Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 06.12.1985, Blaðsíða 13
Þrjú forgangsverkefni EftirÁsmund Stefánsson, forseta ASÍ. Ávarp forseta ASÍ á þingum VMSÍog LÍV, 2. hluti af þremur í komandi samningum eiga forgangsverkefnin að mínu mati að vera þessi. 1. Aukinn kaupmáttur. Við gerum okkur grein fyrir því, að við vinnum ekki allt sem tapast eftirÁsmund Stefánsson, forsetaASI 2. grein hefur í einu stökki og við verðum að leggja niður fyrir okkur skýr skref um hvernig það megi tak- ast. Við vitum að hvort sem lægsta kaup hækkar um 10%, 20%, 30% eða 40% vantar mikið á að það sé fullnægjandi til fram- færis. En við vitum líka, að hvert skref skiptir máli. Um leið og sótt er til aukins kaupmáttar verður að ná betra samræmi en nú er milli taxtanna og þess kaups sem greitt er. Þær miklu yfirborganir sem tíðkast víða valda alvarlegu misræmi í kjörum og veikja samheldni og styrk verkalýðshreyfingarinnar. 2. Traust kaupmáttartrygging. Verkalýðshreyfingin hefur lýst sig reiðubúna til þess að skoða allar leiðir til þess að tryggja kaupið, aðferðin er ekki heilög. Það er kaupmátturinn en ekki kauphækkunin í krónutölu sem máli skiptir. Ég hef sagt að vandamál fyrra vísitölukerfis hafi ekki verið að kaup hækkaði í kjölfar þegar áorðinna verð- hækkana, heldur að atvinnurek- endur og stjórnvöld hafi umsvifa- laust velt kauphækkunum út í verðlagið. En ég hef einnig ítrek- að, að það kerfi sé ekki eina leiðin. Eg tel sjálfsagt að allt sé gert til þess að hamla verðhækk- unum. Það er sjálfsagt eins og gert var í síðustu samningum, að knýja á um að stjórnvöld axli ábyrgð á verðlagsþróuninni. Fyrirfram umsamdar kauphækk- anir og spá um verðlag gefa ákveðinn kaupmátt. Sá kaup- máttur stenst hins vegar því að- eins að verðlágsspáin haldist. Bresti sú forsenda brestur kaup- máttarforsendan um leið. Ég ár- étta að yfirlýsing forsætisráð- herra í áramótaávarpi er ekki nægileg trygging. Það verður óf- rávíkjanlega að ná fram skýrum ákvæðum um það hvernig launa- fólki verði bættur skaðinn ef stjórnvöld standa ekki við sitt. Útreikningar nú gefa til kynna, að kaupmáttur standist nokkurn veginn eins og gert var ráð fyrir í júnísamningunum. Á það er hins vegar vart að treysta, að fjár- málaráðherra leiðrétti hverju sinni slíkt frávik eins og gerðist núna í október. Kaupmáttur í júní-desember verður um fjórð- ungi úr prósenti lakari en gert var ráð fyrir í spá okkar í sumar. Reynslan sýnir, að sé farin leið af þessu tagi er nauðsynlegt að endurskoðun sé trygg ef á reynir. 3. Urlausn ákvcðinna félags- legra atriða. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um þennan lið, aðeins nefna þau mál sem ég tel svo brennandi að á þeim verði að taka: 1. Húsnæðismál 2. Vextir og lánstími. 3. Lífeyrismál. 4. Frávera vegna veikinda barna. 5. Skilvís innheimta sjúkra- og orlofsheimilasj óðsgj alda. Ég vek athygli á því, að ég nefni hér ekki fastráðningu verkafólks í fiskvinnu, enda treysti ég því, að viðræður VMSÍ og VSÍ séu í þann mund að skila því máli í höfn. Öll eru mál þessi brýn. Ekkert er þó jafn brennandi og ástandið í húsnæðismáluunm, sem annars vegar má rekja til hinnar geigvænlegu kjaraskerðingar sem yfir hefur dunið og endur- speglar hins vegar þau rangindi og ójöfnuð, sem beint má rekja tii yfirdrifinnar vaxtastefnu og hreinnar okurstarfsemi, sem flokkast þó ekki undir lagabrot. Samfélagið verður með einhverj- um hætti að bregðast við því ást- andi sem nú ríkir. Við viljum ekki búa í þjóðfélagi sem tryggir þeim ríku ofboðslega ávöxtum auðs og kemur venjulegu fólki sem vinn- ur hörðum höndum á vonarvöl. Spurningin um aðgerðir í hús- næðismálum er spurning um hvort við viljum búa í harð- neskjulegu peningaþjóðfélagi eða í samfélagi jafnaðar og frels- is. Tiltekinn hópur fólks þarf á aðstoð að halda og við verðum að tryggja að hlutur þessa fólks verði leiðréttur. B/EKUR ÍSLENSKI iLSKHUGAR átján karlmenn ræða urn kynlíflö, konuna og karlmennskuna íslenskir elskhugar Forlagið hefur gefið út bókina Islenskir elskhugar eftir Jóhönnu Sveinsdóttur blaðamann. í henni ræðir Jóhanna við 18 karlmenn á aldrinum 20-75 ára um ástir þeirra og tilfinningamál. í frétt frá Forlaginu segir svo um viðmælendur Jóhönnu: „Karlmanneirnir átján eru úr ýmsum áttum. Skólapiltur, sjó- maður, framkvæmdastjóri, bíl- stjóri, skáld og lögfræðingur svo nokkrir séu nefndir. Með sanni má segja að allar stéttir eigi hér fulltrúa sinn. Hér tala hreinir sveinar og flekkaðir, fráskildir karlmenn og skemmtistaðafolar í ævintýraleit, hommar og ráðsett- ir margra barna feður.“ Islenskir elskhugar er 212 bls. að stærð og fæst bæði bundin og sem kilja. Oddi prentaði. Heimsmeta- bók Guinness Út er komin hjá Erni og Örlygi þriðja íslenska útgáfan af Heims- mctabók Guinness. Bókin kom út fyrst 1977 og síðan 1980 en hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið. Heimsmetabók Guinness á 30 ára afmæli urn þessar mundir og af því tilefni er í nýju útgáfunni birt yfirlit um þróun heimsmeta sl. 30 ár og einnig heimskort til glöggvunar á yfirlitinu. Ýmsar aðrar nýjungar eru í nýju útgáf- unni, td. eru flestar myndir nú prentaðar í litum. Að vanda er þar einnig að finna kafla um ís- lensk met, ný og gömul. Heimsmetabók Guinness er sett og prentuð í Prentstofu G. Ben. en bundin í Arnarfelli. Hvernig elska á karlmann Hvernig elska á karlmann er heitið á nýrri bók sem Frjálst tramtak hefur gefið út. Bókin er bandarísk að uppruna, eftir Al- exöndru Panney en Sigurður Hjartarson hefur snúið henni á íslensku. í frétt frá útgefanda segir að bókin fjalli um „unað ástarlífsins og hvernig unnt er að bæta það bæði tilfinningalega og líkam- lega“. Þar segir einnig „að ekki sé langt síðan að þau viðhorf hafi verið ríkjandi að konan ætti að vera hlutlaus og undirgefin í ást- arlífinu, en sá tími sé liðinn“. Höfundur byggir á viðtölum við fjölda karla og kvenna. Hvernig elska á karlmann er sett og prentuð í Prentstofu G. Ben. en bundin hjá Arnarfelli. Heimslns mestu FURÐUFUGLAR Heimslns mestu furðufuglar Heimsins mestu furðufuglar nefnist bók sem Frjálst framtak hefur gefið út. Bókin er bresk, höfundur Mike Parker en þýð- andi Karl Birgisson. í frétt frá útgefanda segir að í bókinni sé fjallað um „fólk sem hefur á einhvern hátt skorið sig rækilega úr fjöldanum". Þar er sagt frá John Merricks, öðru nafni Fílamanninum, síamství- burunum Eng og Chang, fólki nteð afbrigðilegt minni, þeim sterkustu, feitustu, hávöxnustu, lágvöxnustu, hár- og skeggprúð- ustu, úlfabörnum og uppvakn- ingum. Heimsins mestu furðufuglar er sett og prentuð í Prentstofu G. Ben. en bundin hjá Bókfelli. Hugsaðu um heilsuna Bókaklúbburinn Veröld hefur gefið út bókina Hugsaðu um heilsuna. Bókin er unnin af hópi höfunda undir stjórn svíans Ulf Nicolausson en Örnólfur Thorl- acius hefur haft umsjón með ís- lensku útgáfunni og þýtt í sam- vinnu við Andrés Kristjánsson og Arngrím Thorlacius. Bókin er prýdd fjölda litprent- aðra skýringamynda en í henni er fjallað um hvernig komast megi hjá vanheilsu með skynsam- legum lifnaðarháttum, hvernig læknisskoðun fer fram, hvað ger- ist á hinum ýmsu deildum sjúkra- húsa, greint frá læknislyfjum og skipan heilsugæslu á íslandi. Auk þess eru sérstakir kaflar um barn- asjúkdóma, heilsuvernd aldr- aðra, geðsjúkdóma og aðrar sál- rænar truflanir. Bókin Hugsaðu um heilsuna er á fjórða hundrað blaðsíður, prentuð í Odda. Réttur dagsins Hörpuútgáfan á Akranesi hef- ur sent frá sér matreiðslubókina Réttur dagsins eftir Margréti Þor- valdsdóttur, og eru uppskriftir í bókinni byggðar á samnefndum þáttum höfundar í einu dagblað- anna. „Höfundur hefur dvalið vfða erlendis og kynnst þar matargerð og matarvenjum ýmissa þjóða“ segir í frétt frá útgáfunni, og eru sumar uppskriftirnar frum- samdar en aðrar af erlendum stofni, „aðlagaðar íslenskum að- stæðum og innlendu hráefni. Áhersla er lögð á að uppskriftirn- ar séu auðveldar fyrir alla til matargerðar. Gætt er hófs í hrá- efniskostnaði. Þá hefur verið lögð áhersla á að réttirnir falli að smekk barna,“ segir í formála. Réttur dagsins er 112 bls. í stóru broti. Bókin er prýdd lit- myndum, sem Magnús Hjörleifs- son ljósmyndari tók. Föstudagur 6. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.