Þjóðviljinn - 13.10.1985, Qupperneq 5
Danir greiða hluta kostnaðar við að reka færeyskt samfélag - en þeir hafa líka
mikinn hagnað af viðskiptum við okkur.
degi enn, og ætli hann verði ekki
sá síðasti? Á þeim degi hefðum
við útkljáð deilur við dani um
yfirráð á auðlindum á og undir
landgrunni Færeyja. Heima-
stjórnarlögin gera ráð fyrir því,
að við getum tekið sum mál út úr
því dæmi og gert þau að fær-
eyskum sérmálum með einhliða
ákvörðun en um önnur mál þarf
að semja. Meðal þeirra eru yfir-
ráð yfir þessum auðlindum. Við
samþykktum á Lögþinginu 1975
að þetta skyldi verða færeyskt
sérmál og var allgóð samstaða um
það. En málið er ekki leyst enn.
danir bjóða upp á danska löggjöf
um málið, en við höfum hafnað
því með nýrri þingsamþykkt og
teljum að alþjóðalög séu okkur
vilholl í þessu efni.
Það væri nokkuð gott ef þetta
mál kæmist í höfn.
En auðvitað bíða menn sína
ósigra og ekki erum við færey-
ingar sjálfstæðir enn. En það sem
ég nefndi - það hefur þó verið
gert. Allar þær lausnir miða að
því, að hlaða undir sjálfstæði
okkar, á þeim er hægt að byggja-
þótt svo sjálft sjálfstæðismálið sé
óleyst og við eigum okkur enga
færeyska stjórnarskrá.
Svefnþorn
peninganna
Það eru sex pólitískir flokkar í
Færeyjum og fimm þeirra eru
sambandsflokkar, hver með sín-
um hætti. Það er hægt að halda
þjóð niðri með tvennum hætti -
með vopnum eða peningum. Og
danir nota auðvitað peningana.
Við fáum verulega upphæð úr
ríkissjóði dana á hverju ári. En
við getum byrjað á að draga þar
frá útgjöld sem tengjast danska
hernum eða Natóstöðvum, sem
við höfum aldrei um beðið og þær
rösklega hundrað miljónir
danskra króna koma okkur held-
ur lítið við. Lögþing okkar hefur
reyndar hvað eftir annað mót-
mælt nærveru erlendra hermanna
í Færeyjum og í fyrra lýsti það
þeim vilja að Færeyjar séu kjarn-
orkuvopnalaust svæði og tel ég að
þar með hafi verið gefið jákvætt
fordæmi.
Þá er eftir hálfur miljarður
danskra króna, og um 95% af því
fé fer til að reka okkar heilbrigð-
iskerfi og skólakerfi og ýmsa fé-
lagslega þjónustu - til helminga
við okkur sjálfa.
í fyrsta lagi finnst mér þetta
ósiðleg tilhögun að færeyingar
láti aðra þjóð borga vegna gamals
fólks, sjúklinga og æskufólks
okkar. Þetta ber okkur mennsk
skylda til að gera sjálfir. Þessi til-
högun kemur helst til góða efna-
meira fólki í Færeyjum, fólki sem
ekki vill borga sína skatta. Hún er
um leið óréttlát gagnvart
dönum. Ríkissjóður borgar,
segja menn - en ég svara: hver er
ríkissjóður? Hann er danskir
skattgreiðendur.
Þetta finnst mér óhæf tilhögun.
Hún virkar sem svefnpilla á okk-
ur og vinnurgegn margvíslegum
yfirlýsingum um að við eigum að
sækja til aukins efnahagslegs
sjálfstæðis.
Þá eru eftir þau ca. 5% af þessu
danska fé, sem fara ekki í þessa
neyslu, heldur til uppbyggingar,
eða ca. 20-30 miljónir danskra
króna. Og ættu ekki að skipta
verulegu máli til eða frá.
Það er líka hægt að líta á þetta
dæmi öðruvísi. Við höfum ein-
hliða efnahagslíf og erum flestum
öðrum háðari útflutningsverslun.
Og meðan við flytjum út aðeins
um 16% af okkar afurðum til
Ðanmerkur þá flytjum við inn frá
Danmörku meira en 65% inn-
flutningsins. Það má því vel setja
dæmið svo upp, að á útflutningi
dana til Færeyja græði danskt at-
vinnulíf meira en danska ríkið
borgar með okkur gegnum ríkis-
sjóð. í þessu eru vissar hliðstæður
við klassíska nýlenduskipan: rík-
ið leggur út fyrir vissum kostnaði
en verslunin og einstakir kapítal-
istar græða.
Mál dagslns
Færeyskt menningarlíf seg-
irðu? Það stendur með miklum
blóma. Rithöfunda og mynd-
listarmenn eigum við marga og
ágæta og það er sókn á öllum
sviðum.
Við sitjum nú í samsteypu-
stjórn Þjóðveldismenn (6 þing-
menn), með Jafnaðarmönnum (8'
þingmenn) og tveim smáflokkum
sem hafa samtals þrjá. í sam-
starfssamningnum höfum við
komið því að, að unnið sé að því
að allar kennslubækur í barna-
skólum séu á færeysku, en þær
eru margar á dönsku enn í dag.
Þetta finnst mér veigamikið mál.
í annan stað sé stefnt að því að
Fróðskaparsetrið, þar sem unnið
hefur verið merkilegt starf í þágu
færeyskrar menningar allar götur
frá 1965, verði fullgildur háskóli,
og það er líka gott mál. Við vitum
að samstarfsflokkarnir eru ekki
fáanlegir í stórræði með okkur í
sjálfstæðismálinu, en þetta eru
nú færeyingar líka og það er
ágætt að þeir eru með í að koma
slíkum málum áleiðis.
Annars hefur það reynst brýn-
ast þessari stjórn sem nú situr að
koma á betri efnahagsmála-
stj órn, koma í veg fyrir þær hand-
ahófsfjárfestingar sem hafa leikið
okkur grátt að undanförnu.
Meðan ég man: Nú ætlar
menningarmálanefnd Norður-
landaráðs að fara að þinga á Ál-
andseyjum. Og þeir fá frá mér
tillögu um að stofna Norræna
rannsóknastofnun sem starfi í
tengslum við Norræna húsið í
Færeyjum og Fróðaskaparsetrið.
Þar mætti vinna að rannsóknum á
ýmsum þeim sviðum sem varða
þjóðlíf, þjóðhætti og menningu á
byggðum bólum á Atlantshafi
norðanverðu - og slík stofnun
gæti um leið verið mikil blóðgjöf
fyrir vísindastarf í Færeyjum yfir
höfuð. Guðrún Helgadóttir al-
þingismaður var að segja mér
áðan, að hún ætlaði að skrifa upp
á þessa tillögu með mér, gerast
meðflutningsmaður ...“ áp
Sunnudagur 13. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Góðan mat þarf að geyma vel. Ef fjölskyldan á frystikistu
getur hún gert hagkvæm matarinnkaup. En það er líka
hagkvæmni að velja Frigor, ekki aðeins vegna hins lága
verðs, heldur einnig þar sem Frigor hefur með áralangri
reynslu hér á landi sýnt og sannað ágæti sitt.
w”ðuJ$iíff',,ianbest'
Ffjgoffle
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
B 200 B 275 B 380 B 460
Hæð 89 cm 89 cm 89 cm 89 cm
Breidd 73 cm 98 cm 128 cm 150cm
Dýpt 65 cm 65 cm 65 cm 65 cm
Rafbúð Sambandsins tryggir örugga þjónustu
ÁRMÚLA3 SÍMAR 687910-8/266
OCTAVO 09.25