Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 2
FRETTIR Fiskeldi Norðmenn sýna áhuga Hópur norskra fiskeldisfrœðinga, bankamanna og fiskifrœðinga könnuðu aðstœður tilfiskeldis á Islandi. Ummœliþeirra voru: Jarðhitinn erykkar olíuauður Igær hélt af landi brott 11 manna hópur norskra fiskeldis- fræðinga, bankamanna og fiski- fræðinga eftir að hafa kynnt sér allar aðstæður til fiskeldis á Is- landi. Fyrir milligöngu Arna Gíslasonar hjá Isco ræddu Norð- mennirnir við alla þá er málið varðar hér á landi. Norðmenn- irnir sýndu áhuga á að taka þátt í fískeldi hér á landi með eignar- aðild að fískeldisstöðvum og virð- ast tiibúnir til að leggja fram fjár- magn í slíka uppbyggingu en Ijár- magn til uppbyggingar fískeldi- sstöðva er ekki fáanlegt á íslandi um þessar mundir. Norðmennirnir voru mjög hrifnir af öllum aðstæðum til fisk- eldis hér á landi og sérstaklega var það jarðhitinn og þeir mögu- leikar sem hann gefur sem heillaði þá. Höfðu þeir á orði, að sögn Árna Gíslasonar, að ef rétt væri á málum haldið væri jarðhit- inn okkar „olíulind" og að þá væru okkar samkeppnisaðstæður betri en Norðmanna. Sem kunn- ugt er eru Norðmenn komnir manna lengst í fiskeldi. Árni tók fram, að hér hafi ein- göngu verið um könnunarferð að ræða hjá Norðmönnum, en eftir viðbrögðum þeirra að dæma mætti gera ráð fyrir því að þeir hefðu áhuga á alvöruviðræðum um málið. - S.dór. Næst syngjum við „ Allt eins og blómstrið eina“! Yfirlögregla Hafnarfirði 14 Lögreglubúningar frá 180 þjóðlöndum eru á meðal gripa sem sýndir verða á mikilli sýningu sem hetst í dag á Hótel Loftleiðum. Ljósm.: E.ÓI. Sýning Lögreglubúningar frá 180 löndum Lögreglufélag Reykjavíkur 50 ára 16. desember. Sett upp alþjóðleg lögreglusýning í tilefni þess. Edouard Kries: Dýrt en gaman. Vísir að íslensku lögregluminjasafni Hugmyndin að því að halda þessa sýningu fæddist þegar Kries var hér á ferð í febrúar sl. og nú, þegar þetta er komið upp, vonum við að þetta verði vísir að íslensku lögregluminjasafni. Það er margt muna sem þarf að varð- veita, sagði Kristján Kristjánsson flokksstjóri í samtali við Þjóðvilj- ann í gær þar sem verið var að setja upp lögreglusýningu á Hótel Loftleiðum í tilefni af 50 ára af- mæli Lögreglufélags Reykjavfkur 16. desember. Umræddur Edouard Kries er lögreglumaður í Lúxemborg og er kominn hingað til lands með Vilmundarsaga egt en siðlaust“ Halldórsson skrásetjari: Vilmundur ákaflega flókin og misskilin persóna „I.ögtegt en rakipti er Vilmuádar að hann kpm 1973 o; ' og m- lést suntáf- bókarinnarter fyrruin forsætisráð- erfitt að segja að ein- niðurstaða um persónu Vilmundar sé dregin upp í þessari bók en almennt tel ég að hann hafi verið ákfalega flókin persóna og að landsmenn hafi .mjj^kilið hann allan þann tíma sem hann starfaði í stjórnmálum. Menn voru oftast sammála eða ósam- mála Vilmundi út frá röngum for- if sendum. Þeir tóku yfirhöfuð af- [- stöðu til mannsins en ekki þess Sem hann hafði fram að færa“, sagði Jón Ormur í stuttu spjalli við blaðamann. „Það er verulega erfitt að skrifa bók sem þessa, einkum vegna þess að það vantar hér- lendis hefðina fyrir frásögnum af þeim atburðum sem standa okk- ur svo nálægt í tíma. Við efnis- öflunina fékk maður eippig oft fleiri en eina og fleiri en tvær út- gáfur af sömu atburðunum og þá varð ég að velja á milli. Ég þykist viss um að margt í þessari bók mun verða gagnrýnt og þá ekki síst af fyrri félögum Vilmundar í Alþýðuflokknum." Jón Ormur sagði að saga Vil- mundar væri skrifuð út frá pólitík hans en oft yrði ekki skilið á milli pólitíkur og persónu. „Vilmundur var róttækasti stjórnmálamaður sem hér hefur verið uppi. Hann áleit undirlokin að hann hefði tapað stríðinu en ég er ekki sammála þeim dómi hans“, sagði Jón Ormur. - lg- geysilega mikið safn lögreglu- búninga og muna ýmiss konar. Hann sagðist í gær hafa byrjað að safna munum fyrir um átta árum og á nú 500 lögreglubúninga frá 180 þjóðlöndum. Meðal muna í safni Kries er búningur dönsku landamæralögreglunnar frá árinu 1839, búningar og lögregluhúfur landanna austan tjalds, sem hann kveður mjög sjaldgæft að safnar- ar eigi, búningar löggæslumanna þriðja ríkisins o.fl. „Þetta er gífurlega fjárfrekt og það má segja að allt mitt fé fari í þetta. En þetta er gaman“, segir Kries sem ferðast hefur víða um heim með safn sitt, og það má reyndar geta þess að hann er að- eins með hluta safnsins hér. Hann sagðist einbeita sér að munum frá Suður-Ameríku þessa stundina, en mjög erfitt væri að eignast muni þaðan. íslenskir lögreglubúningar verða einnig til sýnis, m.a. við- hafnarbúningur Jóns Hermanns- sonar sem var lögreglustjóri í Reykjavík árin 1918-1928. sóttu um Dómsmálaráðherra veitir stöðuna í dag. Veitingin ákveðin löngu fyrirfram. Óánœgja meðal umsækjenda 14 lögreglumenn sóttu um stöðu yfirlögregluþjóns í Hafnar- firði en Steingrímur Atlason yfir- lögregluþjónn lætur af störfum um áramótin. Samkvæmt upplýsingum Hjalta Zophaníassonar deildar- stjóra í dómsmálaráðuneytinu hefur dómsmálaráðherra haft umsóknirnar til athugunar og er búist við að staðan verði veitt í dag. Þeir sem sækja um eru: Egill Bjarnason starfsmaður RLR, Garðar Kristjánsson varðstjóri Hafnarfirði, Guðlaugur Gíslason aðstoðarvarðstjóri Hafnarfirði, Guðfinnur Bergsson varðstjóri í Grindavík, Guðmundur H. Jóns- son RLR, Gylfi Jónsson lög- reglufulltrúi Reykjavík, Ingólfur Ingvarsson yfirlögregluþjónn í Stykkishólmi, Jakob Sigmarsson varðstjóri Hafnarfirði, Olafur G. Emilsson aðstoðarvarðstjóri Hafnarfirði, Sigfús G. Þorgríms- son varðstjóri Keflavíkurflug- velli, Sumarliði Guðbjörnsson lögreglumaður Hafnarfirði, Sæ- mundur Pálsson varðstjóri Sel- tjarnarnesi, Þórður Sigurðsson yfirlögregluþjónn Borgarnesi og Valdimar Jónsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn í Kópavogi. Þjóðviljinn hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að Ingólfi Ing- varssyni yfirlögregluþjóni í Stykkishólmi verði veitt staðan og hafi sú ákvörðun verið tekin fýrir þó nokkru síðan. Er vitað að töluverðrar óánægju gætir meðal umsækjenda, ekki síst starfs- manna lögreglunnar í Hafnarfirði hvernig staðið er að þessari emb- ættisveitingu af hálfu dómsmála- ráðherra. - Ig. Sýklar Salmonella í aligæsum Að undanförnu hafa farið fram víðtækar rannsóknir á aligæsum og aliöndum. sem boðnar eru til sölu. í fréttatilkynningu frá Holl- ustuvernd ríkisins segir, að í ali- gæsum frá einu búi, Vilmundar- stöðum, hafí ræktast sýkillinn Salmonella typhimurium. Slík váfira se ósöluhæf og valdi matar- sýkingu. Sala á vörum frá búinu hefur verið stöðvuð og fyrirmæli gefin um innköllun^iennar. Er þeim, sem eiga í fammfSinum endur, . _ sem merktarj'erú Aliönd/Vil- Sýningin verður opnuð kl. 16 í ^rnundarstaðá&ad, .þent á aö dag að viðstöddum forseta Is- koma þeim ÆStiljanda. Ekkert lands^en henni lýkur 16. desemb- athugavert héjEw: fundist við ali- er. gæsir og aor.aj aliendur, sem - gg* rannsakaðar þafa verið. - mhg. t 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1985 1 V

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.