Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hafskip og Sjálfstæöisflokkur Fjármálahneyksli Útvegsbankans og Haf- skips varpar skýru Ijósi á þá spillingu sem viö- gengst í þjóðfélaginu og gengur aö verulegu leyti fyrir óheilbrigöum tengslum á milli fyrir- tækja og stjórnmálaflokka. Gjaldþrot Hafskips og ótrúlegur austur á almannafé úr Útvegs- bankanum í hít skipafélagsins á undanförnum árum er aö vísu svo stórbrotið dæmi um þetta, aö önnur standast engan samjöfnuö. Þjóöviljinn upplýsti fyrstur fjölmiöla, aö allt upp frá árinu 1975 hefur bankaeftirlitiö gert at- hugasemdir meö reglulegu millibili viö lán Út- vegsbankans til Hafskips. En þaö viröist engan árangur hafa boriö. Fé úr sjóöum, sem íslenskir skattgreiöendur ábyrgjast, hefur haldiö áfram aö flæöa í stríðum straumum yfir í botnlausan rekstur skipafélagsins. Hvers vegna? Hvernig stendur á þessu? Nærtækastaskýringin er sú, aö milli Hafskips og hins volduga Sjálfstæðisflokks eru giska sterk tengsl. Áhrifamiklir aöilar innan Sjálfstæö- isflokksins, allt upp í ráöherra, hafa verið í for- ystu fyrirtækisins, og þaö er ekki hægt aö finna neina aöra ástæöu fyrir ótrúlegum lánveitingum Útvegsbankans til Hafskips en einmitt þessi tengsl. Hafskipshneyksliö kastar löngum skugga yfir allan Sjálfstæðisflokkinn. Fyrst skal telja frægan Albert Guðmunds- son, borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík, þingmann Sjálfstæðisflokksins, fyrr- verandi fjármálaráöherra og núverandi iðnaö- arráðherra. Morgunblaöiö sá ástæöu til þess aö benda í rammafrétt á baksíðu síöastliðinn laug- ardag á aö Albert var stjómarformaöur Hafskips frá 1978 til miðs árs 1983. En Albert var hluta af þessu tímabili einnig stjórnarformaöur banka- ráös Útvegsbankans, eöa frá 1980 til þess aö hann tók við embætti fjármálaráðherra. Þaö er vert að undirstrika, að fyrsti þingmaður Reykvík- inga var meö öörum orðum samtímis formaöur bankaráös Útvegsbankans og stjórnarformað- ur Hafskips. í öllum siöuöum löndum væri Al- bert nú búinn aö segja af sér ráðherradómi og þingmennsku. Þess í staö heyrist ekkert frá manninum. Hvaö veldur? Ragnar Kjartansson var framkvæmdastjóri Hafskips frá árinu 1978 til miös árs 1983, þegar hann tók viö stjórnarformennsku í Hafskip af Albert Guömundssyni. Tengslin milli Ragnars og Sjálfstæöisflokksins gætu ekki verið skýrari, hann var um tíma, framkvæmdastjóri Heimdallar og Fulltrúaráös Sjálfstæðisfélag- anna. Björgólfur Guðmundsson, forstjóri Haf- skips, er einnig í góðu sambandi viö Sjálfstæö- isflokkinn. Hann var formaður fulltrúaráös Sjálfstæöisfélaganna í Reykjavík á sinni tíö. Hörður Einarsson er stjórnarmaöur í „ís- lenska skipafélaginu", sem frá því fyrir einum tíu dögum er hin nýja mynd Hafskips. Höröur var einnig formaöur fulltrúaráös Sjálfstæðisfélag- anna í Reykjavík, og er nú einna gildastur áhrifamanna sem ráöa DV. Sveinn R. Eyjólfsson, félagi Harðarúrstjórn DV, var sömuleiðis í stjórn Hafskips og er meö kumpána sínum í stjórn „íslenska skipafélags- ins“. Og það er vert aö ítreka, aö þrátt fyrir aö DV sé „frjáls og óháöur" fjölmiðill, þá hefur blaöiö fráleitt reynt nokkuð til að fletta ofan af spillingunni í málinu. Eina finnanlega skýringin á áhugaleysi DV á hneykslinu er auövitaö tengsl Sveins og Haröar viö Hafskip. En slík vinnubrögö eru auövitaö hin versta spilling og sóðaskapur í sjálfu sér, engu betra en fjármála- sukkið kringum Hafskip. Jónatan Einarsson úr Bolungarvík er í stjórn Hafskips og var einnig formaður kjördæmisráðs Sjálfstæöisfélaganna á Vestfjöröum fyrir nokkru. Þessari upptalningu væri hægt aö halda áfram og benda á fleiri peningamenn sem hafa komið viö sögu Hafskips á undanförnum árum og sömuleiöis haft áhrif innan Sjálfstæöis- flokksins. Þaö er einmitt í skjóli þessara tengsla sem Hafskipshneykslið hefur vaxið. Og menn skulu ekki láta sér detta í hug aö þaö sé hiö eina á syndaregistri Sjálfstæðisflokksins, þó eflaust sé það hiö stærsta. Þaö dafna nefnilega margar spilltar smáfjólur í skugga hinnar öldnu eikur. Þaö er einfaldlega staöreynd aö í Sjálfstæðis- flokknum eru menn sem hafa komist til áhrifa, og hika ekki viö aö maka krókinn í skjóli flokks- tengsla. Þaö er þetta Hafskipssiðferði, þar sem sorinn þrífst í skjóli spilltra flokkstengsla, sem þarf aö uppræta úr þjóðfélaginu í dag. -ÖS KUPPT OG SKORIÐ KRISTMENN ■rnnsSMENNl Gjaldþrota- skriða Það bullar og sýður í auðvalds- heiminum þessa dagana. Hafskip gjaldþrota í gær, Arnarflug með vonda stöðu og hvert stórfyrir- tækiö á fætur öðru fer fram á greiðslustöðvun. Gjaldþrot og nauðungaruppboð hafa víst sjaldan verið jafn mörg og ein- mitt um þessar mundir. Miðað við sukkið í kringum Hafskip, ofboðslega einkaneyslu sem fyrirtækið hefur greitt, virð- ist að minnsta kosti sem vondir kapítalistar og slæmur rekstur hljóti að vera gildur þáttur í gjaldþrotaskriðunni. Það er ekki bara illt árferði í heimum pening- anna sem veldur. Þetta kemur nokkuð skýrt fram í úttekt HP frá í gær um Hafskip og dótturfyrirtæki þess, Cosmos. I viðtali við Gunnar Andersen greinir frá því þegar Gunnar kemur heim og kynnir Hafskipsmönnum skýrslu, sem sýnir að rekstur fyrirtækisins er á meira en hálu svelli. Viðbrögðin voru ekki góð: Gusur „Rekstur Cosmos var á þessum tíma mjög erfiður enda ekki að honum staðið eins og menn höfðu hugsað sér. í janúar 1985 fór ég heim til íslands og kynnti þar skýrslu sem ég hafði tekið saman um stöðu Cosmos og benti forráða- mönnum Hafskips á, að dæmið gengi ekki upp; að það þýddi ekki að reka Cosmos eins og það var rekið áður, en það var keypt án breytinga, sem höfðu verið fyrir- hugaðar en voru aldrei fram- kvæmdar. Eftir þriggja daga fundahöld og endalausar „plast- íkformúlur“ frá framkvæmda- stjórn fyrirtækisins fengust engin skýr svör eða ákvarðanir fyrir utan eina sem gekk út á það að blekkja fyrrverandi eiganda Cosmos sem var enn starfandi innan fyrirtækisins. Mér ofbuðu þessi vinnubrögð, varóhressmeð allt þetta mál og mótmælti þessari ráðstöfun ásamt öðru en fékk eingöngu gagnrýni fyrir það. Ég kvartaði m.a. yfir samstarfinu við Hafskip USA og frammistöðu Baldvins Berndsen forstjóra þess, og fékk þá heldur betur gusu yfir mig fyrir að virða ekki Baldvin og hans mörgu góðu verk sem hann hefði unnið í þágu fé- lagsins.“ Áfram kristmenn ... Miðað við frásögn Gunnars, þá virðast framámenn íslenskra stórfyrirtækja stappa nærri því að vera röngu megin við línu hinnar léttu geggjunar: „Þessi fundahöld enduðu með því að á síðasta fundinum stóðu þeir Björgólfur Guðmundsson, Páll Bragi Kristjánsson og Jón Hákon Magnússon, fram- kvæmdastjóri markaðs- og flutn- ingadeildar, upp og sungu sálm- inn „Áfram Kristmenn kross- menn“. Ragnar Kjartansson stjórnarformaður, Sigtryggur Jónsson, þáverandi forstjóri Cosmos á Islandi, og ég, sátum stjarfir í sætum okkar og vissum aldeilis ekki hvaðan á okkur stóð veðrið. Guð forstjóri En kannski skýrast áföll hins íslenska stórauðvalds, þegar í ljós kemur, að íslenskir forstjórar virðast halda að það sé sama hvað þeir geri, forlögin og yfirnáttúru- leg hönd hjálpi þeim nefnilega. Gefum enn Gunnari orðið: „... Björgólfur var oft búinn að segja við mig haustið 1984 að njaður ætti ekki að vera svart- sýnn; æðri máttarvöld myndu alltaf hjálpa manni.“ - Ertu að gefa í skyn að Haf- skip hafi verið rekið á einhverj- um slíkum forsendum? „Já, á forsendum forlagatrúar og sú trú var undirstrikuð." En vafalaust eru það ekki bara bísarnir í forstjórastólunum sem halda að hönd Guðs leiði þá. Margir ráðherranna virðast halda að þeir geti treyst á leiðslu að handan, því það er að minnsta kosti Ijóst, að verkum þeirra stýr- ir ekki mannleg skynsemi. Sukk og svínarí Frásögn Gunnars og Björgvins Björgvinssonar í HP er raunar al- veg makalaus lesning. Þar kemur fram að golfóður forstjóri Haf- skips í Ameríku, Baldvin Bernd- sen, flýgur milli landa í golftúra, lætur búa til golfkúlur með merki Hafskips á, og hafi raunar ráðið á tíma yfir fjórum bílum. Hann hafði meðal annars til umráða sérstaklega lengdan kádilják með sjónvarpi, bar og borðalögðum bílstjóra! Hins vegar skulu menn varast að dæma forstjóra Hafskips og yfirmenn of hart. Þeir eru nefni- lega ekkert einsdæmi. Það er ein- faldlega staðreynd, að lífsstíll þeirra heima og erlendis er sá hinn sami og allra annarra sem reka fyrirtæki á íslandi. Einka- neyslan er ofboðsleg, og á þann hátt er stolið undan miljörðum króna. Skíðaferðalög til Áustur- ríkis með konu og börn, ferðalög suður í heim, hótelsvítur og dýr- ustu vín eru fastir liðir á dag- skrám bísanna. Að því leyti til er sukkið í kringum Hafskip ekkert eins- dæmi. Allir sjálfstæðir atvinnu- rekendur sem eitthvað hafa um- leikis leika þennan sama leik. Og þeir sem eru í viðskiptum við út- lönd eru langverstir. Þeir stela undan af umboðslaunum, setja fé með þeim hætti á erlenda banka- reikninga og nota síðan til einka- eyðslu. Og hverjir borga? Við - fólkið á götunni! -ÖS. DJOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar i Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útltt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Sfmvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæöur: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf8tofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrif8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiöslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiösla, auglýsingar, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrlft * mánuAI: 400 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 6. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.