Þjóðviljinn - 11.01.1986, Qupperneq 8
Saga
Upp úr öldudalnum?
Saga mannkyns, rilröð AB,
6. bd. Evrópa við tímamót
1300-1500 eftir Káre Lunden.
AB, Rvk. 1985.
„Saga mannkyns” er íslenzka
heitið á ritröð norska bókafor-
lagsins Aschehougs; Almenna
bókafélagið gefur út. Pað var
auðsætt þegar frá upphafi, að
mjög yrði til sögunnar vandað.
Ritstjórar eru fjórir, allt ágætir
sagnfræðingar, og allt til þess
gert, að hver bók standist ítrustu
efniskröfur. „Lofaðu svo einn að
þú lastir ekki annan” stendur víst
einhvers staðar, en hér er komið
prýðilegasta andskaut við
Mannkynssögu þá sem „Poli-
tiken” í Kaupmannahöfn og
„Cappelen” í Ósló gefa út um
þessar mundir. Þeirri útgáfu er
bersýnilega ætlað að koma í stað
„Grimbergs” gamla með þeim ár-
angri, að bindin hafa, sum hver,
fengið hraksmánarlega útreið í
fagtímaritum. - Sem verður að
teljast leitt; „Grimberg” stóð
alltaf fyrir sínu, að vísu innan
þeirra mjög svo þröngu marka
sem því riti voru sett.
„Bókin er á þessum síðustu og
verstu tímum sögð eiga í vök að
verjast fyrir margvíslegri „sjón-
miðlun” sem svo mætti kalla.
Aschehougsforlagið hefur ber-
sýnilega fullan hug á því að snúast
vel til varnar. Mér er það mjög til
efs, að unnt sé að gera úr bók öllu
betri grip „fyrir augað” en þessi
bindi. Umkvörtunarefnið væri
það helzt, að gljápappírinn getur
orðið býsna þreytandi við raf-
magnsljós.
Öldudalur
„Evrópa við tímamót” er víðs-
fjarri því að vera þýðing á „Eur-
opa i krise”. Það skal þó ekki á-
talið. „Evrópa í kreppu” er ónot-
hæfur bókartitill, til þess hefur
orðið „kreppa” allt of einhæfa
skírskotun til efnahagsmála.
Höfundur notar orðið „krise” í
miklu víðtækari merkingu, um
átök og spennu sem grípi um sig
og gegnsýri evrópskt þjóðfélag
nær allt. Síðmiðaldir í Evrópu eru
að dómi Lundens „bezta dæmið
um öldudal sem þekkist í sögunni
og það á svo mikilvægum sviðum
sem fólksfjölda og framleiðslu”
(bls. 9. Frumtextinn er raunar
ekki alveg svona afdráttarlaus.
„Pá nokre vis” stendur þar, þ.e.
„að nokkru leyti.).
Á aftari kápusíðu innanverðri
er prýðisgott yfirlit yfir þetta
„vandræðatímabil” eins og það
kemur höfundi fyrir sjónir. Það
er ekki lengra en svo, að það má
gjarnan fá að fljóta með.
Þetta bindi Sögu mannkyns
fjallar að mestu um Evrópu á-
síðmiðöldum (1300-1500) og
einnig nokkuð um Austurlönd
nær. Akuryrkjusamfélagið
sem verið hafði við lýði í Evr-
ópu frá seinni steinöld hafði á
hámiðöldum þróast í léns-
skipulag þar sem yfirstéttin,
aðall og klerkar, Iifði á afgjöld-
um frá bændum. Á 14. öld
hrundi þetta samfélag. Ástæð-
an var mikil fólksfjölgun sam-
tímis því að komið var að þeim
mörkum sem akuryrkjan gat
mest framleitt með þeirrar tíð-
ar tækni. Yfirstéttin kaus að
leggja fjármagn í stríðsrekstur
og til eflingar samfélagsstöðu
sinni fremur en að endurbæta
atvinnutækin. Og bændur voru
íélausir og áhugalausir vegna
þess hve þeir báru lítið út být-
um. Afleiðingin varð harðasta
og víðtækasta kreppa í sögu
Evrópu. Hún kom meðal ann-
ars fram í mikilli fólksfækkun,
allt að 50-60%, sem aftur stóð í
sambandi við aukna útbreiðslu
smitnæmra sjúkdóma.
Minnkandi tekjur yfirstétt-
arinnar leiddu til innbyrðis á-
rekstra. Staða kirkjunnar og
hinnar viðurkenndu kristni var
í hættu. Á sama tíma skapaði
langvarandi stjórnmálaupp-
lausn skilyrði fyrir sterkara
konungsvald. Og ný millistétt
kom til sögunnar í sambandi
við verslun og þróun borgar-
lífs. Þetta allt bendir fram til
þess sem koma skyldi.
Kreppan í Evrópu stóð í
sambandi við stjórnmálaþróun
í Austurlöndum nær. Veldi
Tyrkja stóð lengi við austan-
vert Miðjarðarhaf og náði
einnig yfir nokkurn hluta Balk-
anskaga.
Að því er varðar önnur lönd
utan Evrópu verður þráðurinn
frá fyrri bindum tekinn upp aft-
ur í 7. bindi. Það sem einkum
einkennir þetta 6. bindi er að
nýjustu niðurstöður úr mann-
fjöldarannsóknum og efna-
hagslífi eru af ásettu ráði
tengdar síðari tíma niðurstöð-
um úr rannsóknum á öðrum
sviðum.
„En voru síðmiðaldir aðeins
öldudalur?” spyr höfundur.
Hann kveðst gera vilja „tilraun til
að greina aðalþætti mannlífs og
samfélags miðaldanna hvort sem
okkur verður ljóst hvernig þessir
þættir stefna „fram” til níunda
áratugar tuttugustu aldarinnar
eða ekki” (ibid.). Það er ekki svo
lítill metnaður sem lýsir sér í þess-
um orðum. Og hvernig hefur svo
til tekizt? Reynandi að svara því.
Káre Lunden er kunnur sagn-
fræðingur í heimalandi sínu Nor-
egi. Stríðlundaður nokkuð, sem
m.a. kemur fram í afstöðu hans
til kvenna og kvennasögu, en
sannfærður marxisti, sem ekki
vill láta „yfirbygginguna” villa sér
sýn: „Sá sem vill kynnast
mannlífinu á miðöldum verður
að kynna sér akuryrkjuna” (- bls.
28, „akuryrkja” getur nú tæpast
talizt það sama og „jordbruk” en
látum kyrrt liggja). Áhugasvið
höfundar eru bersýnilega ekki
„atburðasaga” hvað þá „heldri
manna saga” eins og pólitísk saga
er stundum nefnd heldur hagsaga
og atvinnusaga, bændur og búal-
ið. Samúð höfundar er bersýni-
lega öll með alþýðu manna í
stéttabaráttunni. Lunden lýsir
vel og ítarlega næsta vonlitlum
uppreisnum hennar gegn afætum
sínum; hann er sterkur á svellinu
þar.
Bóndinn
Þeim mun hlálegra er það að í
rauninni veit maður í bókarlok
snöggtum meira um hinn þrí-
höfða þurs, aðal, konung og
kirkju, en bóndann sjálfan, og
bar hann þó, seinþreyttur til
vandræðanna og vinnulúinn,
„lénspíramíðann” allan á herðum
sér. Kannski rithefðin hafi læst
greipum í Lunden, þrátt fyrir all-
an góðan ásetning. Svo er á það
að líta, að hejmildir eru margfalt
meiri um heim heldri mannsins
en daglega önn alþýðunnar. Eða
eins og Lunden orðar það:
Þess vegna hefðum við mjög
gjarnan viljað fá öruggar og
nákvæmar upplýsingar um
landbúnaðinn. Við höfum allt
of lítið af þeim, heimildirnar
eru fátæklegar, ótraustar og í
molum. Þeir sem voru skrif-
andi á þessum öldum höfðu
meiri áhuga á að skrifa um
dýrlinga, styrjaldir og réttar-
farsleg og kirkjuleg þrætumál
en landbúnaðarhagfræði (-
• bls. 29).
Og ekki nóg með það. Hvenær
sem við höfum fyrir framan okk-
ur ritaða heimild frá miðöldum
vitum við að nær því undantekn-
ingarlaust er það yfirstéttarmað-
ur, nánar til tekið karlmaður,
sem hana hefir skráð. Það eitt er
nóg til að marka honum nokkurn
bás.
Vankanta hefir bókin ærna;
hvernig mætti líka annað vera,
eins persónuleg og hún er. Raun-
ar þarf slíkt hreint ekki að vera af
hinu illa. Bókin ögrar, hvetur les-
andann til að endurmeta fornar
hugmyndir og kasta þeim kann-
ski fyrir róða eða renna styrkari
stoðum undir þær ella. Slíkt er
hin hollasta tilbreyting frá borg-
aralegri sagnfræði, og raunar
kreddubundinni marx-lenínist-
ískri líka: Maður er vanur allt frá
því í skóla lesa altént kennslu-
bækumar hugsunarlítið eða
hugsunarlaust og trúa því sem á
síðunum stendur.
Þvert ofan á orð og særi for-
lagsins er bókin feikilega
Evrópubundinn ef svo mætti
segja og raunar svo rækilega að
höfundur sækir dæmi sín svo til
eingöngu til Vestur-Evrópu. -
Þetta, og mörg álitamál önnur, er
rætt í athyglisverðum ritdómi í
Historisk tidsskrift (hinu norska)
2. tbl. 1985, sem ég hefi stuðzt
við. Steinar Imsen fjallar þar ítar-
lega um sex nýleg bindi af mið-
aldasögu, þrjú frá Cappelen/Poli-
tiken og þrjú frá Aschehoug.
Þessi historíska naflaskoðun er
að mínum dómi meiri en svo að
dugi allsherjarafsökunin gamla,
nefnilega sú, að auðvaldsþjóðfé-
lag okkar tíma eigi rætur að rekja
til ýmissa þjóðfélagsfyrirbæra í
Evrópu mið- og þó einkum síð-
miðalda. Þetta hefur forlagið
fundið og séð sig tilneytt að
skjóta inn einskonar aukabindi á
eftir bók Lundens um heiminn
utan Evrópu, „Hin víða veröld”
heitir það. Ég á þá bók ólesna, en
Imsen kvartar yfir því að bindin
skarist óheppilega. Bókaártöl
benda raunar straX til þess.
„Aukabindið” telst ná yfir tíma-
bilið 1350-1500, þ.e.a.s. 150 ár af
200 Lundens.
Kirkjan
Kirkjunnar vin er Káre
Lunden enginn. Hann undirstrik-
ar við hvert tækifæri, að mér
finnst, grimmdar- og yfirstéttar-
eðli kirkjunnar, og víst er um
það, að biskupar voru á miðöld-
um einhverjir voldugustu léns-
herrar álfunnar. - í ljósi þessa
verður næsta brosleg rómantísk
viðleitni síðari alda að gera ein-
hvern öreiga úr Sverri konungi,
vígðum presti og bróðursyni
sjálfs Færeyjabiskups, eins og
Lunden hefur vakið athygli á
annars staðar. En það er eitt að
vinna þarfaverk og vekja athygli
á þessari hlið kirkjunnar, annað
að láta hana ekki njóta sannmæl-
is. Lunden getur hvergi þess sem
Sverrir Kristjánsson nefndi „hinn
furðulega endurnýjunarmátt ka-
þólsku kirkjunnar” (- vitnað í
eftir minni). Það kann að vera
kaldhæðni örlaganna, að yfir-
stéttaraðstöðu sína á kaþólska
kirkjan m.a. að þakka sívakandi
umbótastarfi beztu sona sinna,
en þeirra getur sáralítið eða ekki í
þessari bók. Klaustur eru að mati
Lundens lítið annað en yfirstétt-
arbæli, og svona mætti lengi telja
(- Vitaskuld hefur hann margt til
síns máls. Við höldum kannski að
hver og einn hafi getað gengið í
klaustur væri hann bara nógu trú-
aður, en það var nú eitthvað ann-
að: „Oft vildu menn ekki taka
nýsveina nema af tignustu ættum
til að auka veg og virðingu stofn-
unarinnar. Kanúki einn, umbóta-
sinnaður, skrifaði um reglukirkj-
una St. Alban í Mainz árið 1500:
„Þeir útiloka umsækjendur sem
gætu tekið sæti í kardínálaráðinu
og - svo að maður tali í gríni - ef
Frelsari vor væri nú hér á jörð
mundi hann verða útilokaður frá
þessu samfélagi kirkjunnar vegna
þess að hann var ekki af riddur-
um kominn eða hærri aðli í báðar
ættir og yrði því hættulegur virð-
ingu og heiðri stofnunarinnar”.
bls. 117). Verst er þó syndin gegn
„sögulegum veruleik” að þess
skuli vart að nokkru getið hvern-
ig kirkjan greip inn í allt daglegt
líf manna á miðöldum, alþýðu
jafnt sem yfirstéttar. Þau afskifti
voru til góðs, ekki síður en ills, ef
það er þá yfirleitt nokkuð að
marka það sem maður hefur lesið
sér til um þessi efni.
Þá virðist mér flest benda til
þess að Lunden vanmeti borgar-
astéttina. Það var þó hún, þegar
öll kurl koma til grafar, sem
skyldi landið erfa, og „Nýöld”
nálgaðist óðum. Gildanna er að
sáralitlu getið og þá aðeins
kaupmannagilda, ekki iðngilda.
Kvennasaga á erfitt uppdráttar.
JÓN THOR
HARALDSSON
Hún er eitur í beinum Káre
Lundens hvort eð er, það hefur
komið fram, og kannski ekki
sanngjarnt'að krefjast þess að
hann gjaldi einhver slík Torfalög.
Hitt er verra, að öll umfjöllun
hans um konur, það litla sem er,
er í þeim dúr að jaðrar við beina
kvenfyrirlitningu. Enn er þess að
geta, að áhugasvið höfundar
hefna sín að því leytinu, að um-
fjöllun hans um pólitíska sögu er
ákaflega ágripskennd. Er þó kafl-
inn „Styrjaldir og ríkisvald” sá
lengsti í bókinni (- „ríkisvald” er
neyðarþýðing á „högre politisk
organisasjon”).
Dúfur
Taki nú enginn þessar að-
finnslur svo að þær fæli hann frá
bókinni. Hún er í bezta lagi til
þess fallin að „fá forstand av”
eins og norskir kynnu að kalla
það, „skilningsaukandi” mætti
það orðast á íslenzku. Gildir þá
einu hvort maður er Lunden sam-
mála eður ei, glíman við hann er
ein einhvers virði. Oft á höfundur
það til að koma manni skemmti-
lega á óvart. Hvern skyldi gruna
það að dúfan gat orðið stórpólit-
ískur fogl:
Dúfur voru sums staðar félags-
legt vandamál. Á Bretlandi
voru það forréttindi jarð-
eigenda að eiga dúfur. En dúf-
ur átu korn allra manna jafnt.
Þess vegna voru þær illa séðar
af almenningi og urðu gjarnan
skotmark veiðiþjófa og „hryðj-
uverkamanna”. Framan af 16.
öld lá dauðarefsing við því á
Skotlandi að drepa dúfur land-
eigenda (- bls. 38).
Meir almenns sögulegs eðlis er
sú ábending (- bls. 93-4), að
þeirrar þróunar sem flutti þung-
amiðju verzlunar og viðskipta út
til strandríkja Evrópu er farið að
gæta strax á síðmiðöldum; vana-
lega er hún tengd nokkuð ein-
hliða Landafundunum miklu.
Ekki lýsir Lunden þessu neitt
nánar, því miður.
Bókinni lýkur á kaflanum
„Hvað gerðist á síðmiðöldum?
Kenning”. Þess er enginn kostur
að endursegja hann hér þótt
stuttur sé, hálf önnur blaðsíða.
Stendur kaflinn undir nafni?
Óneitanlega þykir manni kafla-
heitið bera keim af steigurlæti.
Höfundur telur upp allmörg at-
riði, ekki beinlínis meginþætti,
sem honum þykja einkenna þetta
tímabil. Flest af þessu virðist
heldur sennilegt ósérfróðum
manni, sumt tortryggilegt eins og
gengur. Vel trúir maður því, að
„Svarti dauði og fólksfækkunin
sem honum fylgdi” hafi komið
„eins og lost”, en er það eins víst
að „afleiðingarnar hafi mótast af
þeirri þjóðfélagsgerð sem hafði
myndast snemma á 14. öld”? Það
eitt er þó víst, að fæstir munu trúa
því að bók Lundens hafi að
geyma nokkra „lokaniðurstöðu”
um síðmiðaldir, og það þótt mið-
að sé við Vestur-Evrópu eina.
Snœbjörn Jóhannsson hefur ís-
lenzkað þetta bindi mannkyns-
sögunnar og verið ærinn vandi á
höndum. Bókin er sem sé rituð á
„einstrengingslegustu” ný-
norsku, sem er eins og bögglað
roð fyrir brjósti íslendinga velfle-
stra og raunar það norðurland-
amál sem þeim er hvað mest
framandi, þeirra sem þeir þó kall-
ast skilja. Þess er þá heldur ekki
að dyljast, að þýðingin er oft anzi
ónákvæm; ég held þó að það eigi
ekki að saka. Málfarið virtist mér
gott. Frágangsvillureru smávægi-
legar og vart umtals verðar, utan
hvað sérlega leið prentvilla hefur
læðzt inn í fyrirsögn á bls. 124,
Filipus fríði Frakkakonungur
heitir þar Filippus fróði.
Jón Thor Haraldsson
Aftökur á hjóli, með sverði, í gálga, samkvæmt „Bernerchronik“ (1480-1484). Mynd úr bókinni með textanum: „Ríkið
reyndist veikur stjórnandi í reynd. Villimannlegar refsingar og hótanir um helvítiskvalir áttu að stemma stigu við afbrotum
og uppreisnum".
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN| Laugardagur 11. janúar 1986
Laugardagur 11. janúar 1986 MÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Þingeyskur fidluarfur
Fyrirlestrar og tóndœmi um merka tónistarmennt í merkustu sýslu landsins
Sjálflærðir fiölarar í Suður-
Þingeyjarsýslu um áttatíu ára skeið:
Garðar Jakobsson bóndi á Lautum í
Reykjadal hefur haft spurnir af 138
nafngeindum fiðluleikurum úr hér-
aðinu á þessum tíma, og er raunar
sjálfur einn hinn síðasti þeirra, -
hann hefur handleikið 59 fiðlurfrá
þessum tíma úr sýslunni, veit um
sex til viðbótar og hefur haft spurnir
af tuttugu fiðlum týndum eða eyði-
lögðum.
Þeir Garðar og Pall H. Jónsson rithöf-
undur og fyrrum kennari ætla á sunnu-
daginn (frá kl. 5) að halda fyrirlestra um
þingeyska tónlist í tengslum við tónlist-
arsýninguna í húsinu, og skýra með
nokkrum tóndæmum á fiðlur sínar hvað
þarna var um að vera. Þjóðviljinn heim-
sótti þá félaga í gær og bað segja undan
og ofan af.
Verkum verður þannig skipt að Páll
segir á breiðum grunni frá þróun tónlist-
ar í héraðinu á síðari hluta 19. aldar og
frammá þá tuttugustu, en Garðar segir
frá rannsóknum sínum kringum fiðlur
og þingeyska fiðluleikara: hvar eru og
voru til fiðlur, hverjir léku á þær, hvað-
an eru fiðlurnar, hver er útbreiðsla
þeirra innan héraðs.
- Fyrsta fiðlan kemur til Suður-
Þingeyjarsýslu árið 1851 eftir því sem
við vitum best, segja þeir Páll og Garð-
ar, - hana átti Jón Jónsson frá Vogum,
Voga-Jón, sem meðal annars kenndi
Arngrími Gíslasyni málara fiðluleik. En
sá sem stærstan þátt mun eiga í fiðlu-
mennt í sýslunni er Benedikt Jónsson frá
Auðnum, - hann segist í bréfi hafa „út-
vegað fjöldamargar fiðlur,“ og hefur
látið menn kaupa þær fyrir sig, yfirleitt
gamlar, mikið í Danmörku og líka í Eng-
landi.
- ^Ætli þetta fiðluskeið hafi ekki stað-
ið í svona áttatíu ár, segir Garðar, - ég
miða sjálfur við að því hafi lokið með
hljómsveit sem við stofnuðum reykdælir
árið 1936. Þessi fiðluleikur í sýslunni, -
auðvitað var spilað á fiðlur í öðrum hér-
uðum, - en ég álít að þetta sé sérstætt
fyrir Suður-Þingeyjarsýslu hvað varðar
fjölda fiðlanna og fjölda þeirra sem
handléku þær og spiluðu á þær; þetta var
almenningseign.
- Já, auðvitað tengist þetta félags-
málahreyfingum í sýslunni á þessum
tíma, halda þeir Páll áfram, - en Bene-
dikt á Auðnum á þarna mikinn hlut að
máli, hann var áhugamaður um tónlist
og meðal annars einn helsti þjóðlaga-
safnari Bjarna Þorsteinssonar. Það má
nú reyndar segja það um Bensa gamla,
að hann stóð eiginlega á bakvið allar
hræringar í héraði á sínum tíma.
- Fiðlan tók við af langspilinu. Það
hefur ekki þótt hljóðfæri eftir að fiðlan
kom. Fiðlan var mikið notuð til að spila
fyrir dansi, en á hana voru líka leikin
þjóðlög, íslensk og erlend, og ættjarðar-
lög. Hún var furðu lítið notuð við söng,
og við þekkjum engin dæmi þess að hún
hafi verið kirkjuhljóðfæri. Ég þekki tvo
forsöngvara, segir Garðar, sem voru
einnig miklir fiðluleikarar, en þeir tóku
fiðluna aldrei með sér til kirkju þótt þar 1
væri hljóðfæralaust.
Og smíðað líka
- Fiðluleikararnir voru flestir sjálf-
lærðir, lærðu hver af öðrum og af sjálf-
um sér. Með örfáum undantekningum.
Voga-Jón lærði fiðluleik þegar hann var
við trésmíðanám í Kaupmannahöfn, en
hafði ekki efni á að læra hjá fiðluleikara
heldur fékk til kennslunnar gamlan
drykkjumann. Og sumir fiðluleikaranna
smíðuðu sjálfir hljóðfæri sín, - á sýning-
unni í Norræna húsinu eru slíkar fiðlur.
- Það er enginn vafi á að þeir hafa
sumir samið sjálfir, impróvíserað, segir
Páll, og Garðar sem hefur hlustað á
norska fiðlara bætir við að sú tónlist sé
mjög áþekk hinni þingeysku, - en þó
heyrði hann ekkert sama lagið og hann
kynntist í æsku.
Við spyrjum um dreifingu innan sýsl-
unnar, og í ljós kemur að þessi menning
er misöflug eftir sveitum: í Reykdæla-
hreppi er mikið af fiðlum og fiðlurum,
einnig í Reykjahverfi og Mývatnssveit,
þetta er til í Áðaldal en minna, heldur
meira í Kinn og Bárðardal, en vestar fer
að draga úr; Garðar hefur aðeins fundið
eina fiðlu á Svalbarðsströnd og eina í
Höfðahverfi.
Harmonikkan leysti fiðluna af hólmi,
segir Páll, en fiðluleikarar í gömlum dúr
finnast enn í sýslunni: Garðar auðvitað,
og Páll sem lítið vill gera úr leik sínum;
Tryggvi Sigtryggsson á Laugabóli, í
Reykjadal, 91 árs, Hermann Benedikts-
son í Svartárkoti í Bárðardal, og enn
fleiri.
- Og ég spilaði með sonarsyni mínum
tvo vetrarparta fyrir nokkrum árum,
segir Garðar, - en nú eru tónlistarskól-
arnir teknir við, og kennt þar á fiðlur
samkvæmt kúnstarinnar reglum. _ m
Garðar Jakobsson og Páll H. Jónsson með fiðlur sínar. Fiðlan í höndum Garðars er hin elsta sem hann hefur fundið í sýslunni, frá 1716, og merkt Antonius Stradivarius Cremonensis, -
og er til sölu. Mynd: E.ÓI.
Norrœna húsið
Kjarvalsstaðir
Listahótíð
unga fólksins
í dag veröur sett á Kjarvalsstöðum
Listahátíð unga fólksins sem
haldin er á vegum íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur, í tilefni ný-
liðinsárs æskunnar.
Á því ári kom upp sú hugmynd að
kynna það sem væri á baugi meðal ungs
fólks sem fengist við listsköpun og
ákveðið að auglýsa eftir verkum eftir
fólk á aldrinum 15-22 ára: myndlist,
leiklist, tónlist, handlist og ljósmyndun;
og má nú sjá afraksturinn.
Meðal atriða við setninguna í dag er
ávarp fulltrúa unga fólksins, Halldóru
Jónsdóttur, leikur Blásarasveitar Sin-
fóníuhljómsveitar æskunnar sem Oddur
Björnsson stjórnar, „frístæl“-dans frá
Dansnýjung Kollu, og leikur Billie Hol-
yday Jr. Jassbands.
f vestursal Kjarvalsstaða verður sýn-
ing á málverkum, teikningum, skúlptúr,
lágmyndum, vefnaði og ljósmyndum,
en á ganginum framanvið verða í gangi
myndbönd eftir ungt fólk.
Á morgun, sunnudag, verða sýnd
myndbönd úr samkeppninni „Ungt fólk
og umferð" sem Umferðarráð Reykja-
víkur efndi til sl. haust en á mánudags-
og þriðjudagskvöld verða Lista-rokk-
tónleikar í Tónabæ í tengslum við hátíð-
ina.
Sýningin verður opin alla daga frá 14-
22.
Einn hinna ungu myndlistarmanna, Jónas Bragi Jónsson, við verk sín á Listahátið unga
fólksins.