Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 16

Þjóðviljinn - 13.10.1985, Side 16
_______________FRÉTTASKÝRING Til varnar velferðarríkinu Alþingi var sett sl. fimmtudag. Framundan er því 7-9 mánaöa barátta í þingsölum, þar sem tek- ist verður á um hin ýmsu mál er landið og þjóðina varðar hvað mest um. En hver verða helstu mál þessa komandi þings og hver eru stjórnmálaviðhorfin í Ijósi þeirrar andlitslyftingar sem ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar hefur framkvæmt á sjálfri sér? Þjóðviljinn leitaði til nokk- urra þingmanna stjórnarand- stöðuflokkanna og spurði þá álits á þessum málum. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins sagðist telja að mál númer eitt sem tekist yrði á um á komandi þingi væri lífskjör- in í landinu, afkoma almennings. Þegar svo væri komið að þúsund- ir fjölskyldna væru að missa íbúð- arhúsnæði sitt á nauðungarupp- boðum, gæti ekki hjá því farið að afkoma þessa fólks yrði mál mál- anna. Þá taldi Svavar að inní þá umræðu myndu einnig koma svik ríkisstjórnarinnar við verka- lýðshreyfinguna með síðustu kjarasamninga í huga og þá ekki síst með komandi kjarasamninga í huga. „Við Alþýðubandalagsmenn munum einnig leggja þunga áherslu á tillögur okkar um nýja sókn í atvinnumálunum," sagði Svavar. Guðrún Agnarsdóttir þing- maður Samtaka um kvennalista sagðist telja að baráttan um hvað ætti að skera niður úr velferðar- ríkinu yrði stærsta mál þingsins. Hún benti á að fyrir dyrum stæði markviss niðurskurður á öllu því sem kallast mega undirstöður velferðarríkis. „Gegn þessum áformum verður að berjast og verður barist,“ sagði Guðrún Agnarsdóttir. Hún taldi einnig að atvinnumálin í heild, fiskveiði- stefna og landbúnaðarmál yrðu ofarlega á baugi í þinginu í vetur. Auk þess sem komandi sveitar- stjórnarkosningar myndu setja mark sitt á þingstörfin. Þær myndu án vafa magna upp sýnd- armennsku á þinginu illu heilli. Guðmundur Einarsson þing- maður Bandalags jafnaðar- manna benti á að augljóst væri að mikil umræða myndi eiga sér stað um hið fáránlega fjárlagafrum- varp, sem búið væri að prenta og lagt yrði fram þótt báðir stjórn- arflokkarnir hefðu lýst því yfir að það yrði rifið upp og endurskoð- að frá grunni. Þá taldi hann að frumvarp um kvótakerfi og fisk- veiðistefnu yrði stórmál á þinginu og sagðist hann vita til þess að ýmsir stjórnarþingmenn ætluðu sér gott svigrúm í því máli. Þá taldi hann að skatta- og húsnæð- ismálin yrðu fyrirferðarmikil á þinginu í vetur, ásamt lífskjörum almennings og afkomu heimil- anna í landinu sem væru komin á hættulega lágt stig. Húsnæðis- málin, sem ættu að vera til jafn- aðar í landinu hefðu snúist upp í andhverfu sína, og væru orðin að ójafnaðarmáli. Þá nefndi Guð- mundur til ýmis sérmál Banda- lags jafnaðarmanna sem hann sagði þá bandalagsmenn myndu berjast fyrir á þinginu í vetur. Jóhanna Sigurðardóttir þing- maður Alþýðuflokksins sagðist telja að húsnæðismálin yrðu eitt af stærstu málum þingsins í vetur. Hún benti á að ríkisstjórnin hefði skilið þau mál eftir í ólestri þegar þingi lauk í vor er leið og að fé- lagsmálaráðherra Alexander Stefánsson kæmi ekki til þings nú með neina lausn á málinu. Við þúsundum heimila blasa nú ómældir erfiðleikar, íbúðir fólks færu umvörpum á nauðungar- uppboð og hörmungarástand blasti við í þessum málum. Þá taldi hún að skattamálin og boð- uð skattahækkun ríkisstjórnar- innar yrði stórmál sem og kjara- málin, þar sem allar forsendur þeirra frá í vor væru brostnar. Að vanda muni fjárlagafrumvarpið fá mikla umfjöllun, ekki síst í ljósi þess skrípaleiks sem nú væri í kringum það, upptaka þess og enn frekari niðurskurður á fé- lagslegri þjónustu í landinu og öðrum velferðarmálum. Menn spyrja líka um þessar mundir hvort andlitslyfting ríkis- stjórnarinnar og tilkoma Þor- steins Pálssonar í stól fjármála- ráðherra muni breyta einhverju um stefnu ríkisstjórnarinnar. Svavar Gestsson telur að um breytingar verði að ræða, tekin verði upp harðari hægri stefna en verið hefur, með tilkomu Þor- steins Pálssonar í ríkisstjórnina. Hann sagðist vona að sá tími sem Þorsteinn hefði til að leggja samneysluna í rúst yrði sem allra stystur, svo stuttur að honum tak- ist það ekki. Aftur á móti sagðist hann ekki eiga von á miklum breytingum frá þreyttum ráð- herrum í nýjum stólum. Guðrún Agnarsdóttir taldi að tími „hins sterka manns“ væri tímaskekkja og hún sagðist ekki eiga von á þvi að stefna ríkis- stjórnarinnar myndi breytast. Hún sagðist heldur ekki eiga von á því að lýðræðið aukist, hér á landi væri sýndarlýðræði, meiri- hlutalýðræði, sem væri allt annað en hugtakið lýðræði boðaði. Jóhanna Sigurðardóttir sagðist ekki eiga von á því að stólaskipti manna breyttu miklu, en hún sagðist óttast að fjármálaöflun- um í landinu með Þorstein Páls- son í stól fjármálaráðherra myndi takast að auka enn á misskiptingu tekna í landinu og að ójöfnuður muni aukast. Guðmundur Einarsson var meira efins um að hrókeringin myndi breyta miklu. „Lélegir ráðherrar batna ekki við að skipta um stóla,“ sagði Guð- mundur og hann spurði: „Hverju ræður Þorsteinn Pálsson? At- burðir síðustu daga og inntroðsla hans í ríkisstjórnina virðist ekki benda til þess að hann ráði miklu í flokknum, gamli formaðurinn virðist ráða meiru þegar á reynir.“ Hér hafa fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar sagt álit sitt á komandi þingstörfum og til- skákaðri ríkisstjórn. Sumir vilja halda því fram að allt þetta brambolt innan Sjálfstæðis- flokksins sé aðeins yfirvarp og að Guðrún Svavar Jóhanna flokkurinn muni innan tíðar sprengja stjórnarsamstarfið og að boðað verði til nýrra kosn- inga, jafnvel desemberkosninga. Þeir hinir sömu benda á að varð- andi gerð þess fjárlagafrumvarps sem nú er lagt fram en boðað heí- ur verið að skorið verði upp og breytt, hafi Framsókn sagt já við öllu sem íhaldið sagði og því hafi ekki fengist ástæða til að slíta stjórnarsamstarfinu. Nú eigi að skera frumvarpið upp og að íhaldið muni krefjast svo hríka- legs niðurskurðar á félagslegri þjónustu að jafnvel Framsókn- arflokkurinn geti ekki samþykkt það, án þess að fremja sjálfs- morð. Aðrir benda á að eftir breytingarnar muni stjórnin sitja til loka kjörtímabilsins, hvorugur flokkurinn þori í kosningar. Þeir hinir sömu benda á útkomu Framsóknar í könnunum undan- Guðmundur farið og einnig að sjálfstæðis- menn séu hættir að taka mark á könnunum DV, sem alltaf gefi þeim 15-20% hærra hlutfall en svo kemur út í kosningum. Fyrir þessu sé löng reynsla. Þeir sem þessu halda fram segja að frjáls- hyggjupostular Sjálfstæðis- flokksins hyggist nota tímann vel fram að næstu kosningum í gegn- um Þorstein Pálsson og Ragn- hildi Helgadóttur. Fjármálaráð- herra muni sjá til þess að sam- neyslan fái sem minnst og í heilbrigðismálunum, sem er fjárfrekasti málaflokkurinn vérði hafin útboð til einkaaðila á eins mörgum þáttum og frekast er unnt. Gengið verði þannig frá málum að félagshyggjuflokkarnir geti trauðla kippt hlutunum í lið- inn aftur nema með svo ærinni fyrirhöfn að eitt kjörtímabil dugi LEIÐARI Verum á verði Ljóst er að framundan eru harðari átök á Alþingi en verið hafa um langt skeið. Ástandið í þjóðfélaginu er orðið með þeim hætti að hjá því verður ekki komist. Lífskjör og afkoma almenn- ings í landinu eru orðin þannig að þau kalla á átök. Þúsundir fjölskyldna eru með íbúðir sínar á nauðungaruppboði og eignamissir blasir við þeim. Framundan er boðaður niðurskurður á öllu því sem kallast mega undirstöður velferð- arríkis, heilbrigðismál, skólamál, vegamál, allt skal skorið niður. Gegn þessu hlýtur félagslega sinnað fólk í landinu að snúast af hörku. Mis- heppnað fjárlagafrumvarp hefur verið lagt fyrir Alþingi. Þetta frumvarp var samþykkt fyrir skömmu af báðum stjórnarflokkunum. Viku síð- ar boðaði Sjálfstæðisflokkurinn uppskurð á frumvarpinu og frekari niðurskurð á undirstöð- um velferðarríkisins boðaður. Þetta gerist á sama tíma sem fréttir berast af því að fiskafli landsmanna hafi sjaldan eða aldrei verið meiri en í ár. Samt er samdráttur í fiskafla notaður til að réttlæta niðurskurð á fé- lagslegri þjónustu í landinu. Þetta sýnir þó að- eins það eitt að frjálshyggjuöflin í Sjálfstæðis- flokknum eru ákveðin í að láta til skarar skríða gegn félagslegri þjónustu hvað sem það kostar og hvernig sem árar. Margir segja sem svo að stólaskipti ráðherra Sjálfstæðisflokksins innan ríkisstjórnarinnar og innreið Þorsteins Pálssonarformanns flokksins muni litlu breyta. Ómöguleg ríkisstjórn verði ekki betri fyrir það eitt að menn skipti um stóla. Nokkuð er til í þessu en þó skulu menn aðeins staldra við. Tvær breytingar í ríkisstjórninni eru hættuboðar. Þar má í fyrsta lagi nefna að Þorsteinn Páls- son einn helsti boðberi frjálshyggjunnar í flokkn- um og foringi hinnar illræmdu Eimreiðar-klíku er sestur í stól fjármálaráðherra. Það embætti er svo valdamikið hvað viðkemur félagslegri þjón- ustu í landinu og velferðarríkinu í heild, að þessi mál eru í stórhættu með tilkomu frjálshyggju- postulans. Þjóðviljinn vill benda öllu félagslega sinnuðu fólki á að vera vel á verði á komandi misserum lifi ríkisstjórnin svo lengi. Hættuboð- arnir eru miklir. í annan stað er ástæða til að óttast framvindu mála í heilbrigðismálunum með tilkomu Ragn- hildar Helgadóttur í stól heilbrigðisráðherra. Hún sýndi það sem menntamálaráðherra að hún er í hópi forhertustu frjálshyggjupostula Sjálfstæðisflokksins. Hún vílaði ekki fyrir sér að stórskaða skólastarf í landinu sl. vetur með þvergirðingshætti sínum í kennaradeilunni. Hún hefur einnig stórskaðað skólamál landsins á þessu skólaári með framkomu sinni í fyrra, kennara vantar til starfa um allt land. Hún lagði blessun sína yfir og stuðlaði að því að einka- skólar færu af stað hér á landi. Hjá íhaldinu eru uppi hugmyndir um að bjóða út svo og svo stóran þátt af heilbrigðisgeiranum að bandarískri fyrirmynd sem er eitthvað það hættulegasta sem fyrir gæti komið í þessum málaflokki, hvað snertir öryggi hins almenna borgara. Full ástæða er til að óttast að Ragn- hildur taki af krafti þátt í að hrinda þessum hug- myndum frjálshyggjuhópsins í Sjálfstæðis- flokknum í framkvæmd. Forveri hennar í ráð- herraembætti, Matthías Bjarnason, hefur ekki Ijáð máls á umtalsverðum niðurskurði í heilbrigðismálunum, en full ástæða ertil að ótt- ast að arftaki hans sé þess albúin að skera niður og skerða að mun það öryggi sem sjúkir og aldraðir búa enn við í þessu landi. Félags- hyggjufólk þarf því að vera vel á verði á komandi mánuðum gegn þeim öflum sem vilja skerða félagslegt öryggi sem mest. Hér er fyrst og fremst átt við Alþýðubandalagið og verkalýðs- hreyfinguna sem er það skjól sem almenningur á í þessum efnum. - S.dór.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.