Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 9
Fálldin forsætisráðherra skyggnist um á íslandi fyrir tæpum áratug. Svíþjóð Falldin sparkað HEIMURINN Aramót Bretland úr Unesco Thatcher eltir Reagan ingarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, nú um næstu ára- mót. Thatcher forsætisráðherra mun hafa tekið þessa ákvörðun á ráðherrafundi í gær en hún var tilkynnt í þingræðu þróunar- ráðherrans Timothy Raison í breska þinginu síðdegis við lítinn fögnuð stjórnarandstöðuþing- manna. Raison kenndi því um að Menningarmálastofnunin væri illa rekin og notuð til framdráttar pólitískum öflum andstæðum bretum og vesturlandaríkjum öðrum. Breska ríkisstjórnin gaf um síðustu áramót yfirlýsingu um úrsögn að ári liðnu ef Eyjólfur tæki ekki að hressast og telur sig nú ekki sjá á honurn næg bata- merki. Reagan-stjórnin sagði Bandaríkin úr samtökunum í fyrra og olli það miklum usla í starfi Unesco. Bretar leggja nú til tæplega fimm prósent starfsfjár samtak- anna og nemur framlag þeirra um 360 miljónum íslenskra króna. Innan samtakanna hafa menn ekki miklar áhyggjur af þessu fé, að minnsta kosti ekki þegar borið er saman við þann fjórðung sem kanar reiddu fram áður en þeir ruku burt. Hins vegar kynni bresk úrsögn að draga vestrænan dilk á eftir sér og verða einn af stærri nöglunum í líkkistu samtakanna, sem flestir eru sammála um að hafi innt margt þarfastarf af höndum í þriðjaheimsríkjum þrátt fyrir skrifræði og stjórnmálaþras í Parísar-höfuðstöðvunum. „Kjaftshögg á þriðja heiminn“ hrópaði einn stjórnarandstöðu- þingmanna að ráðherranum sem tilkynnti um úrsögnina á þinginu í gær, og víst er að hvorki í Bret- landi sjálfu eða meðal helstu bandamanna verður ákvörðun- inni tekið með ofsagleði. Edward Heath fyrrverandi forsætisráð- herra er meðal þeirra sem barist hafa gegn því að Bretar yfirgæfu samtökin, - og meðal hinna 48 bresku samveldislanda eru fjöl- mörg sem hafa átt talsverðan hauk í horni þar sem Unesco er. Þá hafa leiðtogar í Bonn og París áður hvatt Thatcher til að halda áfram að beita sér fyrir umbótum innan samtakanna í stað þess að rjúka út. Stokkhólmur - Torbjörn Fáll- din sagðist í dag hafa verið vik- ið úr formannsstöðu sænska Miðflokksins í kjölfar óskap- legrar frammistöðu flokksins í kosningunum í september. „Kjörnefnd flokksins hefur tjáð mér að hún líti ekki lengur á mig sem heppilegasta mann til forystu í flokknum" sagði Fálldin á blaðamannafundi, „ég hef verið rekinn“. Þorbjörn Fálldin varð forsætis- ráðherra Svíþjóðar árið 1976 þegar borgaraflokkarnir komust í ríkisstjórn eftir 44 ára stjórnartíð krata. Lífdögum fyrra ráðuneytis Washington - I fyrrakvöld var John Poindexter skipaður ör- yggisráðgjafi Bandaríkjafor- seta i stað Roberts McFarlane. Poindexter þessi var áður helsti undirmaður McFarlanes. Hann er varaaðmíráll að hertign og veit sitthvað urn tæknihlið á vopnabúnaði. Mikið meira kunna skýrendur ekki frá honum að segja, en áhrifamenn úr röð- unum hægramegin í bandarísku stjórnarliði telja hann pólitískt hans lauk 1978, en hann varð aft- ur forsætisráðherra 1979 þangað til Olof Palme og kratar hans unnu kosningarnar 1982. Miðflokkur Fálldins hefur ver- ið á hraðri niðurleið síðasta ára- tuginn þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfismáí og andstöðu við kjarnorkuver í Svíþjóð, - og er nú svo komið að flokkurinn kýs að fórna leiðtoga sínum, sem raunar hefur notið meiri vinsælda en flokkurinn. Fálldin hyggst draga sig í hlé eftir fórtán ára flokksfor- mennsku og hverfa norður í land til fjárbús síns. Ekki hefur verið valinn nýr flokksleiðtogi. óreyndan og gagnrýna skípun hans á þeim forsendum og kring- um Reagan þurfi fleiri harðlínu- menn í utanríkismálum. Reagan og McFarlane hafa báðir neitað því að brottför hins síðarnefnda eigi sér skýringar í deilum hans við starfsmanna- stjórann David Reagan. McFar- lane vilji barasta sinna fjölskyldu sinni almennilega eftir 30 ára annir á opinberum vegum. Þessu er varlega trúað á fréttaskýring- arvígstöðvum. London - Breska ríkisstjórn- in tilkynnti í dag að hún mundi standa við hótun sína um að segja landið úr Unesco, Menn- ERLENDAR FRÉTTIR EBE Dregið úr þorskveiðum Brussel - Efnahagsbanda- lagsráð hefur gert tillögur um að minnka þorsk- og makríl- kvótann í Norðursjó vegna of- veiði. Hins vegar verður síldar- kvótinn aukinn. Sjávarútvegsráðherrar þeirra Efnahagsþjóða sem málið snertir verða á næstunni að taka afstöðu til tillagna frá Brússel um að þorskkvótinn í Norðursjó minnki um 28 prósent og makrílkvótinn um 21 prósent. Asókn í þorsk og makríl hefur aukist mjög eftir að fækkað hefur veiðisvæðum og fisktegundum sem sjómenn Efnahagsbandalagsþjóðanna mega sækja í. Þorskur og makríll eru í útrým- ingarhættu í Norðursjó ef sókn heldur áfram eins og nú. Við ákvörðun um að veiða minna af þorsk og makríl yrðu sjómenn og útgerðarmenn í Bret- landi, Hollandi og Danmörku fyrir umtalsverðum búsifjum. Þeim getur þó verið huggun harmi gegn að ein tillagnanna gerir ráð fyrir að síldveiðar verði auknar, um hérumbil þriðjung. Moskva - Allar líkur benda til þess að þeir Kasparoff og Karpoff setjist enn einu sinni niður til skákeinvígis í febrúar næstkomandi. Anatólí Karpoff tilkynnti í gær með bréfi til FIDE að hann ætlaði að nota rétt sinn til að skora á Kasparoff heimsmeistara, og Alþjóða-skáksambandið, eða forseti þess Campomanes, hefur ákveðið að það einvígi skuli hefj- ast 1. febrúar. Kasparoff hefur lýst óánægju með að „hefndareinvígið" skuli fara fram svo skömmu eftir síð- ustu viðureign þeirra félaga. Heimsmeistarinn hefur líka sagt að það þurfi að breyta reglum um heimsmeistaraeinvígin, en ólík- legt er að á slíkt verði fallist fyrir einvígið í febrúar. Washington Aðmíráll nýr ráðgjafi Þjóðarmorð? Kolsvört Afgan-skýrsla Hernaðursovét- ogstjórnarhers beinist œ meir að almenningi Sérlegur fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Austurríkismaður- inn Fellx Ermacora, lagði á mánudag skýrslu sína um á- standið í Afganistan fyrir fastanefnd SÞ um félags-, mannúðar- og menningarmál. Ein niðurstaða skýrsiunnar er að í fjórum fimmtu hlutum landsins ríki „félagslegt neyðarástand“, og að hernað- ur stjórnarinnar og sovétliðs- ins hafi á árinu beinst að al- menningi í síauknum mæli. Danska blaðið Information spurði Ermacora um síðustu helgi hvort orðið þjóðarmorð ætti við í Afganistan, og svarið var: „Sem lagaprófessor verð ég að hika við að nota slíkt orð um ástandið. Hinsvegar bendi ég á að ef svo heldur fram sem nú horfir er þess ekki langt að bíða að allar forsendur fyrir að nota það orð verði fyrir hendi“. Ermacora hefur ekki fengið leyfi til að koma til Afganistan. Skýrsla hans byggist á tveimur heimsóknum í flóttamannabúðir í Pakistan, í desember í fyrra og ágúst í haust. Hann segist ekki hafa fellt inní skýrslu sfna nema sæmilega staðfestar frásagnir á- reiðanlegra vitna, og raunar ekki tekið með frásagnir sem voru þess eðlis að þeim yrði ekki trúað utan hörmungarsvæðanna. í skýrslu sinni rekur Ermacora sögulegan bakgrunn átakanna og nærveru sovéthersins, og setur fram tillögur til pólitískrar lausnar, - lausnar sem Sovét- menn virðast nú vera farnir að líta á sem einu færu leiðina, ef marka má ummæli leiðtoga þeirra á stórveldafundinum í Genf. En meginhluti skýrslunnar fjallar um hernaðinn í landinu og ástandið þar. Hann segir flestar vondar sögur sagðar um sovét- herinn, - en tekur fram að þar kunni að gæta tilhneigingar flóttamannanna til að halda hlífi- skildi yfir löndum sínum í stjórn- arhernum. Samkvæmt skýrslunni hefur hernaður stjórnarhers og sovét- liðs á þessu ári beinst æ meira að almenningi, sem - ekki að ófyrir- synju einsog í öðrum stríðum af sama tæi - grunaður er um samúð við skæruliða. Herinn virðist hafa nokkurn veginn sama hátt á „rannsóknum“ sínúm í þorpum. Heilt hérað er tekið fyrir hverju sinni, og byrjað á sprengjuárás- um heilan dag. Um kvöldið er hvert þorp umkringt skriðdrek- um, og morguninn eftir ryðst herliðið samtímis inní öll þorpin í héraðinu. Leitað er í flestum hús- um og fólk heimavið, konur, börn og gamalmenni fyrst og fremst, yfirheyrt, - einkum um hvar karlarnir séu. í þessum yfir- heyrslum eru mörg dæmi um að fólk sé tekið af lífi á staðnum. Fjölmargir eru til vitnis um af- töku tólf karla og 8 kvenna án dóms og laga á þorpstorginu í Sandaly í Nagarhéraði 2. febrúar síðastliðinn. I skýrslunni er talið að herliðið hafi tekið af lífi um þúsund manns í Qarghaj-sveit í Laghna-héraði í sókn stjórnar- og sovéthers þar í mars: auk þess skorinn búsmali. konum nauðgað, og sumar síðan drepn- ar. Meðal látinna eru börn sem brennd voru inni í læstu húsi. í lok mars létust á sama hátt milli 700 og 1200 manns í Kunduz- sveit í Khnabad-héraði. Þrjú til fjögur af tíu Vitnin nefna að sovétmenn beiti nýjum tegundum eldflauga, og einnig hafi þeir tekið í notkun efnavopn skyld napalm- sprengjum kana í Víetnam. Þá er talað um jarðsprengjur til að drepa einn og einn, og manngildrur til örkumla, - þessi vopn séu notuð á svæðum þar sem ætlunin sé að hefja aðgerðir gegn skæruliðum. Samkvæmt upplýsingum sem höfundur skýrslunnar telur áreið- anlegar hafa á þessu ári látist um 33 þúsund manns af afgönskum almenningi. Rúmlega 1800 hús og 74 þorp hafa verið jöfnuð við jörðu í hernaðaraðgerðum sovét- og stjórnarhers. Þá er ófagur kafli um meðferð stríðsfanga beggja megin víglínunnar: á þess- um slóðum er Genfarsáttmálinn um þá hluti óþekktur með öllu. í fjórum fimmtu hlutum Fréttaskýringarmynd um ástandið í Afganistan. Ur Information. Afganistan ríkir félagslegt neyð- arástand, segir Felix Ermacora í skýrslu sinni. Landbúnaður hefur lagst niður í víðlendum héruðum, og auk flóttamannastraums yfir landamærin til Pakistan rekur skýrsluhöfundur „innri flótta- mannavanda" þegar fólk hefur flúið heimahéruð sín. Heilbrigð- isþjónusta er lítil sem engin í stór- um hluta landsins, og má til marks um þær hörmungar nefna að barnadauði er talinn milli 300 og 400 af 1000; þrjú til fjögur börn af hverjum tíu fæddum deyja á fyrsta ári. Til saman- burðar má nefna nýlegar tölur fyrirísland: 1,94 af 1000, fyrirhið stríðshrjáða Angóla: 182 af 1000, nágrannaríkin lran (1975): 108, og Pakistan: 142. í leiðara um síðustu helgi fjall- ar Information um þessa skýrslu. Þar segir meðal annars að eftir hana verði ekki lengur spurt hvort hið austræna stórveldi hafi komið sér upp svínaríi svipuðu og hið vestræna á síðasta áratug; skýrslan sanni að Afganistan sé hið sovéska Víetnam. (Byggt á Information) Föstudagur 6. desember 19*5 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.