Þjóðviljinn - 18.12.1985, Page 5
Alþýðubandalag
Vil Iflca geta
spilað frítt
Skúli Alexandersson mótmœlir afstöðu
flokksins í kvótamálinu með úrsögn úr
iðnaðarnefnd efri deildar
„Með þessari afstöðu sinni í
kvótamálinu hefur flokkurinn
raunverulega stigið skref í þá átt
að þingmenn eigi að spila frítt
með sínar skoðanir. í samræmi
við það vil ég losna undan þeirri
bindingu að vera málsvari flokks-
ins í iðnaðarnefnd og tel mig hafa
betri möguleika til að vera óháð-
ari flokksstefnu utan nefndarinn-
ar og geta þá við vissar aðstæður
skipt um skoðun rétt eins og for-
ingjarnir“, sagði Skúli Alexand-
ersson, þingmaður Alþvðu-
bandalagsins í Vesturlandskjör-
dæmi í samtali við Þjóðviijann í
gær.
Um miðnæturbil í fyrrakvöld
lýsti Skúli, sem er eindreginn
andstæðingur kvótans, því yfir í
efri deild að hann hefði óskað
eftir því að láta af störfum í iðn-
aðarnefnd deildarinnar vegna óá-
nægju með breytta afstöðu ein-
stakra þingmanna AB til kvót-
ans. Mun hann hafa nefndabýti
við Helga Seljan og taka sæti
hans í landbúnaðarnefnd og hef-
ur þingflokkurinn fallist á það.
Skúli sagði í gær að afstaða
flokksins í neðri deild hefði kom-
ið sér mjög á óvart einkum að
ekkert mótatkvæði hafi komið
fram þegar málið var afgreitt til
þriðju umræðu. Tveir fyrrver-
andi ráðherrar flokksins hefðu
þar breytt afstöðu sinni; Hjör-
leifur Guttormsson sem studdi
frumvarpið og Svavar Gestsson
sem sat hjá. Þingmennirnir Guð-
rún Helgadóttir og Garðar Sig-
urðsson hefðu hins vegar stutt
frumvarpið rétt eins og í fyrra.
„Eftir höfðindu dansa limirn-
ir“, sagði Skúli í gær. „Ég hef í
iðnaðarnefnd litið á mig sem
málsvara Alþýðubandalagsins og
sem formaður nefndarinnar í tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar sem
málsvara stjórnarstefnunnar. Ég
vil losna undan þeirri bindingu og
geta við vissar aðstæður skipt um
skoðun rétt eins og foringjarnir“.
- Nú gera menn því skóna að
þetta sé einhvers konar hefndar-
Skúli: Breytt afstaða Hjörleifs og Svavars kom mér mjög á óvart.
ráðstöfun gagnvart Hjörleifi
Guttormssyni og stefnu hans sem
fyrrverandi iðnaðarráðherra.
Értu á öndverðu máli við hann í
iðnaðarmálum?
„Ég er ekki að leita eftir neinu
uppgjöri um iðnaðar- og orku-
mál, heldur fyrst og fremst eftir
umræðu, einkum um sjávarút-
vegsmálin. Það hefur ekki verið
mikill skoðanaágreiningur milli
mín og Hjörleifs þó ekki hafi ég
t.d. verið mjög áhugasamur um
stóriðju við Hvalfjörð og Eyja-
fjörð. Ég hef t.a.m. getað stutt
stóriðju við Reyðarfjörð til að
forða byggðarösicun. Við þurfum
hins vegar að gera það upp við
okkur að það er ekki stóriðjan
sem kemur til með að skapa ný
atvinnutækifæri í framtíðinni og
því er nærtækast að snúa sér að
sjávarútveginum. Þannig tengj-
ast þessi mál í mínum huga“.
-ÁI
Þyrlukaupin
Ráðherrar svara
ekki fyrirspumum
Guðrún Helgadóttir: Osannindi að ekki sé vitað hver hafi verið
umboðsmaðurfrönsku þyrlannafrá 1980-1983
Eg tek ekki minnsta mark á
þessu skjali. Mér er gjörsam-
lega óskiljanlegt hvernig tveir
ráðherrar leyfa sér að bera fram
slík ósannindi á þingskjali og ég
gef þeim kost á að draga skjalið til
baka, sagði Guðrún Helgadóttir í
umræðum utan dagskrár á al-
þingi í gær.
Tilefnið var skriflegt svar fjár-
málaráðherra, unnið í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu við fyrir-
spurnum hennar um kaupin á
frönsku Dauphin-þyrlunni. f
svari við 9. lið fyrirspurnarinnar
um umboðsmann Aero-
spatiale-verksmiðjanna hér á
landi segir að ekki sé vitað hver
hann hafi verið á árunum 1980-
1984.
„Þetta er lygi“, sagði Guðrún.
„f ritinu íslensk fyrirtæki er um-
boðsmannsins getið á árinu 1980,
1981,1982 og 1983 og það skiptir
ekki máli í þessu sambandi að
það er núverandi iðnaðarráð-
herra, Albert Guðmundsson.
Það sem skiptir máli er að þing-
menn geti treyst því að svör við
dæma hvort skjöl væru rétt eða
röng. Hins vegar myndi hann
ræða við ráðherra um athuga-
semdir hennar. Jón Helgason
dóms- og kirkjumálaráðherra
sagði að gengið yrði úr skugga um
fullyrðingar Guðrúnar varðandi
umboðsmanninn en þingmenn-
irnir Svavar Gestsson og Eiður
Guðnason tóku undir gagnrýni
hennar á vinnubrögð ráðherr-
anna. _ái
Fiskveiðistefnan
Kvótinn kominn
í efri deild
Viðskiptaráðherra greiddi atkvœði gegn
sjávarútvegsráðherra
Fyrsta umræða í efri deild um
kvótafrumvarp Halldórs Ás-
grímssonar stóð fram undir
klukkan tvö í fyrrinótt. Fyrr um
daginn hafði neðri deild sam-
þykkt frumvarpið með 24 at-
kvæðum gegn 9 og greiddu þrír
stjórnarliðar atkvæði gegn Hali-
dóri, þeirra á incðal Matthías
Bjarnason viðskiptaráðherra.
Landsbyggðarbönd reyndust
flokksböndum yfirsterkari í af-
stöðu einstakra manna til kvóta-
frumvarpsins.' Stjórnarliðarnir
Ólafur Þ. Þórðarson, Guðmund-
ur H. Garðarsson og Matthías
Bjarnason lögðust gegn frum-
varpinu og Ingvar Gíslason var
fjarstaddur. Friðjón Þórðarson
og Ellert Schram sátu hjá.
Sex þingmenn Alþýðubanda-
lagsins tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni en Hjörleifur Gutt-
ormsson sem lýst hefur stuðningi
við kvótann var fjarstaddur. At-
kvæði þeirra skiptust 2-2-2. Geir
Gunnarsson og Guðmundur J.
Guðmundsson greiddu atkvæði
gegn kvótanum, Garðar Sigurðs-
son og Guðrún Helgadóttir
greiddu atkvæði nteð honum en
Steingrímur J. Sigfússon og Svav-
ar Gestsson sátu hjá. I greinar-
gerð með atkvæði sínu sagði
Svavar Gestsson að þó margt
hefði breyst til batnaðar í frum-
varpinu væri eðlilegt að ríkis-
stjórnin bæri ein ábyrgð á því og
með því að taka ekki þátt í at-
kvæðagreiðslunni væri hann að
mótmæla sjávarútvegsstefnu
stjórnarinnar.
3 þingmenn Alþýðuflokks, Jó-
hanna Sigurðardóttir, Jón Bald-
vin Hannibalsson og Sighvatur
Björgvinsson voru á móti kvótan-
um en Kjartan Jóhannsson sagði
já. Kristín S. Kvaran Bandalagi
jafnaðarmanna var á móti en
Guðmundur Einarsson var fjar-
staddur.
-ÁI
Alið
Guðrún: Ótækt að geta ekki treyst
skriflegum svörum ráðherra.
fyrirspurnum þeirra séu rétt, en
ekki röng“.
Forseti sameinaðs þings, Þor-
valdur Garðar Kristjánsson á -
taldi Guðrúnu fyrir að nota orðið
„lygi“ úr ræðustóli og sagði það
ekki í verkahring forseta að
Albert og Þorvaldur
í hár saman útaf álinu
Ekki œtlast til neinnar umfjöllunar í efri deild.
Þorvaldur Garðar ósáttur við ýtni ráðherra
Framsókn á ferð og flugi
Síðdegis í gær flugu Steingrím-
ur Hermannsson og Halldór
Ásgrímsson utan í fylgd Páls Pét-
urssonar forseta Norðurlanda-
ráðs.
Förinni var heitið til Helsing-
fors í Finnlandi til fundarhalda á
vegum Norðurlandaráðs auk
þess sem þremenningarnir munu
taka þátt í fagnaði Finna í tilefni
þess að 30 ár eru liðin frá því þeir
óskuðu setu í Norðurlandaráði.
Þeir félagar eru væntanlegir heim
á morgun, fimmtudag, með
flugvél Flugmálastjórnar sem
flýgur með þá báðar leiðir og bíjð-
ur eftir þeim ytra.
-ÁI
Albert Guðmundssyni iðnað-
arráðherra og Þorvaldi Garðari
Kristjánssyni formanni iðnað-
arnefndar efri deildar lenti saman
í fyrrinótt vegna afgreiðslu máls-
ins. I framsögu sinni lagði ráð-
herra áherslu á að málið yrði af-
greitt fyrir helgi en því mótmæltu
þingmenn stjórnarandstöð-
unnar. Þorvaldur Garðar sagðist
ekki sjá að þetta mál væri svo
brýnt að ekki mætti gefa deildinni
góðan tíma til að fjalla um það.
Helgi Seljan benti á að með
þessu móti gæfist ekki tóm til að
fjalla efnislega um málið í efri
deild eða sannreyna þær nýju
hagnaðartölur sem stjórnarliðið
fleygði inn á borð neðri deildar
við lokaafgreiðslu ntálsins þar.
Þorvaldur Garðar fullyrti að
sér hefði ekki verið uppálagt að
afgreiða málið fyrir jól. Ef það
hefði staðið til hefðu iðnaðar-
nefndir beggja deilda átt að starfa
saman að málinu.
Albert Guðmundsson sagði
hins vegar að nýr skattsamningur
Miðvikudagur 18.
við Alusuisse væri meðal for-
gangsverkefna sem ríkisstjórnar-
flokkarnir hefðu samþykkt að af-
greiða fyrir jólaleyfi. Það ætti því
ekki að koma Þorvaldi Garðari á
óvart.
Iðnaðarnefndin hittist í gær-
morgun en náðist ekkert sam-
komulag um hvernig staðið verð-
ur að umfjöllun og afgreiðslu
málsins. Annar fundur er fyrir-
hugaður í dag.
-ÁI
1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5