Þjóðviljinn - 12.01.1986, Blaðsíða 15
Allir aðrir
í bráðri hœttu
BirgirBjörn
Sigurjónsson,
framkvœmdo-
stjóriBHM:
Nauðsynlegt að
málið fari fyrir
dóm
„Nei, það koma ekki mörg mál
af þessu tagi til okkar kasta,“
sagði Birgir Björn Sigurjónsson,
framkvæmdastjóri Bandalags há-
skólamanna. „Ég þori ekki að
segja um hvort þar er um að ræða
ókunnugleika fólks um réttindi
sín og skyldur, en það er óhætt að
fullyrða að það er mjög sjaldgæft
að mönnum sé vikið fyrirvara-
laust úr starfi án þess að lagaá-
kvæðum um réttan aðdraganda
uppsagnar sé fylgt.“
- Þekkið þið dœmi þess að ráð-
herra sem handhafi framkvœmd-
avalds reki menn með þessum
hœtti?
„Slíkt fordæmi er bara eitt eftir
því sem ég veit best, og það var
þegar Jónas frá Hriflu rak yfir-
lækninn á Kleppi í upphafi fjórða
áratugarins. Það þótti yfirgengi-
leg valdníðsla á sínum tíma og
varð af mikið mál.“
Sem kunnugt er hefur BHM
mótmælt uppsögn Sigurjóns
Valdimarssonar harðlega og
sagði Birgir Björn það einróma
mat manna að ólöglega hefði ver-
ið að henni staðið. „Við höfum
ráðið Guðríði Þorsteinsdóttur
Birgir Björn Sigurjónsson.
lögfræðing og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra BHM til að fara
ofaní þetta mál og veita Sigurjóni
alla þá aðstoð sem mögulegt er,“
sagði hann.
„Við teljum að allir sem hafa
ráðningarsamning hjá ríkinu séu í
bráðri hættu ef þessi uppsögn
verður ekki dæmd ólögmæt og
því teljum við nauðsynlegt að
málið fari fyrir dóm, þó auðvitað
stýrum við ekki þeirri ferð. Okk-
ar markmið hlýtur að vera að
tryggja réttarstöðu ríkisstarfs-
manna með dómi á grundvelli
gildandi laga um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
en það mun ekki nást nema sem
þáttur í málshöfðun Sigurjóns
sjálfs".
- Attu von á að ráðherra verði
þá stefnt?
„Já, ég geri ráð fyrir dómstefnu
vegna þessa einhvern næstu
daga,“ sagði Birgir Bjöm að lok-
um. _ ÁI.
Kallar á málshöfðun
Arnmundur Backman.
Arnmundur
Backman, hrl.:
Aðdragandi
uppsagnarinnar
þvertá lög um
réttindi og skyldur
opinberra
starfsmanna
„Það er grundvallarregla í
öllum vinnurétti, lögfest hvað op-
inbera starfsmenn varðar og
margdæmt í Hæstarétti að
mönnum skal fyrst veitt áminning
og þeim gefið tækifæri til að bæta
ráð sitt áður en þeim er vcitt lausn
og þá aðeins til bráðabirgða. Síð-
an skal málið rannsakað fyrir
dómi eða af kunnugum mönnum
og það fer eftir niðurstöðum
þeirrar rannsóknar hvort við-
komandi starfsmaður endur-
heimtir starf sitt eða ekki,“ sagði
Arnmundur S. Backman, hæst-
aréttarlögmaður og annar
tveggja höfunda bókarinnar
„Vinnuréttur“.
„í lögum um réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna
frá 1954 eru skýr og afdráttarlaus
ákvæði um réttarstöðu þeirra
hvað brottvikningu varðar,“
sagði Ammundur. „Þar er gert
ráð fyrir að mönnum sé veitt
lausn um stundarsakir ef þeir ger-
ast brotlegir t.d. með óstundvísi,
vanrækslu, óhlýðni, vankunn-
áttu, óvandvirkni eða ölvun í
starfi. Þó skal ávallt veita áminn-
ingu áður en til þessarar bráða-
birgðalausnar kemur og gefa
mönnum kost á að bæta ráð sitt
nema um bókhaldara sé að ræða,
eðli málsins samkvæmt.“
„Menn sem vikið er úr starfi
um stundarsakir eiga rétt á hálf-
um launum meðan rannsókn
kunnáttumanna eða dóms fer
fram og endurheimti þeir starfið
að henni lokinni fær hann
launamuninn greiddan, annars
ekki. Þetta er grundvallarregla í
öllum vinnurétti: áminning,
lausn um stundarsakir og rann-
sókn sakargifta. Lögin um rétt og
skyldur opinberra starfsmanna
hafa verið lögð til grundvallar á
almennum vinnumarkaði hvað
þetta varðar og margdæmt í sam-
ræmi við það í Hæstarétti," sagði
hann.
„Þegar hins vegar búið er að
víkja manni úr starfi eins og
Sverrir Hermannsson gerði ný-
lega með ólögmætum hætti að því
er ég tel, á viðkomandi samt ekki
rétt á að endurheimta starfið aft-
ur. Hann getur aðeins leitað rétt-
ar síns og fengið uppsögnina
dæmda ólögmæta og fengið skað-
abætur úr ríkissjóði. Þær geta
verið allháar sérstaklega ef um
æviráðningu er að ræða og ef við-
komandi starfsmaður hefur verið
borinn ásökunum opinberlega
sem ekki standast. Ef uppsögn
sem hefur þennan aðdraganda er
ekki dregin til baka kallar hún á
slíkt bótamál vegna réttarstöðu
alls vinnandi fólks í landinu,“
sagði Arnmundur Backman að
lokum. _ ÁI.
Sunnudagur 12. janúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
LAJUSAR STÖÐURHJÁ
REYKJAVÍKURBORG
• Reykjavíkurborg vill ráöa starfsfólk til eftirtal-
inna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamning-
um.
Sumarstarfsmenn óskast á Slökkvistöðina í
Reykjavík á sumri komandi. Skilyröi er að viö-
komandi sé á aldrinum 20-28 ára og hafi meira
bifreiðapróf.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást
hjá Tryggva Ólafssyni á Slökkvistöðinni í Reykja-
vík, sími: 22040. Umsóknareyðublöðum þarf að
skila fyrir 1. mars n.k.
£91 LAUSAR S7ÖÐUR HJÁ
W REYKJAVIKURBORG
• Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirta-
lins starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamning-
um.
Læknafulltrúi óskast í 50% starf við Heilsu-
gæslustöð miðbæjar, eftir hádegi.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri heilsu-
gæslustöðva í síma 22400, kl. 9:00-10:00 alla
virka daga.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir kl.
16:00 mánudaginn 20. janúar 1986.
LAUSAR STOÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
• Fóstrur, þroskaþjálfar eða fólk með uppeld-
ismenntun óskast til að aðstoða og örva
seinþroska börn á dagvistarheimilum í
Reykjavík. Starfið er unnið í samvinnu við fóst-
rur á viðkomandi dagvistarheimili og í samráði
við Sálfræði- og sérkennsludeild Dagvistar
barna.
Upplýsingar veitir Garðar Vilborg, sálfræðing-
ur í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást,
fyrir kl. 16:00 mánudaginn 27. janúar 1986.
Laus staða
hjá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg vill ráða starfsmann til eftirtalins
starfs. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum.
• Deildarfulltrúa á hverfaskrifstofu í fjölskyldu-
deild Félagsmálastofnunar.
Félagsráðgjafamenntun og a.m.k. 3ja ára
starfsreynsla áskilin.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í
síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á
sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást,
fyrir kl. 16:00 mánudaginn 27.1. 1986.
Sálfræðingar
Sálfræðingur óskast til starfa á sálfræðideild Fræðslu-
skrifstofu Norðurlands eystra, Furuvöllum 13, Akur-
eyri, sem fyrst.
Upplýsingar veita fræðslustjóri eða deildarstjóri sál-
fræðideildar í síma 96-24655.