Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 9

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 9
BÆKUR Tex Tex heitir skáldsaga eftir bandaríkjamanninn Susan E. Hinton og er nú komin út hjá Bjöllunni. „Þetta er saga um ungan pilt, bróður hans, föðurog vini,“ segir í kynningu útgáfunnar, „svo margt verður öðruvísi en maður átti von á. Og þegar fram sækir kemur meira að segja í ljós að ekkert hefur nokkurn tíma verið eins og maður hélt.“ Susan E. Hinton skrifaði fyrstu bók sína sautján ára, og varð sú brátt kunn um Bandaríkin. Eftir henni var gerð kvikmyndin Outsiders/Utangarðsfólk sem hér hefur verið sýnd. Þýðandi er Heimir Pálsson. miimii ÆVl&ÁSTIR Kvendjöfull Forlagið hefur nú gefið út nýja skáldsögu eftir Fay Weldon og heitir hún Ævi og ástir kvend- jöfuls. Fay er hér einkum kunn fyrir söguna Praxís. Eiginmaðurinn kallar konu sína kvendjöful og tekur á rás með annarri, - en söguhetjan beitir hugkvæmni sinni og misk- unnarleysi til að ná fram hefnd- um. En til hvers? og með hvaða fórnum? „Meinfyndin og djöfulleg sat- íra“ kallar útgefandi bókina. Bókin kemur út samtímis í bandi og sem kilja. Þýðandi er Elísa Björg Þorsteinsdóttir. Ekki hugsanimar En hugsanir mínar færðu aldrei heitir bók um vændiskonur og veröld þeirra eftir norðmann- inn Sverre Asmervik. Iðunn gef- ur út. Bókin segir frá lífi og örlögum tveggja vændiskvenna, og byggir á raunverulegum atburðum. Hún fékk lofsamleg ummæli norskra ritdómara á sínum tíma: „frábær- ar myndir af stúlkunum" sagði Arbeider-bladet, „sannar, óhefl- aðar og miskunnarlausar, en þó ekki lausar við kímni“. Hildur Finnsdóttir þýddi. UNAÐUfl ÁSTflfllNNflf uúfflfi og smmm minningbi RNNe-MRRié viaeffiflNCHe SŒIUSTUNDIR í Pflflíf Erótík Sælustundir í París heitir safn erótískra sagna eftir frakkann Anne-Marie Villefrance, og er nú komin út hjá Forlaginu. „Það kann að virðast harla óvenjulegt viðfangsefni fyrir unga, vel uppalda konu af góðum ættum, að skrifa frásagnir af kyn- ferðislegum uppátækjum náinna vina og ættingja," segir dóttur- dóttur höfundar í formála bókar- innar. „Ég hef aldrei áður séð jafn opinskáar lýsingar á sam- böndum manna og kvenna - og það frá hendi minnar fáguðu ömmu“. 68Í333mer 0 DJÓÐVIUINN ESENDUR Beinið viðskiptum ykkar til þeirra sem augiýsa í Þjóðviljanum REYKJAVÍKURKORT DAGATAL 1986 GOMUL REYKJAVÍKUR KORT I ru m »1 vrtmJBkXi liltj % e Árbæjarsafn og 200 ára Afmælisnefnd Reykja- vikur hafa gefið út stórmerkilegt litprentað dagatal fyrir árið 1986. Á dagatalinu eru 12 kort frá árunum 1715 til dagsins í dag, auk bráðfallegs korts Benedikts Gröndal frá 1876. Árbæjarsafn hefur dregið þessi kort fram í dagsljósið og haft umsjón með útgáfunni. Sum þessara korta hafa ekki fyrr verið birt almenningi þ.m.t. áðumefnt kort Ben. Gröndal. Hér er um stórmerka og forvitnilega útgáfu að Árbæjarsafn ræða. Fróðlegt er að sjá á kortunum Reykjavik þróast úr þorpi í þá borg sem hún er í dag. Skýr- ingartextar eru á íslensku og ensku og því til- valin gjöf til kunningja og viðskiptavina hér heima sem erlendis. Dagatalið fæst í bókaverslunum, hjá Sögu- félaginu og á Árbæjarsafni, en safnið sér um dreifingu. Utsöluverð er kr. 400.-. Einstaklingar og fyrirtæki: Tryggið ykkur ein- tökáðurenupplagþrýtur. Sími 84412 ✓ VJ Afmælisnefnd Reykjavíkur Þannig hefst hin hugvitssamlega flétta Dick Francis I Hrossakaupum, bóksem heldurvöku fyrir lesanda sinum. Hrossakaup er eitt frægasta verk þessa dáða spennusagnahöfundar og hvalreki fyrir unnend- ur góðra spennubóka.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.