Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 1
--— .. - —.... 1 T—. s Utvegsbankinnl Hafskip GLÆTAN JÓLAGJAFA- HANDBÓK Spilin á borðið! ™ Þingflokkur Alþýðubandalagsins leggurfram tillögu í dag: Opin rannsóknarnefnd alþingis. Viðskipti Hafskips og Utvegsbankans könnuð. Afskipti stjórnmálamanna rannsökuð. Fundir verði íheyranda hljóði. Almenningur og fjölmiðlarfylgistmeð. Tillaga um rannsóknarnefnd um Útvegsbanka/Hafskips- hneyksiið verður lögð fram á al- þingi í dag. „Rannsóknin á að beinast að viðskiptum Hafskips og Útvegsbankans og rekstri Haf- skips og samskiptum þess við önnur fyrirtæki hérlendis og er- lendis“. Þessi tillaga þingflokks Alþýðubandalagsins er lögð fram í samræmi við 39. grein stjórnar- skrárinnar um rannsóknarnefnd- ir“, sagði Ólafur Ragnar Gríms- son í samtali við Þjóðviljann í gær. Rannsóknarnefndin á að kanna m.a. afskipti stjórnmála- manna af málinu, - og nefndar- störf eiga að vera opin almennmgi og íjöliniðlum. - Efnislega segir einnig að fjalla eigi um samskipti banka- kerfisins við önnur stórfyrirtæki sem skulda bankakerfinu miklar upphæðir. Og rannsóknarnefnd- in á í störfum sínum að hafa rétt á að fá allar upplýsingar frá opin- berum aðiljum og einstaklingum. Fundir nefndarinnar skulu haldnir í heyranda hljóði svo al- menningur og fjölmiðlar hafi full- an aðgang að öllu því sem fram kemur í málinu. - Þá tekur tiilagan til viðskipta Útvegsbankans og Hafskips sem og afskipta einstakra pólitískra forustumanna af rekstri Hafskips og fyrirgreiðslu við það fyrirtæki bæði í bankakerfinu og annars staðar í stjórnkerfinu; athugun á þeim umræðum sem fram hafa farið um lánveitingar til fyrirtæk- isins á síðustu tíu árum. Jafn- framt er ljóst að þótt lánveitingar til Hafskips séu vafasamastar, 18dagartiljóla! Tðiknfng: Freydís Þ. Aradóttir 8 ára, Helgamagrastræti 50 Akureyri. þá eru fjölmörg önnur fyrirtæki sem skulda bankakerfinu stórar upphæðir og vafi leikur á að séu tryggðar, segir í greinargerð með tillögunni. Þess vegna eigi rannsókn nefndarinnar ekki eingöngu að beinast að Hafskipi, heldur öðr- um málum sem eru að koma upp- úr kafinu og munu koma uppúr kafinu á næstunni, sagði Ólafur Ragnar Grímsson í samtali við Þjóðviljann í gær. í fyrradag tilkynnti Guðrún Helgadóttir á þingi að þingflokk- ur Alþýðubandalagsins hygðist leggja fram lagafrumvarp um sjálfstætt Bankaeftirlit en það heyrir nú undir Seðlabankann. Margar fleiri tillögur vegna hneykslismálanna eru nú sagðar í burðarliðnum á alþingi. Beðið er með óþeyju eftir utandagskrár- umræðu um málið á alþingi n.k. þriðjudag. Ríkisstjórnin fjallaði í fyrsta sinn í gær um samskipti Út- vegsbankans og Hafskips eftir að forsætis- og fjármálaráðherra höfðu rætt við bankastjóra Út- vegsbankans. Að sögn Magnúsar Torfa Ólafssonar blaðafulltrúa var engin formleg samþykkt gerð á fundinum. ___________________________^óg Sjá bls. 3,4 og 16. Hafskip bundið við bryggju. Leiknum lokið en forráðamenn fyrirtækisins og pólitíska valdsins bíða síns dóms. Albert Guðmundsson, Björgúlfur Guð- mundsson og Ragnar Kjartansson hafa mjög komið við sögu málsins en eflaust munu fleiri verða kallaðir fyrir rannsóknarnefnd alþingis nái tillaga Alþýðubandalagsins fram að ganga. Ljósm. E.ÓI. Frysting kjarnavopna Skerst ísland eitt úr leik? Utanríkisráðherra gaffyrirmœli um hjásetu íslands á þingi Sameinuðu þjóðanna. Allar hinar Norðurlandaþjóðirnar styðja tillögu Svía og Mexíkana. Tekur alþingi af skarið og lætur Geir breyta afstöðu sinni? vert ofaní einróma stuðnings- yfirlýsingu alþingis s.I. vor við þá leið í afvopnunarmálum, sem kennd er við frystingu kjarn- avopna, gaf Geir Hallgrímsson fyrirmæli um að fulltrúar íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sætu hjá 20. nóvember s.l. þegar greidd voru atkvæði í nefnd um frystingartillögu sem kennd er við Svía og Mexíkana. Þannig hefur ísland eitt Norðurlandanna skorist úr leik því hinar þjóðirnar 4 ásamt 109 öðrum þjóðum studdu tillöguna. 11 greiddu at- kvæði á móti, 6 sátu hjá. Eftir harðar deilur á alþingi í gær er útlit fyrir að þingheimur sam- þykki að Island skuli styðja þessa sömu tiilögu þegar hún verður borin upp í allsherjarþinginu sjáifu í næstu viku. Það var Hjörleifur Guttorms- son sem hóf umræðu á alþingi í gær vegna þessara tíðinda. Hann sagði enn hægt að bæta úr því hneyksli sem hjáseta íslands væri og þeirri vanvirðu sem utanríkis- ráðherra hefði með fyrirmælum sínum sýnt alþingi. Hjörleifur upplýsti að ráðherra hefði að- spurður í utanríkismálanefnd s.l. mánudag sagt að ísland hefði set- ið hjá í nefndinni eins og í fyrra þegar sama tillaga var þar til af- greiðslu. Hann hefði hins yegar þagað um það að Norðmenn, sem líka sátu hjá í fyrra, hefðu nú stutt tillöguna. Skoraði hann á Geir: Gaf fyrirmæli um hjásetu Is- lands þvert á samþykkt alþingis um stefnu í afvopnunarmálum. ráðherra að breyta afstöðu sinni og gefa fyrirmæli um að ísland skuli styðja tillöguna á vettvangi allsherjarþingsins. Ástæðan fyrir sinnaskiptum Norðmanna er hin sama og ræður afstöðu Dana: Þjóðþing þessara ianda hafa tekið af skarið og sjálf ákveðið hvernig atkvæðum Norðmanna og Dana skuli beitt hjá Sameinuðu þjóðunum. Eftir helgi mun væntanlega koma fram tillaga sama efnis á alþingi og er útlit fyrir að Geir verði í minni- hluta. » Sjá bls. 3.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.