Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 2
FLOSI af enemy nr. 1 Public enerny numbei one: Al Capone, Frank Nitty, Bonny and Clyde.Public enemy number one: John Dillinger, Jim Brady og Mad Dog Call. Afskaplega hljóma nú þessi nöfn óvina nr. 1 úr vesturheimi kunnuglega. Bara rétt eins og væru það Snorri, Gissur, Sturla, Kolbeinn ungi og Þórður Kakali. Þó var þetta ekki upptalning á höfðingjum og afreksmönnum, heldur tíndir til nokkrir af illræmdustu hryðjuverkamönnum, manndráp- urum, illvirkjum, byssubófum, vændismeglur- um og mafíósum 20. aldarinnar, eða nánar til- tekið þess hluta hinnar amerískú ógnaraldar, sem kallaður hefur verið „The roaring twen - ties“,enþað er hið róstusama tímabil bannár- anna vestanhafs um og eftir 1920. Þetta er nú talin ofboðslegasta skálmöld bandarískrar sögu og ekki að undra, þar sem brennivín var bannað með lögum. Nú er það ekki séríslenskt fyrirbrigði að sveipa hryðjuverkamenn, brennuvarga og manndrápara dýrðarljóma, þó þeir sem mest hafa legið í fornritunum kunni að halda það. Nei, nei. Skíthælar hafa alltaf verið glorífíséraðir uppúr skónum um allar jarðir. Nöfn einsog Al Capone og John Dillinger tóku menn sér í munn með svipaðri lotningu og verið væri að vitna í himnafeðgana og margir litu svo á, að mesta sæmd sem dauðlegum manni gæti hlotnast væri að verða útnefndur „Public Enemy Number One“. Hér á íslandi hefur það aldrei orðið plagsiður að kjósa „Public Enemy Number One“ og hafa þó ugglaust margir til sæmdarinnar unnið. Hins vegar mun ég nú koma að því, sem er mergurinn alls þessa máls. Svo bar til fyrir svona sirka fjórum árum, að ég fékk af því pata, að á ráðstefnu þjóðfélagsfræð- inga og félagsvísindamanna hefði verið leitað álits hjá þingheimi um það, hver ætti að teljast óvinur félagsfræði á íslandi number one. Flest- um hafði til skamms tíma þótt Hannes Hólm - steinn Gissurarson sjálfkjörinn til þeirrar virð- ingar, og það jafnvel sem enemy number one, two and three. En nú kom í Ijós að áður lítt þekktur andskoti félagsvísindanna í landinu var kominn á kjörskrá og hafði augljóslega aflað sér gífurlegrar ó-hylli félagsvísindamanna. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það. Þegar búið var að fullkanna hug félagsfræðing- anna á ráðstefnunni, var óvinur félagsvísinda á íslandi number one orðinn Flosi Ólafsson. Hér hafði mér verið gert hærra undir höfði en mig hafði nokkurn tímann órað fyrir í fjarstæðu- kenndustu metnaðardraumum mínum. Hér hafði vegur minn orðið hvað upphleypt- astur. Því er ég að rifja þetta upp núna að mín per- sóna var hafin til nokkurs vegs í ágætri grein sem Gestur Guðmundsson skrifaði í Þjóðviljann s.l. þriðjudag undir fyrirsögninni „UPPGJÖF". Þar segir svo orðrétt: í framhjáhlaupi vil ég geta óskar minnar um að reka það slyðruorð af okkur félags- fræðingum sem Flosi Ólafsson hefur komið á okkur, en almenningur heldur starfa okkar fólginn í því að búa til próblem úr engu og gera síðan stofnanir um próblemin.“ Nú langar mig til að gera játningu. Ég er ekki frá því að þegar ég var yngri og ekki kominn til þess þroska sem ég nú bý yfir hafi mér þótt allt of lítið til félagsfræðinga og félags- fraeði, sem vísindagreinar, koma. Ég undrast fáfræði mína á þessum árum, þegar ég les þessa klásúlu eftir mig í prentaðri bók: „Djöfullinn hafi það, það er einsog ekki sé hægt að láta hendur standa framúr ermum og klóra sér, nema stofna fyrsttil starfshóps um samstarf, þar sem félagsfræðileg sam- hygð er lögð til grundvallar.Síðan er grúppe- terapíu, hópefli og afslöppun beitt til að hægt sé að leggja grundvöllinn að væntan- legum árangri. Þegar svo er búið að draga félagsfræðilega kúrfu og prenta mynd- skreyttafélagsvísindalegaskýrslu um málið er það sett í nefnd og þegar nefndin loksins kemur saman til að taka ákvörðun á félags - fræðilegum grundvelli eru allir búnir að gieyma því, hvað stóð til: Að klóra sér.“ í dag er ég kominn til þess þroska að ég afneita þessurn skoðunum og tel raunar að framangreind aðferð sé sú eina rétta til að klóra sér, hafi það á annað borð fyrst verið kannað á félagsfræðilegum grundvelli, hvort mann klæj- ar. Og hafi ég einhvern tíman haldið því fram að félagsfræðingar sætu í hópum með sveittan skallann við að af-einfalda augljósa hluti til að fá djobb við að greiða aftur úr flækjunni, þá hefur sú skoðun mín gerbreyst með auknum kynnum af félagsfræði og félagsfræðingum. í dag er það mín staðfasta skoðun að félags- fræðingar sitji ekki, endurtek EKKI, með sveittan skallann við að af-einfalda augljósta hluti til að fá djobb við að greiða aftur úr flækjunni. í dag á ég enga ósk heitari en þá en að losna undan sæmdarheitinu „enemy nr. 1 “ og að fé- lagsfræðingar taki mig í sátt, því sannleikurinn er sá að ég elska félagsfræðinga, sérstaklega betri helminginn af þeim. Albert situr... Mörgum hefur blöskraö stóla- bröltið hjá ríkisstjórninni og flestir á einu máli um að lítið hafi lagst fyrir kappann Steina. Lesandi einn hringdi inn álit sitt á öllu saman í formi vísukorns: Öllu var riðlað í rikisstjórninni reyndar botnar enginn í fórninni. Því óleyst bíður aðalvandamálið Albert situr fast og kyndir báliðM Jónsmálið á ársþingi KSÍ Búist er við miklum svipting- um á ársþingi Knattspyrnu- sambands Islands sem að þessu sinni er haldið í Vest- mannaeyjum í byrjun des- ember. „Jónsmálið" fræga verður án efa mjög áberandi en einnig spá margir því að til tíðinda muni draga varðandi Schram hefur aldrei verið jafnumdeildur á formannsstóli og einmitt nú og menn velta fyrirsér mótframboðum. Nafn Skúla Ágústssonar f rá Akur- eyri, fyrrum landsliðsmanns sem er einn „Kennedy- bræðra“ ber oft á góma og reiknað er að margir myndu fylkja sér á bak við hann ef hann býður sig fram...H Rafmagns- stóllinn Það hefur ekki farið framhjá neinum hversu skemmtilegur farsi hefur verið í gangi í kring- um „Stólinn hans Steina" í meira en eitt ár. Nú hefur Steini hinsvegar fengið stól. Margir halda því fram að Þor- steinn hafi framið pólitískt sjálfsmorð með því að koma einn nýr inní ríkisstjórnina, það muni engu breyta um óvinsældir hennar en Þor- steini verði kennt um allt sam- 13. október 1985 an. Því kalla menn nú stólinn hans Steina - Rafmagnsstól- inn - ■ Örlæti Albert Guðmundsson fjár- málaráðherra er afar örlátur þessa síðustu daga sína í embætti. Fyrir utan samning við BSRB dælir hann nú út peningum til hinna og þess- ara líknarfélaga og samtaka, bara nefna það og Albert borgar. Sjálfstæðismenn eru æfir útaf þessu og nú er Þor- steinn Pálsson skammaður í bak og fyrir vegna þeirrar skyssu að setjast ekki strax í stól fjármálaráðherra f stað þess að gefa Albrt færi á að kaupa sér vinsældir á þennan hátt. En ástæðan fyrir því að Þorsteinn frestaði því fram á nk. miðvikudag að taka við er sú að hann vildi leyfa Matthí- asi Á. Mathiesen verðandi fríherra að Ijúka opinberri heimsókn í Japan.B Fagnaðarerindi formannsins í fyrradag var haldinn í Valhöll fundur Sjálfstæðismanna þar sem Þorsteinn Pálsson for- maður flokksins hélt fram- söguerindi. Það er í sjálfu sér kannski ekki í frásögur færandi en samkvæmt ábyggilegum heimildum Þjóðviljans var er- indi formannsins svo lítið áhugavekjandi að þriðjungur þeirra rösklegu fimmtíu fund- argesta sem á fundinn mættu, var genginn út áður en fundi lauk. Fagnaðarerindi for- mannsins féll því í grýttan farveg.B Krónprinsinn fékk 10! Jóakim Henrísson, krónprins af Danmörku er staddur hér á landi ásamt skólafélögum í námskynningarferð. Fyrsti skóladagurinn var í gær en prinsinn situr tíma í 5. bekk í MR. Hann féll vel inní hópinn og Sigga franska, kennari í MR tók hann upp eins og hvern annan og þvældi hon- um fram og tilbaka í frönskum sögnum. Eftir drykklanga stund spurði hún með nokk- urri aðdáun hvernig stæði á því að hann talaði svona góða frönsku! Prinsinn varð „stum“ eitt augnablik en svaraði svo: Pabbi minn er franskur. Þetta þótti kennaranum ágæt skýring og skildi lítið í hlátr- asköllunum sem á eftir komu. Það fylgir svo sögunni að Jóakim prins býr hjá Vigdísi I forseta á Bessastöðum og hefur tvo lífverði sér til halds og trausts. Hvort þeir fóru með dönunum og íslenskum skólafélögum þeirra í Hollí í gær vitum við ekki, en þangað var strikið tekið.B kjör formanns. Ellert B. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.