Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Úrvalsdeildin Haukar betri í seinni hálfleik ✓ Níunda tap IR sem varyfir í hléi Eftir slakan fyrri hálfleik og stöðuna í háifleik 28-25 ÍR í hag sneru Haukar blaðinu við í byrj- un seinni hálfleiks. Þeir náðu strax forystunni og héldu henni til loka. ÍR skoraði grimmt í lokin, Karl gerði tvær þriggja stiga Stadan í úrvalsdeildinni i körfuknattleik: UMFN..............10 9 1 878-779 18 Haukar............ 11 7 4 873-835 14 Valur............. 10 5 5 781-756 10 KR................10 4 6 787-849 8 (BK...............10 4 6 740-783 8 |R................11 2 9 879-936 2 ÍBK og Valur mætast í Keflavík í kvöld kl.20. Elleftu umferð lýkur svo með leik KR og UMFN í Hagaskólan- um kl. 14 á laugardaginn. A þriðju- dagskvöld leika svo Valur-KR og IR- ÍBK. körfur, en það var of seint. Haukar sigruðu 75-67. Það var slök hittni beggja liða sem réði hinu lága skori framanaf og auk þess það að leikkerfi Haukannna gengu ekki upp. Þetta lagaðist í seinni hálfleik og þá var leikurinn öllu meira fyrir augað. Henning átti mjög góðan leik með Haukum, bæði í sókn og vörn, og Pálmar skoraði grimmt en var með mistækara móti. Hjá ÍR kom Björn Steffensen mjög á óvart í seinni hálfleiknum með stórgóðum leik. Ragnar lék vel og Karl stóð sig ágætlega. Haukarnir stigu þarna skref nær 4-liða úrslitunum en ÍR tapaði í níunda skiptið í ellefu leikjum. -VS Skíði Zurbriggen slasaðist Pirmin Zurbriggen, heims- meistarinn frá Sviss, slasaðist í gær á æfingu fyrir brunkeppni heimsbikarsins sem fram fer í Val D ísere í Frakklandi um helgina. Zurbriggen tókst á loft og þeyttist 100 metra á um 140 hraða og meiddist á mjöðm þegar hann lenti. Hann slapp þó furðu vel og ætti að geta keppt á Ítalíu um næstu helgi. Óhappið varð á ná- kvæmlega sama stað og landi hans Roland Collombin, silfur- verðlaunahafi á Ólympíuleikun- um 1972, slasaðist svo illa að hann hiaut varanleg örkuml. -VS/Reuter Hafnarfjöröur 5.des. Haukar-ÍR 75-67 (25-28) 14-11,20-24, 25-28 - 30-28, 60-53, 71-59, 75-67. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson29, Henning Henningsson 18 Ivar Webster 13, Viðar Vignisson 7, ívar Ásgrímsson 4, Ólafur Rafnsson 2, Eyþór Arnason 2. Stig ÍR: Ragnar Torfason 20, Björn Steffensen 16, Karl Guðlaugsson 15, Jóhannes Sveinsson 7, Jón Örn Guð- mundsson 4, Vignir Hilmarsson 2, Bragi Reynisson2, HjörturOddsson 1. Dómarar: Bergur Steingrímsson og Ómar Scheving - ágætir. Maður leiksins: Henning Henn- ingsson, Haukum. Þaft veitir kannski ekki af tveimur markvörðum gegn vestur-þýsku stórskyttunum I Laugardalshöllinni í kvöld. Kristján Sigmundsson ákveður að láta boltann eiga sig og leyfir Ellert Vigfússyni að spreyta sig. E.ÓI. tók myndina á æfinau I gærkvöldi. Ísland-V. Þýskaland Besta landsliöið í Vestur-Evrópu Fyrsti leikurinn í Höllinni í kvöld. Tólfvaldir ígærkvöldi England Fundað í 4 mínútur í gær slitnaði uppúr viðræðum fulltrúa deildaliðanna í knatt- spyrnu og ensku sjónvarpsstöðv- anna eftir aðeins 4 mínútna fund. Engin lausn virðist enn í sjónmáli og Englendingar verða því enn um sinn án knattspyrnu í sjón- varpi. -VS/Reuter „Það verður leikið til sigurs eins og alltaf en þetta verða mjög erfiðir leikir. Vestur-Þjóðverjar eru með besta landslið í Vestur- Evrópu og ég sá þá leika mjög vel og sigra Sovétmenn og Rúmena fyrir stuttu“, sagði Bogdan Kow- alczyck landsliðsþjálfari í hand- knattleik í samtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Eftir æfingu í gærkvöldi til- kynnti Bogdan hvaða 12 leik- menn myndu leika gegn Vestur- Þjóðverjum í Laugardalshöllinni í kvöld. Þeir eru eftirtaldir: Einar Þorvarðarson, Tres de Mayo Kristján Sigmundsson, Víkingi Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Steinar Birgisson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo Atli Hilmarsson, Gunzburg Páll Ólafsson, Dankersen Kristján Arason, Hameln Alfreð Gíslason, Essen „Það er erfitt að undirbúa liðið fyrir svona leiki þegar tíminn er lítill en kosturinn er að leikmenn gjörþekkja hverjir aðra og mín vinnubrögð þannig að þetta er einfaldara en áður. Heildarmark- miðið er að sjálfsögðu að búa lið- ið sem best undir heimsmeistar- akeppnina og með þessum leikjum reynum við að bæta við það sem áður hefur verið unnið“, sagði Bogdan Fyrsti leikur þjóðanna er í Laugardalshöllinni í kvöld kl.20. A morgun verður leikið á Akur- eyri kl. 13.30 og loks í Laugar- dalshöllinni kl.20 á sunnudags- kvöldið. -VS Fimleikar Knattspyrnubœkur Islensk knattspyma 1985 og Saga West Ham Gerplur til V.Þýskalands Sextán stúlkur frá Gerplu í Kópavogi fara á laugardaginn til Saarbrucken í Vestur-Þýskalandi þar sem þær dveljast við æfíngar í 10 daga. Þjálfari stúlknanna og fararstjóri er Valdimar Kárason en aðstoðarþjálfari Áslaug Dís Ásgeirsdóttir. Bókhlaðan hefur gefið út tvær knattspyrnubækur - íslensk knattspyrna 1985 og Saga West Ham. íslensk knattspyrna kemur nú út í fimmta skipti og er stærri og efnismeiri, og jafnframt aðgengi- legri en fyrr. Henni er að þessu sinni skipt í kafla og er fjallað um hverja deild fyrir sig, landsleiki, Evrópukeppni, atvinnumenn og bikarkeppni ofl. sér. Þá er í bók- inni sérstakur kafli sem nefnist Saga íslenskrar knattspyrnu. í honum er saga knattspyrnunnar hér á landi rakin frá árinu 1895 til 1934 og þá aðallega sagt frá ís- landsmótinu. f næstu bók verður þráðurinn tekinn upp árið 1935. f bókinni eru skrár yfir alla leikmenn í öllum deildum karla sem léku á íslandsmótinu 1985 og markaskor þeirra og er þetta í fyrsta skipti sem slíkar upplýsing- ar birtast á prenti hér á landi. Þá er skrá og leikjafjöldi dómara sem dæmdu í 1. og 2.deild karla og listi yfir þá leikmenn sem eru í leikbanni þegar næsta keppnis- tímabil hefst. Hjá öllum félögum sem þátt tóku í deildakeppninni sl. sumar er yfirlit í tölum yfir leiki þeirra á íslandsmótinu frá upphafi. f bókinni eru tæplega 300 svart/hvítar myndir og lit- myndir af öllum meisturum ís- landsmótsins 1985. Höfundur bókarinnar er Víðir Sigurðsson og hún er 158 bls. að stærð. Saga West Ham er fimmta enska knattspyrnubókin sem Bókhlaðan sendir frá sér. Hinar eru Kevin Keegan, Saga Liverpo- ol, Saga Manchester United og Glenn Hoddle. Sagpí'hiiis'kunna félags West Ham*ér rakin allt firá því það var stofpáð sem firmalið JAhafnar- hverfi í London* á^ftg^.aldar. Sagt er frá minii^œðþS^Sleik- mönnum og atbjjTOum en^afn- hliða er dregin upp skýr mynd af þjóðfélagsaðstæðum í Englandi á síðustu öld og fyrstu áratugum þessarar aldar. West Ham á sér marga aðdáendur hér á«landi og þá eru þeir fjölmargir sem virða og dá liðið fyrir þá léttu og skemmtilegu knattspyrnu sem það hefur ávallt lagt áherslu á að sýna. Víðir Sigurðsson þýddi bókina sem er 172 bls. að stærð og prý^d fjölda mynda. Föstudagur 6. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Knattspyrna Þrír frá Real í banni Þrír leikmenn spænska liðsins Real Madrid hafa verið dæmdir í leikbann fyrir síðari leikinn gegn Borussia Mönchengladbach> í UEFA-bikarnum sem fram fer í næstu viku. Rafael Gordillo var rekinn af leikvelli og þeir Hugo Sanchez, mexíkanski markakóngurinn, og Miguel Chendo Porlan fengu að líta gula spjaldið öðru sinni í keppninni. Vestur-þýski lands- liðsmaðurinn Hans-Gunter Bruns fékk einnig gula spjaldið í annað sinn og leikur ekki með Gladbach. Vestur-Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 5-1 og með leikmenn á borð við Gordillo og Sanchez utan vallar verður erfitt fyrir spænska liðið að vinna þann mun upp. —VS/Reuter

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.