Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 15

Þjóðviljinn - 20.12.1985, Page 15
ÍÞRÓTTIR Handbolti Endurtekiö á Akranesi? ísland og Danmörk leika þrjá landsleiki hér á landi milli jóla og nýárs Þann 28. desember eru fjögur ár liðin frá einum besta og sætasta sigurleik fslands í landsleikjasög- unni í handknattleik. Þann dag voru sjálfir Danir lagðir að velli með 11 marka mun í íþróttahús- inu á Akranesi — úrslitin voru sæt og eftirminnileg fyrir landann, 32-21. Úrslitanna var rétt svo getið í dönskum blöðum, svo mikil þótti niðurlægingin þar í Guðmundur Guðmundsson og fé- lagar í handknattleikslandsliðinu eiga þrjá leiki gegn Dönum framundan. Skólamót Seljaskóli sigraði / landsbankamótinu í körfubolta Fimmti bekkur SJ Seljaskóla bar sigur úr býtum í hinu árlega Landsbankamóti IR í körfuknatt- leik sem lauk um síðustu helgi. Alls tóku 34 lið þátt í kcppninni en fjögur komust í úrslit. 5.SJ Seljaskóla vann alla leiki sína í úrslitakeppninni með mikl- um yfirburðum og hlaut 6 stig. í mótinu í heild skoraði liðið alls 121 stig en fékk aðeins 20 á sig. 5.BÁ Seljaskóla varð í öðru sæti með 4 stig, 5.ÓL Seljaskóla fékk 2 stig og 5.KJ Langholtsskóla ekkert stig. Leikmenn mótsins voru valdir þeir Jónas Valdimarsson úr SJ og Ómar Hannesson úr BÁ. Sigúrl- iðið skipuðu þeir Jónas Valdi- marsson, Ólafur Theodórsson, Ágúst Auðunsson, Hermann Sig- urbjarnason, Jón Másson og Hjálmar Hafsteinsson. landi. En á sama degi á þessu ári mætast þjóðirnar á sama stað, miðleikurinn af þremur í þessari jólaheimsókn Dana verður leikinn á Akranesi. ísland og Danmörk léika þrjá landsleiki hér á landi milli jóla og nýárs. í Laugardalshöllinni verð- ur leikið föstudagskvöldið 27. desember kl. 20, á Akranesi laug- ardaginn 28. desember kl. 13.30 og í Höllinni aftur sunnudags- kvöldið 29. desember kl.20. ísland mun tefla fram sterku liði í þessum leikjum. Þó er ljóst að Atli Hilmarsson og Alfreð Gíslason geta ekki leikið með og Einar Þorvarðarson er sennilega úr leik vegna meiðsla. Einar er| samt í 19 manna hópi sem Bog- dan Kowalczyck landsliðsþjálfari hefur valið og er þannig skipað- ur: Markverðir: Kristján Sigmundsson, Víkingi Brynjar Kvaran, Stjörnunni Ellert Vigfússon, Val Aðrir leikmenn: Þorbjörn Jensson, Val Þorgils Óttar Mathiesen, FH Guðmundur Guðmundsson, Víkingi Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eickel Steinar Birgisson, Víkingi Jón Árni Rúnarsson, Fram Guðmundur Albertsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Tres de Mayo Páll Ólafsson, Dankersen Kristján Arason, Hameln Egill Jóhannesson, Fram Geir Sveinsson, Val Júlíus Jónasson, Val Jakob Sigurðsson, Val Valdimar Grímsson, Val íslenska landsliðið hefur leikið fimm leiki hér á landi í þessum mánuði, gegn Vestur- Þjóðverjum og Spánverjum. Þrír af þeim hafa unnist, og verður það að teljast góður árangur gegn það sterkum þjóðum. Nú bætast við þrír gegn Dönum, en það hef- ur lengstum verið kappsmál ís- lendinga að bera sigurorð af gömlu herraþjóðinni, og sömu- leiðis hafa Danir ávallt talið það hneyksli að tapa gegn íslandi. Það er þvt' ljóst að íslenskir handknattleiksáhugamenn mega búast við þremur hörkuleikjum hér um jólin. —VS Hafnarfjöröur Haukar-Valur 88-84 (77-77) (71-71) (47-37) 14-9, 35-22, 37-29, 47-37, 53-43, 59- 59, 71 -67, 71 -71,75-77, 77-77, 83-77, 88-82, 88-84. Stig Hauka: Ólafur Rafnsson 29, Ivar Webster 24, Viðar Vignisson 16, Pálmar Sigurðsson 13, Ivar Ásgríms- son 4 og Henning Henningsson 1. Stig Vals: Leifur Gústafsson 22, Tómas Holton 17, Jón Steingrímsson 12, Sturla örlygsson 12, Torfi Magnússon 10, Kristján Ágústsson 6, Einar Ólafsson 3 • og Jóhannes Magnússon 2. Dómarar: Kristján Albertsson og Sigurður Valur Halldórsson - slakir. Maður leiksins: Ólafur Rafnsson, Haukum. Úrvalsdeildin Tvær fram- lengingar Haukar unnu Val í Firðinum Staöan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: UMFN......12 10 2 1023-920 20 Haukar.....13 9 4 1033-981 18 ÍBK.........13 7 6 996-1015 14 Valur.......13 6 7 1019-1006 12 KR..........13 4 9 1004-1090 8 IR..........12 2 10 954-1017 4 Stigahæstir: Valurlngimundarson, UMFN......303 PálmarSigurðsson, Haukum......283 BirgirMikaelsson, KR...........263 RagnarTorfason, ÍR.............242 Jón Kr.Gíslason, IBK...........233 Valur Ingimundarson er langstig- ahæstur í úrvalsdeildinni. Það munaði ekki miklu að Haukar töpuðu fyrir Val eftir að hafa haft yfirhöndina allan lcikinn. Valsmenn náðu tvívegis að knýja fram framlengingu og voru ekki langt frá sigri en Haukar unnu 88-84. Haukarnir höfðu gott forskot lengst framan af leiknum, en þeg- ar 7 mínútur voru til leiksloka náðu Valsmenn að jafna og héldu því. Leiknum var því framlengt og voru Valsmenn klaufar að tryggja sér ekki sigur þá. Leiknum var svo framlengt aftur og þá gerðu Haukar útum leikinn með því að skora 3 körfur í röð. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna, en Haukar léku af skynsemi síðustu mínúturnar og héldu boltanum til leiksloka. Haukarnir voru mjög góðir í fyrri hálfleik. Ólafur Rafnsson átti stórleik í sókninni, skoraði fimmtán stig í röð, og ívar Web- ster átti sinn besta leik í langan tíma og virðist nú vera að koma til í sókninni. í síðari hálfleik voru Haukarnir aftur á móti slak- ir, ekkert gekk upp í sókninni og þeir voru heppnir að tapa ekki. En síðan náðu þeir upp góðum leik í síðari framlengingunni og náðu að tryggja sér sigur. Þeir Ólafur og Webster voru bestir í liði Hauka, en auk þeirra áttu þeir Pálmar og Viðar ágætan leik. Valsmenn náðu sér ekki á strik fyrr en í síðari hálfleik, en þá var vc.-n þeirra mjög sterk, sóknin var góð og leit lengi vel allt út fyrir Valssigur, en þeir klúðruðu því síðan í síðari framlenginunni, en þá gekk ekkert upp hjá þeim. Þeir Tómas og Leifur voru bestir hjá Val og Sturla átti einnig ágæt- an leik, þó verður hann að reyna að hafa hemil á skapinu. Það var afskaplega leiðinlegt að sjá hve fáir áhorfendur voru á leiknum því hann var bæði spenn- andi og skemmtilegur. -Logi Úrvalsdeildin Keflavík 19.des. ÍBK-KR 84-77 (43-34) 9-12, 22-22, 34-24, 41-36, 43-34 - 48-40, 57-51,63-63, 77-69, 84-77. Stig IBK: Sigurður Ingimundarson 23, Guðjón Skúlason 15, Jón Kr.Gísla- son 13, IngólfurHaraldsson 11, Ólafur Goftskálksson 10, Hreinn Þorkelsson 8, Magnús Guðfinnsson 4. Stig KR: Birgir Mikaelsson 36, Páll Kolbeinsson 18, Garðar Jóhannsson 10, Ástþór Ingason 4, Þorsteinn Gi nn- arsson 4, Guðmundur Jóhannssc n 3, Samúel Guðmundsson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Bergur Steingrímsson — ágætir. Maður leiksins: Birgir Mikaelsson, KR. ÍBK ömggt? Vann þýðingarmikinn sigur á KR Margir urðu til þess að spá Keflvíkingum falli áður en keppnin í úrvalsdcildinni í körfu- knattlcik hófst í haust. Úr þessu er víst að þær spár rætast ekki. ÍBK er nokkuð öruggt með sæti í 4-liða úrslitunum eftir góðan sigur á KR í gærkvöldi, 84-77, og KR, sem margir spáðu meistara- titli, verður að taka á öllu sínu úr þessu til að forðast fall. ÍBK hafði undirtökin, nema rétt í byrjun og þegar KR náði með góðum kafia að jafna metin eftir miðjan seinni hálfleik. í heild var leikurinn heldur slakur og talsvert var af mistökum, eink- um hjá KR-ingum. ÍBK er með ungt lið en það sést varla lengur, núorðið veikir það ekkert liðið þótt reyndari menn hvíli. Liðsheildin var góð, helst að Sigurður Ingimundarson stæði uppúr, en Guðjón og Jón Kr. stjórnuðu spilinu vel. Birgir Mikaelsson hélt KR al- gerlega á floti og hittni hans var með eindæmum. Páll lék ágæt- lega en í heild var lið KR mjög slakt og þarf greinilega að halda vel á spöðunum til að halda sér í deildinni. —SÓM/Suðurnesjum Handbolti Verða þrjú lið efst og jöfn í 1. deildarkeppninni? Pá myndu Stjarnan, Valur og Víkingur leika úrslitakeppni um meistaratitilinn að lokinni A-keppninni íSviss Þarf að fara fram þriggja liða úrslitakeppni um íslandsmeistar- atitilinn í handknattlcik karla? Talsverðar líkur eru á því — Val- ur, Víkingur og Stjarnan gætu orðið jöfn og efst með 22 stig hvert að lokinni 1. deildarkeppn- inni. í reglugerð HSÍ segir að ef tvö lið verði efst og jöfn í l.deild karla og kvenna skuli stofnað til aukaleiks um íslandsmeistaratit- ilinn. Ekkert er sagt um hvað skal gera ef þrjú lið eru jöfn en sama hlýtur að gilda. (Þetta er undan- tekning á reglunni um að ef lið eru jöfn að stigum ráða úrslit inn- byrðis leikja röð þeirra.) „Ég þarf að fá staðfestingu stjórnar HSÍ um það en ég tel það eðlilega túlkun“ sagði Jón Erlendsson starfsmaður HSÍ í samtali við Þjóðviljann í gær. Þremur umferðum er ólokið í l.deild og fara þær fram dagana 4,-12.janúar. Þar eru eftirtaldir leikir: 12. umferð: KA-Fram, FH- Víkingur, Þróttur-Stjarnan, KR- Valur. 13. umferð: KA-Þróttur, Stjarnan-FH, Víkingur-Valur, Fram-KR. 14. umferð: FH-KA, Þróttur- Fram, KR-Víkingur, Valur- Stjaman. Valur og Víkingur eru með 18 stig hvort en Stjarnan 16. Stjarn- an vinnur Þrótt og ætti að sigra FH. Víkingur ætti að vinna FH og KR og Valur ætti að vinna KR. Þá standa eftir tveir úrslitaleikir: Víkingur-Valur og Valur- Stjaman. Ef Valur vinnur Víking og Stjarnan vinnur Val eru liðin þrjú öll jöfn að stigum. En það er aðeins einn möguleiki af mörgun, hið vaxandi lið FH og reynt lið KR sem berst í bökkum við að halda sér í 1 .deild gætu gert topp- liðunum skráveifu. Komi þessi staða upp er ljóst að úrslit um íslandsmeistaratiti- linn ráðast ekki fyrr en seinni partinn í mars, að lokinni A- keppninni f Sviss. Enginn mögu- leiki er á að koma úrslitakeppni fyrir fyrr en þá vegna undirbún- ings og þátttöku landsliðsins í Sviss. Það er eins og margir hafi ekki áttað sig á að keppni í 1 .deild er að ljúka, það er engin úrslita- keppni eins og síðustu ár, nema ofangreind staða komi upp. Það má því búast við hörkukeppni í síðustu þremur umferðum l.deildarinnar, keppnin um meistaratitilinn hefur ekki verið svona tvísýn lengi. —VS Föstudagur 20. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.