Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 6
VHDHOPF Kennarar, fariö ekki út! Ragnar Stefánsson skrifar Hverjum dettur nú í hug að fara úr BSRB?“ var setning sem ég heyrði fljúga milli kennara í verkfallinu miðju. Þegar menn fundu hinn sameinaða styrk sinn, var kominn tími til að endurmeta þær hugmyndir sem höfðu verið á döfinni um að yfirgefa BSRB. Annað sem öllum varð Ijóst í verkfallinu fyrir ári var að kenn- arar voru jafnmikilvægir fyrir BSRB og BSRB var fyrir kenn- ara. Meðal þeirra hópa innan BSRB sem vildu hætta undan- slættinum og hefja baráttu árið 1984 voru kennararnir áhrifa- mestir. Framlag þeirra var ómet- anlegt í verkfallinu, en það var jafnframt Ijóst að verkfall þeirra einna hefði aðeins skapað lítið brot af þeim þrýstingi á stjórnvöld sem verkfall þeirra með BSRB hafði. Því miður virð- ist það vera svo að fyrir okkar spilltu valdhafa sé almenn menntun bara þrúgandi kvabb. Menn fundu líka að þeir áttu samstöðu í vörn félagslegra rétt- inda, réttarins til skólagöngu, Pað er miklu rökréttara og ísamræmi við heildarhagsmuni kennara að þeir kennarar sem eru í BHM gangi úr því og sameinist öðrum kennurum innan BSRB, því að BSRB er eina raunverulega baráttutœkið sem opinberir starfsmenn eiga nú, og til að gera þetta vopn okkar beittara þurfum við ennþá meira afgóðufólki. heilbrigðisþjónustu og trygginga, sem allt hefur orðið fyrir átroðn- ingi vaidhafanna. Menn fundu að í vörn samneysiunnar gátum við komið fram sem sameinað afl, margfalt sterkara en afl hvers ein- staks hóps, hversu stór sem hann væri. Auglýsing um nafnbreytingar þeirra sem veittur hefur verið íslenskur ríkisborgararéttur meö lögum. Með lögum nr. 45 24. júní 1985 um veitingu ríkisborg- araréttar er þeim sem fengið hafa íslenskan ríkisborg- ararétt með lögum að uppfylltu því skilyrði að þeir tækju upp íslensk nöfn samkvæmt lögum um manna- nöfn nr. 54/1925 veitt heimild til að fá núverandi nöfnum sínum breytt að nýju þannig að þau samrýmist ákvæðum þeim sem gilda um þá sem fá ríkisborgara- rétt með lögum nr. 45/1985. A þetta við um þá sem fengið hafa ríkisborgararétt á tímabilinu 1952-1980. Ákvæði þessa efnis er í 2. gr. laga 45/1985 og hljóðar svo: „Nú fær maður, sem heitir erlendu nafni, íslenskt ríkisfang með lögum og skulu þá börn hans, fædd síðan, heita íslenskum nöfnum samkvæmt lögum um mannanöfn en hann skal, þá er hann hlýtur íslenkt ríkisfang, taka sér íslenskt eiginnafn - ásamt því sem hann ber fyrir — er börn hans taka sem kenningarnafn. Honum skal þó heimilt, ef hann kýs heldur, að breyta svo eiginnafni sínu að það fullnægi kröfum laga um mannanöfn. Þeim, sem hafa áður fengið íslenkt ríkisfang með lögum með því skilyrði að þeir breyttu nafni sínu í samræmi við ákvæði þeirra laga sem verið hafa með öðrum hætti í því efni en hér að ofan greinir, skal heimilt, til ársloka 1985, að fá nöfnum sínum breytt þannig að þau samrýmist ákvæðum þessara laga.“ Þeir sem óska eftir að fá nafni sínu breytt í samræmi við heimild í ofangreindu ákvæði skulu senda umsókn sína eigi síðar en 31. desember n.k. til dómsmálaráðu- neytisins. Dóms- og kirkjumálaráðuneytiö, 2. desember 1985. Sóknarfélagar Hin árlega úthlutun úr Vilborgarsjóði stendur frá mánudegi 9. des.-20.des. Umsækjendur komi á skrif- stofu félagsins Skipholti 50 a eða hafi samband í síma 81150 eða 81876. Stjórn Sóknar Útför móður okkar, tendamóður, ömmu og langömmu Guðrúnar Pétursdóttur fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 7. desember kl. 14. Katrín, Hólmfríður, Jóhanna og Hulda Jónsdætur, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. En þegar forystan brást Miðað við þær kröfur sem við gerðum til forystu okkar, brást hún í lokin, ekki síst kennararnir í forystunni. Það var nær alger samstaða fram á síðustu stundu á öllum almennum fundum um að skrifa ekki undir fyrr en trygging fengist fyrir því að þetta yrði ekki tekið af okkur aftur með verð- bólguáhlaupi. Samstaðan var óbilandi. Eina skýringin á því að foryst- an gaf sig virtist vera sú að hún væri orðin hrædd um að vera gerð ábyrg fyrir falli heillar ríkisstjórn- ar. Hvernig sem á þessu stóð varð niðurstaðan vonbrigði og bitur- leiki. Víst hafi nokkuð áunnist, en aðeins brot af því sem gat orð- ið. Og í stað þess að draga rökrétt- ar ályktanir af því sem gerst hafði og fara að byggja upp nýja for- ystu sem treysta mætti, fór um- ræðan að snúast um: út eða ekki út úr BSRB. Verkfallsretturinn Hetjur Hafskips á DV og aðrir andstæðingar okkar í verkfallinu eru enn að skrifa háðsgreinar um baráttu okkar fyrir ári. Þeir sem stóðu skjálfandi á beinunum vegna hagsmuna sinna segja nú eins og Jón sterki, sjáið þið hvernig ég tók hann piltar. Verk- fall er gagnslaust, það er úrelt, segja þeir. Eg veit að meðal þeirra sem greiddu atkvæði með úrsögn í vor voru nokkrir, ég held þó fáir, sem höfðu látið ánetjast slíkum hugs- unarhætti. Við þá vil ég segja þetta: Verkfallsrétturinn eða -hæfnin er nánast eina vopn þeirra sem vilja reka sjálfstæða launastefnu, sem vilja ná kjar- abótum með öðru en betli og undirlægjuhætti. Þetta þýðirekki að við eigum alltaf að vera í verk- falli, þetta þýðir að við verðum alltaf að vera tilbúin og hæf til að beita þessu vopni. BHM og barátta launafólks Það er skiljanlegt að kennarar vilji vera í einum samtökum hvaða prófgráðu sem þeir hafa. Það virðist hins vegar ekki vera neitt fararsnið á meirihluta kenn- ara í BHM út úr því bandalagi. Eina breytingin sem yrði við útgöngu kennara úr BSRB nú er að þeir misstu hlutdeild í sam- eiginlegum verkfallsrétti BSRB, og áhrif á það hvernig BSRB beitti sér í baráttunni. Það verður ekki séð að kennarar geti rekið neina þá sérstöku baráttu utan BSRB, sem þeir ekki geta rekið meðan þeir eru í BSRB. Verk- fallsrétturinn mundi ekki hoppa upp í rúmið til þeirra, bara si sona. Hlutskipti BHM í kjarabarátt- unni hefur í reynd verið það að fá smávægilega ábót á það sem aðrir knýja fram, með skírskotun til þess að þeir sem sitja í kjaradómi og æðstu embættismennirnir séu í sama báti og þeir sjálfir. Þegar kemur að fjölmennum hópum innan BHM, eins og kennurum, hefur ábótin verið bæði súr og rýr. Svo fjölmennur hópur sem kennarar í heild sinni mundu enga ábót fá nema með því að berjast fyrir henni. Fyrir utan það að stofnun nýs máttleysingja á borð við BHM mundi enn draga úr krafti heildarhreyfingarinnar. Það er miklu rökréttara og í samræmi við heiidarhagsmuni kennara að þeir kennarar sem eru í BHM gangi úr því og sam- einist öðrum kennurum innan BSRB, því að BSRB er eina raunverulega baráttutækið sem opinberir starfsmenn eiga nú og til að gera þetta vopn okkar beittara þurfum við enn þá meira af góðu fólki. 2.12. 1985. MINNING Þór Krístjánsson Kveðja Fyrsti sunnudagur í jólaföstu rann upp napur og dimmur og dagurinn var stuttur eins og þeir eru venjulega dagarnir á þessum árstíma. - Og þó varð hann svo óendanlega langur í ár. Vammlaus dáðadrengur er dá- inn. Maídagurinn fyrir 34 árum var aftur á móti bjartur og langur eins og vordagar eiga að vera. Fullur af birtu og fögrum fyrirheitum. Átta ára gömul móðursystir varð himinlifandi að eignast lítinn, kæran frænda, mamma og pabbi, ömmur og afar glöð og stolt yfir litlum drenghnokka. Og þar með hafði okkur verið falið yndislegt, viðkvæmt blóm. Blóm eins og Hallgrímur Pétursson orti svo fal- lega um endur fyrir löngu: Alt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurl með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund á snöggu augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótl, En haustnepja og vetrarharka taka ekki tillit til viðkvæmra blóma, það eru aðeins þau harð- gerðustu, sem komast af. Þrátt fyrir það gaf vorblómið og gaf, en ætlaðist aldrei til neins sjálfu sér til handa. Þór var ríkur af því, sem mölur og ryð fá ei grandað. Ekki var svo aum fjölskyldu- eða vinasamkunda að hann gæfi henni ekki líf og gleði. Það birti í sál manns bara af að heyra rödd- ina hans í síma eða hitta hann af tilviljun. Alltaf var það sérstakt tilhlökkunarefni að eiga í vænd- um samverustund með honum. Hann var hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Stór sál og ómældir persónutöfrar yftr- skyggðu allan hégóma. Hér er ekkert ofsagt en þó flest ósagt. Þór Kristjánsson fæddist 21. maí 1951 frumburður ástkærra foreldra sinna Kristborgar Bene- diktsdóttur og Kristjáns Odds- sonar. Hann eignaðist fjögur systkini: Benedikt, Sigríði, Má og Odd. Kvæntur var hann sóm- akonunni Elínborgu Þórarins- dóttur frá Hróarsdal í Hegranesi og eignuðust þau þrjú börn: Önnu, Kristborgu og Þórarin, sem öll bera foreldrum sínum fagurt vitni, þó ung séu að árum. Ævinlega er það þannig í tilverunni að allt, sem fagurt er og gott finnst okkur frá okkur tekið allt of fljótt. Og það er mannlegt, þó vitum við mæta vel, innst inni, að það er ekki aldurinn eða lengd tímans, sem máli skipta, heldur það, sem eftir stendur er stundin er liðin hjá. Okkur var mikið gefið - því er missirinn stór. f Spámanninum segir á einum stað: „Sorgin er gríma gleðinnar“ og „Skoðaðu hug þinn vel, þegar út ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sj á að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín“. Ég kveð öðlinginn Þór Krist- jánsson þakklátum huga - hon- um er ætlaður veglegri sess en þetta líf hefur uppá að bjóða. Guði sé lof fyrir vorið, sem við vitum, að kemur er skammdegi linnir. Far vel og hvfl í friði frændi minn. Aslaug. 6 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.