Þjóðviljinn - 11.01.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Vestur-Þýskaland
Líbýu-deilan rekur fleyg
í viðræður um Stjömustríð
Bonn — Deilur þær sem risið
hafa milli Bandaríkjanna og
Vestur-Þýskalands vegna
kröfu Reagans á hendur
bandamönnum sínum um að
þeir taki þátt í refsiaðgerðum
gegn Líbýu gætu haft veruleg
áhrif á viðræður ríkjanna um
þátttöku vesturþjóðverja í
stjörnustríðsáætlunum Reag-
ans.
Allt frá því Helmut Kohl
komst til valda í Vestur-
Þýskalandi árið 1982 hefur ekki
gengið hnífurinn á milli hans og
Reagans í utanríkismálum.
Líbýu-málið er fyrsta ágreinings-
efnið sem upp hefur komið og svo
vill til að það ber upp á sama tíma
og viðræður um hugsanlega þátt-
töku þjóðverja í undirbúnings-
rannsóknum fyrir Stjörnustríð
Reagans eiga að hefjast í Was-
hington.
f dag, föstudag, heldur Martin
Bangemann, efnahagsmálaráð-
herra Vestur-Þýskalands, vestur
um haf til viðræðna við banda-
ríska ráðamenn. Reyndar er ekki
fullljóst um hvað þær viðræður
eiga að snúast því stjórnirnar
hafa nokkuð ólíkar skoðanir á
væntanlegri tæknisamvinnu.
Vesturþýska stjórnin vill ræða
samvinnu ríkjanna um hátækni-
þróun á breiðum grundvelli þar
sem Stjörnustríðið er aðeins hluti
af stærri heild.
í vesturþýska sjónvarpinu hef-
ur því verið haldið fram að
bandarískir embættismenn séu
ekki beinlínis í skapi til að ræða
samstarf ríkjanna með Líbýu-
málið hangandi yfir höfðum sér.
Nokkuð hvöss orðaskipti hafa
orðið milli ríkjanna, Kohl neitaði
ákveðið að taka þátt í refsiað-
gerðum Reagans og bandaríski
sendiherrann í Bonn, Richard
Burt, svaraði samstundis og sagði
að það væri siðferðileg skylda
bandamanna að fylgja Reagan í
þessu máli.
Reyndar ríkir ekki full eining
um málið heldur í Vestur-
Þýskalandi. Flokkur Kohls er
fylgjandi Stjörnustríði en frjálsir
demókratar hafa uppi ýmsar efa-
semdir. Og frá atvinnurekendum
sem koma til með að taka þátt í
rannsóknunum mátti í gær heyra
þau varnaðarorð að þátttaka í
Stjörnustríðinu gæti skaðað við-
skipti vesturþjóðverja og sovét-
manna sem hafa verið í örum
vexti að undanförnu.
Tékkóslóvakía
Nóbelskáldið Jaroslav
Seifert er látinn
Prag - Tékkneska Nóbelskáld-
ið Jaroslav Seifert lést í fyrri-
nótt á sjúkrahúsi í Prag. Sei-
fert, sem hlaut bókmennta-
verðlaun Nóbels árið 1984,
hafði átt við vanheiisu að
stríða árum saman og gat ekki
tekið við verðlaununum í eigin
persónu af þeim sökum. Hann
var 84 ára að aldri.
Seifert er þekktur fyrir ljóð,
sem lofuð eru fyrir næma og
ferska skynjun, hugkvæma
myndvísi og frelsisanda. Seifert
gerðist ungur kommúnisti, en
komst upp á kant við flokksfory-
stuna þegar árið 1929 og gekk
ekki í flokkinn aftur. Á stríðsár-
unum orti hann kvæði sem hin
þjóðlega andspyrnuhreyfing taldi
sér til tekna. Eftir stríð var hann
ritstjóri bókmenntaritsins Kytice
og gekk á ýmsu með birtingu á
ljóðum hans. Um skeið var tekið
fyrir birtingu verka hans í Tékk-
óslóvakíu vegna gagnrýni hans á
opinbera menningarstefnu, en á
hlákuárunum á sjöunda áratugn-
um voru verk eftir hann mikið
gefin út og kom þá vel í ljós hví-
líkrar hylli hann naut meðal
fólksins.
Yfirvöld kusu að taka þeirri
fregn vel í hitteðfyrra, að Seifert
hlyti nóbelsverðlaun, en hafði
hann þó unnið sér það til óhelgi
að skrifa undir mannréttinda-
skjöl hreyfingarinnar Charta '11.
Nú munu flest verka hans fáanleg
í heimalandi hans, en sum kvæði
eru þó í banni. Mikla athygli hef-
ur vakið sjálfsævisaga hans, þar
sem greinir frá mönnum og merk-
istíðindum tékknesks menning-
arlífs í sextíu ár.
Fjörkippur í fjölmiðlunum
Sovéskirfjölmiðlar taka sjálfa sig á beinið — íhófiþó. Kvartað um leiðindi ogþögn um stórslys
Sovétríkin
Þótt kvartað sé undan leiðindum sovéskra blaða eru sovétmenn miklir blaðalesendur. Alls koma blöðin út í 150 miljónum
eintaka á degi hverjum. Hér má sjá fólk í biðröð við blaðasjálfsala á neðanjarðarstöð í Moskvu.
Moskvu — Hlutverk fjölmiðla í
Sovétríkjunum hefur löngum
einskorðast við að varpa Ijóma
á alvisku Kommúnistaflokks-
ins og forystu hans. í dálkum
sovéskra blaða hefur ávallt
verið ansi þröngt um gagnrýni,
þar hefur yfirleitt ekki verið birt
neitt sem hægt væri að túlka á
þann veg að eitthvað sé að
kerfinu. Fyrir bragðið hafa so-
véskir fjölmiðlar glatað trún-
aðartrausti almennings sem
reynir að verða sér úti um frétt-
ir af atburðum innan og utan
Sovétríkjanna með öðru hætti,
svo sem að hlusta á erlendar
útvarpsstöðvar. Einnig hefur
þetta fyrirkomulag hleypt
miklu lífi í gróur landsins.
Nú virðist eitthvert los komið á
þetta kerfi. í sovéskum blöðum
hefur að undanförnu mátt lesa
bréf frá lesendum og ritstjórnar-
greinar þar sem þögnin um ágalla
kerfisins er gagnrýnd. Nú í janúar
birtu tvö dagblöð, Sovietskaya
Rossiya og stjórnarmálgagnið Is-
vestía, sama lesendabréfið þar
sem stjórnvöld eru sökuð um að
dylja fólk sannleikanum. „Þeir
verða að koma sér upp nægu hug-
rekki til að segja almenningi frá
óvæntum og neikvæðum atburð-
um,“ segir í þessu bréfi.
Vantraust
á lesendum
f sumum þessara bréfa er
gagnrýndur sá siður fjölmiðla að
segja sem allra minnst og helst
ekkert frá stórslysum, eldsvoðum
og náttúruhamförum sem verða í
Sovétríkjunum. í einu slíku bréfi
er bent á misræmið í fréttaflutn-
ingi sovéskra fjölmiðla sem birt-
ist í því að þeir sögðu mjög ítar-
lega frá jarðskjálftunum í Mex-
íkó og eldgosinu í Kólumbíu sl.
haust en þögðu næstum alveg um
mannskæðan jarðskjálfta sem
varð í miðasíuhluta Sovétríkj-
anna á síðasta ári. „Þessi þögn
virðist mér stafa af algerum skorti
á trausti fjölmiðla á lesendum og
áhorfendum — eins og hætta sé á
að þeir misskilji eitthvað," segir
bréfritari.
í öðru slíku bréfi sem birtist í
Ísvestía gagnrýnir bréfritari þögn
blaðsins um mörg dauðsföll sem
urðu í Moskvu í nóvember eftir
að fólk hafði fengið eitrun af að
drekka ólöglega fengið áfengi.
„Þeir tala um að hreinskilnin eigi
að sýna traust fjölmiðla í garð al-
mennings en í verunni halda þeir
mörgu leyndu," segir í bréfinu.
í öðrum bréfum er kvartað yfir
tilraunum til að þegja í hel mistök
sem verða í sovésku efnahagslífi
meðan aðrir eru hlaðnir lofi fyrir
árangur sem oft orkar tvímælis.
„Hlutirnir batna ekkert við slíkan
lúðrablástur," segir í einu bréfi.
Losað um böndin
Þessi bréf og ýmis önnur skrif
sovéskra blaða benda til þess að
eitthvað sé að slakna á því
taumhaldi sem forysta flokks og
ríkis hefur hingað til haft á fjöl-
miðlunum. Fréttamenn hafa
tekið eftir því að blaðið Soviet-
skaya Rossiya virðist vera í farar-
broddi þeirra blaða sem vilja
opnari fjölmiðlun. Benda þeir á
mjög óvanalega atburðarás sem
blaðið hratt af stað seint á síðasta
ári. Þá gekk blaðið fram fyrir
skjöldu og gagnrýndi starfshætti
tveggja hæstsettu stjórnenda
Moskvuborgar, Viktor Grisjin
formann flokksdeildarinnar og
Vladimir Promyslof borgar-
stjóra. Báðir misstu þeir embætti
sín og stoðaði það lítt þótt Grisjin
ætti sæti í Politbíróinu, æðstu
stofnun flokksins.
En þótt fjölmiðlar vilji hleypa
nýju lífi í fréttamennskuna eru
því takmörk sett hve langt þau
geta gengið í gagnrýni sinni. Re-
uter hefur það td. eftir vestræn-
um sendimönnum í Moskvu að
það væri óhugsandi að blöðin
færu að gagnrýna hlutverk so-
véska hersins í Afganistan.
Margt bendir þó til að fjölmiðl-
ar fari fram með samþykki nýja
flokksleiðtogans, Gorbatsjofs.
Hann hefur sjálfur sett fram ósk
um opnari umfjöllun fjölmiðla
um sovésk málefni og það sem
miður fer í samfélaginu. Og hann
hefur gefið fordæmi með því að
sitja fyrir svörum erlendra frétta-
manna. En vitaskuld velkist eng-
inn í vafa um hollustu hans við
kerfið og vald flokksins.
Forysta flokksins virðist hins
vegar hafa gert sér grein fyrir
nauðsyn þess að efla traust al-
mennings á fjölmiðlunum. Sjálft
aðalmálgagn kommúnistaflokks-
ERLENDAR
FRÉTTIR
ER
ins, Pravda, gagnrýndi fyrir
skömmu sovéska fjölmiðla fyrir
leiðinlegt yfirbragð sem væri ekki
til þess fallið að vekja áhuga al-
mennings á þeim. Hvatti blaðið
fjölmiðla til að hætta leiðindun-
um og reyna frekar að virka
hvetjandi og uppörvandi á al-
menning.
Nauðsyn
á heiðarleika
Þrátt fyrir þessi frýjunarorð
treysti Pravda sér ekki til að birta
ræðu sem skáldið Évgení Évtús-
énkó hélt yfir sovéskum rithöf-
undum skömmu fyrir jól án þess
að beita skærunum. í ræðu sinni
vitnaði skáldið til orða Gorbat-
sjofs um meiri hreinskilni og sak-
aði svo ritstjóra og úgefendur um
lygar, rangtúlkanir og sjálfsá-
nægju. Hann hélt áfram og sagði
að heiðarleg fréttamennska væri
nauðsynleg til varnar sovésku
þjóðskipulagi. Að öðrum kosti
lægi það vel við höggum andstæð-
inga sinna erlendis sem sjóða upp
andsovéskar fréttir „úr því sem
við felum og þöggum niður“.
Hann klykkti út með því að segja
að þjóð sem leyfði sér að skil-
greina eigin mistök slægi vopnin
úr höndum óvina sinna.
haÍwldsson/R E U1
Bretland
Áfall fyrir
Thatcher
London — Afsögn Michael
Heseltine úr embætti varnar-
málaráðherra er talin líkleg til
að skaða ríkisstjórn Margaret
Thatchers og þó einkum
ímynd forsætisráðherrans í
augum kjósenda.
Athygli almennings hefur nú
verið beint að starfsstíl Thatc-
hers. Framan af ferli hennar þótti
hann einkennast af röggsemi og
stefnufestu en nú fjölgar þeim ört
sem segja forsætisráðherrann
stjórnast af hroka og valda-
græðgi, hún stjórni Bretlandi eins
og þar ríki forsetaveldi svipað því
sem er í Bandaríkjunum.
Þessir atburðir koma ekki á
góðum tíma fyrir Thatcher. Hún
hefur að undanförnu hamrað á
því að gera Verkamannaflokkinn
tortryggilegan í augum kjósenda
og sagt að honum sé stjórnað af
öfgamönnum til vinstri. Þessi
hræðsluáróður var farinn að bera
þann árangur að íhaldsflokkur-
inn hefur mjakast fram úr Verka-
mannaflokknum í skoðanakönn-
unum að undanförnu.
Roy Hattersley varaformaður
Verkamannaflokksins sagði í gær
að afsögn Heseltine væri áfall
fyrir einstrengingslega frjáls-
hyggjustefnu forsætisráðherrans.
Svíþjóð
Deiltum
fjárlög
Stokkhólmi — Stjórn jafnaðar-
manna í Svíþjóð lagði í gær
fram fjárlagafrumvarp sitt, það
fyrsta eftir að flokkurinn lenti í
minnihluta á þingi í kosning-
um í haust.
Síðan nýtt þing kom saman
hefur Olof Palme og flokkur hans
verið háður stuðningi Vinstri-
flokksins-kommúnista og þegar
frumvarpið lá fyrir gagnrýndu
kommúnistar Palme harðlega
fyrir að gera ekki ráð fyrir hækk-
un atvinnuleysisbóta og að
hækka ekki skatta á hátekjufólki.
Kjell-Olof Feldt fjármálaráð-
herra svaraði þessari gagnrýni á
þann veg að hún væri á misskiln-
ingi byggð. Fjárlagafrumvarpið
gerði ráð fyrir lithim breytingum
á skattheimtu og ríkisútgjöldum
en drægi verulega úr halla á ríkis-
búskapnum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13