Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 12
ALÞÝÐUBANDALAGHD Málefnahópar AB Eftirtaldir málefnahópar Alþýðubandalagsins hefja störf á hæstunni. Þeir eru opnir félögum og stuðningsmönnum AB. Upplýsingar og skráning í hópana á skrifstofunni Hverfisgötu 105, sími 17500: 1) Valddreifing - lýðræði (Meðal annars atvinnulýðræði, launamannasjóðir og valddreifing). 2) Herinn - Nato - frióarbarátta (Meðal annars skilgreingin hugsanlegra áfanga að því lokamarkmiði að ísland verði herlaust, hlutlaust og friðlýst land) 3) Kvennapólitík (M.a. kjaramál kvenna, fæðingarorlof og réttindi heimavinnandi fólks) 4) Fjárhags og viðskiptamál (M.a. vextir, skattar og önnur ríkisfjármál, svo og lánsfjármál og erlendar skuldir) 5) Alþýðubandalagið og verkaiýðshreyfingin (Þessi hópur starfar í stuttan tíma og er ætlaö að móta tillögur fyrir framkvæmdastjórn AB vegna eftirfarandi samþykktar landsfundar: „Skýrsla starfsháttanefndar gerir ráð fyrir, að AB sé nauðsyn að móta sjálfstæða stefnu í kjara- og verkalýðsmálum. Landsfundurinn tekur undir þetta sjónarmið og leggur áherslu á að flokkurinn skilgreini nánar tengsl sín við launastéttirnar. Þá er skýrt kveðið á um, hvaða aðili innan flokksins beri ábyrgð á stefnunni og þessum tengslum. Landsfundurinn felur framkvæmdastjórn að móta tillögur í þessu efni og skuli þær liggja fyrir um áramót''.) 6) Mennta- og menningarmál (M.a. menningarpólitík stjórnvalda, skólamál og verkmenntun í landinu) Alþýðubandalagið í Reykjavík Liðskönnun Kjörnefnd Alþýðubandalagsins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosn- inganna 1986 hefur hafið störf. Nefndin óskar eftir ábendingum og hug- myndum flokksfélaga, gjarnan bréflega til skrifstofu flokksins eða eftirtal- inna nefndarmanna: Arnmundur Bachman s. 77030, Arnór Pétursson s. 71367, Guðbjörg Sigurðardóttir s. 34998, Lena M. Rist s. 71635, Margrét Pála Ólafsdóttir s. 29371, Steinar Harðarson s. 18953 og Þorbjörn Guðmundsson s. 76562. Sameiginlegur listi kjörnefndar og þeirra sem tilnefndir hafa verið af flokksfélögum verður birtur 14. desember í Þjóöviljanum. Þá hafa félagar síðan tvær vikur til frekari tilnefninga og er eindagi þeirra 31. desember. (Samkvæmt nýju forvalsreglunum geta 5 félagar í ABR tekið sig saman og tilnefnt einstakling til forvals enda hafi hann samþykkt tilnefninguna). Kjörnefnd AB Héraðsmanna Skemmtikvöld Árlegt skemmtikvöld AlþýðuPandalags Héraðsmanna verður haldið að Iðavöllum laugardagskvöldið 7. desember nk. ki. 21.00 (ekki föstudags- kvöld eins og áður var auglýst). Fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt jóla- glöggi og piparkökum. Gestir kvöldsins verða: Kristín Á. Olafsdóttir varafor- maður AB, Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra, Sigurður Einarsson frá ÆFAB og Steingrimur J. Sigfússon alþingismaður. Sætaferðir verða frá söluskála KHB kl. 20.00. Allt stuðningsfólk er velkomið. - Undirbúningsnefnd. Fundir á Austurlandi Að loknum landsfundi Alþýðu- bandalagsins efnum við til op- inna viðræðufunda á Austur- landi næstu daga sem hér segir: Á Egilsstöðum föstudaginn 6. desember kl. 21.00 í Valaskjálf. Framsögumenn verða Kristín Á. Ólafsdóttir varaformaður flokksins, Margrét Pála Ólafs- dóttir fóstra, Sigurður Einars- son frá ÆFRAB og Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður. í Neskaupstað laugardaginn 7. desember kl. 17.00 í Egilsbúð. Framsögumenn verða þeir sömu og á Egilsstöðum. Ný sókn - Nýtt fólk - Nýtt afl Alþýðubandalagið Steingrímur Sigurður Margrét Kristín AB Akureyri Almennur félagsfundur verður haldinn i Lárusarhúsi Eiðsvallagötu 18 sunnudaginn 8. desember kl. 20.30. Fundarefni: 1) Undirbúningur kosningastarfs. Frummælendur Sig- ríður Stefánsdóttir og Hilmir Helgason. 2) Kosning uppstillingarnefndar. 3) Önnur mál. Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Opinn fundur sunnudaginn 8. desemþer um Útivistar- og íþróttamál með íþróttafélögum í Kópavogi. Ásmundur Ásmundsson ræðir hvernig útivistar- og íþróttamál eru hugsuð í komandi skipulagi. Sigurður Hjartarsson ræðir um starf tóm- stundaráðs og afstöðu Alþýðubandalagsins til þess málaflokks. Fulltrúar íþróttafélaganna flytja stutt ávörp. Þeir eru frá Breiðabliki, H.K., Í.K., Ými, Hlyn, Gusti, Gerplu, Augnabliki og Skátafélagi Kópavogs. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 2 sunnudaginn 8. desember 1985. Stjórn ABK. SKUMUR „Hryllingur í menntaskólanum" er alls ekki ómerkileg unglingamynd. Hún fjallar um hugrekki og mannskilning í bland við Til dæmis þegar kvenhetjan uppgötvar stóran fílapensil á nefinu á sér rétt fyrir skólaballið... . I—'t 7^'— f't - *’■» -c. •í" ASTARBIRNIR rBjössi hefur rétt fyrir sér. Þaö væru mistök að auglýsa svona. GARPURINN FOLDA • <s> 4 lli'IIIiJjittuiluíISUi y Hvernig á hann að komast1 óskemmdur Ýgegnum lífið? ~W7: í BLÍÐU OG STRHÐU Það var erfitt að dæma í þessari keppni. En fyrstu verðlaunum skipta þau Donna og Mikki með sér! r Til hamingju! Og þið takið auðvitað fyrsta dansinn! Gerir ekkert. Þið heyrið hvort eð er ekki hvort í öðru fyrir hávaða! KROSSGÁTA Nr. 75 Lárétt: 1 dæld 4 kvæði 6 knæpa 7 Ijúka 9 bátur 12 fátækur 14 kjaftur 15 umdæmi 16 mas 19 hönd 20 heiti 21 graman. Lóðrétt: 2 höfuðborg 3 kveikur 4 tíndu 5 hljómi 7 vera 8 tungumál 10 tilkallið 11 hænuna 13 veqqur 17 ílát 18 álpast. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1 týnt 4 bjór 6 áma 7 happ 9 svan 12 lilli 14æða 15sóp 16 Njáls 19 doka 20 óaði 21 angar. Lóðrétt: 1 ýra 3 tápi 4 basl 5 óða 7 hræddi 8 planka 10 vissar 11 naprir 13 Ijá 17 jag 18 lóa. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fóstudagur 6. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.