Þjóðviljinn - 12.01.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Qupperneq 6
Allir bjuggust við, ef Franco félli frá, að þá kæmi bara annar „Franco" í staðinn. Við getum ekki farið neðar í efnalegu tilliti og héðan í frá hlýtur leiðin Tíu ára lýðrœði á Spánl ÁÐUR ÁTTUM VI í haust voru liðin 10 ár frá því að lýðræði var endu rreist á Spán i eftir 36 ára fasistastjórn Fransico Francos, eða allt frá árinu 1939 að borgarastyrjöldinni lauk og fram í nóvember 1975 að hann féll frá og konungurinn Juan Car- los tók við völdum. Tveimur árum síðar var komin til valda þing- bundin konungsstjórn. Þau 10 ár sem liðin eru síðan lýðræðið var endurreisteru án nokkurs vafa eitthvert mesta breytingaskeið sem Spán verjar hafa lifað ef f rá er taliö tímabilið í kjölfar landa- fundanna miklu í lok 15. aldar. Það ætti því að vera f róðlegt fyrir okkur íslendinga að heyra hvað Spánverjarsjálfirsegja um þessa breytingu. Ekkisíst fyrirþá sök að íslendingar fara til Spánar hópum saman á sumrin til að njóta þeirra lystisemda sem þetta yndislega land og þjóö hafa uppá að bjóða. Um jólin var staddur hér á landi spánskur verkfræðingur, Juan Carlos Roldán, en hann er giftur íslenskri konu, Þórhildi Þorsteinsdóttur, sem margir ís- lendingar kannast við, þar hún hefur starfað sem fararstjóri fyrir Ferðaskrifstofuna Útsýn, á Spáni í um 15 ára skeið. Juan Carlos er fertugur og lifði því fyrstu 30 ár ævinnar undir fasistastjórn Fran- cos en 10 síðustu árin við lýðræð- isstjórn. Það lá því beinast við að spyrja hann fyrst á hvern hátt Spánverjar finndu mest fyrir breytingunni sem átt hefur sér stað eftir að lýðræðisstjórnin tók við: Segja má að breytingin komi fram á öllum sviðum þjóðlífsins, en ég hygg að mesta breytingin fyrir fólkið í landinu sé að mega tala. Mega segja allt sem því býr í brjósti, mega gagnrýna allt sem því þykir miður fara, mega láta pólitískar skoðanir sínar í ljós, hvar sem er og hvenær sem er. Og svo ég nefni eitt dæmi. Hver held- ur þú að hefði trúað því fyrir 10 árum síðan, á Spáni, að menn ættu eftir að sjá foringja kom- múnistaflokksins Carillo koma fram í sjónvarpi og gagnrýna ríkisstjórnina. Flokkur hans var bannaður og Carillo í útlegð á tíma Francos. Annars má í sem fæstum orðum lýsa muninum með því að segja að hann sé eins og munur á nótt og degi. Aðeins ein skoðun Nú er frjáls umræða í sjónvarpi og útvarpi um allt sem máli skiptir á Spáni. Blöð og tímarit sem túlka allar stjórnmálaskoð- anir koma út og fólk gagnrýnir það sem því þykir vera að. Áður fyrri gat slíkt ekki gerst. Öll stjórnarandstaða var bönnuð, aðeins leyfð útkoma þeirra blaða sem studdu stefnu ríkisstjórnar- innar. Og svo hörð var ritskoðun- in að jafn vel í þessum hægri- blöðum kom fyrir að síður voru auðar eða hluti af þeim, vegna þess að það sem þar átti að vera þótti ekki við hæfi áð kæmi fyrir sjónir almennings. - Varþá aðeins um örfá blöð að rœða sem komu lit?, Nei, það komu út allmörg blöð og tímarit en þau áttu það öll sameiginlegt að styðja Franco og hans stjórn. Þeir sem ekki studdu stefnu ríkisstjórnarinnar áttu ekki hina minnstu möguleika á að koma skoðunum sínum og sjón- armiðum á framfæri. - Nú ert þú háskólagenginn maður, hvernig var það á þínum stúdentsárum, ræddifólkekkipó- litík í háskólanum þá og komu þar ekki fram gagnrýnisraddir? Vissulega ræddum við svolítið pólitík, pukruðumst með þetta, en í raun kunni ekkert okkar neitt í pólitík. Við þekktum ekkert annað en hægri stefnu Francos. Engin vinstri blöð voru leyfð og við gátum í raun ekki aflað okkur neinnar þekkingar á annarri stefnu en þeirri sem leyfð var í landinu. Það má segja að jafnvel enn í dag kann almenningur á Spáni ósköp lítið í pólitík, en þetta er þó svolítið að breytast. Tveir hópar fólks - Nú er það vitað að Franco hefndi sín grimmilega á þeim andstœðingum sínum úr borgar- astyrjöldinni, sem eftir lifðu, fyrst eftir stríðslokin, en hvernig vegn- aði svo þessufólki í landinu þegar frá leið? Eiginlega má segja að í landinu hafi lifað áfram tveir hópar. Þeir sem voru stuðningsmenn Francos höfðu það býsna gott. í þeim hópi var allt efnafólk landsins og þeir ríku urðu ríkari en þeir fátæku fátækari. Stuðningsmönnum Francos leið líka vel vegna þess að þeirra stefna var ráðandi. Sama má segja um þá sem ólust upp við þessa stefnu og þekktu ekki annað og hugsuðu lítið eða ekkert um pólitík og um að ti! væri eitthvað annað en það sem ráðandi stjórn framkvæmdi. Svo var stór hópur fólks sem alltaf var andstætt stefnu Franc- os. Þessu fólki leið að sjálfsögðu illa. Jafnvel þótt það vildi, átti það afar iitla möguleika á að S.dór rœðirvið spánska verk- frœðinginn Juan Carlos Roldán um tímann á Spáni áðuren og eftir að lýðrœðið varendurreist komast áfram eða rífa sig uppúr sárri fátækt. En það erfiðasta var að sjálfsögðu að mega ekki tala, mega ekki gagnrýna og láta skoð- anir sínar í ljós. Það skilur það enginn nema sá sem reynir hvern- ig það er að mega ekki tjá sig um hvað sem er opinberlega. - Faðirþinn var opinber starfs- maður, minnistu þess að hann hafi rœtt pólitík á heimilinu þegar þú varst að alast upp? Það var ekki mikið. Ég minnist þess þó að hafa heyrt hann tala um pólitík en það fór hvorki hátt né víða. Og í raun skil ég það vel. Hann hefði að sjálfsögðu misst stöðu sína samstundis og hvergi fengið vinnu ef hann hefði haft uppi gagnrýni. Það hélt enginn opinberri stöðu ef hann var með múður. Það komst heldur enginn áfram í listum, sama hvaða grein það var, ef hann var ekki á bandi stjórnarinnar. Allir óttuðust að missa vinnuna og ekki bara það, heldur að fá hvergi vinnu aftur. Ef maður var rekinn fyrir pólit- ískar skoðanir sínar hefði enginn annar atvinnurekandi þorað að ráða hann í vinnu. Og allur al- menningur varð að þræla myrkr- anna á milli til að hafa í sig og á. Þetta hefur breyst mjög mikið eftir að lýðræðið komst á og bilið á milli hinnar ríku og fátæku minnkað til muna. Hver veit hvað gerist? Þú talaðir um að Franco hefði hefnt sín á andstæðingum sínum fyrstu árin eftir stríð. Það er alveg rétt, en í raun og veru veit enginn hvað þá gerðist. Það var enginn til frásagnar nema Franco og hans menn. Fólk veit um eitt og annað en því fer víðs fjarri að fólk viti um allt sem gerist og sjálfsagt verður það aldrei upplýst. Nú er það svo, að með ein- hverjum hætti verður fólk að fá útrás, fá að gagnrýna eitt og ann- að. Það var nokkuð um það að fólk talaði um og jafnvel deildi um einkalíf einstakra ráðherra ef þeir gerðu eitthvað sem í frásögur þótti færandi. Um þetta ræddi fólk fram og aftur. Franco ekki í sviðsljósinu Franco sjálfur var afar lítið í sviðsljósinu, hann kom óvíða fram og ferðaðist lítið. Því var það að fólki út á landsbyggðinni þekkti hann varla í sjón. Þess vegna gæti hún verið sönn saga um gamla manninn í sveitaþorp- inu sem Franco stoppaði eitt sinn í og spurði karlinn hvort hann þekkti sig ekki. Karlinn sagðist ekki koma honum fyrir sig. Þá benti Franco honum á að nafn sitt væri skráð á skilti í hverri einustu borg og hverjum einasta bæ á öllum Spáni. (Og það var rétt því götur og torg voru nefnd eftir honum). Þá tók karlinn við sér og sagði: Jú, þá veit ég hver þú ert, þú ert senor Coka Cola! Aftur á móti var eiginkona Francos mjög áberandi persóna, sem misnotaði aðstöðu sína til hins ýtrasta. Hún fór víða um landið í opinberum erindagjörð- um og lék það þá að fara inní skartgripaverslanir eða hús- gagnabúðir og benda á hitt og þetta verðmæti og tilkynna að þetta þætti sér fallegt. Þá var henni umsvifalaust gefinn við- komandi gripur. Því var það, að allar verslanir sem höndluðu með dýrar vörur lokuðu þegar hún kom í heimsókn og var þá sagt að lokað væri henni til heiðurs í op- inberri heimsókn. Ég get sagt þér eitt skemmti- legt dæmi. Einu sinni kom hún í opinbera heimsókn til Alicante, en þar var faðir minn bæjarstjóri, og fór þá inní húsgagnaverslun, benti þar á sófasett sem hún sagði að sér þætti fallegt. En þá var verslunareigandinn svo harður að hann svaraði að settið yrði sent um leið og greiðsla bærist. I 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Sunnudagur 12, janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.