Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Blaðsíða 4
LEHDARI Stbrhugur atvinnurekenda Víöa tíökast sá ágæti siöur aö atvinnurekend- ur færa starfsfölki sínu einhvern þakklætisvott fyrir vel unnin störf þegar líöur aö jólum. Þetta er góöur siður og þjóölegur, og vel til þess fallinn aö bæta samband milli starfsfólks og atvinnu- rekenda. Hins vegar eru mörg form á jólaglaðningi at- vinnurekenda og ekki alltaf jafn gilt mannsbragð aö. Þannig eru nú mörg hundruð manns í fisk- iðnaði um allt land aö fá æöi sérstæðar jólagjafir frá atvinnurekendum sínum. Þaö eru ekki hlýleg jólakort eöa þakkir fyrir samviskusamlega unn- in störf á árinu, ekki hangikjötslæri eöa bækur til jólalestrar. Nei, - stórhugur þeirra sem mest hafa grætt á sjávarútvegi er því miður allt ann-' arrar ættar: þessir menn eru nefnilega aö reka starfsfólk úr vinnu yfir jólin svo hundruðum skiþtir. A máli atvinnurekenda heitir þetta hagræöing og sparnaöur. En fyrir verkafólk, sem búiö er aö vinna höröum höndum allt áriö er þetta auövitaö ekkert annaö en hnefahögg í andlitið. Og þaö er hlálegt, aö einmitt sömu atvinnurekendur og núna reka starfsfólk sitt heim einsog hunda til aö komast hjá því aö borga því laun, þeir hafa galaö hæst á torgum um erfiöleika fiskvinnsl- unnar á því aö halda góöu starfsfólki í greininni. Þessir menn halda greinilega aö þaö sé hægt aö slá fólk meö annarri hendinni og teyma þaö á asnaeyrunum með hinni. Svona vinnulag gengur auövitaö ekki. Fisk- verkafólk getur ekki og má ekki sætta sig viö úrelt fyrirkomulag af þessu tæi. Öryggisleysi einsog þetta, þegar atvinnurekandi getur beinlínis skipaö fólki kauplausu heim þegar honum býöur svo viö aö horfa er óþolandi. Lög sem Ieyfa þetta eru einfaldlega útí hött. Þessu veröur aö breyta sem fyrst, ekki ein- Eru Um tíma haföi bóksala dregist verulega sam- an á íslandi, en í fyrra brá svo viö, aö hún rétti úr kútnum. Bókin naut líka augljósrar velvildar flestra fjölmiöla og útgefendur tóku upp skyn- samlegri útgáfuhætti en áöur- m.a. meö því aö fækka bókatitlum. Og áhugamenn um bækur gátu fagnað því, aö sú fækkun kom ekki niður á fjölbreytni og gæöum. Og enn er hafin bókaver- tíö sem einkennist bæöi af umtalsverðu sköpu n- arfjöri ísienskra höfunda og því, að fleiri merk skáldverk erlend eru þýdd á íslensku en menn eiga að venjast. Og er aö því spurt, hvort bækur séu dýrar eöa ekki? Beinast liggur viö aö svara því meö þeirri staðhæfingu, aö góö bók sem er lesanda sínum nokkurs viröi veröur sjaldan of dýr - síst ef miðað er viö kostnað af ýmsu stundargamni. Bókaútgefendur hafa reyndar tekið saman ungis vegna starfsfólksins, heldur líka vegna sjálfrar atvinnugreinarinnar, því ella fæst aldrei fólk til starfa í fiskiðnaðinum. Þeim atvinnurekendum sem stóðu aö þessari jólagjöf, ekki síst hinum nýstofnaöa Granda hf., skal svo aö síðustu óskað til hamingju meö stórhuginn og örlætiö sem í þessu felst. -ÖS dýrar? heimildir um þróun bókaverðs, sem þeir kynntu á dögunum. Þar kemur það á daginn, aö á síðustu fimm árum hafa framfærsluvísitalan og verö á bókum haldist nokkurnveginn í hendur. I þeim skilningi eru bækur ekki dýrari en verið hefur. Hitt er svo annað mál, að staöa bókarinn- ar er eitt af því sem verður fyrir skakkaföllum í kjararýrnum liöinna ára. Eftir kjaraskerðingar var svo komiö í fyrra og hitteðfyrra, að verð bóka haföi hækkaö um fjóröungi meira en kauptaxtar launafólks. Svipaö því og gerðist um annaö vöruverð. Á þessu ári er dæmið ögn hagstæð- ara - verö bóka er nú ellefu prósentum á undan þróun kauptaxta. Tölur segja aldrei nema hálfa sögu: enginn veit hverra kosta hann á í rauninni völ nema hann leggi á sig þá skemmtilegu fyrirhöfn aö skoöa sjálfur hverju fram vindur á bókamarkaði. -ÁB bækur KUPPT OG SKORK) Allar bækur Halldórs Þaö er umtalsefni út af fyrir sig, aö allar bækur Halldórs Laxness hafa verið endurútgefnar í þeirri útgáfu seni Helgafell og nú Vaka hafa verið að koma upp. Lengst af voru það þrjú deilurit sem eftir voru - Kaþólsk viðhorf og Sovét- bækurnar tvær frá fjórða ára- tugnum, I Austurvegi og Gerska ævintyrið. Nú eru þessi rit öll fáanleg aftur eins og eölilegt er - en fornbókasalar munu gramir nokkuð, því frumútgáfur slíkra rita kostuðu orðið morö fjár. Safnarar mega þó hugga sig við það, að það er jafnerfitt og áður eða erfiðara að koma sér upp Halldóri í frumútgáfum. í okunnum heimi í Austurvegi kom út á dögun- um. Sú bók er reyndar miklu síður girnileg til fróðleiks en hin Sovétbókin - Gerska ævintýrið. Gerska ævintýrið geymir miklu persónulegri og átakameiri glímu við sovéskan veruleika, og sú glíma fer fram undir feiknstöfum réttarhaldanna miklu yfir Búk- harín og fleiri merkum mönnum og mikillar sigurgöngu fasismans í Evrópu. í Austurvegi geymir hinsvegar minnisblöð ferða- manns sem er í fyrsta sinn í ó- kunnum heimi. Og veit reyndar að hann talar af takmarkaðri reynslu eftir tveggja mánaða ferð til Sovét-Rússlands árið 1932 og bregður þá á það ráð að vitna mikið til Leníns og Stalíns unt þjóðfélagsástand og bændamál og lífskjör verkalýðs fyrir bylt- ingu, upp úr henni og á dögum þeirrar fimm ára áætlunar, sem var mönnum um víðan heim eitthvert mesta undrunarefni (og aðdáunarefni róttæklinga megin) í heimi sem þá engdist i viðjum mikillar efnahagskreppu. Rússar og Bjartur í Sumarhúsum Eftir á að hyggja er í Austur- vegi ekki bara minnisvarði um galdra „sendinefndakerfisins" sem gerðu svo mörgum ágætum mönnum skráveiíu þegar þeir, fullir eðlilegrar velvildar, heim- sóttu Sovétríkin á fjórða ártugn- um. (Ég á þá blátt áfrant við það að þeir sem skoðuðu nokkrar verksnriðjur og samyrkjubú undir leiðsögn vissu í rauninni skelfilega fátt um það sem gerst hafði í sveitum landsins á þeim misserum og því síður það sem var að gerast t Kommúnista- flokknum sjálfum. Sumir menn neita enn í dag að vita nokkurn skapaðan hlut um þau efni). Merkileg lesendum getur bókin í Austurvegi fyrst og fremst orðið sem ákveðinn lykill að þeim hug- myndum sem Halldór Laxness er að velta fyrir sér um það leyti sem hann skrifar Sjálfstætt fólk. Mjög drjúgur hluti þessarar ferðabókar fjallar einmitt um bændamál. Halldór gerir ræki- lega grein fyrir hugmyndum Len- íns og Stalíns um að skilningur á þnskiptingu bændastéttar í stór- bændur, meðalbændur og smá- bændur sé lykillinn að bændamál- um. Stórbændur reyni í auðvalds- þjóðfélagi að nota samvinnu- hreyfingu til að gabba meðal- bændur til að sætta sig við óbreytt ástand. Kotungar fái svo ekkert í sinn hlut frekar en endranær. Halldór er og sannfærður um að „rafvæðing sveitanna", tækni- væðing þeirra sé það eina sem geti frelsað kotunginn úr þræld- ómi - og að slík tíðindi muni ekki gerast nema fyrir tilstilli ver- klýðsbyltingar. Um leið eru í bókinni viðhöfð hörð orð (frá Halldóri sjálfum) um fáránlegan „séreignarhugsunarhátt" kot- ungsins, einyrkjans, „sljóvga hans og tregðu“ Allar eru þessar hugmyndir vel virkar í sögunni miklu af Bjarti í Sumarhúsum, vilji menn að gá. Og er saman- burður þessara tveggja bóka frá fjórða áratugnum, I Austurvegi og Sjálfstæðs fólks, reyndar geysimerkur vitnisburður um það, hve langt er frá hinni „gráu kenningu" og að „lífsins græna tré". Stalín stílaði vel í bókinni segir - og Halldór hefur ítrekað það nýlega á blaða- mannafundi - að Stalin sé skemmtilegur rithöfundur. Jósep karli er hrósað fyrir það, hve vel hann kunni að „greina fyrir sér flókin úrlausnarefni og torveld í einföldum línum". Hann leggur oft saman flókin meðrök og mót- rök í einfalda spurningu sem er svo skelegg að hún heggur sundur heilan galdrahnút af málaflóka, þannig að svarið virðist liggja opið hverju barni: svona hlýtur þetta að vera; það getur ekki ver- ið öðruvísi (bls 47) Þetta minnir Klippara á það sem samstúdentar hans í Moskvu sögðu stundum um þá skyldu- lesningu í sovétmarxisma sem að þeim var haldið: Það er allt svo ljóst og skýrt hjá Stalín, Lenín stendur í einhverjum þrætum út og suður sem erfitt er að henda reiður á og Marx er svo flókinn, að það er ekki nokkur leið að skilja hvað hann er að fara! Stalín var óneitanlega snjall maður. Líka í þeirri list að búa til kver til að miðla einföldum boð- skap-enda gamall guðfræðinemi sjálfur. Hitt er svo verra, að ein- földun á flóknum hlutum getur aldrei orðið dyggð í sjálfu sér. Einföldunin getur eins stefnt hraðbyri í burt frá veruleikanum þar sem fólk lifir og deyr. í Austurvegi minnir á það, að túlk- un Stalíns sjáifs og hans manna á þeinr tíðindum, sem gerðust í sveitum Sovétríkjanna í byrjun fjórða áratugarins, minnir ekki á neitt frekar en þá garpa róman- tískra tíma sem sögðu: Heimurinn er rétt eins og EG hugsa hann. ÁB DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar , Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrift á mónuði: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.