Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 7
Herra Veimiltíta Úr nýrri unglingaskáldsögu eftir Andrés Indriðason Andrés Indriðason, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal unglinga fyrir skáldsögur sínar, sendir frá sér nýja sögu um þesar mundir, Bara stcelar. Þar segir frá Jóni Agnari, fjórtán ára gaur, sem flytir i bæinn á miðjum vetri og er heldur betur tekinn fyrir í skólanum - ekki síst vegna þess að hann er köttur lítill. I þcim kafla sem hér er gripið niður í hefur Jón Agnar fengið sig viðurkenndan. Hann er í genginu Svarta hauskúpan og strákarnir koma einhverju sinni brunandi að verksmiðjuhúsi, sem umlukt er vinn- upöllum og klifra upp til að gá hvort þeir sjái ekki eitthvað merkilegt! ★ Hann dokar við á neðsta pallinum, horfir undir iljarnar á vinunum og veltir fyrir sér hvort hann eigi að fara lengra, guðar á giugga af rælni. Hann rekur upp stór augu, leggur nefið upp að rúðunni. Þetta er heill ævintýraheimur! Þjálfunarmiðstöð fyrir vöðvafjöll. Æfingatæki út um allan salinn. Lóð og lyftingagræjur. Speglar og spyrnubekkir. Ekkert lífsmark. Það liggur auðvitað allt í dvala á þessum helgidegi. Mjór og aflangur hliðargluggi er opinn í hálfa gátt, hann fær allt í einu hugmynd, ómótstæðilega hugmynd. Ef þeir skelltu sér þarna inn...þó ekki væri nema smástund...þá væri kannski von til þess að Lilli rynni á rassinn með að príla alla leið upp. Þá slyppi hann við það líka, hann slyppi við að vera stimplaður aumingi! Hann slítur nefið af rúðunni, blístrar og lítur upp. - VILJIÐI SJÁ! - SJÁ HVAÐ? Lilli kallar ofan af sjöunda palli, ekkert tiltakanlega upprifin. - ÞAÐ ER ÆÐISLEGUR STAÐUR HÉRNA! - OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ? - KOMIÐI! Þeir síga niður til hans með semingi og leggjast allir á gluggann, hvað er svona ofboðslega merkilegt? Lilli tekur andköf. - Vá! Græjurnar! Ef maður kæmist í svona tívolí! - Það er ekkert mál að fara inn um litla gluggann þarna... hann er opinn. Lilli og vinirnir horfa á litla gluggann. Jón Agnar glottir. - Ef þið þorið! Þeir eru einir í heiminum í þessu stóra húsi, þetta er meiriháttar tívolí. Tvíburarnir eru skoraðir á hólm í lóð- um og lyftum, Jón Agnar er löglega afsak- aður frá tólunum, hann er ekki til stórræð- anna í kraganum. Hann skoðar sig um í salnum. Glansandi vaxtarræktartröll breiða úr sér á veggjunum, konur og kallar. Þarna er eitt eins og skemmd kartafla í framan, hann hlær, rautt afbrigði. Hann gluggar í tímarit á afgreiðslu- borði, flettir gömlu og þvældu krossgátu- blaði, setur pappaglas undir stút í kókvél, engin buna. - TAKIÐ EFTIR, TAKIÐ EFTIR... HÉR KEMUR STERKASTI MAÐUR HEIMS! Hann lítur út á gólfið og getur ekki varist brosi, Lilli stendur við lyftingastöng og hrópar í gjallarhorn, það er að byrja sýning. Hann strýkur um lítinn kassa úr græn- leitu jámi á afgreiðsluborðinu, lykillinn er í, lyftir upp lokinu. Flýtir sér að loka aftur, læsir. Glætan að láta heila milljón liggja fyrir hunda og manna fótum! Risastór spegill verður fyrir augum hans frammi við dyr. Hann lyftir upp handleggjunum, kreppir og kreistir upp kúlur, hvað hann er æðislega krumpaður! Virðulega samkoma! Loksins er stundin mikla runnin upp! Hver verður herra veimiltíta 1985? Keppendur hafa nú gengið fram fyrir augu ykkar í sundfötum, hver öðrum óhrjálegri. Við höfum hér fyrir framan okkur mestu aumingja landsins, alla á einu bretti. Ljótustu og hallærislegustu karlmenn á íslandi. Eins og kunnugt er leitaði dómnefndin sérstaklega eftir því hver væri minnstur og tíkarlegastur en auk þess voru gefin stig fyrir andstyggilegustu hnén, ljótustu oln- bogana, asnalegustu mjaðmirnar og minnstu vöðvana. Formaður nefndarinn- ar, hin góðkunna Matthildur Einarsdótt- ir, hefur látið þess getið að valið hafi aldrei áður verið jafn auðvelt, það hafi í rauninni komið af sjálfu sér. Einn kepp- enda skaraði svo fram úr hvað snerti ömu- rlega líkamsbyggingu og aumingjahátt að það komst enginn með tæmar þar sem hann var með hælana. Sigurvegarinn að þessu sinni hlýtur því sæmdarheitið HERRA VEIMILTÍTA með miklum glæsibrag. Og hann er auðvitað enginn annar en hinn eini og sanni og óviðjafnanlegi JÓN AGNAR PÉTURSSON! Nú mun borgarstjórinn sjálfur setja kórónu á höfuð Herra veimiltítu ’85 og afhenda henni veldissprota en þar sem ljóst er að hún mun ekki rísa undir farginu mun fegurðardrottning íslands, Ragn- hildur Sveinbjömsdóttir, lyfta henni upp í blómum skrýddar hjólbörur og keyra hana um uppljómaðan salinn... Hann hrekkur út úr frægðarljómanum, Ragnhildur sturtar honum úr hjólbörun- um inn í ískaldan veruleikann, það er allt í einu verið að ganga um frammi, hann leggur við eyrun. Það fer ekki á milli mála, skóhljóð! Það kemur nær, honum rennur kalt vatn milli skinns cg hörunds, það berg- málar í auðum ganginum! Hann lítur út á gólfið, Lilli liggur á bekk í fótaæfingum, Gaukur hangir á stöng, Guggi hamast áþrekhjóli, Högni ogSvan- ur eru komnir í lóðin. Þeir verða að forða sér! Hann hleypur til þeirra, gefur til kynna með bendingum hvað sé á seyði. Lóð skella á gólfið. Gaukur hrynur nið- ur af stönginni, Guggi hendist upp af þrekhjólinu, Lilli flýgur af fótabekknum, vöðvafjöllin fara eins og fellibylur yfir gólfið, sópa upp klósetthurð, það liggur við að veimiltítan troðist undir. Þeir halla sér upp að vegg og halda niðri í sér andanum, heyra að einhver kemur inn í salinn, einhver sem stígur þyngsla- lega á trégólfíð, tíu tonna flóðhestur á klossum. Skellur. Hann er að loka gluggaborunni. Og nú gengur hann yfir gólfið, kemur nær. Og nær. Veimiltítan svitnar. Nú rífur hann upp dymar, nú hellir hann sér yfir þá rauður og froðufellandi, hann tuskar þá til, lætur þá gossa út um gluggann... beint í öskutunnuna fyrir neð- an... I Föstudagur 6. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.