Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 3
Hafskipsmálið Markús stöðvar auglýsingar HPfékk ekki að auglýsa greinaskrif sín um Hafskipsmálið. Halldór Halldórsson * ritstj.: Utvarpsstjóri bundinn af miðaldareglum sem enginleið erað framfylgja. r Utvarpsstjóri, Markús Orn Antonsson, lét í gær stöðva birtingu á auglýsingu frá Helgar- póstinum í Rás 2, þar sem sagt var frá skrifum blaðsins um Haf- skipsmálið. Eftir langar við- r*æður við ritstjóra HP og marg- víslegar útgáfur af auglýsingu blaðsins um Hafskipsfréttirnar, samþykkti útvarpsstjóri birtingu á auglýsingu sem hljóðaði þann- ig: „I HP í dag segir frá ýmsum misferlum í rekstri Hafskips. Meira getum við ekki sagt frá efn- inu, vegna þess að það samrýmist ekki auglýsingareglum útvarps- ins. HP, blað sem gjarnan vill auglýsa í útvarpinu". „Við erum ekki að saka út- varpsstjóra um ritskoðun. Hann býr við miðaldareglur varðandi auglýsingar í útvarpi og verður að framfylgja þeim. Málið er hins vegar að það er ekki hægt að framfylgja þessum reglum af neinu viti“, sagði Halldór Hall- dórsson ritstjóri HP í samtali við Þjóðviljann í gær. f upphaflegu auglýsingunni sem útvarpsstjóri hafnaði var vitnað til fyrirsagna á forsíðu blaðsins sem kom út í gær, þar sem sagt er frá sukki og klúðri í rekstri Hafskips, lúxusferða- lögum, bókhaldsóreiðu og fl.. Næsta útgáfa af auglýsingunni sem einnig var bönnuð hljóðaði þannig. „í HP í dag segir frá ýmsum misferlum í rekstri Hafskips. Meira getum við ekki sagt frá efn- inu. Það er svo sláandi að okkur var bannað að auglýsa það f út- varpinu..." -Ig. FRÉTTIR Hafskipsmálið Stjórnarfundur í Hafskipi í allan gœrdag. Þremur lögfræðiskrifstofum falið að annast málið. Eimskip undirritar ekki kaupsamningfyrren Hafskip hefur verið lýstgjaldþrota. Stjórnarmönnum illa við myndatökur og höfðu í hótunum r Igær kl. 13 hófst stjórnarfundur hjá Hafskipi og stóð hann langt fram á kvöld. Búist var við yfir- lýsingu um að fyrirtækið lýsti sig gjaldþrota, enda er það forsenda þess að Eimskip skrifi undir kaupsamning á þrotabúi Haf- skips. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur þremur lög- fræðiskrifstofum verið falið að annast það mál. Allt annað varð- andi það mál er frágengið milli Eimskips og Útvegsbankans. Að sjálfsögðu er það fleira en 400 miljón króna skellurinn sem Útvegsbankinn fær vegna við- skiptanna við Hafskip, sem stjórnarmenn hafa þurft að ræða í gær. Kröfur uppá um 800 miljón krónur til viðbótar munu koma hingað og þangað að úr heimin- um, en fyrir þeim skuldum er Út- vegsbankinn ekki ábyrgur. Þá var það líka til umræðu hvernig bjarga megi hluthöfunum sem lögðu fram 80 miljónirnar sl. vor í formi hlutabréfa til 5 ára og Út- vegsbankinn hefur í geymslu og mun innheimta. Ljósmyndari Þjóðviljans var í Hafskipshúsinu þegar fundurinn var að hefjast í gær. Var fundar- mönnum illa við myndatökur og hafði Guðlaugur Bergmann í Karnabæ í hótunum við ljós- myndarann ef hann tæki af sér mynd. Hótaði málsókn og hreytti skítyrðum í ljósmyndarann. Hvort Guðlaugur hefur sungið eins og einn sálm til að róa sig niður eftir þetta vitum við ekki. - S.dór. Trillukarlar Grettistak Artúrs ígœr var stofnað Landssamband smábátaeigenda. Artúr Bogason: Sameinaðir getumvið baristgegn yfirgangi stjórnvalda að er Grettistaki Artúrs Boga- ;nga landsins eins og nokkrir sonar að þakka að við erum trillukarlar kölluðu sig í ræðum í hér samankomnir til að stofna gær -S.dór Landssamband smábáta- eigenda“, sagði Skarphéðinn Arnason trillukarl af Akranesi í ræðu í gær, þegar fulltrúar smá- bátaeigenda hvaðanæva af landinu komu saman til að stofna Landssamband smábátaeigenda. Artúr Bogason á hugmyndina að stofnun hagsmunafélaga smá- bátaeigenda um allt land, sem síð- an mynda þetta landssamband. „Ég vona að með stofnun þessa landssambands getum við komið í veg fyrir yfirgang þann frá hendi stjórnvalda sem við höfum orðið að þola sl. tvö ár. Héraðabarátta hefur sýnt sig vera ónýta og þess vegna vona ég að landssamband orki meiru í þessu máli. Ég vona að stjórnvöld átti sig á því fyrr en seinna að þau geta ekki ráðskast að vild með okkur og afkomuör- yggi okkar“, sagði Artúr Boga- son í samtali við Þjóðviljann í gær. Stofnfundurinn í gær var mjög langur enda margt sem þurfti að Artúr Bogason í ræðustól á stofnfundi Landssambands smábátaeigenda í gær. ræða og kannski ekki auðvelt að (Ljósm. Sig.) sameina sjónarmið mestu sérvitr- Okurlánamálið Birtum engin nöfn Það er alveg Ijóst að frá okkar hendi verða engin nöfn gerð opin- ber í okurlánamálinu svokallaða, það gerist varla fyrr en málið kemst á opinbert stig, sagði Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins í samtali við Þjóðviljann í gær. Þórir varðist allra frétta í gær, sagði aðeins að rannsókn væri í fullum gangi og vonaðist til að hægt yrði að senda ríkissaksókn- ara málið á þessu ári. „Það er út í hött að segja að við séum að reyna að þagga málið niður með því að birta ekki nöfn þeirra sem hafa játað“ sagði Þór- ir. -gg -----------------------T Frystingartillagan Tekur alþingi af skaríð? Hjörleifur Guttormsson: Ef utanríkisráðherra œtlar að skjóta sér á bak við túlkun sína á samþykkt alþingis, hlýturþingið að greiða atkvœði um afstöðu íslands. Páll Pétursson: Ekkert í samþykkt alþingis rökstyður afstöðu utanríkisráðherra Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknarmanna, gagnrýndi Geir Hallgrímsson utanríkisráðherra harðlega í gær vegna fyrirmæla hans um hjásetu íslands við frystingartillögu Svía og Mexíkana. Páll sagðist ekki geta varist undrun yfir afstöðu ráðherra þar sem stuðningur við tillöguna væri nær anda þeirrar einróma samþykktar sem alþingi gerði um afvopnunarmál sl. vor. Páll sagði að breytt afstaða Norðmanna bæri því vitni að jafnvel Káre Villoch gæti stutt til- löguna og yrði hann þó vart sak- aður um þjónkun við heims- kommúnismann frekar en Poul Schluter forsætisráðherra Dana. Hví skyldum við íslendingar vera kaþólskari en páfinn?, spurði Páll. Geir Hallgrímsson skaut sér hins vegar á bak við samþykkt alþingis þegar hann varði fyrir- mæli sín. Hann sagði að í sam- þykktinni hefði alþingi sett á- kveðin skilyrði fyrir stuðningi sínum við frystingu, skilyrði sem tillaga Svía og Mexíkana uppfyllti ekki. Ráðherra sagði að íslend- ingar og Norðmenn, sem sátu hjá í fyrra við afgreiðslu sömu til- lögu, hefðu sameiginlega reynt að fá texta tillögunnar breytt. Greinargerð Norðmanna fyrir sinnaskiptunum væri „fyrir neð- an virðingu þeirra“ og okkar stefna væri ekki fólgin í því að elta Norðmenn. Hann myndi því ekki skipta um skoðun. Steingrímur Hermannsson sagði að Geir hefði kynnt sér af- stöðu sína og hann hefði verið og væri henni samþykkur. Hann sagði hins vegar síðar í umræðun- um að það væri rangt að hann styddi ekki frystingu. Hann hefði einmitt ítrekað stuðning íslend- inga við afvopnun á fundi með Ronald Reagan í Brussel eftir Genfarfundinn. Olafur Ragnar Grímsson benti á að afstaða þjóða gagnvart þess- ari tillögu væri mikilvægur merki- miði á alþjóðavettvangi um hvar menn stæðu í afvopnunarmálum. Með hjásetu fslands hefði utan- ríkisráðherra ómerkt þá afvopn- unarræðu sem forsætisráðherra flutti á 40 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna og vakið hefði mikla at- hygli. Hjásetan hefði einnig dreg- ið úr þeim þunga sem verið hefði í orðum ráðherrans í Brússel. Ólafur taldi eðlilegt að alþingi, líkt og þjóðþing Dana og Norð- manna, greiddi atkvæði um hvernig atkvæðisrétti íslands á þingi SÞ skyldi beitt í næstu viku. Guðrún Agnarsdóttir sagði af- stöðu ráðherranna valda sér mikilli undrun og vonbrigðum. Oftlega hefði sú skýring einmitt verið gefin á hjásetu fslands að við yrðum að fylgja hinum Norðurlandaþjóðunum. Nú stæði ísland eitt eins og sár fleinn í holdi og það væri sorglegt ef við hefðum ekki hugrekki til að fylgja sannfæringu þjóðarinnar og hinum Norðurlöndunum í þessu efni. Hjörleifur Guttormsson sagði viðbárur ráðherra og tilvísun í samþykkt alþingis frá í vor tóman fyrirslátt. Éf hann ætlaði að skjóta sér bak við þá samþykkt hlyti alþingi að taka af skarið. Páll Pétursson tók undir með Hjörleifi og sagði ekkert í sam- þykkt alþingis rökstyðja afstöðu utanríkisráðherra. Guðrún Helgadóttir óskaði eftir því að ís- lenskum texta frystingartillög- unnar yrði dreift strax á mánudag og undir þá ósk tók Haraldur Ol- afsson. Eyjólfur Konráð Jónsson for- maður utanríkismálanefndar sagði að 74 tillögur um afvopnun- armál lægju fyrir þingi SÞ og væru íslendingar meðflutningsmenn að sumum þeirra. Það væri síðan stjórnvalda að ákvarða hvort þessi eina tillaga væri fremur í samræmi við stefnu íslands en þær tillögur, en hann væri ekki þeirrar skoðunar. Loks sagði Ólafur Ragnar Grímsson þing- menn Alþýðubandalags tilbúna ásamt öðrum þingmönnum til að leggja fram tillögu um að alþingi greiddi atkvæði um málið áður en það yrði endanlega til lykta leitt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sagðist hann treysta þvf að forseti sameinaðs þings sæi til þess að slík tillaga fengi forgang.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.