Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 8

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 8
SUNNUDAGSPISTILL Aðalheiðar saga Bjarnfreðsdóttur Gott katfi og gott viðmót er það eina sem ég þarf Lífssaga baráttukonu. lnga Huld Hákonardóttir rekur feril Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur. Vaka-Helgafell 1985. Þessi bók varð mikil metsölu- bók eins og fréttir herma. ís- lenskar persónusögur eru í nokk- uð góðri stöðu á bókamarkaði. Einatt út á nafn þess sem sagt er frá. Stundum verða menn svo fvrir miklum vonbrigðum þegar þeir fara að lesa textann sjálfan. Sent betur fer gerist það ekki hér. I stuttu máli sagt: þær Aðal- heiður og Inga Huld hafa átt góða samvinnu um að búa til texta sem er skemmtilegur og merkilegur fyrir ýmissa liluta sakir. Frásögn- in er röskleg og blátt áfram með þeim hætti, að lesanda finnst sem óþarfa hafi veriö útrýmt. Kann- ski rekst hann á sálma sem hann hefði kosið að sögukona og sögu- ritari hefði farið nánar út í - en seint ntun hlutföllum til skila haldið svo öllunt líki. Þúsund ára gömul Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir segir réttilega í upphafi sögu sinn- ar, að hún gæti eins verið þúsund ára. Vegna þess að líf manna í íslenskum sveitum hafi sáralítið breyst um aldir og allt til áranna kringum 1930, þegar Aðalheiður er barn að alast upp á Efri- Steinsmýri í Meðallandi. Kann- ski væri réttara að segja að líf fá- tækra sveitamanna, allra þessara óteljandi ættmenna Bjarts í Sumarhúsum, hafi sáralítið breyst um aldir. En af fátækt fengu Aðalheiður og hennar mörgu systkini (þau urðu nítján) meira en krepping fullan. F>að er satt best að segja ótrúlega stutt síðan, ekki sex áratugir, að lítil stúlka liggur í rúminu mestallan veturinn með tveim minni bræðrum sínum - vegna þess að þau eiga engin föt að fara í. Mikil saga og hraðfleyg Úr þessari okkar aldar forn- eskju berumst við svo með sögu- konu til þess samtíma sem gjarna er kenndur við velferð og vel- megun og ferill Aðalheiðar bregður upp mörgum skýrum dæmum og eftirminnilegum af sögu íslenskrar alþýðu sem er orðin svo furðuhraðskreið að engu er líkara en margar aldir hafi tekið sig saman um að gerast á nokkrunt árunt. Ekki svo að skilja að saga Aðalheiðar Bjarn- freðsdóttur sé einhver „meðal- ævi“. Þetta er saga af fátækt og basli, erfiðunt sjúkdómum, per- sónulegum áföllum og af baráttu konu fyrir virðingu sinni og réttí. Aðalheiður nýtur ekki þeirrar skólagöngu sem hana dreymir um og gengur af barnatrúnni en setur traust sitt á Marx í staðinn. Hún er vinnukona í Reykjavík á kreppuárum og kemst í kynni við kommúnisma þess tíma, á stríðs- árunum er hún í Vestmannaeyj- um og fær þar nokkurn smjörþef af félagsmálum og fleiru og stofn- ar til heimilis. Berklaveikin gerist svo fjölskyldunni skæður óvinur, Aðalheiður missir dreng, þarf sjálf að fara á hæli. Þegar þau hjón eru að reyna að rétta við sinn hag brennur ofan af þeim húsið... Nei hér er ekki ástæða til að endursegja bókina, hvorki þennan part né þann sem segir frá betri tíð í einkálffi og þeirri „vit- undarvakningu“ í kvenfrelsisbar- áttu, sem gerði Aðalheiði fræga á svipstundu - né heldur af skini og skúrum í verklýðsbaráttu upp frá því, þegar Aðalheiður verður formaður Sóknar. En um alla þessa reynslu má segja sem svo, að það er ánægjulegt að fylgjast með því. hvernig hin erfiðasta reynsla verður ekki til þess að persónan koðni niður heldur bæt- ir hún spönn við hæð sína: dvöl Aðalheiðar á berklahæli verður ekki til þess að formyrkva tilver- una heldur hleypir hún inn frels- isskímu áður en lýkur. Menn og hégómi I bókinni eru ýmsar mannlýs- ingar fáorðar og um leið vel gagn- orðar. Má nefna til dæmis lýsing- una á Bjarnfreði, þessum fátæka bónda og tuttugu barna föður sem féll þungt að reka sig á þá staðreynd, að einnig óheiðarlegir menn gætu haft áhuga á náttúru- fræði - eins og hann sjálfur. Eða sósíalistaforingjann í Eyjum sem „var svo mikið góðmenni að fyndi hann hálfan ánamaðk leitaði hann upp hinn helminginn til að setja þá saman“. Aðai- heiður lýsir vel merkum tíðindum í hugsjónamálum eins og þegar hún er að kynnast byltingar- mönnum á vinnukonuárunum í kreppunni: „Ég hataði fátæktina, og í æsku minni voru eiginlega allir fátækir. En möguleikarnir til að komast upp úr henni voru raunverulega engir. Þess vegna var það líkast opinberun að kynnast þjóðfé- lagskenningum eins og kommún- isma, sem boðaði að fátækt væri ekki óumflýjanleg. Það væri hægt að sjá.til þess að allir hefðu nógef réttlátlega væri skipt. Það var mjög skiljanlegt að ungt fólk, sem alið var upp við svipaðar að- stæður og ég, yrði mjög róttækt í lífsskoðunum; við höfum allt að vinna, engu að tapa. Kannski var bylting eina sjáanlega leiðin, þótt við hefðum náttúrlega aldrei haft okkur í að gera vopnaða upp- reisn, jafn sauðmeinlaus og við vorum...“ Þetta er skýr lýsing og segir reyndar furðu margt í fáum orð- um. Og það er heldur ekki að undra, að þótt Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur mislíki síðar við marga í pólitíkinni, þá hafi hún jafnan taugar til kommúnista þessara tíma - einkum og sérílagi vegna þeirrar ósérhlífni í þágu málstaðarins, sem síðar verður sjaldgæfari. Sigrar og vonbrigði Aðalheiður lýsir líka vel þeim straumum sem um hana fara þeg- ar hún stendur og horfir yfir manngrúann á Kvennadeginum mikla fyrir ti'u árum, tuttugu og fimm þúsund konur: „Það er ekki satt, segir hún, að ég hafi lyft kvennadeginum: Kvennafjöld- inn lyfti mér“. Það varð til þessi merkilega samstilling sálnanna sem sjaldgæf er, en þeim mun eftirminnilegri. Og hvað svo? Aðalheiður dregur ekkert úr því, að um margt varð hún síðar fyrir von- brigðum með í kvennabaráttu og verklýðsbaráttu. Hún tekur sér það m.a. fyrir hendur að taka upp hanskann fyrir verklýðsforyst- una, sem henni finnst verða fyrir ómaklegri ásakanahríð, stundum frá hrokafullum mennta- mönnum, stundum frá óþolin- móðum byltingarkrökkum. Hún minnir á það, að það er vanþakk- látt starf en ótrúlega margþætt og tímafrekt að fara með forystu í verklýðsfélagi og að ntargir þeirra sem mest blása um að for- ystan geri aldrei neitt séu tregir til að leggja nokkuð af mörkum sjálfir. Það er vafalaust margt til í þessu - það er iíka augljóst, að það er hvorki hægt að setja alla verklýðsforingja undir einn hatt né heldur gagnrýnendur þeirra. Sökudólgarnir fundnir? í því sem Aðalheiður skrifar um tíðindi síðasta áratugar er margt deiluefnið að finna. Hér er hvorki staður né stund til þess reyndar að fara mikið út í þá sálma. Þó er ekki úr vegi að benda á, að þessum lesara hér sýnist að Aðalheiður falli stund- um í svipaða gryfju og þeir, sem hún segir að gagnrýni ómaklega verklýðsforystuna, þegar hún tal- ar um stjórnmálamenn. Hún hefur tilhneigingu mikla til að spyrða þá saman og gera þá að dangans miklum allsherjar syndasel. Hún segir til dæmis að „allar ríkisstjórnir, hvort sem vinstri flokkarnir sitja í þeim eða ekki, eru á móti okkur verka- fólki“. Jamm. Það mætti spyrja á móti: skiptir þá engu máli hvern- ig ríkisstjórnir eru saman settar? Annað dærni: í lýsingunni á kvennaverkfallinu 1975 og eftir- málum hans segir blátt áfram, að „stjórnmálamennirnir" hafi skilið eftir fundinn „hvílík hætta þeim er búin af sameinuðu átaki allra kvenna, og þeim tókst að splundra okkur“. Ég held að þetta sé nokk- urnveginn jafn hæpin kenning og sú, að „verklýðsforystan" sé, samkvæmt einhverju óskil- greindu lögmáli, alltaf að svíkja verkalýðinn. Það þýðir ekki að horfa fram hjá því, að sú sam- staða sem náðist á Lækjartorgi gat ekki staðið lengi - blátt áfram vegna þess, að konur eru ekki all- ar í sarna báti. Rétt eins og sú samstilling hjartnanna sem ís- lendingar fundu til á Þingvöllum 17. júní 1944 gat ekki staðist á- takaskeið hins stéttskipta veru- leika. Eins þótt konur eigi margt sameiginlegt - andspænis körlum og íslendingar eigi margt sam- eiginlegt andspænis afgangingum af heiminum. Gegn eignagleði En semsagt: Þessi bók var ánægjuleglesningogum leið þörf heimild og það er undir lokin ærin ástæða til að minna á ákveðna þætti úr lífsviðhorfum Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur, sem gott er að sem flestir festi hugann við. I lokakafla bókarinnar minnir hún enn á þá „brennandi löngun“ til að breyta þjóðfélaginu, sem lengi hefur knúð hana áfram. Og hún heldur áfram: „Mér svíður fátækt og mannúðarleysi enn meir í dag en í gamla daga, því nú er meira til skiptanna“. Þetta er prýðilegt svar til allra þeirra, sem eru vanir að leggja kollhúfur yfir réttlætiskröfum segjandi sem svo: O, hvað, við höfum aldrei haft það betur. Það er nefnilega alveg hárrétt hjá Aðalheíði, að það er um margt erfiðara að vera fátækur í efnuðu þjóðfélagi en í því samfélagi sem hún var fædd til (og er þó engin ástæða til að fegra það fyrir sér, vitanlega). Og á síðustu blaðsíðu frásagn- arinnar segir á þessa leið: „Ég hef engan áhuga á að eiga neitt. Gott kaffi og gott viðmót er það eina sem ég þarf. Og hitta skemmtilegt fólk“. Sem minnir á ágætt rússneskt byltingarskáld, sem sagði sem svo í ljóði um framtíðina, sem menn voru þar mjög að fegra í sínum huga: í hreinskilni sagt þarf ég ekki neitt nema nýþvegna skyrtu .... Þetta var að vísu uppgerðar- hógværð. Hann vildi gjarna að menn myndu eftir sér. Og það viljum við öll, minna máþað ekki vera. -Á.B. 8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Sunnudagur 12. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.