Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 8
GLÆTAN Pá og nú Hverer litli snáðinn? Hér koma myndir úr popp- myndaalbúminu. Efst eru tveir kumpánar aö spjalla árið 1978, áður en nokkur sála á íslandi vissi um tilveru þeirra. Sá með hattinn er Holly Johnson söngvari Fra- nkie Goes to Hollywood og sá með ennislokkinn Pete Burns söngvari Dead or Alive. Nú hefur Holly lagt hattinn á hilluna að mestu, en Pete á hinn bóginn leggur enn meiri áherslu á höfuð- búnað sinn, eins og sést á tveggja dálka myndinni háu hérna yst á síðunni. Á tveggja dálka mynd- inni þar við hliðina slappar Holly af með Paul vini sínum úr Hollywood-Frankie. En hver skyldi nú litli snáðinn á eindálk- amyndinni fyrir miðri síðu vera?... Ja, getiði nú (það er að segja ef þið hafið ekki séð þessa mynd í útlenska blaðinu sem hún er fengin að láni úr)! ...Jú, þetta er sko Simon LeBon, og við hlið- ina á sjálfum sér litlum er hann grafalvarlegur á mynd með John Taylor sem er í stuði. Þá er ein mynd óskýrð. Hún er af Ladda, sem var að senda frá sér 12 laga plötuna EINN VOÐA VITLAUS. Margir fleiri koma þó við þá sögu, kannski ekki eins vitlausir... t.d. hefur Björgvin Halldórsson verið alveg óvitlaus þegar hann útsetti músikina með Ladda og ágæta músikmeðreið- arsveina hafa þeir fengið. Og hvurnig er svo platan? Jú, þarna eru leikskólabrandarar, smástrákabrandarar fyrir alla aldurshópa og bjórkarlabrandar- ar. Merkilegt hvað Laddi nær til breiðs aldurshóps með bulli sínu, sem hefur reyndar hitt betur í mark en gerist hér... Tóti tölvu- kall hefur reyndar hitt. Lögin eru flest erlend. Af þeim sem Laddi gerir sjálfur finnst manni hann ofnota heldur og jafnvel endurnota gömul stef sín. En Laddi bjargar sér oft fyrir hom með óvæntum uppátækjum og ekki verður af honum skafið að vel tekst honum að bregða sér í margra kvikinda líki og halda karakter-einkennum þeirra að- skildum og eftirminnilegum. Hins vegar er þetta ekki besta platan hans efnislega séð. A Vinsældalistar Þjóðviljans FellaheHir 1. Waltlng for an answer - Cosa Nostra 2. Nlklta - Elton John 3. A good heart - Feargal Sharkey 4. Baby you left me - Marilyn 5. Say l’m no. 1 - Princess 6. White wedding - Billy Idol 7. My hearts goes bang - Dead or alive 8. A life and kicklng - Simple minds 9. Never surrender - Currey Hard 10. Cherish - Kool and the gang. Grammið 1. Simple minds -Once upon a time 2. Smiths - The boy with the thorn in his side 3. Tom Waits - Rain dogs 4. Robert Wyatt with the Swabosingers- The wind of change 5. The Fall - This nation saving grace 6. Clannad- Mcalla 7. New order- Love life 8. Einsturzende neubauten - 1/2 mensch 9. Fergall Sharkey- Fergall Sharkey 10. Long raiders- Long Raiders Rás 2 1. (1.) Can’t walk away- Herbert Guðmundsson 2. (2.) 1 am your man - Wham 3. (7.) Tóti tölvukall- Laddi 4. (3.) Nikita - Elton John 5. (8.) In to the burning moon -Rikshaw 6. (4) Waiting for an answer- Cosa Nostra 7. (9) A good heart- Fergal Sharkey 8. (5) The power of love - Jennifer Russ 9. (6.) We built this city- Starship 10. (19.) Say you say me- Lionel Richie 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJtNN Föstudagur 6. desember 198S

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.