Þjóðviljinn - 18.12.1985, Qupperneq 18
BÆKUR
Játvarður Jökull Júlíusson
Galdrakonan og
velferðarrithöfundurinn
þar efni í sögu. Par hittir hann
fyrir Sólu eða Sólrúnu, aldraða
konu, sem er „eldhress", eins og
allir eru farnir að segja, og rekur
fyrir honum ætt og uppruna með
þeim líflega hætti að hann er sem
„bergnuminn". Hann gengur svo
í bjargið til þessarar fornkonu af
Ströndum, sem rekur ættir sínar
til galdrafólks og hálftrölla á
Ströndum, en hefur uppkomin
lent í hörðum stéttaslag milli-
stríðsáranna. Um leið fær lesand-
inn fregnir af Hjálmari sjálfum og
sambúð hans við konu hans, sem
á von á barni. Bókin er svo stíluð
sem sendibréf til barnsins ófædda
(nokkuð í ætt við óléttuskýrslu
Oriönu Fallaci) - og er þá tví-
þætt. Annarsvegar fer saga af
hnignun sambýlis ungs samtíma-
fólks, sem lætur sér flest verða að
vandamáli - hinsvegar er þjóð-
sögukennd frásögn (höfð eftir
Sólu) af forfeðrum gömlu kon-
unnar og uppvexti hennar sjálfr-
ar. Tilgangurinn með þessum sér-
stæða samanburði er orðaður svo
á einum stað í bókinni:
„Mér finnst það óborganleg
lífsreynsla, að heyra konu, sem
fædd er árið 1900, þylja upp sögu
forfeðra sinna á svo lifandi og
eftirminnilegan hátt sem Sóla
gerir. En þegar ég hlusta á hana
tala um sitt eigið lífshlaup sit ég
lamaður og skammast mín fyrir
fákunnáttu mína, heimtufrekju,
vankunnáttu og smáborgara-
skap“.
Sú hugmynd, sem felst í þess-
um orðum og sögusmíðinni
sjálfri, er í sjálfu sér ágæt. Það er
satt og rétt að það er hollt að
þekkja fortíð landsins barna og
sú vitneskja um „ræturnar" er til
þess fallinn að draga úr sjálfs-
vorkunn nútímafólks sem finnst
ekkert mannlíf nógu þægilegt,
nógu auðvelt. En útfærslu þess-
arar hugmyndar er í nokkrum
greinum ábótavant.
í fyrsta lagi er það til að taka,
að þótt vesældómur Hjálmars rit-
höfundar komist ótvírætt til skila,
þá tekur hans þáttur óþarflega
mikið rúm, sem stundum er fyllt
með helst til forskrúfuðum frá-
sagnarhætti. (Til dæmis þegar
farið er í heimsókn til tengdafor-
eldranna og hundskrímsli glefsar
í skáldið). í annan stað verður
mynd Sólu ekki nógu svipmikil til
að Iesandinn geti sannfærst um að
kynni við hana og frásögn hennar
hafi orðið Hjálmari Hjálmarssyni
sú skírsla og endurfæðing sem
hann ítrekar. Frásögn af forfeðr-
um Sólu er skrifuð í frísklegum
þjóðháttastíl og ýmislegt gott má
segja um frásögnina af því þegar
hún er eftir skilin hjá vanda-
lausum vegna fátæktar föður
hennar. En þegar bernskuárum
sleppir verður saga Sólu mjög á-
gripskennd. Höfundur afsakar
það með því, að gamla konan er á
leið út úr heiminum og hann
verður að styðjast við frásögn
dóttur hennar. f stað beinnar lýs-
ingar kemur endursögn, ágrip af
stríðssögu kynslóðar. Höfundur
játar vanmátt sinn eftir að Sólu
nýtur ekki við - en lesandinn
finnur ekki ástæðu til að taka
slíka réttlætingu til greina. Því er
það svo, að saga sem á sér góð
tilþrif eins og raknar sundur í
endann - stendur ekki við sín
fyrirheit. ÁB
Ættarsaga
Sigríður
stórráða
Sagan af Sigríði stórráðu -
Skarðverjaríki og Reykhólaauður.
Látraætt og Skáleyjasystkin
Játvarður Jökull Júlíusson.
Víkurútgáfan.
í upphafi sögu sinnar vekur
Játvarður Jökull athygli á því að
áum hvers og eins fjölgar um
helming við hvern ættarlið sem
rakinn er aftur í tímann. Það þýð-
ir að afar og ömmur okkar í 20. lið
á Sturlungaöld hafa verið rúm-
lega miljón talsins, stærðfræðin
segir það, þó svo farsóttir og fá-
menni þjóðarinnar breyti þessari
tölu. „Eigi að síður verður ætta-
sagan heillandi þegar kemur í ljós
að urmull ættgreina rekst aftur til
eins og sama upphafsins," segir
höfundur og rekur ættarsögu allt
frá landnámi vestra til okkar
aldar.
Játvarður Jökull er fanginn af
þessari sögu, breiðfirsku sögu-
sviði, átökum ættarhöfðingja og
leikfléttum sögunnar. Það er
einkar athyglisvert hversu vel
margt ógleymanleg. Hins vegar
vekur sagan spurningar og for-
vitni manna-og vilja til að vita
meira um Sigríði stórráðu. Á
köflum er saga Játvarðar Jökuls
helsti upptalningasöm, - en
áreiðanlega munu áhugamenn
um sögu Breiðafjarðar telja mik-
inn feng að útkomu hennar, sem
og aðrir þeir sem unna ættvísi
einsog Játvarður Jökull. Sigríður
stórráða lærði fyrst að vinna
mjólkurafurðir í Danmörku og
kenndi landsmönnum þau fræði,
Þegar hún fór utan öðru sinni
varð hún hjúkrunarkona og gerð-
ist aðventisti á sjötugsaldri. Ég
hef fyrir satt að hún hafi verið
fyrsti íslendingurinn sem gekk í
trúfélag aðventista, - en þess er
ekki getið í sögu hennar. Hún
„antog Sandheden" 1894, komin
á sjötugsaldur, en lifði til 86 ára
aldurs, 1919. Játvarður Jökull
hefur reist minningu frænku sinn-
ar óbrotgjarnan minnisvarða
með þessari sögu. -óg
Guðlaugur Arason
Guðlaugur Arason.
Sóla, Sóla.
Skáldsaga.
Mál og menning 1985.
Þar hefur þessa sögu að ungur
rithöfundur, Hjálmar Hjálmars-
son, fer í njósnaleiðangur á elli-
heimili - hann ætlar að snapa sér
systur rithöfundarins. Það er um
margt mögnuð saga af lífsháttum
á hinni öldinni, dæmafáa og ótrú-
lega þrautseigju Sigríðar sem átti
vingott við gifta karla og stóð í
stríði við stórbokkaskap Einars í
Nesi Ásmundssonar og sigldi útí
heim. Og þau brot úr ævisögu
þessarar sérstæðu konu, sem Ját-
varður Jökull setur saman eru um
ÓSKAR
GUÐMUNDSSON
höfundurinn gerir grein fyrir
áhrifum og stjórnsemi ýmissa
kvenna í ættarsögunni og margar
þeirra verða minnisstæðar les-
endum fyrir vikið.
Síðasti kafli bókarinnar er Sag-
an af Sigríði stórráðu, - ömmu-
Lauflétt athuaasemd
í Þjóðviljanumsunnudaginn
15. des. ertímaritsinsTen-
ings að góðu getið. Er það
sjálfur Össur ritstjóri sem
spjallar um efni blaðsins, þar
á meðal við undirritaðan,
sendir mér pillur einsog við
var að búast og er bara
skemmtilegur.
Svo bætir ritstjórinn við, og er
þá hættur allri gamansemi: „En
skilin sem Einar er að reyna að
búa til milli sín og annara skálda
af sömu kynslóð eru ósannfær-
andi í mínum augum."
Mér er kunnugt um að sumir
þeir sem ekki hafa lesið áður-
nefnt viðtal í Teningi skildu þessi
orð Össurar svo að þar sé ég að
upphefja sjálfan mig með því að
niðurníða og lítilsvirða jafnaldra
mína og kollega í faginu. Og þar
sem lesendur Þjóðviljans eru enn
sem komið er allmiklu fleiri en
lesendur Tenings, langar mig
hérmeð að koma þeim upplýsing-
um á framfæri að mér hefur aldrei
dottið í hug að gera lítið úr öðrum
höfundum sjálfum mér til frant-
dráttar, ég læt engin slík orð falla
í viðtalinu við Tening, ég þoli
ekki einu sinni menn sem gera
slíkt.
Ég vona að Össuri gremjist
ekkert þessi athugasemd, en mér
finnst hún alveg nauðsynleg.
Einsog hann segir í nefndri grein
um Tening þá höfum við kannast
hvor við annan frá því við vorum
að riðlast yfir garða og grindverk
í Hlíðunum hér í gamla daga, og
því hef ég lengi vitað að fátt vekur
honum jafn einlæga gleði einsog
þegar honum tekst með vel völd-
um orðum á réttum stöðum að
etja mönnum í hár saman, helst
perluvinum.
17. des. '85.
Einar Kárason
Einar Kárason: Þoli ekki höfunda sem gera lítið úr öðrum höfundum
18 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 18. desember 1985