Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 4
Góðir
dagar
Fœreyinga
Árni Bergmann rœðir við
Erlend Patursson um sigra og
ósigra í fœreyskri
sjólfstœðisbaróttu
„Allir höfum við beðið okkar
ósigra, en þegar horft er til
baka get ég nefnt nokkra
merkisdaga, sem ég er
ánægður með - á þeim
dögum hafa gerst tíðindi sem
hafa skilað okkur Færeying-
um áleiðis til meiri réttinda og
sjálfstæðis, áfangasigrar sem
hægt er að byggja á í framtíð-
inni.“
Svo mælti Erlendur Patursson í
viðtali við Þjóðviljann á dögun-
um, en þessi ágæti forystumaður í
færeyskri sjálfstæðisbaráttu um
áratugi hélt hér erindi um réttar-
stöðu Færeyja í Norræna húsinu
um sl. helgi og var á leið til Vest-
fjarða og ætlaði þar að ræða við
menn um samstarf þriggja
eyþjóða, Færeyinga, íslendinga
og Grænlendinga sem er nú að
taka á sig áþreifanlegt form.
Þjóðviljamaður hafði spurt Er-
lend hvað honum fyndist að Fær-
eyingum hefði vel tekist á þeim
tíma sem liðinn er frá því hann
* sjálfur hóf afskipti af
stjórnmálum og hvað það er sem
vonbrigðum veldur.
Þjóðar-
atkvœði
„Ég nefni fyrst til þann merkis-
dag 14. september 1946. Þá var
efnt til þjóðarátkvæðagreiðslu og
okkur stóð til boða áframhald-
andi samband við Danmörku eða
að við gerðumst sjálfstæð þjóð.
Danskir ráðamenn og færeyskir
sambandssinnar töldu víst að við
kysum að halda sambandinu
áfram, en svo fór að okkur tókst
að vinna þessa þjóðaratkvæða-
greiðslu. í fyrsta skipti sem Fær-
eyingar fengu tækifæri á að taka
afstöðu í sínu stjórnskipunarmáli
höfnuðu þeir sambandinu við
Danmörku.
Nú fór þetta á annan veg en við
vonuðum eftir þá „Tíu daga sem
hrelldu dani“ svo ég vitni í hlið-
stæðu við bókina frægu eftir John
Reed, „Tíu dagar sem skóku
heiminn". Danska stjórnin leysti
upp Lögþing Færeyja og efndi til
nýrra kosninga. En það sem gerst
hafði var ekki gleymt - Færeying-
ar hafa aldrei samþykkt að vera í
þessu sambandi við Danmörku
og þetta er grundvöllurinn að
þeirri sjálfstæðisbaráttu sem síð-
an hefur verið háð.
Sjómenn
og landhelgin
Næsti merkisdagur er 25. apríl
1954, en þá var ég formaður í
Fiskimannafélaginu. Þetta var
eymdartími fyrir færeyska sjó-
menn, kjör þeirra og staða hin
verstu. Við fórum í verkfall og
það var reynt að brjóta það á bak
aftur. Þá lá á ytri höfninni í Þórs-
höfn togarinn Vesturskin með
verkfallsbrjóta um borð og var á
leið til veiða. Við verkfallsmenn
tókum togarann og stöðvuðum
hann og upp úr þessu vannst
verkfallið. Með þeim sigri höfðu
færeyskir sjómenn stórbætt stöðu
sína, þeir voru orðnir það afl sem
menn urðu að taka tillit til, hvort
þeim líkaði betur eða verr.
Þriðji dagurinn er 12. mars
1964. Við í Þjóðveldisflokknum
og Fiskimannafélaginu höfðum
allar götur frá 1952 barist fyrir
stækkun landhelginnar og fyrir
því að losna við samninginn um
þau mál sem danir gerðu við
Breta 1901 og þið íslendingar
kannist vel við. Og eftir tólf ára
baráttu losnuðum við við þann
samning 1964 og fengum tólf
mflna landhelgi, þótt danska
stjórnin, sem hafði ákvörðunar-
valdið og svo margir færeyingar
væru lítt hrifnir af útfærslu - m.a.
vegna svartsýni á færeysk
heimamið. (Þegar verst gegndi
fyrir stríð veiddum við aðeins 1-2
þúsund tonn við Færeyjar sjálfar,
en nú veiðum við þar 140 þúsund
tonn á ári af botnfiski).
Þessi útfærsla var svo fyrir-
rennari útfærslunnar 1977. Nú
höfum við 200 mflna fiskveiðilög-
sögu, þetta litla land með rúm-
Erlendur: Það er hægt að halda þjóð niðri með vopnum eða þá peningum ... (Ijósm.: e.ól.).
lega 40 þúsund íbúa hefur nú 275
þúsund ferkflómetra stórt svæði
og fiskauðugt til að athafna sig á.
Sem minnir á það, að færeyingar
eru með ríkustu þjóðum að því er
náttúruauðlindir varðar. Og er ég
þá ekki að tala um olíuna sem við
vitum lítið um enn, en gæti vel
verið innan seilingar,
Fjórði dagurinn er svo 8. maí
1983 þegar Norræna húsið í Þórs-
höfn var opnað ...
(Hér má skjóta því að, að okk-
ur á Þjv. er kunnugt um að í því
efni hafði Erlendur frumkvæði og
má reyndar segja um flest af því
sem hér ber á góma - en sj álfur er
hann ekkert að taka það fram sér-
staklega).
Þrjór
eyþjóðir
„Og svo“, hélt Erlendur
áfram, „mætti bæta við alveg
spánýjum degi, 24. september í
ár, þegar stofnað var í Nuuk á
Grænlandi vest-norrænt þing-
mannaráð tilað efla samvinnu
milli Færeyinga, íslendinga og
grænlendinga.
Þessu máli var fyrst hreyft 1961
í sambandi við hálfrar aldar af-
mæli Fiskimannafélagsins. Þá
komu til Þórshafnar ágætir gestir
frá íslandi, Hannibal Valdimars-
sonogEðvarðSigurðsson, norð-
maður var og mættur til leiks og
voná grænlendingum. Þeirkom-
ust alla leið til Kaupmannahafnar
en þar voru þeir kyrrsettir, því
dönum fannst ekki ráðlegt að
þeir færu til Færeyja og allra síst
til að heimsækja Érlend Paturs-
son.
Þá var reyndar aðeins talað um
samvinnu á sviði fiskveiða.
En mér líst vel á þetta samstarf
— við þessar smáu þjóðir á tak-
mörkum hins byggilega heims,
eigum svo margt sameiginlegt,
sérstaklega þurfum við á að halda
góðu samstarfi um nýtingu nátt-
úruauðlinda okkar. Við erum
með þessu samstarfi ekki að
keppa við Norðurlandaráð — við
erum öllu heldur einskonar við-
bætir viö það. Þær þjóðir sem nú
er stundum farið að kalla Megin-
landsnorðurlönd, þær eru okkur
vissulega góðviljaðar, eins og
m.a. kemur fram í þeim Norrænu
húsum sem risin eru í Reykjavík
og Þórshöfn, en þær munu seint
skilja okkur og okkar sérmál til
fulls, því sá er eldurinn heitastur
er á sjálfum brennur.
Auðlinda-
mólið
Nú er ég að bíða eftir einum
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 13. október 1985