Þjóðviljinn - 18.12.1985, Síða 21

Þjóðviljinn - 18.12.1985, Síða 21
HEIMURINN Uganda Friðarsamningar undirritaðir Museveni leiðtogi skœruliða verður varaforseti. Nairobi — I gær voru undirrit- aðir friðarsamningar í Nairobi í Kenýa milli herforingjastjórn- ar Tito Okelio í Uganda og skæruliða undir forystu Yow- eri Museveni. Forseti Kenýa, Daniei Arap Moi, undirritaði einnig þessa samninga en hann hefur átt stærstan þátt í þeirri tilraun til að koma á friði í Uganda sem nú hefur staðið í þrjá mánuði. Samkomulagið gerir ráð fyrir því að Okello gegni áfram emb- ætti forseta Uganda en Museveni tekur við embætti varaforseta. Sá síðarnefndi lagði áherslu á það í gær að eitt af lykilatriðum sam- komulagsins væri að endurreisa mannréttindi í landinu en þau hafa oftast nær verið höfð að engu á undanförnum 20 árum sem stríð hefur geisað í landinu, að vísu af mismikilli hörku. Margar þjóðir Þegar Uganda hlaut sjálfstæði undan bretum árið 1962 skildu nýlenduherrarnir eftir sig land sem samanstóð af mörgum ætt- bálkum sem lágu í innbyrðis erj- um. Erjurnar stöfuðu ekki síst af þeim sið sem bretar tóku upp í öllum sínum nýlendum og hefur verið nefndur að deila og drott- na. Þeir höfðu hlaðið undir einn ættbálk sem sat að kjötkötlunum meðan öðrum var haldið frá þeim. Af þessu hefur svo þjóðin fengið að súpa seyðið í tuttugu ár. Við sjálfstæðið var konungur Baganda-ættbálksins, Edward Mutesa sem bretar höfðu dubbað upp sem lávarð, gerður að forseta en varaforseti var ungur sósíalisti að nafni Milton Obote. Hann vildi sameina ættbálkana í eitt ríki þar sem jafnrétti ríkti og til þess taldi hann sig þurfa að ýta Mutesa til hliðar sem hann og gerði. Árið 1966 gerði herflokkur undir forystu ungs höfuðsmanns, Idi Amin, áhlaup á bústað Mut- esa og stökkti honum á flótta. Næstu árin notaði Amin til að koma mönnum af sínum ætt- bálki, Kakwa, í Iykilstöður í hernum og árið 1971 tók hann völdin meðan Obote var er- lendis. Amin ríkti í átta ár og þótt íbúar landsins sem Churchill gaf nafnið Perla Afríku hefðu mátt þola margt misjafnt um dagana voru valdaár Amins Ijótasti part- urinn í sögu landsins. Hann lét myrða andstæðinga sína, jafnt raunverulega sem ímyndaða, þúsundum saman og sögurnar af harðræðinu sem þegnar hans voru beittir eru ófagrar. Museveni kveður Árið 1979 hafði Obote, sem dvaldi í útlegð í Tanzaníu, dregið saman herlið sem í voru einkum menn af ættbálkunum Acholi og Langi. Hann fékk stuðning frá hersveitum úr her Tanzaníu sem gerðu innrás og hröktu Amin og hyski hans í útlegð. Árið eftir voru haldnar kosningar og var Obote kjörinn forseti með drjúg- um yfirburðum yfir aðra fram- bjóðendur. ERLENDAR FRÉTTiR haSaldsson/REUIER Obote gerði Museveni að varn- armálaráðherra í stjórn sinni. Museveni var hins vegar ósáttur við framkvæmd kosninganna og taldi að kosningasvik hefðu verið viðhöfð í stórurn stíl. Hann yfir- gaf stjórnina og hóf skæruhernað gegn henni. Museveni naut stuðnings frá sínum ættbálki, Banyankole, og einnig frá baganda-mönnum sem ekki treystu Obote. Árið 1982 gerðu skæruliðar árás á aðalbækistöðvar stjórnar- hersins í höfuðborginni Kampala en þeirri árás var hrundið. Obote varð hins vegar svo skelkaður að hann sigaði hermönnum sínum, sem flestir voru illa agaðir og lítt vopnum búnir og ailir lágt launaðir, á heimkynni baganda sem búa í héraðinu umhverfis höfuðborgina. Þar gengu her- mennirnir fram af mikilli hörku, rændu, nauðguðu og myrtu þús- undir óbreyttra borgara. Ekki jukust vinsældir Obote við þessi níðingsverk og í fyrra- sumar gerði hluti hersins upp- reisn gegn honum. Enn léku átök ættbálka aðalhlutverkið. Upp- reisnarmenn voru acholi-menn sem töldu Obote hlaða undir langi-menn. En Obote mátti flýja land og settist hann að í Zambíu þar sem hann býr enn. Museveni hélt því fram að skæruher hans hefði átt stærstan þátt í að grafa undan veldi Obote og krafðist þess vegna áhrifa á stjórn landsins. Okello og herfor- ingjar hans vildu ekki sættast á það svo átökin héldu áfram. Skæruher Museveni hefur síð- ustu vikurnar orðið mjög ágengt í sókn sinni gegn stjórnarhernum og lagt undir sig megnið af suð- vesturhluta landsins. í síðustu viku neyddu skæruliðar stjórnar- herinn til uppgjafar í borginni Masaka í vesturhluta Uganda eftir langt umsátur. Perla Afríku Það er því skiljanlegt að friðar- viðræður skuli hafa gengið erfið- lega. Arap Moi forseti Kenýa hefur á stundum verið að því kominn að gefast upp og senni- lega hefðu viðræðurnar farið út um þúfur ef hann hefði ekki tekið af skarið í síðustu viku og sett deiluaðilum úrslitakosti, annað hvort semdu þeir eða hann hætti sem sáttasemjari. Það hreif en hvort friður stend- ur lengi skal ósagt látið. Enn er í landinu fjöldi ættbálka sem elda grátt silfur saman. Uganda er auðugt land frá náttúrunnar hendi en langvarandi innan- landsófriður hefur komið í veg fyrir að landsmenn gætu nýtt sér þann auð. Kannski tekst það í þessari atrennu. Uganda liggur norðan við Viktoriuvatn og eins og sjá má á þessu korti áttu sveitir Museveni ekki langt ófarið að höfuðborginni Kampala eftir að þeir náðu Masaka á sitt vald í síðustu viku. Ónæmistœring WHO gerir áætluti Genf — Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin, WHO, hefur látið semja áætlun um hvernig best verði háttað baráttunni gegn ónæmistæringu í heiminum. Tæplega 20 þúsund manns hafa tekið veikina svo vitað sé, þar af eru yfir 80% í Bandaríkj- unum. í áætlun WHO er höfuðáhersl- an lögð á fræðslu heilbrigðisstétta og að koma upplýsingum til þeirra sem tilheyra helstu áhættu- hópum, þ.e. homma og eiturlyfj- aneytenda sem nota sprautur. Lagt er til að sjúkrahús taki ekki við blóðgjöfum frá fólki úr á- hættuhópunum og starfsfólk sjúkrahúsa er hvatt til að forðast óþarfa notkun á blóðefnum. Stofnunin mun taka að sér hlutverk upplýsingabanka og safna gögnum um dreifingu sjúk- dómsins, tiiraunir með lyfjameð- ferð og aðgerðir einstakra ríkja. Veiran sem veldur ónæmistær- ingu hefur fundist í blóði, sæði, munnvatni og tárum en engin lækning hefur enn fundist við þessum skaðvaldi. í skýrslunni sem fylgir áætlun WHO segir að margt bendi til að ónæmistæring sé alvarlegt heilbrigðisvandamái í nokkrum löndunt Mið-Afríku. í sumum þeirra er tíðnin talin vera álíka mikil og í New York og San Francisco þar sem hún er mest í Bandaríkjunum og rannsóknir benda til þess að sjúkuómurinn herji ekki svo mjög á homma. Bent er á að hluti af ástæðunni kunni að vera ýmsir trúarsiðir sem m.a. fela í sér að fólk er rist til blóðs með verkfærum sem ekki eru sótthreinsuð. Stjórnir Afríkuríkja hafa margar hverjar mótmælt því harðlega að ónæmistæring sé út- breiddur sjúkdómur í þeirra löndum og segja þá sem því halda fram stjórnast af kynþáttahatri. Þær hafa einnig mótmælt þeirri kenningu að sjúkdóminn rnegi rekja til Afríku. Eins og áður sagði hefur WHO skráð tæplega 20 þúsund sjúk- dómstilvik. Þar af eru 16.500 í Bandaríkjunum, næst kernur Frakkland með 466 tilvik, Haiti með 377, Kanada með 322 og Vestur-Þýskaland nreð 295 skráð tilvik. Belgía Sprengjumenn handteknir Brussel — Dómsmálaráðherra Belgíu, Jean Gol, skýrði frá þvi í gær að belgíska lögreglan hefði trúlega handtekið helstu forystumenn samtaka sem nefnast Baráttuhópar komm- únista, CCC, en þau hafa stað- ið að 27 sprengjutilræöum á síðustu 14 mánuðum í Belgíu. Hafa tilræðin beinst gegn Nató, Bandaríkjunum og belg- ískum stjórnvöldum. Belgíska lögreglan handtók fjóra grunaða hryðjuverkamenn, þrjá karla og eina konu, á skyndi- Bandaríkin Mafíuleiðtogi myrtur Lögreglan íNew York óttast blóðbað íundirheimunum New York — Þrír menn skutu í fyrrakvöld til bana helsta guðföður bandarísku mafíunn- ar, Paul Castellano, ásamt lífverði hans á miðri götu á Manhattan í New York. Lögregl- an í borginni óttast að morðið sé upphafið á meiriháttar uppgjöri í undirheimunum. Morðið var framið í klassískum mafíustíl, eins og atriði úr bíómynd. Þrír menn í rykfrökkum og með flókahatta birtust skyndilega þar sem Cast- ellano og lífvörður hans voru að stíga út úr límús- ínu guðföðurins úti fyrir vinsælum matsölustað á 46. stræti á Manhattan. Mennirnir skutu sex skotum hver í Castellano og lífvörðinn Thomas Billotti sem létust þegar í stað. Vegfarendur æptu og leituðu skjóls en þremenningarnir gengu í rólegheitum niður eftir götunni, stigu upp í bíl sem beið þeirra og hurfu út í nóttina. Paul Castellano, eða Stóri-Páll eins og hann var nefndur, var 73 ára og hafði verið guðfaðir Gambino-fjölskyldunnar í níu ár eða frá því tengdafaðir hans, Carlo Gambino, lést. Þessi fjölskylda er sú stærsta og voldugasta meðal fimm helstu mafíufjölskyldna Bandaríkjanna. Yfirvöld höfðu dregið Castellano fyrir dómstólana og var mál hans til meðferðar er hanii lést. Hann var ásamt níu öðrunr ákærður fyrir að starfrækja glæpahring sem stundaði það að stela dýrum bílum og selja þá til Austurlanda nær. Einnig átti hann yfir höfði aðra ákæru fyrir að hafa fyrirskipað morð á 25 mönnum, þar af á hann að írafa drepið þrjá eigin hendi. I lann hef- ur einnig verið ákærður fyrir að reka skipulagða glæpastarfsemi um öll Bandaríkin og er þar um að ræða fjárhættuspil, okurlán og eiturlyfjasölu. Lögreglan í New York óttast nú að morðið á Castellano sé aðeins upphafið á meiriháttar átökum um yfirráðin í Gambino-fjölskyldunni. Fyrir hálfum mánuði lést Aniello Della Croce úr hjartaslagi en hann gekk næstur Castellano að völdum. Það hefur því myndast valdatóm á toppi píramídans og lögreglan óttast að það tóm verði ekki fyllt fyrr en undangengnum nriklum blóð- fórnum. Rifja menn upp rnorðið á Joey Gallo. Brjáiaða Jóa, árið 1972 en hann var háttsettur í Colombo-fjölskyldunni. í kjölfar þess voru 16 manns vegnir í undirheimastríði. bitastað í borginni Namur í suðurhluta landsins í fyrradag. Þau voru öll vopnuð en veittu ekki mótspyrnu. Einn hinna handteknu er Pi- erre Carette. Hann er 33 ára gamall og talinn leiðtogi CCC. Vitað er að Carette átti samstarf við frönsku hryðjuverkasam- tökin Action Directe en lögregl- an segir að því samstarfi hafi ver- ið slitið fyrir nokkrum mánuðum. I kjölfar handtöku fjórmenning- anna hafa fylgt húsleitir í Namur og öðrum borgum í íbúðum sem talið er að félagar í CCC hafi leynst í. Noregur Willoch slapp Osló - í fyrrakvöld náöi stjórn Kaare Wiliochs samkomulagi við Carl Hagen formann Fram- faraflokksins um að flokkurinn greiði atkvæði með fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar. Þar með er afstýrt stjórnarkreppu í Noregi — í bili. Stjórn Willochs féllst á að auka útgjöld til félagsmála um u.þ.b. 1 miljarð íslenskra króna en í stað- inn féll Hagen frá þeirri kröfu sinni að Framfaraflokkurinn yrði talinn til stjórnarflokkanna. Sósí- alísku flokkarnir halda því hins vegar fram að stjórnarflokkarnir séu nú í raun orðnir fjórir. Með samkomulaginu tryggir Willoch sér frið á þingi en þó ekki nema fram í janúar. Þá koma til atkvæða ýmis mál sem snerta ör- yggi landsins og afstöðu Noregs til Nató en um þau ríkir á- greiningur milli Willochs og nokkurra þingmanna úr sam- starfsflokkum hans, Miðflokkn- um og kristilegum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.