Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 14
ÞJÓÐMÁL Spurt um... ...sláturkostnað Stelngrímur J. Sigfússon spyr landbúnaðarráðherra hvernig sláturkostnaður einstakra slátur- leyfíshafa í landinu skiptist á eftirtalda kostnaðarliði s.l. 3 ár reiknað á núverandi verðlagi í krónum á hvert kíló: a) vinnu- laun, b) fjármagnskostnaður, c) umboðs- og sölulaun, d) pökkun og umbúðir, e) annað. Þá spyr hann hver heildarkostnaður vegna geymslu kjöts s.l. 3 ár sé og hvernig geymslugjald skiptist milli einstakra geymsluaðila. Óskað er skriflegs svars við fyrir- spurninni. ...Hollustuvernd ríkis- ins Svavar Gestsson spyr heilbrigðisráðherra hvenær hann hyggist ljúka endurskoðun laga um hollustuhætti og hollustu- vernd. ...hvalveiðiráð Eiður Guðnason hefur lagt fram fyrirspurn til sjávarútvegs- ráðherra hvort ríkisstjórnin hafí rætt þann möguleika að ísland segi sig úr Alþjóðahvalveiði- ráðinu og beiti sér ásamt öðrum fyrir því að komið verði á fót nýrri alþjóðastofnun á þessu sviði. ...bifreiðamál ráðherra Jóhanna Sigurðardóttir spyr. fjármálaráðherra hversu há gjöld hafi verið felld niður af bifreiðum ráðherra á tímabilinu janúar 1982 til 30. apríl 1985 og hversu oft ráðherrar hafi getað nýtt sér heimild um niðurfellingu gjalda af bifreiðum. Þá spyr Jóhanna hver rekstrarkostnaður ríkisbifr- eiða sem ráðherrar höfðu til um- ráða á þessu tímabili hafi verið annars vegar og hins vegar hver rekstrarkostnaður eigin bifreiða þeirra hafi verið. Jóhanna spyr einnig hversu margar ríkisbif- reiðir hafi verið keyptar fyrir ráð- herra á tíma frá 1. janúar 1982 til 1. nóvember á þessu ári og hversu oft ráðherrar sem látið hafa af störfum hafi keypt þá bifreið sem þeir höfðu til umráða í embætti sínu og fyrir hvaða kaupverð. Skriflegs svars er óskað. Styrkir til háskólanáms í Hollandi Hollensk stjórnvöld bjóöa fram tvo styrki handa íslendingum til háskólanáms í Hollandi skólaáriö 1986-87. Annar styrkurinn er ætlaöur stúdent sem kominn er nokkuö áleiöis í háskólanámi eöa kandídat til framhaldsnáms en hinn styrkurinn er ætlaður til náms við listaháskóla eöa tónlistarháskóla. Styrfjár- hæðin er 1.100 fls. á mánuði í 9 mánuði. Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 15. janúar n.k. og fylgi staöfest afrit prófskírteina ásamt meÓmælum. Sérstök umsóknareyöublöö fást í ráöuneytinu. Menntamálaráöuneytið, 3. desember 1985. Blaðburðarfólk \ r 4 ^ ÍJv ^ ress.' Ef þú ert morgunh Haföu þá samband viö afgreiðslu Þjoðviljans, sími 81333 Laus hverfi: í Fossvogi, Tjarnarbóli og Kópavogi - vesturbæ. Það bætir heilsu að bera út Þjóði oghag iqann Styrkir til náms við lýðháskóla eða menntaskóia í Noregi Norsk stjórnvöld bjóöa fram styrki handa erlendum ungmennum til námsdval- ar viö norska lýðháskóla eða menntaskóla skólaáriö 1986-87. Ekki er vitað fyrirfram hvort nokkur styrkjanna kemur í hlut Islendinga. Styrkfjáræöin á að nægja fyrir fæö, húsnæöi, bókakaupum og einhverjum vasapeningum. - Umsækjendur skulu eigi vera yngri en 18 ára og ganga þeir að ööru jöfnu fyrir sem geta lagt fram gögn um starfsreynslu á sviöi félags- og menningarmála. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverf- isgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 20. janúar n.k. - Sérstök umsóknareyðublöð fást í ráöuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. desember 1985. Orion-P-3 flugvél á sveimi yfir flugstöðvarbyggingunni á Keflavíkurflugvelli. Ólafur Ragnar: Alvarlegt að íslendingar skuli í fyrsta sinn gerast formlegir aðilar að samkomulagi um hernaðaruppbyggingu Nató án þess að alþingi sé spurt. HoUendmgarnir fljúgandi Gat í stjómskipun landsins Geir Hallgrímsson leitaði ekki samþykkis ríkisstjórnarinnar fyrir komu hollensku flugsveitarinnar og lagði málið ekkifyrir utanríkismálanefnd Utanríkisráðherra er ekki reiðubúinn til að birta opinberlega samkomulag sem hann gerði í sumar við Hollcndinga um varanlegt aðsetur hollenskrar Orion- flugsveitar á Keflavíkurflugvelli. Þetta kom m.a. fram í umræðum á alþingi s.l. þriðjudag í framhaldi af ýtarlegum spurningum Ólafs Ragnars Grímssonar um komu hollenska herliðsins hingað til lands. íslenska ríkisstjórnin sam- þykkti aldrei komu flugsveitar- innar hingað og ræddi málið ekki einu sinni eftir að Geir Hall- grímsson hafði átt viðræður við Hollendinga þar um. Ráðherrann skýrði ríkisstjórninni aðeins frá óskum Hollendinganna skömmu eftir að þær bárust og sagði að engar at- hugasemdir hefðu verið gerðar þar. Málið var heldur aldrei rætt formlega í utanríkismálanefnd og ekki bókað þar inn, heldur sagð- ist ráðherrann hafa sagt nefnd- armönnum frá beiðni Hollend- inga þar sem þeir voru í skoðunarferð á Keflavíkurflugvelli í byrjun árs. Taldi ráðherrann að enga lagalega skyldu bæri til að alþingi eða ríkisstjórn samþykkti slíkar breytingar en hins vegar taldi hann siðferðilega skyldu að skýra sömu aðilum frá ákvörðunum sínum. „Þetta sýnir“, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, „að það er mjög alvarlegt gat í stjórnskipun íslenska lýðveldisins. Þetta þýðir að einn ráðherra getur nánast gert þær breytingar á herliðinu sem honum þykja henta án þess að alþingi, utanríkismálanefnd og ríkisstjórn þurfi að samþykkja þær. Samkvæmt þessu gæti annar utanríkisráðherra gerbreytt samsetningu herliðsins“. Samningar um íslands Þá upplýsti Geir Hallgrímsson að Bandaríkjamenn og Hollendingar hefðu gert samkomulag um að hollenska ríkið stæði undir öllum kostnaði við dvöl herliðsins hér á landi. Er hann greiddur beint til Bandaríkjamanna nema hvað lendingargjöld eru greidd til Flugmálastjórnar samkvæmt sérstöku samkomulagi við Hol- lendinga. „Hér hefur verið brotið blað í sögu hersetunnar", sagði Ólafur. „Tvö erlend ríki hafa rekið upp fjármálaviðskipti sín á milli vegna hernaðarumsvifanna hér á 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN landi. Við leigjum Bandaríkjamönnum land undir herstöðvar og þeir taka síðan upp samninga við 3ja landið og taka við greiðslum fyrir aðstöðu þess hér á landi. Ég óska eftir nánari skýringum á því „samkomulagi“ sem ráðherrann hefur gert við Hollendinga og spyr hvort hann er tilbúinn til að birta það opin- berlega.“ En það var ráðherrann ekki. Hann sagðist reiðubúinn að leggja bréfaskipti sín um þetta mál fram í utanríkismálanefnd en það er ekki nóg, sagði Ólafur. „Þar ríkir þagnarskylda og leynd. Samkomulagið þarf að birta opinberlega!“. Hernaðar- hagsmunir Nató Rökin sem ráðherrann sagði að legið hefðu að baki beiðni Hollendinga, voru að þeir þyrftu betri aðstöðu til þjálfunar í kafbátaleit. Sömu rök lágu fyrir jáyrði ráðherrans, sem sagði slíka samvinnu bandalagsþjóða eðlilega og sjálfsagða. Hún væri í þágu sameiginlegra hagsmuna þjóðanna og í þágu sjálfstæðis okkar íslendinga. í svari hans við þessari spurningu kom einnig fram að Bandaríkjamenn voru sérstaklega áhugasamir um komu Hollendinganna hingað. Ólafur gagnrýndi þessi hernaðarrök harðlega. „Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk stjórnvöld gerast formlega aðilar að samkomulagi um hernaðaruppbyggingu Nató“, sagði hann. „Það er gert án þess að utanríkismálanefnd komi þar nærri. Með þessum sömu hernaðarrökum geta komið fram aðrar óskir frá öðrum aðilum innan Nató og hvað þá. Þannig taka íslendingar með nýjum hætti þátt í samhæfingu herafla Nató og því er nauðsynlegt að fá skýr svör um það hvort þessi Orion-flugvél tilheyrir þeim flota Hollendinga sem til stóð að yrði hluti af kjarnorkuflota Nató.“ Við þessari spurningu fengust engin svör. Ráðherrann sagði aðeins að vélin bæri ekki kjarnorkuvopn meðan hún væri hér á landi en það væri ekki leyndarmál að Orion-vélarnar gætu borið slík vopn. Hann fullyrti einnig að á íslandi og í Hollandi væru ekki kjarnorkuvopn. - ÁI. Práhyggja Enn komið fmmvaip gegn fóstureyðingum 4 þingmenn Sjálfstœðismanna með Þorvald Garðar í broddifylkingar vilja bannafóstureyðingaraffélags- legum ástœðum Þorvaldur Garðar Kristjáns- son hefur enn á ný lagt fram á alþingi frumvarp um að banna fóstureyðingar af félagslegum ástæðum en þingmaðurinn hefur flutt slík frumvörp með reglu- bundnu millibili frá því ný lög voru sett um fóstureyðingar á ár- inu 1975. Meðflutningsmenn hans að þessu sinni eru Salóme Þorkels- dóttir, Egill Jónsson og Árni Jo- hnsen og leggja fjórmenningarnir einnig fram fylgifrumvaip um aukna félagslega aðstoð við ein- stæðar mæður „til að bæta úr þeim félagslegu ástæðum sem nú geta samkvæmt lögum heimilað fóstureyðingu". Eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær er sá formgalli á framlagningu þessara frumvarpa að einn flutnings- manna, Salóme Þorkelsdóttir, er ekki inni á þinginu þessa dagana. í gær var nýjum texta þessara frumvarpa dreift á alþingi og hafði nafn Salóme þá verið tekið út. Mun skýringin á þessum mis- tökum fólgin í því að frumvarp- inu var dreift fyrr en til stóð en Salóme er væntanleg til landsins um helgina. í greinargerð er fullyrt m.a. að fóstureyðingum hafi fjölgað í- skyggilega hér á landi frá árinu 1965 og eru birtar töflur því til staðfestingar. Þar er algerlega litið framhjá þeirri staðreynd að engar tölur eru til um þann fjölda ólöglegra fóstureyðinga sem ís- lenskar konur gengu í gegnum á árunum fyrir 1975 bæði hér heima og erlendis. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.