleysi ein af ástæðunum fyrir því að fólki hefur fækkað í breskum verklýðs- félögum. Verklýðsfélögin hafa það flest fyrir sið að strika fólk út . af meðlimaskrá þegar það hefur verið atvinnulaust um tíma - en atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar á vegum verklýðsfélaga í Bretlandi heldur af hinu opin- bera. Alþýðusambandið og Verka- mannaflokkurinn hafa reyndar verið að stinga saman nefjum um ráðstafanir til að draga úr miklu atvinnuleysi í landinu. í ágúst lagði flokkur og hreyfing fram áætlun um „nýtt Bretland“ og þar er m.a. gert ráð fyrir stóraukinni opinberri fjárfestingu til atvinnu- sköpunar. En til þess er tekið, að í þessari samstarfsáætlun sé sneitt hjá mörgum viðkvæmum málum - til dæmis því, hvernig bregðast eigi við því misræmi sem upp kemur vegna þess, að í Bretlandi semja einstök verklýðsfyrirtæki við atvinnurekendur, einatt er samið fyrir hvern vinnustað um sig. Langt í land Neil Kinnock þykir, sem fyrr segir, hafa komið allvel út úr átökum í Bournmeouth á dögun- um. En það er engu að síður mjög langt í land þar til hann gæti tekið við stjórnartaumum í Bretlandi. Að sönnu hefur Margaret Thatc- her aldrei verið jafn óvinsæl og núna. En Verkamannaflokkur- inn hefur samt orðið að láta sér nægja 32-37% stuðning í skoð- anakönnunum að undanförnu, og það er enn minna fylgi en flokkurinn fékk í kosningunum 1979 þegar fhaldið komst til valda. Enn er það Miðjubanda- lagið sem nýtur mest góðs af óvinsældum Ihaldsins og það er reyndar rétt sem Tony Benn segir: Kinnock verður að ná aftur miklu af því fylgi sem farið hefur til Sósíaldemókrata Davids Ow- ens ef hann ætlar séi að gerast húsráðandi í Downing Street númer tíu. ÁB Finnland Meirihlutakommúnistar beittir refsiaðgerðum Sovétmenn segja upp samningi við flokksprentsmiðju ( Moskvu hefur verið fundið nýtt ráð til aö hafa áhrif á deilurn- ar miklu innan Kommúnista- flokks Finnlands. Meirihlutanum í flokknum, sem kenndur er við Evrópukommúnisma, er nú refs- að fyrir að ætla að láta til skarar skríða gegn minnihlutanum, sem er mjög Moskvuhollur. Aðferðin er sú, að segja upp miklum samningi um að prenta tímaritið Spútnik, sem áður var í gildi við prentsmiðjuna Yhteistyö, sem er f eigu meirihlutamanna. Yhteistyö, sem prentar m.a. flokksmálgagnið Kansan Uutis- et, hefur haft um 20 miljónir finnskra marka á ári í tekjur af því að prenta Spútnik, sem er einskonar svar Sovétmanna við Readers Digest og prentað á nokkrum erlendumtungumálum. Frá og með næsta ári verður prentun á Spútnik flutt yfir til forlagsins Kursiivi, sem er í eigu minnihlutamanna í flokknum. Eins þótt Kursiivi hafi ekki nóg afköst til að prenta Spútnik og verði að leita til háborgaralegs fyrirtækis um aðstoð til þess. Sovéski Kommúnistaflokkur- inn hefur reynt að beita áhrifum sínum með ýmsu móti til þess að Evrópukommúnistar láti ekki verða af því að reka minnihluta- mennina úr flokknum og ekki.alls fyrir löngu sent finnskum komm- únistum bréf þar sem segir m.a. að klofningur flokksins muni hafa neikvæð áhrif á sjálfa sambúð Finnlands og Sovétríkj- anna. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.