Þjóðviljinn - 12.10.1985, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 12.10.1985, Qupperneq 7
Konur, konur, konur: úr myndinni Systur... eftir Margréti von Trotta. Kvikmynaahátíð kvenna Algert óráð á hjara veraldar Stjörnubíó hernumið: myndir eftir konur íyrir alla Klukkan tvö í dag setjast bíó- gestirí Stjörnubíói niöurað horfa á myndina Algertóráð eftir Þjóðverjann von T rotta og hefst með því upphafið að endinum á Listahátíð kvenna: kvikmyndavika full af mynd- um eftir konur og um konur, en fyrir alla; Kvikmyndahátíð kvenna virðist við fyrstu yfir- sýn ekki standa „venjulegum" kvikmyndahátíðum neitt að baki um listrænan metnað og fjölbreytni í viðfangi og efnis- tökum. Sterkastan svip á hátíðina setja gestirnir Margareth von Trotta og Agnes Varda, en íslenskum kvikmyndavinum er einnig betri akkur en enginn að Frakkanum Marguerite Duras sem eftir hana eru sýndar tvær myndir, India song (1974) og Agatha (1981). Duras á stutt í sjötugt og er auk kvikmyndunar þekkt fyrir skáld- skap; þykir hafa rutt áður ókunn- ar götur með myndavélinni. Frá Venesúela berast tvær myndir, Por los caminos verdes /Til hinna grænu vega (1984) eftir Marilda Vera, og El mar del tiem- po perdido / Haf hins horfna tíma (1977) eftir Solveig Hoogesteijn. í bandaríska skammtinum eru myndirnar First comes courage / Hugrekkið ofar öllu (1943) eftir Dorothy Arzner, Tell me a riddle / Leggðu fyrir mig gátu (1981) eftir Lee Grant, Old Enough / Nógu gömul (1984) eftir Dina og Marisa Silver. Auk Trotta-mynda koma frá Þýskalandi Peppermint Frieden / Piparmyntufriður (1984) eftir Martianne S.W. Rosenbaum og Dorian Gray im Spiegel der Boul- evardpresse / Dorian Gray á síð- um gulu pressunnar (1984) eftir Ulrika Ottinger. Og frá Noregi kemur myndin Forfölgelsen / Nornaveiðar (1981) eftir Anja Breiden sem er einn af bestu kvikmynda- mönnum granna vorra, og vakti mikla athygli innan og utan landsteina með fyrstu myndum sínum Voldtekt / Nauðgun (1971) og Hustruer / Húsfreyjur (1976). Síðast en ekki síst er kvik- myndahátíðin hátíð íslenskra kvenna. Sýndar verða þær mynd- ir þrjár sem íslenskar konur hafa búið til í fullri lengd: Sóley Rósku (1982), Á hjara veraldar Kristín- ar Jóhannesdóttur (1982) og Skilaboð til Söndru frá Guðnýju Halldórsdóttur og Kristínu Páls- dóttur (1983). Að auki tvær stutt- ræmur eftir Eddu Sverrisdóttur, þrjár eftir Rúrí, og ein eftir Sörmu, og hafa fæstar þessara verið áður á almennum boðstól- um. Enn: mynd efrír Svölu Hann- esdóttur frá 1954. Hátíðin stendur fram á næstu helgi í Stjömubíó, í báðum sölum. - m. Laugardagur 12. október 1985 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.