Þjóðviljinn - 18.12.1985, Síða 23
ÍÞRÓTTIR
Skíði
Ársæll Kristjánsson
Knattspyrna
Arsæll
skiptir
Ársæll Kristjánsson, varnarmað-
urinn sterki úr Þrótti, hefur skrifað
undir félagaskipti yfír til Islands-
meistara Vals. Skiptin hafa þó ekki
enn verið samþykkt af Þrótti þar sem
knattspyrnudeildin er formannslaus
sem stendur. —VS
Fyrsti sigur
heimsmeistarans
Stenmark og Girardelli féllu
Sænski heimsmeistarinn í svigi
karla, Jonas Nilsson, vann í gær
sinn fyrsta sigur í heimsbikarn-
um. Hann sigraði örugglega í
svigi í Madonna di Campiglio á
Ítalíu, hafði forystu eftir fyrri
ferð og lét hana ekki af hendi.
Júgóslavinn Bojan Krizaj varð
annar og Paul Frommelt frá
Liechtenstein þriðji.
Þeir Ingemar Stenmark og
Marc Girardelli féllu í síðari ferð-
inni og Pirmin Zurbriggen hætti
við þátttöku.
Staða efstu manna í stigakepp-
ni heimsbikarsins er óbreytt eftir
þessa keppni. Peter Muller frá
Sviss hefur 70 stig, Marc Girar-
delii frá Luxemburg 68, Peter
Wirnsberger frá Austurríki 65 og
Karl Alpiger frá Sviss 55. Boran
Krizaj er nú fimmti með 47 stig.
—VS/Reuter
Malta
Guðmundi
gengur vel
Guðmundur Baldursson á góðu
gengi að fagna á Möltu.
Guðmundi Baldurssyni knatt-
spyrnumanni úr Breiðabliki hef-
ur gengið vel með Senglea Athlet-
ics í l.deildinni á Möltu unda-
nfarnar vikur. Þjóðviljanum hafa
borist úrklippur úr blöðum á
Möltu þar sem Guðmundi er hælt
á hvert reipi og honum er þökkuð
góð frammistaða Senglea sem nú
er í öðru sæti l.dcildar.
Hann skoraði t.d. annað mark
liðsins í 2-1 sigurleik fyrr í mán-
uðinum og sá sigur kom liðinu
uppí annað sætið. í næsta leik á
undan lagði hann upp markið í
1-0 sigri. í þeim leik var brotið
mjög gróflega á Guðmundi og við
það brutust út heiftarleg slagsmál
meðal áhorfenda. Að sögn Guð-
mundar er mikill munur á ís-
lenskum og maltverskum áhorf-
endum, þeir síðarnefndu eru
mjög blóðheitir og æstir og lítið
þarf til að átök brjótist út.
Eins og áður hafði verið sagt
frá höfðu öll úrvalsdeildarliðin á
Möltu fyllt sinn kvóta af er-
lendum leikmönnum þegar Guð-
mundur kom þangað í haust en
nokkur þeirra hafa sýnt mikinn
áhuga á að fá hann til liðs við sig
næsta vetur. —VS
Körfubolti
TvötÖpUSAH
LJS AH tapaði tveimur leikjum í
A-riðli 2.deildar karla á Vestur-
landi um helgina. Fyrst í Borgar-
nesi gegn Skallagrími, 88-56, eftir
að staðan í hálfleik hafði verið
43-38. Snemma í leiknum
meiddist aðalskorari Húnvetn-
inganna, Jón Gíslason, og hann
iék ekki gegn ÍA á Akranesi dag-
inn eftir. Þar var USAH yfir í hléi,
26-25, en ÍA vann síðan 74-52.
Staðan í A-riðli:
Skallagrímur..........5 4 1 383-325 8
Tindastóll............3 3 0 242-213 6
IA...................6 2 4 440-454 4
KFl................2 1 1 128-127 2
USAH...............4 0 4 253-327 0
í B-riðlinum vann HSK Esju á
Selfossi 78-57 eftir hafa haft
nauma forystu í hléi, 31-28. Stað-
an í B-riðli er þannig:
Snæfell............5 4 1 344-277 8
UlA................5 4 1 339-312 8
HSK................4 3 1 262-226 6
Léttir.............4 2 2 233-250 4
Esja...............5 1 4 258-323 2
Árvakur............5 0 5 296-344 0
Tvö efstu lið úr hvorum riðli
fara í úrslitakeppni þar sem leikið
verður um eitt sæti í l.deild.
—VS
England
Tottenham
vann
Tottenham vann South-
ampton í gær á útivelli, 3-1, í
stóru bikarkeppninni.
Einn leikur var í 1. deild,
QPR tapaði heima 0-1 fyrir
Aston Villa. f þriðju deild
vann Rotherham Bourne-
mouth 2-1.
Jakob Jónsson hefur leikið mjög vel
með Stavanger I vetur.
Noregur
Getraunir
Alþýðublaðið efst
Alþýðublaðið tók forystuna í Ijölmiðlakeppni Getrauna í
17.leikviku, var með 9 leiki rétta og er því með 30 rétta samtals. DV er
með 28, Morgunblaðið 27, NT 26, Þjóðviljinn 25, Útvarpið 24 og
Dagur rekur lestina sem fyrr mcð samtals 22 leiki rétta.
Spá fjölmiðlanna fyrir 18.leikviku er þessi:
•o ja > (— ra
5TS O Z O <
Birmingham-Chelsea.............................2 2 2 2 2 2
Coventry-Everton................................ 2 2 2 2 2
Liverpool-Newcastle.............................1 1 1 1 1 1
Luton-West Ham..................................2 2 1 x 1 x
Manch.Utd-Arsenal...............................1 11111
Sheff.Wed.-Manch.City...........................1 1 1 1 1 1
Tottenham-lpswich...............................1 11111
Charlton-Grimsby................................1 x 1 1 1 1
Fulham-Middlesboro..............................x 11111
Huddersfield-Oldham.............................x 1 2 x x x
Stoke-Ðarnsley..................................1 x 1 1 1 1
Wimbledon-Sheff.Utd.............................2 12 112
Engin spá barst frá útvarpinu að þessu sinni. í 17.leikviku komu
fram 26 raðir með 12 réttum leikjum og fær hver röð 54.745 krónur í
vinning. Með 11 rétta voru 547 raðir og vinningurinn þar er 1.115
krónur. Vinningsupphæð var samtals 2.033.460 krónur.
Kvennakarfa
ÍBK vann
ÍBK sigraði ÍA 67-33 í
kvennadeildinni í körfuknatt-
leik á laugardaginn en lcikið
var á Akranesi. —VS
Finnland
Nykanen
rekinn!
Matti Nykanen, finnski
heimsmeistarinn í skíðastökki,
var í fyrrakvöld rekinn úr stökk-
liði Finna og sendur heim.
Heimsbikarkeppnin í skíðastökki
stendur nú yfir í Norður-
Ameríku.
Nykanen á við áfengisvanda-
mál að stríða og hegðun hans í
ferðinni þótti slæm. Nykanen var
fyrir nokkrum dögum kjörinn
Iþróttamaður ársins í Finnlandi.
Hann er 22ja ára garnall og hefur
undanfarin nrisseri þótt besti
skíðastökkvari heims.
—VS/Reuter
Keila
Stavanger
meistari
Stavanger varð um síðustu
helgi norskur meistari í hand-
knattleik, sigraði Rapp auðvcld-
lega, 19-13, í úrslitaleik. Jakob
Jónsson átti stórgóðan leik með
Stavanger, skoraði 4 mörk og átti
5 línusendingar sem gáfu mörk.
Sveinn Bragason meiddist í upp-
hafí leiks og lék ekki meira. Hafn-
fírðingurinn Helgi Ragnarsson
þjálfar Stavanger og hefur verið
fljótur að skila góðum árangri.
Þetta var úrslitaleikur bikar-
keppninnar en sigurvegarinn í
henni telst vera meistari — si-
gurvegarinn í dcildakcppninni
hinsvegar deildameistari.
—VS
Handbolti
Tíu lið
tilbúin
Undirbúningsdeildum fyrir I. og
2.deildarkeppnina í keilu seni hefst
eftir áramótin er lokið. Tíu lið munu
skipa l.deild, þau tíu sem bestum ár-
angri náðu í Timburmannadeild og
Órólegu deildinni.
Þessi lið cru: Víkingasveitin,
P.L.S., Fellibylur, Keilubanar,
Þröstur, Hólasniglar, Glennurnar,
Kaktus, Keiluvinir og Gæjar og Píur.
Öll önnur liö og þau sem bætast viö
munu taka sæti í 2. og l.deild.
P.L.S. varö Reykjavíkurmeistari
en Reykjavíkurmótinu lauk um síð-
ustu helgi. Víkingasveitin varð í ööru
sæti og Fellibylur í þriöja. Dóra Sig-
urðardóttir varö Reykjavíkur-
meistari í einstaklingskeppni kvenna
en Alois Rashhofer í karlakeppninni.
Dóra varö einnig meistari í para-
keppni ásamt Höskuldi Höskulds-
syni. Þá fór fram um helgina Prcssu-
keppni sem verður áflég héðan í frá.
Valur Jónatansson, Morgunblaðinu,
sigraði.
V.Þýskaland
Valur-Þróttur
I kvöld verður leikinn einn
leikur í l.deild karla í handknatt-
leik í Laugardalshöllinni. Þetta er
sem áður var frestað, leikur Vals
og Þróttar og hefst hann kl.20.
Jafntefli
hjá Essen
Essen, lið Alfreðs Gíslasonar, tap-
aði dýrmætu stigi í baráttunni um
meistaratitilinn í handknattleik í fyrr-
akvöld. Dusseldorf og Essen skildu þá
jöfn, 20-20, og skoraði Alfreð 3 mörk í
leiknum. Eftir 10 umferðir hefur
Grosswallstadt 18 stig, Essen 16,
Schwabing 15, Dusseldorf 13 og Gum-
mersbach 13 stig.
Körfubolti
Þvert á alla hefð
Opið bréf KR-kvenna sem gefa ekki kost á sér ílandsliðið
Þjóðviljanum hefur borist
eftirfarandi opið bréf til stjórnar
Körfuknattleikssambands Is-
lands:
Vegna fyrirhugaðrar þátttöku
íslands í Norðurlandamóti
kvenna sem haldið verður í Sví-
þjóð á næsta ári vill kvennakörfu-
knattleiksdeild KR taka eftirfar-
andi fram:
Við erum í hæsta máta óá-
nægðar með þau vinnubrögð sem
viðhöfð hafa verið við undirbún-
ing að þátttöku í nefndu móti og
sjáum okkur af þeim sökum ekki
fært að vera með. Þegar boð barst
um þátttöku ákvað stjórn KKÍ að
taka því án þess að tryggja fjár-
magn til verkefnisins eða leggja
nokkrar línur uni fjármögnun. I
stað þess að stjórnin sem heild
tæki á málinu var því alíarið vísað
til einu konunnar í stjórninni eins
og þetta væri hennar einkamál. í
erfiðri aðstöðu ákvað hún að
skipa þrjár leikkonur í landsliðs-
nefnd. Þær eru að vísu hver úr
sínu liði þannig að ákveðin
breidd er tryggð en liðin eru sex -
ekki þrjú. Þessi skipan gengur
þvert á'alla hefð í landsliðsmálum
körfuknattleiksíþróttarinnar á ís-
landi. Hjá körlum er landsliðs-
nefnd aldrei skipuð leikmönnum.
Því fáum við ekki að sitja við
sama borð og þeir; Það er skoðun
okkar að nefnd sem skipuð er á
þennan hátt eigi erfitt með að
gæta hlutleysis þar sem hætta er á
að starf hennar markist um of af
persónulegum tengslum.
Af þeim ástæðum sem hér hafa
verið raktar lýsir Kvennakörfu-
knattleiksdeild KR yfir því að
hún mun ekki við þessar aðstæð-
ur taka þátt í margnefndum
undirbúningi.
Undir bréfið rita Sigrún Cora
Barker, Guðrún Kr.Sigurg-
eirsdóttir, Linda Jónsdóttir, Sig-
ríður Baldursdóttir, Guðrún
Gestsdóttir, Margrét Árnadóttir,
Hrönn Sigurðardóttir, Ásta
Kr.Sveinsdóttir, Kristjana
Hrafnkelsdóttir, Dýrleif Guð-
jónsdóttir og Erna Jónsdóttir.
Miðvikudagur 18. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 23