Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 14

Þjóðviljinn - 12.01.1986, Page 14
Uppsögnin Völdum ráðherra takmörk sett En ákvarðanirnar verða ekki aftur teknar Þó ráðherrar séu ótvírætt handhafar framkvæmdavalds í þeim málaflokkum sem undir þá heyra, eru völdum þeirra tak- mörk sett með margvíslegum lagaákvæðum. Oft koma upp vaf- amál og ágreiningur um valdsvið ráðhcrra og þau algengustu eru kannski hvað varðar skipan manna i embætti. Um brottrekst- ur gildir annað, því lögfróðir menn virðst á einu máli um að í lögum um réttindi og skyldur op- inberra starfsmanna sé að finna skýlausa vörn gegn fyrirvara- lausum uppsögnum á borð við þá sem Sigurjón Valdimarsson, framkvæmdastjóri LÍN fékk á dögunum. Lögin hér um eru frá 1954, sett löngu eftir að ráðherrann Jónas frá Hriflu rak Helga Tómasson yfirlækni frá Kleppi, en fleiri for- dæmi finnast ekki fyrir aðgerðum Sverris Hermannssonar. Eina verulega breytingin sem gerð hef- ur verið á þessum lögum í 32 ár er niðurfelling æviráðningar og þó rætt hafi verið um að breyta þeim frekar, m.a. að takmarka rétt ríkisins til að framlengja upp- sagnarfrest starfsmanna eins og var í brennidepli sl. vetur vegna kennaranna, þá hefur ekki verið rætt um að auka vald ríkisins til að reka fólk. Ákvæðin í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna voru einmitt sett til að koma í veg fyrir geðþóttaupp- sagnir af hendi ráðherra eða ann- arra yfirmanna ríkisstofnana. En þó ákvörðun Sverris verði dæmd ólögmæt, verður hún ekki aftur tekin að því leyti að enginn á rétt til að vera settur aftur í starf eftir að yfirmaður hefur sagt hon- um upp, með réttu eða röngu. Ef ákvörðunin verður hins vegar ekki dæmd ólögmæt hljóta menn að velta því fyrir sér hvernig rétt- arstöðu þúsunda ríkisstarfs- manna er komið og hver við- brögð viðkomandi stéttarfélaga, BHM, verða á næstu dögum. Um það ræðir Þjóðviljinn í dag við Birgi Björn Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóra BHM og um lögin sjálf og ákvæði þeirra við Arn- mund Backman, hæstaréttarlög- mann. -ÁI. Sverrir Hermannsson lætur lögin ekki þvælast fyrir sér, ef því er að skipta og hefur sagt að það væri til vinnandi að greiða framkvæmdastjóra LÍN skaðabætur ef hann losnaði bara við hann. Datt einhverjum Jónas frá Hriflu og Kleppsmálið í hug? ^ LEIÐARI Obœtanlegar uppsagnir Ef ráðherrar mega gera hvað sem er hvenær sem þeim þóknast, ráðstafa fjármagni einsog þeim sýnist og reka fólk þegar þeim dettur í hug, þá væri engin þörf á löggjafarsamkomu eða lögum í landinu. Samkvæmt lögum er vald ráðherra þó mjög mikið á íslandi og aðeins sjaldan að misbeiting þess hafi eftirköst. Ein ástæða þess hve létti- lega ráðherrar sleppa frá því að klúðra fram- kvæmd mála, auðsærri sóun á almannafé og annars konar misbeitingu þess valds sem þeim er falið, er sú að almennt siðferði í viðskiptamál- um og því sem varðar stjórnkerfismál er á mjög lágu stigi í landinu. Það er auðvitað sjálfsagt að það gamla kerfi æviráðningar sem í gildi var hjá hinu opinbera sé kastað fyrir róða. En það er með sama hætti jafn sjálfsagt að mannréttindi þeirra sem vinna hjá hinu opinbera séu tryggð. Arnmundur Backman lögfræðingur sem er sérfróður í vinnurétti segir í viðtali við Þjóðvilj- ann í dag, að í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna séu skýr og afdráttar- laus ákvæði um réttarstöðu þeirra hvað brott- vikningu varðar. „Það er gert ráð fyrir að mönnum sé veitt lausn um stundarsakir ef þeir gerast brotlegirt.d. með óstundvísi, vanrækslu, óhlýðni, vankunnáttu, óvandvirkni eða ölvun í starfi. Þó skal ávallt veita áminningu áður en til þessarar bráðabirgðalausnar kemur og gefa mönnum kost á að bæta ráð sitt eðli málsins samkvæmt". Arnmundur bendir á að þetta sé grundvallar-j regla í öllum vinnurétti: áminning, lausn um stundarsakir og rannsókn sakargifta. Þó maður sé saklaus rekinn úr starfi á hann samt sem áður ekki rétt á að endurheimta starfið. Hann getur leitað réttar síns, fengið uppsögnina dæmda ólögmæta og fengið skaðabætur greiddar. Það er rétt að undirstrika að peningabætur koma ekki fyrir þann skaða sem einstaklingum og fjölskyldum er búinn með valdníðslu gagnvart jáeim einsog gerst hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar. Það er auðvitað lágmarkskrafa að ráðherrar fari að lögum sem tryggja réttindi op- inberra starfsmanna þegar þeir segja þeim upp. í þeim sérstæða gjörningi Sverris Hermanns- sonar menntamálaráðherra að segja upp fram- 'i kvæmdastjóra LÍN með gerræðislegum og ó- lögmætum hætti er fólgið hættulegt fordæmi. 1 Birgir Björn Sigurjónsson framkvæmdastjóri BHM segir að allir sem hafi ráðningarsamning hjá ríkinu séu í bráðri hættu ef þessi uppsögn verður ekki dæmd ólögmæt og segist gera ráð fyrir stefnu á ráðherrann einhvern næstu daga. Ráðherrar í ríkisstjórninni hafa hagað sér einsog naut í flagi í viðskiptum sínum við fólk. Þeim hefur láðst að hafa það í huga að vinnuafl- ið er ekki tilfinningalausar maskínurtil þjónustu fyrir duttlungafulla ráðherra, heldur manneskjur sem eiga rétt á háttvísi ráðamanna þjóðarinnar. Til þess eru og lög og reglur að eftir þeim sé farið. Þannig eru uppsagnir ekki einungis ólög- mætar heldur og siðferðislega óverjandi þegar að þeim er staðið einsog dæmin sanna. Upp- sagnirnar hafa valdið einstaklingum óbætan- legu tjóni. Á stjórnartímabilinu hafa ráðherrar ríkis- stjórnarinnar látið margvíslegar uppsagnir koma til framkvæmda. Svonefndum „ráðgjaf- arfyrirtækjum" hefur verið sleppt lausum í stofn- unum ríkisins og tugum ef ekki hundruðum manna sagt upp vegna „skipulagsbreytinga". Það er rétt að muna eftir þannig tilkomnum upp- sögnum Sverris Hermannssonar hjá Raf- magnsveitum ríkisins og Orkustofnun, sem Hagvangur var fenginn til að stimpla réttlætan- legar. Og það voru sams konar skipulagsbreytingar sem gerðu það að verkum í menntamálaráðu- neytinu, að allt í einu var Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra komin með heila hirð dyggra flokkssystkina í kringum sig efst á vald- apyramida menntamálaráðuneytisins. Það er þessi valdsmannshirð sem nú hefursýnt hvern- ig standa á „faglega" að uppsögn fram- kvæmdastjóra LÍN. Því er vert að hafa í huga, að uppsagnir opin- berra starfsmanna eru ekki einungis spurning um lögmæti og mannréttindi starfsmannanna - þær eru nefnilega líka spurning um hið pólitíska vald sem Sjálfstæðisflokkurinn er að taka sér- og misbeita. -óg 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN; Sunnudagur 12. janúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.