Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 16
Aðalsíml; 81333. Kvðldsími: 81348, Helgarsími: 81663. DJOÐVIUINN Borgarafmœli Fðstudaour 6. desember 1985 282. tölublað 50. örgangur Innihaldslaus skrautsýning Kostnaður við afmœlisár borgarinnar hátt í 100 miljónir. Tœknisýning á 24 miljónir. Laun Baldurs Hermannssonar og aðstoðarmanns tœpar 2 miljónir. Kvennaframboð hótar úrsögn úr undirbúningsnefnd. Öndvegissúlur á 2 miljónir. Laun Baldurs Hermannssonar og aðstoðarmanns hans við undirbúning tæknisýningar Reykjavíkurborgar munu verða tæpar tvær miljónir króna. Sýn- ingin sjálf á samkvæmt áætlun Baldurs að kosta hátt á þriðja tug Laugavegurinn Vanhugsud framkvæmd Albert Guðmundsson: Fráleitt aðflytja inn grjót Breytingarnar sem gerðar hafa verið á Laugaveginum neðan- verðum hafa skapað ófremdará- stand í umferðinni þar og að sögn Guðrúnar Agústsdóttur borgar- fulltrúar hefur þetta haft í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrlr SVR og óþægindi fyrir farþ- ega þar sem tímaáætlun strætó hefur raskast verulega. Sveinn Björnsson forstjóri SVR lagði til í umferðarnefnd fyrir skömmu að umferð einka- bifreiða yrði bönnuð á ákveðnum tímum dagsins framað jólum og á sama fundi var samþykkt að nú þegar yrði gripið til aðgerða til að greiða fyrir för SVR á Laugaveg- inum, með lögregluaðgerðum. „Þetta er gjörsamlega van- hugsað", sagði Albert Guð- mundsson á borgarstjórnarfundi ígærkvöldi. Deildi borgarfulltrú- inn nokkuð á breytingarnar og sérstaklega á innflutning á grjóti frá Portúgal. Guðrún Ágústs- dóttir benti á að endurskipu- leggja þyrfti alla umferð um þetta svæði. - gg- miljóna, en auk þess verða sýningargestir að greiða 200 krónur fyrir að sjá herlegheitin. Líkur eru á að heildarkostnað- ur við 200 ára afmælisár borgar- innar verði hátt í 100 miljónir en þar á móti koma nokkrar tekjur sem aflað verður með ýmsu móti, t.d. með sölu minjagripa. Inni í kostnaðaráætlun sem á eftir að koma til afgreiðslu borg- arstjórnar er svo dæmi séu tekin gert ráð fyrir öndvegissúlum við borgarmörkin og eiga þær að kosta 2 miljónir króna. „Eiga þær að vera úr fílabeini" varð Guð- rúnu Ágústsdóttur að orði á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi. Hátíðahöld á Arnarhól 18. ágúst á næsta ári eiga að kosta tæpar 10 miljónir. Á tæknisýningunni ger- ir Baldur Hermannsson fram- kvæmdastjóri ráð fyrir að verði rænigjaborg fyrir börnin og á hún að kosta 400 þúsund krónur. Þetta og margt fleira varð til- efni mikilla deilna á borgar- stjórnarfundi í gærkvöldi. Mörg- um borgarfulltrúum þótti fjár- austurinn heldur mikill í einstaka liði og sérstaklega tæknisýning- una. Fulltrúar Kvennaframboðs deildu hart á störf undirbúnings- nefndar afmælisársins og í bókun sem þær gerðu á fundinum segir m.a. að verði þessi mikli kostnað- ur samþykktur á næstu fjárhags- áætlun muni þær hætta þátttöku í undirbúningsnefndinni. „Sá kostnaður sem fyrirsjáanlegur er er að stórum hluta vegna inni- haldslausra skrautsýninga sem munu skilja lítið eftir að árinu loknu.“ Guðrún Ágústsdóttir og fleiri lýstu því yfir að minnast mætti afmælisins með öðrum hætti en þessum. -gg Hönnun bílastæðanna á Laugaveginum veldur ófremdarástandi og eru þrengslin beinlínis hættuleg á stundum. Ljósm.: Sig. Hollenska flugsveitin Hluti af kjamorkuher Nató Geir Hallgrímsson svaraði ekki þessari spurningu á alþingi. Geir Hallgrímsson utanríkis- ráðherra svaraði ekki spurn- ingum um raunverulegt hlutverk hollensku Orion-flugsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli á alþingi á þriðjudag, þrátt fyrir ítrekaðar spurningar þar um. Eins og skýrt hefur verið frá í Þjóðviljanum hafa Hollendingar nú neitað þeirri ósk Nató að Orion-flugsveitir þeirra verði Ráðgert er að Reykjavíkurborg reisi á næsta ári 250 fermetra hús undir tilraunaframleiðslu á sviði líftækni og efnaiðnaðar. Kostnaður er áætlaður 6,5-7 miljónir króna og á húsið að rísa í Keldnaholti. Háskóli íslands mun sjá um hluti af kjarnorkuflugflota bandalagsins á hættu- og ófriðar- tímum og hefur þessi neitun greinilega valdið Nató miklum vonbrigðum. Á alþingi á þriðju- dag spurði Ólafur Ragnar Gríms- son ráðherrann hvort Orion- flugsveitin hollenska, sem nú er komin á Keflavíkurflugvöll, væri hluti af umræddum flugsveitum eða hvort hún væri hluti af ein- rekstur starfseminnar og í máli Magnúsar L. Sveinssonar borgar- fulltrúa á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi kom fram að vonast er til að reksturinn mun&aftanda undir sér og jafnvel skiia hagn- aði. Með byggingu hússins verð- ur bætt að nokkru úr verulegum hverjum öðrum flugsveitum hol- lenska hersins. Geir Hallgrímsson svaraði þessu engu. Hann sagði aðeins að hollenska Orion-vélin bæri ekki kjarnorkuvopn meðan hún væri hér á landi en hins vegar væri það ekki leyndarmál að vélarnar væru gerðar til þess að bera kjarnorku- vopn. Þau þyrftu hins vegar að vera til staðar til að svo væri, en húsnæðisskorti Hl undir starf- semi á borð við þessa. „Það er skylda okkar að skapa þessari atvinnugrein lífvænleg skilyrði, því gildi hennar fyrir framtíðina er ómetanlegt", sagði Guðmundur Þ. Jónsson borgar- fulltrúi Abl. í gærkvöldi. - gg. kjarnorkuvopn væru ekki á ís- landi og ekki í Hollandi. -ÁI Sjá bls. 14 Sjálfstœðismenn Vantraust á skólafólk Sjálfstæðismenn í borgarstjórn treystu sér ekki í gær til að sam- þykkja tillögu þess efnis að borg- arstjórn lýsti því yfir að hún treysti skólafólki til að kaupa bækur til skólasafna og ákveða meðferð þeirra. Tillagan var borin upp vegna þess fjaðrafoks sem orðið hefur út af kynfræðslubókinni Þú og ég sem Mál og menning gefur út. Áður hafði borgarstjórn fellt til- lögur Öddu Báru Sigfúsdóttur um að aðeins skólamenn gætu á- kvarðað um kaup á bókum og notkun þeirra. -gg Ný sókn Byggt yfir líftæknina Reykjavíkurborg byggir250fermetra húsfyrir tilraunaframleiðslu á sviði líftœkni Stuldur Engin vísbending Á rásarmaðurinn sem rœndi 107 þúsund krónum afgjaldkera Fé- lagsmálastofnunar enn ófundinn. Lögreglan hefur lítið til að styðjast við Rannsóknarlögreglan hefur enn ekki fengið neinar vísbend- ingar sem geta leitt hana á spor árásarmannsins sem réðst á og rændi gjaldkera Féiagsmála- stofnunar Reykjavíkurborgar 107 þúsund krónum fyrir utan skrifstofu stofnunarinnar í há- deginu í fyrradag. Árásarmaður- inn komst óhindraður í burt um hábjartan dag og engin vitni hafa gefið sig fram sem geta lýst mann- inum nánar. Að sögn Helga Daníelssonar hjá Rannsóknarlögreglunni telur maður sig hafa séð ræningjann koma út úr skrifstofubyggingunni en sá ekki hvert hann hélt. Einu sem lögreglan hefur eftir eru frá gjaldkeran- varð fyrir árásinni. Að var ræninginn klæddur úlpu með skinnkraga og fyrir andlitinu. - lg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.