Þjóðviljinn - 14.12.1985, Síða 1

Þjóðviljinn - 14.12.1985, Síða 1
MENNING SUNNUDAGS- BLAÐ Hafskipsmálið Þórður neitar Albert Ríkissaksóknari hafnar heiðni iðnaðaráðherra um opinbera rannsókn á þœtti hans í Hafskipsmálinu. Þórður Björnsson: Vœri skýlaust brotgegn einum af hornsteinum íslenskrar réttarskipunar órður Björnsson ríkissak- sóknari hafnaði í gær beiðni Alberts Guðmundssonar iðnað- arráðherra um að fram fari opin- ber rannsókn á þætti hans í Haf- skipshneykslinu til að hreinsa Al- bert af ásökunum um, að hann hafl misbeitt aðstöðu sinni sem. formaður bankaráðs Útvegs- bankans til að greiða fyrir við- skiptum Hafskips. í bréfi til ráðherrans í gær segir ríkissaksóknari m.a.: „Ef reynt yrði að skilja þátt yðar frá þáttum annarra, sem hér eiga hlut að máli, í því skyni að flýta málalok- um, að því er yður einan varðar, væri það ekki aðeins ógerlegt af málefnaástæðum heldur einnig skýlaust brot gegn jafnréttisregl- unni, sem er einn af hyrningar- steinum íslenskrar réttarskipun- ar.“ Þar sem ekki hefur komið fram rökstuddur grunur um að Albert hafi gerst sekur um refsivert at- hæfi telur Þórður að ekki sé hægt að hefja opinbera rannsókn á hendur honum. Albert verði því að rannsaka ásamt öðrum þeim er hugsanlega eiga hlut að Haf- skipshneykslinu. Vilji ráðherr- ann hvítþvo sig af ásökun eða orðrómi verði hann að höfða meiðyrðamál. Síðdegis í gær barst Þjóðviljan- um yfirlýsing frá Albert Guð- mundssyni vegna ákvörðunar saksóknara. Þar segist iðnaðar- ráðherra skilja ákvörðunina á þann veg að fyrst ekki sé fyrir hendi rökstuddur grunur um refsivert athæfi þá séu „fullyrð- ingar þeirra manna sem sett hafa þessar ásakanir fram ekki mark- tækar". Iðnaðarráðherra segir enn- fremur að hann hafi sent málið til saksóknara í því skyni að hraða rannsókn þess. Hann verði að una því að hún taki lengri tíma en nauðsynlegt væri, Hitt standi eftir „sem auðvitað skiptir mestu, að ríkissaksóknari telur ekkert marktækt tilefni hafa komið fram sem réttlæti opinbera rannsókn,” segir í yfirlýsingu iðnaðarráð- herra. -gg/-ÞH ■ 10 dagar til jola! Teikning: Vignir Rafn 7 ára, Furu- grund 76 Kópavogi. Qkurmálið Lokið fyrir jól Þórir Oddsson: Hátt á annað hundrað manna verið yfirheyrðir Við stefnun enn ákveðið að því að Ijúka rannsókh okurmálsins fyrir jól og senda það til ríkissak- sóknara og við erum bjartsýnir á að það takist, sagði Þórir Odds- son vararannsóknarlögreglu- stjóri ríkisins í samtali við Þjóð- viljann í gær. Að sögn Þóris er rannsóknar- lögreglan ekki með önnur okur- mál í rannsókn og engin rökstudd kæra hefur borist síðan þetta mál Hermanns Björgvinssonar kom upp. Hátt á annað hundrað manna hafa verið yfirheyrðir í þessu umfangsmesta okurmáli okkar sögu. Dæmi eru um að menn hafi v.erið með á þriðja tug milljóna króna í veltu hjá Her- manni og sögur segja að skuldar- ar hafi farið allt upp í 15 milljpnir. Fólk úr öllum stigum þjóðfélags- ins er viðriðið málið, beggja enda. Lögreglan hefur lagt hald á rúmar 200 milljónir króna í seðl- um og ávísunum. -gg Hafskipsmálið Skiptaráðandi farinn til Bandaríkjanna Ragnar Hall skiptaráðandi er farinn til Bandaríkjanna til að rannsaka mál Hafskips í því landi, en sem kunnugt er rak Haf- skip h.f. þar dótturfyrirtæki all nokkur og ýmis skúffu- og papp- írsfyrirtæki. -Sdór El Salvadornefndin á íslandi stendur nú að söfnun til að styðja rekstur félög einsog t.d. ASl og BSRB styðja þessa söfnun. Jólasöfnunin fer fram [ heilsugæslustöðvar í Santa Barbara. Er stefnt að því að safna 400 þúsund Reykjavík og var þessi mynd af söfnunarmeisturum og stuðningsmönnum krónum, sem myndi duga til að reka stöðina í þrjá mánuði. Mörg samtök og tekin á nýja Laugaveginum í gær. Ljósm: Sig Fjárlagafrumvarpið Stjomarandstaöan vill frestun Geir Gunnarsson: Minnihlutifjárveitinganefndar alþingis leggur til að fjárlagafrumvarpið verði unnið uppá nýtt. 2500 miljón króna halliá ríkissjóði íár. 107% hœkkun á erlendum lántökum. Áfellisdómuryfir efnahagsstefn u stjórnarinnar Stjórnarandstaðan telur ekki stætt á því að afgreiða fjárlög á næsta ári með þeim halla sem við blasir, síst af öllu í kjölfar 2000-2500 miljóna rekstarhalla ríkissjóðs á þessu ári með tilhcyr- andi skuldasöfnun, fjármagns- kostnaði, viðskiptahalla og verð- bólgu sem af honum leiðir. Klukkan 10 fyrir hádegi í dag verður gengið til atkvæða um til- lögu stjórnarandstæðinga um að vísa frumvarpinu frá og hefja gagngera endurskoðun þess með það fyrir augum að afgreiða hallalaus fjárlög fyrir næsta ár. Geir Gunnarsson mælti í gær fyrir þessu áliti stjórnarandstæð- inga og benti m.a. á að allar for- sendur frumvarpsins um afkomu ríkissjóðs á þessu ári væru rangar og sömu sögu væri að segja um áætlanir um tekjur og gjöld á næsta ári. Halli ríkissjóðs á þessu ári verður ekki 743 miljónir eins og ráð var fyrir gert í fjárlögum og ekki 1860 miljónir eins og segir í forsendum frumvarpsins fyrir næsta ár, heldur 2000-2500 milj- ónir króna. Hann benti einnig á að fjárlaga- og hagsýslustofnun telur nauðsynlegt að hækka áætl- uð útgjöld á næsta ári um 5-6% að því er tekur til allra verðlags- og launaþátta. Fyrirsjáanlegt er því að fjárlagahallinn á næsta ári verður ekki tæpar 500 miljónir eins og segir í frumvarpinu, held- ur mun meira. Geir gerði niðurskurð á félags- legum framkvæmdum, síauknar erlendar lántökur og seðlaprent- un að umræðuefni. Hann benti m.a. á að frumvarpið gerir ráð fyrir 107% hækkun á lántökum á næsta ári eða 3.164 miljónum í stað 1526 miljóna á þessu ári. Þessar lántökur verði hins vegar mun meiri ef tekið er tillit til þess að fjárlagahallinn í ár er vanáætl- aður í frumvarpinu. Stjórharandstaðan er einróma í þessum harða dómi yfir fjárlaga- gerð ríkisstjórnarinnar og flytur engar breytingartillögur við frumvarpið sem hún telur mark- leysu. -IA Sjá Innsýn bls 5.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.